Morgunblaðið - 11.03.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.03.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 39 Minning Elísabet G. Kristjáns- dóttir frá Meðaldal Fædd 15. ágúst 1892. Dáin 1. mars 1980. Elísabet Kristjánsdóttir var Vestfirðingur, frá Meðaldal í Dýrafirði, dóttir hjónanna Helgu Bergsdóttur og Kristjáns And- réssonar, skipstjóra og bónda þar. Hún var næstyngst fjögurra systkina, og af þeim eru Andrés og Bergþóra látin, en Kristján lifir einn. Hún ólst upp vestra, stund- aði nám við Héraðsskólann á Núpi 1909—11 og dvaldi síðan tvo vetur í Reykjavík við nám í hannyrðum og saumaskap. Árið 1922 giftist hún Jónasi G. Halldórssyni stýri- manni frá Búð í Hnífsdal. Þau stofnuðu heimili sitt í Reykjavík og bjuggu þar ætíð síðan. Þau bjuggu lengi að Reykjavíkurvegi 27, í nábýli við Kristján bróður hennar og fjölskyldu hans, en síðan byggðu þau sér hlýlegt íbúðarhús að Fossagötu 10 í Skerjafirði. Jónas stundaði fyrst sjómennsku, en 1931 stofnsetti hann netagerð í Reykjavík sem hann rak til 1942. Þá stofnaði hann ásamt öðrum Sápuverk- smiðjuna Mjöll og var fram- kvæmdastjóri hennar þar til hann andaðist 1964. Eftir lát Jónasar bjó Elísabet í ellefu ár við Fossag- ötuna, og þann tíma bjó í húsinu hjá henni bróðurdóttir hennar, Helga Kristjánsdóttir handavinn- ukennari, sem var henni góður styrkur. Árið 1975 var heilsu Elísabetar þannig háttað að hún varð að fara á sjúkrahús, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Þegar þau Elísabet og Jónas giftust fylgdi með henni inn í hjónabandið barnung frænka hennar, sem þau ólu síðan upp sem eigið barn þeirra væri. Er það Sigríður G. Benónýsdóttir, tengdamóðir þess sem hér ritar. Hún var gift Magnúsi G. Guð- bjartssyni vélstjóra sem lést 1976. Börn þeirra eru tvö, Elísabet manneldisfræðingur og Gylfi Þór viðskiptafræðingur. Ég kynntist þeim Elísabetu og Jónasi ungur, þegar ég var að draga mig eftir dótturdóttur þeirra og nöfnu hennar, sem seinna varð konan mín. Elísabet heitin var þá komin vel yfir miðjan aldur, og ég þóttist strax finna það á mér að þar færi kona sem mér ætti eftir að verða vel til vina við. Sú varð líka raunin. Eftir að við hjónin höfðum reist okkur bú varð skiljanlega mikill sam- gangur á milli heimilanna. Þetta átti sérstaklega við um nokkur ár sem við vorum búsett í Vestur- bænum, ekki langt frá henni. Gagnkvæmar heimsóknir okkar urðu tíðar, og það var óralangt frá því að til þeirra væri stofnað af einhverri skyldurækni vegna fjöl- skyldutengsla. Sjálfur er ég ekki Vestfirðingur, en ég hef oft dáðst að þeirri seiglu sem mér hefur fundist ég mæta hjá ýmsu því fólki sem ég hef kynnst úr þeim landshluta. Þar vestra var sjórinn gjöfull, en hann heimtaði líka sinn toll. Þær eru ófáar sögurnar þaðan um konurn- ar sem skyndilega stóðu uppi eftir óveðursáhlaup sem ekkjur með ungan barnahóp. Ég veit ekki hvort það er ímyndun hjá mér, en ég hef alltaf gengið út frá því sem vísu að þær konur, sem ólust upp við það að þurfa að vera viðbúnar slíku áfalli fyrirvaralaust, hafi orðið harðari af sér — sterkari — en þær kynsystur þeirra sem bjuggu við mildari aðstæðurnar. En hitt er víst að þessi vest- firsku einkenni þóttist ég alla tíð finna greinilega hjá Elísabetu. Hún gekk teinrétt fram undir það síðasta, var hávaxin og glæsileg kona á velli. Hún hafði ákveðnar skoðanir, var ófeimin að láta þær í ljós og gat verið snögg upp á lagið ef því var að skipta. