Morgunblaðið - 11.03.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.03.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 31 Loðnuveiðar bannað- ar á austursvæðinu Frumvarp sjálfstæðismanna: Frjáls verð- myndun ef samkeppni er næg ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á aiþingi frumvarp til breytinga á lögum um veröiag, sam- keppnishömlur og óréttmæta verzl- unarhætti, sem feiur það i sér að verðlagning skuli vera frjáls „þegar samkeppni er nægiieg tii þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag“. I greinargerð með frumvarpinu segir: „Hinn 16. maí 1978 voru staðfest lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Áttu þau að taka gildi 6 mánuðum síðar eða 16. nóvember 1978. Við gildistöku laganna áttu aö falla niður þágildandi laga- ákvæði um verðstöðvun, en allar samþykktir um verðmyndunarhöft áttu að halda gildi sínu, þar til verðlagsráð hafði tekið afstöðu til þeirra. Samkvæmt 8. gr. átti verðlagn- ing að vera frjáls þegar samkeppni er nægileg. Fyrr eða síðar hefði því nýtt verðlagsráð þurft að taka afstöðu til þess, hvort og á hvaða sviðum frjáls- ræði í verðmyndun kæmist á. Þegar ný ríkisstjórn kom til valda í byrjun september 1978 voru sett bráðabirgðalög, sem m.a. innihéldu ákvæði um verðstöðvun. Síðan þá hafa tvenn lagaákvæði fyrirskipað verð- stöðvun. Nýja verðstöðvunarákvæðið var staðfest af Alþingi í lögum um kjaramál (nr. 121/1978 frá 30. des- ember). Þessari viðbótarverðstöðvun er ekki ætlaður takmarkaður gildis- tími og gildir hún áfram, þótt nýju verðlagslögin taki gildi, sem kemur í veg fyrir hagkvæmni frjálsrar verð- myndunar. Með lögum nr. 102/1978 var gildis- töku nýju verðlagslaganna frestað til 1. nóvember 1979. Síðan var lögunum breytt með lögunum nr. 13, um stjórn efnahagsmála, frá 10. apríl 1979. Eru nú allar verðákvarðanir háðar endanlegu samþykki ríkisstjórnarinn- ar. Þar með eru verðlagslögin gerð óvirk, en þau voru byggð á mikilli vinnu og víðtækum athugunum fjöl- margra aðila um langt skeið. Miðar frumvarp þetta að því að ákvæði verðlagslaganna færist í upphaflegt horf.“ Flutningsmenn eru: Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, Lárus Jónsson, Þorv. Garðar Kristjánsson. Verðbætur á útflutta búvöru: Efri deild samþykkir 3000 m.kr. lántöku EFRI deild Alþingis sam- þykkti í gær heimild til handa fjármálaráðherra að ábyrgj- ast, fyrir hönd rikissjóðs, allt að 3000 m.kr. lán, sem Fram- leiðsluráð landbúnaðarins taki á árinu 1980. Lánið má vcra verðtryggt miðað við lánskjaravisitölu eða jafngildi allt að 3000 m.kr. í erlendri mynt. Lán þetta á að nota til að bæta með því verð á útfluttum sauðfjár- og naut- gripaafurðum verðlagsárið 1978—1979. Frumvarpið var samþykkt með breytingu er íól í sér að Byggðasjóður greiði á næstu 3—5 árum allt að helmingi lánsins. Að öðru leyti annast ríkissjóður af- borganir, vexti og kostnað af láni þessu, ef frumvarpið verður að lögum. Málið gengur til umfjöllun- ar i neðri deild. MMnGI Sjávarútvegsráðuneytið bannaði í gær allar loðnu- veiðar á austursvæðinu eða úr þeirri göngu, sem gekk suður með Austur- landi og undanfarið hefur verið veitt úr í Meðallands- bugt. Er þetta gert þar sem „enn hefur aðeins fundizt óverulegt magn þeirrar loðnu, sem mæld var fyrir Norðurlandi í síðasta mánuði“. Nokkur loðnuskipanna HAFRANNSÖKNASKIPIÐ Árni Friðriksson kom á laugardag úr leiðangri, en i honum voru m.a. kannaðar loðnugöngur suður með Austurlandi og fyrir Suð- Austurlandi. Lciðangursstjóri var Sveinn Sveinbjörnsson fiski- fræðingur og sagði hann í sam- tali við Mbl. í gær, að úr austan- göngunni hefðu fundizt 30—40 þúsund tonn i Meðallandsbugt, en annað hefði ekki fundizt úr þeirri göngu, sem fiskifræðingar reiknuðu með að yrði margfalt stærri eða í kringum 300 þúsund tonn. — Ég tel ástandið mjög alvar- legt og