Morgunblaðið - 11.03.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 19 Bílamálið: Innflytjandinn í gæzluvarðhald Ný gögn bárust frá Þýzkalandi NÝLEGA bárust Rannsóknarlög- reglu ríkisins nýjar upplýsingar frá Þýzkalandi í bílamálinu svo- kallaða. Á grundvelli þeirra var innflytjandi bifreiða þeirra, sem um ræðir í málinu, úrskurðaður í gæzluvarðhald, á meðan nánari rannsókn fór fram. Sat maðurinn inni i tæpa viku. Fyrir nokkrum árum flutti um- ræddur maður inn um 100 notaðar bifreiðir frá Vestur-Þýzkalandi. Nokkru síðar vaknaði sá grunur að ekki væri allt með felldu í sambandi við þennan innflutning. Var maður- inn grunaður um að hafa lagt fram falsaða vörureikninga og á þann hátt gefið upp lægra kaupverð en það raunverulega var og því þurft að borga lægri aðflutningsgjöld en honum bar. Ennfremur var maður- inn grunaður um að hafa breytt númeraplötum á vélum bifreiðanna til þess að villa um fyrir yfirvöldum. Maðurinn hefur neitað öllum ásök- unum. Hin nýju gögn í málinu munu vera kaupsamningar, sem gerðir voru þegar bílarnir voru keyptir í Vestur-Þýzkalandi og er talið að gögnin verði mjög mikilvægt inn- legg í málið. Mikil vinna í frysti- húsunum í Garðinum Sáttasemjari ríkisins í heimsókn Garði, 10. marz. MJÖG mikið hefir verið að gera í frystihúsunum fjórum að undan- Hagnaður ÁTVR 1980: Áætlaður 24 milljarðar SAMKVÆMT nýframlögðu fjár- lagafrumvarpi er gert ráð fyrir því að hagnaður af Áfengis- og tóbaks- einkasölu rikisins verði 24 millj- arðar króna, en á afgreiddum fjárlögum var þessi fjárhæð 18,2 milljarðar króna. Því er gert ráð fyrir að hækkun á söluvörum ATVR verði rétt um 32% á árinu 1980. í greinargerð fjárlagafrumvarps- ins segir, að spár um hagnaðinn hafi gengið allvel eftir. „Á miðju ári var útsöluverð hækkað um svipað hlut- fall að meðaltali og reiknað hafði verið með við samþykkt fjárlaga, en auk þess var útsöluverð hækkað í desember og tóbaksverð sérstaklega í nóvember 1979.“ Frumvarp til fjárlaga er miðað við að verðlag hækki á árinu 1980 um 31%, en áætluð hækkun á hagnaði ÁTVR er nákvæmlega 31,9%. Segir í greinargerð með frumvarpinu, að í áætlun um hagn- að ÁTVR sé „miðað við að útsölu- verð hækki í samræmi við hækkun kauptaxta og verðlags." förnu og í síðustu viku var unnið á hverju kvöldi í flestum húsanna og langt fram á nótt sum kvöldin. Er að heyra á máli forráðamanna frystihúsanna, að alveg sé sama hvaða veiðarfæri sé díft i sjó, í það fáist fiskur. Þá hefir eitthvað verið unnið að frystingu loðnu samfara bolfiskaflanum. Sáttasemjari ríkisins, Guðlaugur Þorvaldsson, var hér á ferð sl. sunnudag. Ekki var það í sambandi við launamál eða mikla vinnu held- ur kom hann í boði kiwanisklúbbs- ins Hofs þar sem hann var ræðu- maður og svaraði fyrirspurnum í sambandi við forsetaframboð sitt. Hafa kiwanismenn hug á að fá fleiri forsetaframbjóðendur í heimsókn en fundurinn var mjög fjölsóttur á okkar mælikvarða og tókst í alla staði mjög vel. Á sama tíma fór fram í hinum sal samkomuhússins aðalfundur verka- lýðsfélagsins á staðnum og var Olafur Sigurðsson endurkjörinn formaður félagsins en hann hefir gegnt því starfi í mörg ár. Að lokum má geta þess að sl. sunnudagskvöld lauk félagsvist sem hjónaklúbburinn hefir staðið fyrir undanfarna sunnudaga en þar hefir mæting verið fádæma góð og allt upp í 70 manns sem hafa mætt í vistina. Arnór. 8,4 milljarðar kr. til útflutningsbóta SAMKVÆMT fjárlaga- frumvarpinu, sem lagt var fyrir Alþingi í gær, renna samtals 24,4 milljarðar króna til niðurgreiðslna á búvöru, en rikisstjórnin hefur ákveð- ið að halda hlutfalli þeirra. Þá renna til útflutningsbóta 8,4 millrjarðar króna, en það er sú f járhæð. sem þarf til að standa við ákvæði laga um 10% framlag ríkissjóðs vegna verðábyrgðar landbúnaðar- vara. Þá segir í greinargerð með frumvarpinu, að í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarinn- ar hafi því verið lýst að framlög til menningarmála yrðu aukin. Er áformað að sú aukning verði í áföngum og Alan Boucher, forseti heimspekideildar: Til ritst jóra Morgunblaðsins Ég hef aldrei talið æskilegt að innri málefni Háskólans væru höfð að bitbeini