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að það mættu meira en litlir sviptivindar lífsins blása um hana áður en hún léti bugast fyrir þeim. Hún var sterk kona. Jafnframt þessu var hún höfð- ingi heim að sækja og þau Jónas bæði. Þau höfðu yndi af því að fá til sín gesti og veita þeim rausnar- lega. Eftir að hún var orðin ekkja var ekki um það að ræða að líta inn hjá henni án þess að þiggja í það minnsta kaffisopa. Ræktar- semi hennar og umhyggja við ættingja og vini var líka einstök. Fas hennar allt bar með sér myndarskap, eljusemi og mann- dóm, sem birtist í öllum verkum hennar. Hún var þess konar manneskja að í hvert skipti sem maður hitti hana skildi hún eftir þau áhrif að hún hefði gefið miklu meira en hún hefði tekið. Að lokum hlaut þó að fara fyrir henni eins og Þór forðum, þegar hann varð að lúta í lægra haldi fyrir Elli kerlingu. Við slíku verð- ur ekki gert, en hjá okkur í fjölskyldu hennar skilur hún eftir góðar minningar. Eysteinn Sigurðsson Elísabet G. Kristjánsdóttir, Fossagötu 10, Reykjavík, andaðist í sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík, 1. mars síðastliðinn. Hjartans þakklæti er mér efst í huga, þegar ég nú kveð kæra móðursystur mína. Þakklæti fyrir umhyggju hennar fyrir mér og mínu heimili í áraraðir og alla þá ástúð og kærleika sem hún sýndi móður minni, Bergþóru, í veikind- um hennar tólf síðustu árin sem hún lifði. Samband þeirra var svo gott og fagurt að ég hef oft hugsað Kveðja: Fædd 2. september 1970. Dáin 3. mars 1980. Vertu sæl, vor litla. hvíta lilja. Lökö i jörð með himnaföður vilja, Leyst frá lífi nauða, Ljúf ok björt í dauða Lést þú eftir litla rúmið auða. (M.Joch.) Hinn 3. marz lést í Landspítal- anum, Ingveldur Birna Kristjáns- dóttir, dóttir hjónanna Ásthildar Hermannsdóttur og Kristjáns Rafns Guðmundssonar, ísafirði. Því er ekki með orðum lýst, hve sárt er að horfa á eftir barni, sem hefur barist í rúm níu ár fyrir lífi sínu. Það virðist ekki vera langur tími, en samt svo margt sem Inga litla kenndi okkur í lífinu, eins og þann kjark og þá lífsgleði sem hún ætíð sýndi, þrátt fyrir sinn erfiða sjúkdóm. Þessi sjúkdómur, þar sem skiptust á skin og skúrir, virtist ekki buga þessa kátu og lífsglöðu stúlku. Hún iðaði af fjöri og alltaf var viðkvæðið hjá henni um það síðan. Ekki leið sá dagur að þær töluðust ekki við i síma og ekki var svo haldið afmæli eða annar fagnaður að ekki væri Elísabet frænka þar komin til aðstoðar og mér til styrktar, ungling að aldri, og svo mætti lengi telja. Ekki stóð á hennar góða manni að leggja sig fram um að vera henni samhentur í þessu sem öðru sem frænku mína lang- aði til að gera, því ég veit að þeir voru margir sem þau hjón gerðu gott á meðan heilsa og kraftar entust, bæði skyldir og vandalaus- ir. Elísabet var fædd í Meðaldal í Dýrafirði 15. ágúst 1892, dóttir hjónanna Helgu Bergsdóttur og Kristjáns Andréssonar bónda og skipstjóra í Meðaldal. Systkini hennar voru Andrés, Bergþóra og Kristján. Hún