Morgunblaðið - 11.03.1980, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
Sighvatur Björgvinsson. alþm.:
Reikningiir
frá ríkisstjórninni til skattgreiðenda vegna með-
gjafar með islenzkum matvælum ofan í erlenda neytendur
Á s.l. ári voru lagðir skattar
að upphæð 19 þúsund milljónir
kíona á landslýð til þess að afla
fjár í niðurgreiðslur á landbún-
aðarafurðir innanlands m.a. til
þess að reyna að auka innan-
landsneyzlu landbúnaðarafurð-
anna svo dregið yrði úr útflutn-
ingi þeirra. Skattlagningin bar
þann árangur, að neyzlan inn-
anlands er talin hafa aukizt um
u.þ.b. 12%. Engu að síður hefur
framleiðsla íslenzkra landbún-
aðarafurða umfram þarfir
landsmanna aldrei verið meiri
en á s.l. ári. Þurftum við því að
flytja út mikil firn af landbún-
aðarafurðum, sem landsmenn
torguðu ekki sjálfir.
Þriðji hluti dilka-
kjötsframleiðslunnar
Af dilkakjötsframleiðslu verð-
lagsársins 1978—1979 gátu
landsmenn sjálfir ekki með
nokkru móti torgað meiru en um
% hlutum þrátt fyrir að þeir
væru skattlagðir um 19 þúsund
milljónir króna til niðurgreiðslu
á landbúnaðarafurðum svo þeir
fengjust til þess að éta meira.
4600 tonn af framleiðslunni voru
því flutt út — aðallega til
Norðurlanda.
Fyrir þetta kjöt borga frænd-
ur okkar á Norðurlöndum 650 til
900 kr. á kíló — eða 30—44% af
verðmætinu. Mismuninn —
56—70% af verðinu (1200 til
1450 kr. á kíló) — greiða íslenzk-
ir skattborgarar í formi útflutn-
ingsuppbóta. Slík er meðgjöf
þeirra með íslenzku dilkakjöti
ofan í erlenda neytendur —
nokkurs konar þróunaraðstoð
Islands við Norég, Danmörku og
Færeyjar.
3200 tonn af osti
En það var ekki bara dilka-
kjöt, sem við urðum að losa
okkur við með þessum hætti þar
sem landsmenn gátu ekki torgað
sjálfir nema þriðjungi fram-
leiðslunnar. Á s.l. ári urðum við
einnig að flytja út firnin öll af
osti eða alls 3200 tonn af fram-
leiðslu verðlagsársins 1978—
1979. Þessi útflutningur dreifðist
víða; allt frá Bandaríkjum
Norður-Ameríku til Tékkó-
slóvakíu. Fari íslenzka dilka-
kjötið fyrir lítið ofan í Norð-
menn, Dani og Færeyinga þá er
verðið, sem þeir borga þó hrein
hátíð hjá því, sem fæst fyrir
ostana okkar í Tékkóslóvakíu og
Bandaríkjunum. Þarlendir neyt-
endur borga okkur ekki nema
um 15—20% af verðmæti vör-
unnar. 80—86% af verði ostanna
okkar, sem étnir eru í New York
og Prag, þurfum við að borga
sjálfir, íslendingar. Slík er
„þróunaraðstoð" okkar við
Bandaríkin og Tékkóslóvakíu.
Átján þúsund og
tvö hundruð milljónir
Samkvæmt lögum um fram-
leiðsluráð landbúnaðarins og
fleira ber íslenzkum skattgreið-
endum hvað sem tautar og
raular að greiða í meðgjöf með
landbúnaðafurðum á erlendan
markað upphæð, sem nemur
10% af áætluðu heildarverðmæti
allrar landbúnaðarframleiðslu í
iandinu. Á s.l. ári greiddum við,
skattborgarar þessa lands, um
5.500 milljónir króna með út-
fluttum landbúnaðarafurðum
samkvæmt þessum sjálfvirku
lagafyrirmælum. Það kom til
viðbótar þeim 19 þúsund millj-
ónum króna, sem við vorum
skattlögð um til þess að greiða
með landbúnaðarafurðum ofan í
okkur sjálf, svo við ætum meira.
En allt þetta fé dugði bara
ekki til. Framleiðendur landbún-
aðarafurða töldu sig þurfa frá
okkur þrjú þúsund milljón krón-
ur í viðbót. Og ríkisstjórn Al-
þýðubandalagsins, Framsóknar-
flokksins og Gunnars Thorodd-
sen hefur nú lagt til, að fé þetta
verði tekið að láni og við greið-
um lánið. Hún hefur lagt fram
um það lagafrumvarp á Alþingi.