á opinberum vettvangi, en fyrst nokkur blöð virðast ákveðin í að gera starfsemi heimspekideildar að pólitísku þrætumáli, finn ég mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir með sérstöku tilliti til bréfs eins nemanda í dönsku og leiðara Morgunblaðsins þar að lútandi, vegna þeirra sem hafa meiri áhuga á sannleikanum en pólitík og til þess að koma í veg misskiln- ing. Gagnrýni nemandans á kennsl- una í dönsku í heimspekideild var órökstudd staðhæfing. Þegar kvörtunum var vísað til deildar- innar, lét ég setja upp í háskólan- um auglýsingar, og þar var hverj- um þeim, sem óskaði að tjá sig um málið, boðið að ræða við mig persónulega og í trúnaði. Aðeins tvisvar sneru menn sér til mín af þessu tilefni: í annað skipti var á ferð stundarkennari í dönsku í heimspekideild en í hitt skiptið hópur fyrrverandi nemenda í dönsku sem nú eru orðnir kennar- ar í skólum. Allir neituðu því að nokkur fótur væri fyrir ásökunum og hinir síðarnefndu kröfðust þess að eitthvað væri gert til að hrinda þessum áburði. Á þeim vikum sem liðu áður en málið var tekið fyrir í deildarráði gaf enginn sig fram til að styðja kvartanir nemandans. Vissulega mundi enginn dómstóll í lýðræð- isríki telja ástæðu til að dæma á grundvelli órökstuddra ásakana eins einstaklings, eða hvað? I námsnefndinni í dönsku eru jafnmargir kjörnir fulltrúar kenn- ara og stúdenta. Henni var sent málið eingöngu til umsagnar og umsögn hennar höfð til hliðsjónar ásamt öðrum gögnum. Nemandan- um var veitt heimild til að vera viðstaddur fund námsnefndar og deildarráðs þegar málið var rætt og að lokinni umræðu í deildarráði var gefinn kostur á að tjá sig ef hann hefði einhverju við að bæta eða vildi gera athugasemdir, en hann notfærði sér það ekki. Óháður prófdómari utan há- skólans var sérstaklega skipaður til að meta próf nemandans til þess að ekki kæmi til greina að telja hann einhverjum órétti beittan. Það er hreint ekki óvenjulegt að nemendur séu óánægðir með einkunnir sínar, en venjulega láta þeir þó vera að skrifa um þær í blöðin. Ef blöðin hafa áhuga á að finna einhvern sökudólg fyrir deilumál sín í skammdeginu, legg ég til að þau leiti fyrir sér annars staðar. Hvað sem Iíður öllum mannlegum ágöllum kennara í heimspekideild, held ég að þeir reyni af samvisku- semi og heiðarleika að gegna skyldustörfum sínum og halda uppi akademískum staðli, hver eftir sinni bestu getu og með kjörum sem varla væru talin viðunandi í flestum löndum. Ef það skiptir einhverju máli, vil ég taka það fram að ég hef hér um bil eins mikla trú á hug- myndafræði marxista eins og á göldrum miðaldanna, en ekki hef ég heldur trú á galdarabrennum eða villutrúarofsóknum af neinu Alan Boucher tagi, að ógleymdum Senator Mc- Carthy. Virðingarfyllst, Alan Boucher, forseti heimspekideildar. 10.3. ’80. er aukningin samkvæmt frumvarpinu nú 265 milljónir króna. Þá er aukning á fram- lagi ríkisins til Lánasjóðs íslenzkra námsmanna 1.221 milljónir króna miðað við frumvarp Tómasar og lán- tökuheimild er aukin um Vt milljarð. Lán námsmanna úr sjóðnum miðast við 85% um- framfjárþörf, en á síðastliðnu vori var gert samkomulag við námsmenn um að þetta hlut- fall hækkaði í 100% í þremur áföngum. Er sagt að lög sjóðsins verði endurskoðuð með hliðsjón af þessu. Þá er talsverð lækkun á framlögum ríkisins til fjárfest- ingalánasjóða og nemur hún 1,7 milljörðum króna frá frumvarpi Tómasar Árnasonar. Framlag í byggingasjóð ríkisins er lækkað um 1,9 milljarð, í fiskveiðasjóð um 381 milljón, til stofnlána- deildar landbúnaðarins um 191 milljón, til lánasjóðs sveitarfé- laga um 60 milljónir, til bjarg- ráðasjóðs um 33 milljónir, til iðnlánasjóðs um tæplega. 70 milljónir, til iðnrekstrarsjóðs um 18,5 milljónir, til fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins um 6 milljónir og til ferðamálasjóðs um 7 milljónir. Framlög eru aukin til byggingasjóðs verka- manna um 50 milljónir, til jarðasjóðs um 22,7 milljónir og síðan er stofnaður nýr sjóður, sem heitir „aðlögunargjald" og í renna 850 milljónir. Framlög í aðra fjárfestingalánasjóði eru óbreytt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.