ólst upp í foreldra- húsum í Meðaldal, gekk í Núps- skóla og lærði hannyrðir hjá nunnunum í Landakoti í Reykjavík og fleira til sauma, enda var hún með afbrigðum vandvirk við alla handavinnu. ef spurt var um líðan hennar „ég hef það gott“. Hún var ekki að vorkenna sjálfri sér, stundaði skóla með afbrigðum vel og hafði mjög þroskaða hugsun. En minn- ingin um Ingu lifir, ekki síst hjá jafnöldrum hennar, sem öllum þótti vænt um hana og virtu mikils. Ekki er hægt að minnast Ingu án þess að hugsa til hinnar samhentu fjölskyldu sem að henni stendur, þar hafa allir lagt sitt af mörkum, bæði hér á ísafirði og í Reykjavík. Nótt og dag hefur móðirin vakað yfir velferð Ingu allt frá fæðingu og má segja að hún hafi barist fyrir lífi hennar. Við vinkonur Ásthildar höfum ætíð dáðst þrautseigju hennar og dugnaði og margt af henni lært. Við samhryggjumst Ásthildi og Kristjáni og börnunum Helgu og Mugg innilega í þeirra miklu sorg, en minningin um góða dóttur og systur mun ætíð lifa. Gráttu. inóðir, itjöfina Drottins fríftu. Gráttu þá með djúpri hjartans bliðu. Sérðu ei sifturbjarma? Sérðu ei liknarvarma Breiða sík um barnsins enKÍIhvarma? (Matthias Jochumsson) Saumaklúbburinn. Hve sárt að sjá þá góðu og köíku líða ok Keta hverKÍ veitt þeim líknarhönd. en þð er hollt að sjá þá styrkja ok striða. er standast vel. þó brenni líf ok önd. Þú lifir enn. þitt dæmið dyKKðarríka það dvinar ei. þó helið byrKÍ láð. Þú hjá oss áttir harla fáa lika að hjartans auði ok fðlskvalausri dáð. M.Joch. í annað sinn á tæpu ári hefur barn úr hópi örfárra íslenskra barna með sjúkdóminn cystisk fibrose verið kvatt úr þessum heimi. Æskuheimili hennar var með miklum myndarbrag, gestrisni viðbrugðið og mátti enginn koma þar að dyrum, sama hver átti í hlut, að ekki væru bornar fram góðgerðir og höfðu þær systur það oftast á hendi, þegar þær voru heima. Frá Meðaldal giftist Elísabet 15. ágúst 1922, skólabróður sínum Jónasi G. Halldórssyni frá Búð í Hnífsdal. Fluttu þau til Reykja- víkur og áttu þar heima alla tíð síðan. Arin 1929 til 1956 bjuggu þau á Reykjavíkurvegi 27 í Skerja- firði,í húsi sem þau byggðu þar. Jónas stundaði sjó framan af ævi enda Sjómannaskólalærður. Seinna rak hann netaverkstæði um árgbil en stofnaði síðan Sápu- verksmiðjuna Mjöll, ásamt fleir- um, og var framkvæmdastjóri hennar til dauðadags, en hann andaðist 1964. Eftir það bjó Elísabet áfram í húsi þeirra meðan heilsan leyfði eða í 11 ár, en fluttist þá á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík 1975 og andaðist þar 87 ára að aldri, farin að heilsu og kröftum. Kristján bróðir hennar lifir nú einn af þeim systkinum, kominn á níræðisaldur. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en með þeim flutti frá Meðaldal frænka Elísabetar, ung að árum, sem hafði verið tekin þangað vegna veikinda móður sinnar og varð hún fósturdóttir þeirra hjóna. Þessi litla stúlka var Sigríður Benónýsdóttir, sem reyndist þeim svo góð dóttir að betri hefðu þau ekki getað eignast. Ástriki var mikið milli þeirra allra og hún umvafði þau kærleika sínum á efri árum þeirra og allt þar til hún nú fylgir fósturmóður sinni til grafar. Elísabet flutti með sér gestrisn- Ingveldur Birna Kristjánsdóttir