Morgunblaðið - 11.03.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 11.03.1980, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 25 Valsmenn slógu Spánverjana út og fara fyrstir íslenskra liða í úrslit Evrópukeppninnar ÍSLENSKUR handknattleikur lifði sína stærstu stund í Laugardals- höllinni á sunnudagskvöldið, en þá slógu Valsmenn spænsku meistarana Atletico Madrid út úr Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Þetta voru 4-liöa úrslit, þannig að Valur leikur til úrslita um Evrópubikarinn við Grosswaldstadt frá Vestur-Þýska- landi. Hvernig úrslitaleikurinn fer síðan skiptir ekki öllu máli, heldur það fádæma afrek sem Valsmenn hafa þegar unnið með því að Hvílík stemmning Þokulúðrarnir voru í stans- lausri notkun á áhorfendapöllun- um og óhætt er að fullyrða, að aldrei hafi verið önnur eins stemmning í Laugardalshöllinni og ólíklegt að önnur eins verði í náinni framtíð. Var niðurinn í lúðrunum slíkur, að það minnti helst á Reykjavíkurhöfn klukkan tólf 31. desember og spænski þjálfarinn sem dansaði um alla hliðarlínuna gat með engu móti komið skilaboðum til sinna manna. Og eftir leikinn var stanslaus lúðragnýr lengi lengi. Meira að segja hörðustu Valsarar táruðust og ekki var annað að sjá en menn sameinuðust í gleði sinni, hvaða félagi sem þeir tilheyrðu. Hilmar þjálfari var „tolleraður", Valsmenn fóru til klefa síns, en komu út til að þekkjast fagnaðar- öskur áhorfendaskarans. Þetta var ótrúlegt, draumurinn var orð- inn að veruleika. Snilldarlegur fyrri hálfleikur En hvað svo með leikinn? Mikil taugaspenna markaði fyrstu mínúturnar, en eftir að hin fræga leikbrella Bjarna og Steindórs hafði gengið upp strax á annarri mínútu leiksins, voru það Vals- menn sem náðu að hemja sínar taugar. Mark þetta, sem var hreint glæsilegt, var ákaflega mikilvægt andlega, að skora slíkt mark kom Val á bragðið. Alonso jafnaði að vísu fljótlega, en annað glæsimark frá Steindóri kom Val yfir á ný. Síðan hrúguðu Þorbirn- irnir Jensson, sem átti stórleik, og Guðmundsson niður þremur mörkum, staðan var orðin 5—1 og aðeins 11 mínútur liðnar af leikn- um. Gunnari Lúðvíkssyni var vikið af Ieikvelli og dæmdur var ruðn- ingur á Þorbjörn Jensson. Uria minnkaði muninn, en Valsmenn svöruðu með vítakasti Stefáns Halldórssonar og þriðja marki Steindórs, 7—2 fyrir Val! Upp úr þessu fór leikurinn heldur að jafnast, Spánverjarnir hafa séð sem von var, að við svo búið mátti ekki Iengur standa og ekki stætt á öðru en að minnsta kosti láta Valsmenn hafa fyrir sigrinum. Manrig minnkaði muninn, en Gunnar skoraði áttunda markið á 17. mínútu. En næstu tvö mörk voru spænsk, Uria skoraði fyrst eftir komast þetta langt í keppninni. Aldrei hefur íslenskt liö komist í úrslit. Og aldrei í 4-liða úrslit. Þetta hafa ekki verið nein slorlið sem Valur hefur slegið út. Að vísu voru þeir ensku frá Brentwood engir snillingar, en bæði Drott frá Svíþjóð og Atletico Madrid eru lið sem flestir hefðu frekar reiknað með að væru sterkari en Valur. Og ekki má gleyma því, að lið þessi eru atvinnumannalið, Valsmenn áhugamenn. Valur — 4Q_________4C Atletico Madrid IO-IO langa sóknarlotu og síðan bætti De Andreas marki við úr hraða- upphlaupi. Stefán Halldórsson skoraði glæsilegt mark úr upp- stökki á 21. mínútu og þrátt