það skiptir í rauninni ekki höfuðmáli á þessari stundu hvers vegna svo lítið skilar sér suður fyrir land, heldur hitt, að við erum enn að veiða af þessu litla magni. Það hjálpar ekki að ganga nær þessu heldur en orðið er, sagði Sveinn Sveinbjörnsson. Hann sagði, að í leiðangrinum hefði verið leitað mjög vel fyrir Austulandi og í Mýrarbugt og Meðallandsbugt og ekkert hefði bent til, að meira af loðnu væri á ferðinni, en það sem fannst í Meðallandsbugt. Þar hefði loðna verið á 21/2—3 fermílna svæði í þéttum torfum, en á svo litlu svæði, að ekki væri um mikið magn að ræða. Annars staðar hefði ekki verið nema óverulegt af loðnunni og það, sem kæmi að austan væri því af einhverjum ástæðum margfalt minna, heldur en fiskifræðingar hefðu búist við. —Það er uppsjávarfiskum eðli- hafa þegar lokið við að fylla kvóta sinn og mörg eru alveg við hann. Um helgina var ágæt loðnu- veiði og voru flest skipin við Reykjanes og í Faxa- flóa, en nokkur skip fengu farma úr austurgöngunni. Á laugardag tilkynntu 7 skip um 2700 tonn, á sunnudag 4 skip um 1650 tonn og þar til síðdegis í gær 7 skip um 2300 tonn. legt að hafa stóran hrygningar- stofn og meðan loðnuveiðarnar voru aðeins stundaðar að vetrin- um voru ekki veidd meira en 400 þúsund tonn, sagði Sveinn. — Meðan það veiðimynstur var fyrir hendi fengum við góða árganga, en undanfarin 3 ár höfðu þeir stöðugt farið minnkandi þangað til í ár, að seiðatalningin gaf aftur heldur hækkandi tölu. Við teljum okkur vita nokkuð örugglega að í fyrra hafi hrygnt um 600 þúsund tonn. —Þegar Hafrannsóknastofnun- in lagði fram sínar tillögur nú Fréttatilkynning sjávarútvegs- ráðuneytisins, sem gefin var út í gær, er svohljóðandi: „Sjávarútvegsráðuneytið hefur bannað allar loðnuveiðar fyrir Suðurlandi austan 20° vlgd. og gildir bann þetta fr^ kl. 20.00 í kvöld 10. mars. Ástæður fyrir banni þessu eru þær að enn hefur aðeins fundist óverulegt magn þeirrar loðnu sem mæld var fyrir Norðurlandi í síðasta mánuði og reiknað var með að væri á göngu austur með landinu til þess að leita hrygn- ingar við Suðausturströndina. eftir áramótin var lagt til að leyft yrði að veiða það mikið.að um 400 þúsund tonn yrðu skilin eftir eða % hlutar þess, sem hrygndi í fyrra. Nú þegar hefur verið veitt nokkuð fram yfir það, sem fiski- fræðingar lögðu til. —Það er ýmislegt, sem gera má sér í hugarlund, að hafi komið í veg fyrir, að austanganga yrði jafn stór og við reiknuðum með. Náttúrulegur dauði er alltaf tals- verður og vel kann að vera að hann hafi verið meiri en við ætluðum, vegna þess að loðnan gekk mjög grunnt með landinu, eða á þorskslóðinni alla gönguleið- Þykir nauðsynlegt að þetta litía magn, sem nú heldur sig við Ingólfshöfða, verði friðað og leyft að hrygna ótruflað til þess að hrygning geti orðið sem dreyfðust. Hrygning er nú hafin eða í þann veginn að hefjast hjá þeirri loðnu sem heldur sig í Faxaflóa og allt suður fyrir Reykjanes austur fyrir Grindavík. Þeir bátar, sem enn eiga eitthvað eftir af veiðikvóta sínum ættu því ef veður leyfir, að geta náð tilskyldu magni til hrognatöku á allra næstu dögum, sem telja má að verði hinir síðustu á þessari loðnuvertíð." ina. Ef gangan er veik getur þetta haft meiri áhrif en ella. —Þá hafa nokkrir loðnuskip- stjórar lýst sig ósammála kolleg- um sínum og telja að ekki hafi verið mikið magn af loðnu eftir að hún kom austur fyrir Kolbeinsey. Það sést e.t.v. á því hve skipunum gekk seint að fylla sig í lok vertíðar fyrir norðan. Þá er það spurning hvort og þá hve mikið hafi orðið eftir af loðnu fyrir norðan. Einnig hafa menn velt fyrir sér djúpgöngu, en ég held það sé ekkert, sem bendir til þess, sagði Sveinn Sveinbjörnsson fiski- fræðingur. Hrygningarganga loðnunn- ar margfalt minni, en fiski- iræðingarnir reiknuðu með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.