kvaddi okkur hinn 3. mars s.l. efti langa og stranga baráttu við meðfæddan sjúkdóm. Hún náði ekki að verða tíu ára, en Inga Birna gekk í gegnum mikla lífsreynslu á þessum fáu árum sínum. Síðustu árin þurfti hún oft að gista sjúkrahús. Er annað lunga hennar féll saman á sl. ári varð augljóst, að barátta hennar við sjúkdóminn yrði vonlítil. Einhver hefði lagt árar í bát, en ekki Inga Birna. Vel studd af foreldrum sínum barðist hún hetjulegri baráttu til hinstu stundar. Líkaminn var ekki stór, en sálin var stór. Þrátt fyrir, að hún væri stundum fárveik gafst hún aldrei upp. Alltaf var hún vakandi fyrir umhverfi sínu. Gáfulegar spurningar báru vott um mun meiri þroska en aldurinn ina og hjálpsemina, sem hún hafði vanist í heimahúsum og Jónas var henni samhentur með það eins og allt annað. Á heimili þeirra voru allir þeirra mörgu vinir og vanda- menn hjartanlega velkomnir, hvort heldur var eina dagstund eða í nokkra mánuði, ef þeir þurftu á að halda, því það sannað- ist á þeim að þar er nóg húsrými, þar sem hjartarými er nóg. Öllum sínum systkinabörnum var hún sem besta móðir. Elísabet átti við vanheilsu að stríða mörg ár ævi sinnar en fékk þar nokkra bót á síðar. Gerði þetta henni oft erfitt fyrir með sín áhugamál, því hún var félagslynd mjög. Þau hjón voru ein af stofnendum Dýrfirðingafélagsins í Reykjavík og störfuðu mikíð í félaginu. Frænka mín var hreinskiptin og ör í lund en manna sáttfúsust og leið illa ef hún vissi sig ósátta við einhvern. Mér fannst oft að hún hefði orðið frábær hjúkrunarkona, svo nærgætin og nákvæm sem hún var, ef einhver veikur var nálægt henni. Ég veit að hún hefði viljað biðja fyrir þakkir til allra vina sinna og frændfólks fyrir allt á liðnum árum og þá sérstaklega fóstur- dóttur sinnar og hennar fjöl- skyldu. Það var alltaf sérstakur hljómur í rödd hennar síðustu árin þegar hún sagði „hún Sigga mín“. Ég fagna því að hún er nú komin alla leið heim til guðs síns og veit að þar hefur henni verið vel fagnað af manni hennar og hennar mörgu vinum, sem farnir voru á undan henni. Ég og mitt fólk kveðjum hana með söknuði og hjartans þökk og biðjum henni blessunar þess hæsta. b.Ó. sagði til um. Lífsgleði gneistaði af henni, jafnvel í mestu veikindum hennar, þótt ótrúlegt megi virðast. Jafnvel síðustu dagana stóð hún í prjónaskap þrátt fyrir að hún væri í súrefnistæki. Inga Birna átti sér fáa líka og söknuður foreldra, systkina, ætt- ingja og vina er mikill. Langri og strangri baráttu er lokið. Baráttu, sem útheimti ótrúlegt þrek. Álag- ið, sem sjúkdómur Ingu Birna lagði á foreldra hennar og systkin, var ólýsanlegt og ekki öllum skiljanlegt, sem fjarri standa. Alltaf virtist fjölskyldan þó búa yfir varaforða og andlegu þreki þótt á móti blési. Þökkum við okkar litlu vinu fyrir það, sem hún gaf okkur sem henni kynntumst. Fari hún vel. Páll. Jóna og Eríkur Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og með góðu línubili. + Þökkum innilega samúö og vinarhug eiginmanns míns og fööur okkar viö andlát og útför JAKOBS HARALDSSONAR KIVIK Sólbergi, Garði. Guömunda Ágústsdóttir, Magný Jakobsdóttir, Marteinn Jakobsson, Arnar Jakobsson. Ingveldur Birna Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.