fyrir að Þorbirni Guðmundssyni væri vikið af leikvelli, bætti Bjarni Guðmundsson frábæru marki við úr hraðaupphlaupi, 10—5. Forsmekkur að skrýtinni dómgæslu Valsmenn voru enn einum færri er Uria skoraði úr vítakasti og létu síðan dæma á sig töf. Spán- verjarnir misstu þó knöttinn, Gunnar brunaði upp og var kom- inn í dauðafæri, er spænskur varnarmaður stytti sér leið yfir vítateiginn til þess að fara fyrir skotið. Ekkert dæmt og ekki í fyrsta skipti sem menn öskruðu sig hása yfir dómgæslunni. Hún var þrátt fyrir allt lengst af mjög frambærileg, þeir Broman og Webster frá Svíþjóð hafa dæmt hér áður og eru færir karlar. En undir lok leiksins væri synd að segja að um heimadómara væri að ræða, þvert á móti. Svo rammt kvað að þessu, að einn af þekktari handknattleiksdómurum landsins missti út úr sér: „Þeir ætla að gefa Spánverjunum leikinn." Staðan var nú 10—6 og hvort að fyrrnefnt atvik hafi haft eitthvað að segja eða ekki skal ekki sagt um, en úr þessu fór heldur að halla undan fæti hjá Val. Enn kom furðuleg dómgæsla er brotið var gróflega á Steindóri á línunni og eigi færri en þrír Spánverjar brotlegir inni í vítateignum. Ekk- ert dæmt, jú fyrirgefið, aukakast. Spánverjar misstu De Andreas út af í tvær mínútur, en Valsmenn gátu ekki nýtt sér það, ótímabær skot og annað réð því að fimm síðustu sóknarlotur liðsins í fyrri hálfleik fóru fyrir ofan garð og neðan. Víti sem gat skipt sköpum Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks kom upp atvik sem hæglega hefði getað orðið vendipunktur í leikn- um. Staðan 10—6 þegar Valsmenn fengu vítakast. Stefán kastaði, en gerði það ekki af yfirvegun, skaut beint í spriklandi markvörðinn, knötturinn barst fram á völlinn, Spánverjar náðu knettinum og brunuðu einir upp. Steindór náði þeim þó, braut á knatthafanum, Atletico fékk víti og Steindór tveggja mínútna hvíld. Úr víta- kastinu skoraði Uria af öryggi eins og öðrum vítaköstum AM í leiknum. Fáeinar sekúndur til leiksloka og Þorbjörn Guðmunds- son reyndi ótímabært og óvandað skot. Enn var tími fyrir Spánverj- ana að skjóta, en Óliver Ben. varði vel. Afdrifaríkt augnablik það. Stórleikur Óla Valsmenn hófu síðari hálfleik- inn einum leikmanni færri, Steindór var enn ekki búinn að taka út refsingu sína. Spánverj- arnir komust í tvö dauðafæri í fyrstu sókn sinni, en Óli Ben. varði meistaralega bæði skotin. Var það forsmekkurinn af því sem kom síðan frá Óla. Það hefur gengið á ýmsu hjá honum í vetur, en hvílíkur tími til þess að detta niður á stórleikinn. Valsmenn höfðu sagt það fyrir leikinn, að ef sigur ætti að vinnast, mættu markverðirnir ekki bregðast. Og það gerðu þeir ekki, sérstaklega Óli Ben. sem kom í markið um miðjan fyrri hálfleik, er Brynjar fann sig illa. Rekistefna eftir rekistefnu Þegar hér var komið sögu, hafði raunar verið viðloðandi allan leik- inn, varð hvað eftir annað að stöðva leikinn um tíma vegna orðaskaks dómaranna og spænsku liðstjóranna. Feiknarleg átök inni á vellinum hlupu í blóðið á suður- landabúunum og mikið var rifist. Þá var ieikurinn einnig stöðvaður um stund vegna þess að í mann- þrönginni höfðu sælgætisumbúð- irnar hörfað inn á keppnisgólfið. Þurfti að sópa því burtu áður en að einhver slasaði sig. En engum varð hált á poppbréfinu, hins vegar varð Þorbirni Jenssyni hált á einum Spánverja sem sló hann svoleiðis í augað að blæddi úr augnlokinu og það ekki lítið. Var hann reifaður og pakkaður inn í sáraumbúðir, mætti síðan í slag- inn á ný hálfu verri viðureignar. Steindór skoraði fyrsta mark leiksins með tilþrifum. Jafnræði um tíma Staðan var 10—7, Valsmenn einum færri, en engu að síður skoraði liðið fyrsta mark hálf- leiksins, Þorbjörn Jensson með þrumufleyg. Uria skoraði úr víti fyrir AM og eftir stangarskot Þorbjarnar Jenssonar minnkuðu Spánverjarnir muninn í tvö mörk þegar Alonso skoraði, 11—9. í næstu sókn varði spænski mark- vörðurinn tvívegis laus skot frá Þorbirni Guðmundssyni. Fór nú að fara um áhorfendur, enda virtist sem Valsmenn væru að missa leikinn úr höndum sér. Valsmenn skoruðu þó næst, nánar tiltekið Þorbjörn Guðmundsson, úr víti sem Bjarni fiskaði. Uria svaraði úr vítakasti fyrir AM, staðan 12—10 og 38 mínútur liðnar af leiknum. Þorbjörn Jens- son og nafni hans Guðmundsson skoruðu sitt markið hvor, 14—10, og aftur vöknuðu áhorfendur til lífsins. En engu að síður sýndu Valsmenn ekki sömu ákveðni og í fyrri hálfleik, leikur liðsins var oft tilþrifalítill og tilviljanakenndur. Það var heimamönnum til happs, að Spánverjarnir voru að tapa sér. Þá skorti herslumuninn til þess að jafna leikinn. Milian skoraði, 14—11, en Þorbjörn Guðmundsson svaraði úr vítakasti. Enn eygðu Spán- verjar von Vonarneisti spratt upp hjá Spánverjunum er Þorbjörn Jens- son var rekinn af leikvelli á 13. mínútu hálfleiksins. Milian skor- aði, töf var dæmd á Valsmenn í næstu sókn og Manrig bætti enn við marki fyrir AM, staðan þá orðin 15—13. Um miðbik hálf- leiksins og úr því kom iðulega fyrir, að hver sóknarlotan fór í vaskinn af annarri, hjá báðum liðum. Enn héldu sveiflurnar áfram, Þorbjörn Jensson skoraði 16. mark Vals og Gunnar Lúðvíksson skoraði síðan úr hraðaupphlaupi, 17—13, og 8 Gunnar Lúðviksson brýst inn úr horninu. Þorbjörn Jensson reynir skot i leiknum. Ljósm. Emilia. • Tryllt fagnaðarlæti Vaismanna og áhorfenda i leikslok. mínútur eftir. Ef taugaspenna hafði ríkt fyrr í leiknum, þá er ekki til orð yfir það sem ríkti þessar síðustu mínútur. Uria skor- aði 14. mark AM þegar rúmar sjö mínútur voru eftir og litlu munaði að AM minnkaði enn muninn er Spánverjarnir komust inn í send- ingu Valsmanna, en Óli varði snilldarlega skot Alonsos. Þorbjörn útilokaður Nokkru áður hafði Þorbjörn Jensson fengið sína þriðju brott- vikningu í leiknum og hjálpaði það Valsmönnum ekki hót. Jón Karls- son sneri sig í gegn, en var afar óheppinn, skaut innan á stöngina. Spánverjarnir fengu knöttinn og fóru áhorfendur enn á ný að kveðja úrslitaleikinn. En Óli Ben. var í stuði og varði glæsilega í næstu sókn. Síðan voru bæði Steindór og Puerta reknir af leikvelli fyrir áflog. Ekkert gerðist meðan þeir félagarnir voru utan vallar utan, að sænsku dómararn- ir fóru að sýna á sér hliðar betur geymdar í skugganum. T.d. var brotið á Þorbirni Guðmundssyni aftan frá í hraðaupphlaupi, í þann mund sem hann var að fara að senda knöttinn í netið hjá Spán- verjunum. Dæmdu þeir Broman og Webster aðeins aukakast og veltu menn því þá fyrir sér hvað þyrfti til þess að fá vítakast. Og Spánverjinn var ekki einu sinni aðvaraður, nei nei. Síðustu sekúndurnar eins og ár Þegar Stefán Gunnarsson skor- aði 18. mark Vals þegar 1,20 mín. voru eftir, töldu víst flestir að sigurinn væri í höfn, en Uria skoraði fyrir AM næstum áður en menn gátu deplað auga. Og til þess að bæta á eigin taugakvalir og áhorfenda, misstu Valsmenn knöttinn í hendur Spánverja þeg- ar þeir þurftu ekki annað en að halda knettinum í tæpa mínútu. Spánverjarnir voru því í sókn síðustu hálfu mínútuna, en fundu ekki smugur á góðri vörn Vals- manna. Svo gall flauta dómar- anna... Óli Ben. stóð upp úr Valsmenn áttu eftir atvikum góðan dag. Spennan í leiknum kom í veg fyrir alvöru gæði á handknattleiknum, en í fyrri hálf- leik létu Valsmenn það þó ekkert á sig fá og sýndu betri handknatt- leik en liðið hefúr gert í háa herrans tíð, hraður ógnandi sókn- arleikur, vörn eins og fjallgarður, en markvarslan þó ekki meira en þokkaleg. Þegar spennan seig í síðari hálfleik, fjaraði sóknarlip- urðin út, vörnin hélt sínu striki, en í staðinn fyrir sóknarleik á heims- mælikvarða tók nú við markvarsla á sama mælikvarða, Ólafur Bene- diktsson var í essinu sínu. Að öðrum ólöstuðum voru þeir Óliver og Þorbjörn Jensson bestu leikmenn Vals, Þorbjörn alltaf sami hrammurinn í vörninni og auk þess atkvæðamikill i sókninni. Þá komu þeir Bjarni, Steindór og Gunnar Lúðvíksson mjög vel frá leiknum allir saman, svo og Stefán fyrirliði Gunnarsson sem er drjúgur þegar reynsluna vantar. Stefán Halldórsson gerði góða hluti þegar hann fékk tækifæri til þess og Þorbjörn Guðmundsson var köflóttur í sókninni. Hann bætti það þó upp með stórgóðum varnarleik. Síðast en ekki síst á þjálfarinn Hilmar Björnsson hrós skilið og meira en það raunar, árangurinn sem liðið hefur náð undir hans stjórn er eins og draumur sem íslendingar eru að vona að þeir vakni ekki upp við að sé rangur. Spænska liðið gott Spænska liðið hefur marga góða kosti, en einnig mjög áberandi galla. Þetta er eitt af toppliðum Spánar og bendir því allt til þess að Spánverjar hafi síður en svo stungið íslendinga af á hand- knattleikssviðinu, Gallarnir eru einkum þeir, að markverðir liðsins eru ekki ýkja sterkir. Þeir vörðu þó allvel í síðari hálfleik, en það var ekki síst vegna þess að mörg skot Valsmanna voru þá ekki til að hrópa húrra fyrir. Þeir Alonso og Uria eru geysilega sterkir handknattleiksmenn og liðið leik- ur geysilega hraðan handknatt- leik. Ef Valsmenn hefðu látið tæla sig út í sama hraða og Spánverj- arnir vilja leika, hefði saga þeirra ekki orðið lengri. Spánverjarnir létu hægagang og stundum sila- legan leik Vals fara í taugarnar á sér, þeir flýttu sér síðan allt of mikið loks þegar þeir fengu knött- inn í hendurnar og því fór sem fór. Eftir á að hyggja, er ljóst, að Valsmenn hefðu ekki fengið háa einkun ef Atletico Madrid hefði ekki verið lagt að velli, því að þrátt fyrir allt er liðið ekki svo sérstakt, gott Iið þó og ekki sagt til að rýra sigur Valsmanna í gleði þeirra. Mörk Vals: Þorbjörn Jensson 5, Þorbjörn Guðmundsson 4 (2 víti), Steindór Gunnarsson 3, Stefári Halldórsson 2 (1 víti), Gunnar Lúðvíksson 2, Bjarni Guðmunds- son og Stefán Gunnarsson 1 mark hvor. Mörk AM: Uria 8 (4 víti), Alonso 2, Milian 2, Manrig 2 og De Andreas 1 mark. Leikinn dæmdu Broman og Webster frá Svíþjóð. — gg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.