Áætlað framleiðsluverðmæti
landbúnaðarins á yfirstandandi
ári er um 84 milljarðar króna.
Samkvæmt sjálfvirkum ákvæð-
um laga ber okkur, skattborgur-
um, sem sé að greiða nú í ár
8.400 milljónir króna í meðgjöf
með útfluttum landbúnaðaraf-
urðum 1980 ofan í erlenda neyt-
endur. Samkvæmt fréttum frá
Framleiðsluráði landbúnaðarins
mun það fé ekki duga. Menn
vilja fá frá okkur 6.800 milljón-
um meira. Og Pálmi Jónsson,
landbúnaðarráðherra, lýsti því
yfir á Búnaðarþingi á dögunum,
að auðvitað myndum við borga
það. Það, sem ríkisstjórnin ætlar
okkur því að greiða í ár vegna
útfluttra landbúnaðarafurða, er
samtals 18.200 milljónir króna
(átján þúsund og tvö hundruð
milljónir 00/100), en hún hefur
góð orð um að útvega okkur
hluta upphæðarinnar að láni
erlendis frá þannig að við getum
fengið að velta einhverjum
greiðslum á undan okkur í svona
3—5 ár til viðbótar.
364 þúsund krónur
á hverja fjölskyldu
Þessi upphæð — átján þúsund
og tvö hundruð milljónir króna
— er skattur á sérhverja fjöl-
skyldu í landinu, sem nemur 364
þúsund krónum að meðaltali.
Slíka byrði axla íslenzkar fjöl-
skyldur nú til þess að geta gefið
Bandaríkjamönnum, Færeying-
um og Tékkum að éta. Það þætti
ekki aldeilis ónýtt ef um væri að
ræða bláfátæka og stríðshrjáða
íbúa Kambódíu.
Mönnum til fróðleiks hef ég
útbúið reikning þann, sem ríkis-
stjórn Alþýðubandalagsins,
Framsóknarflokksins og Gunn-
ars Thoroddsen ætlar sérhverri
íslenzkri fjölskyldu að greiða
vegna meðgjafar með íslenzkum
mat ofan í útlendinga. Er við
hæfi, að slíkir reikningar séu
staðfestir og áritaðir af stuðn-
ingsmönnunum.
Góðir Islendingar! Þetta er
ekkert gamanmái. Ríkisstjórn-
inni er full alvara.
Hverju er afsalað?
Hvað væri hægt að gera við
þetta fé — átján þúsund og tvö
hundruð milljónir króna — ef sú
ákvörðun hefði ekki verið tekin
að nota það til þess að gefa
útlendingum að éta?
Nokkur dæmi:
1. Til þess að fella niður tekju-
skatt af öllum almennum
launatekjum.
2. Til þess að fella niður vöru-
gjald
3. Til þess að leggja varanlegt
slitlag á hringveginn frá
Kollafirði í Mývatnssveit.
4. Til þess að byggja fjórar
brýr yfir Ölfusárósa.
5. Til þess að kaupa Kröflu-
virkjun með öllu tilheyrandi
— tómum holum, leiðslum,
mannvirkjum ásamt öllu
múr- og naglföstu —, greiða
út í hönd og gefa forsætis-
ráðherra á sjötugsafmælinu.
6. Til þess að greiða öllum
þeim, sem gerðu fokhelt
fram til síðustu áramóta,
fullt Húsnæðismálastjórn-
arlán, 5,4 milljónir kr., þegar
á morgun og eiga samt 8,3
milljarða eftir.
7. Til þess að kaupa af Flug-
leiðum h.f. þriggja vikna
sólarlandaferð fyrir bændur
landsins ásamt öllu skyldu-
liði þeirra og sjá hverjum og
einum fyrir fullum gjaldeyr-
isskammti aukreitis.
8. Til þess að reka 10 Þjóð-
leikhús og 16 Sinfóníu-
hljómsveitir samtímis.
9. Til þess að virkja handa
Hjörleifi.
10. Til þess að koma viti í
fjárlagafrumvarp Ragnars.
Eitthvað af þessu gætum við
gert ef ríkisstjórn Alþýðubanda-
lagsins, Framsóknarflokksins og
Gunnars Thoroddsen hefði ekki
ákveðið að fjölskyldufaðirinn
Jón Jónsson hér uppi á íslandi
skyldi gera svo vel og gefa 364
þúsund krónur með íslenzkum
landbúnaðarafurðum fyrir Norð-
menn, Færeyinga, Dani, Banda-
ríkjamenn og Tékka til þess að
éta.
Sighvatur Björgvinsson
alþm.
£eikhihgu/‘
Pjölakylia J<5ns JöassoHir. ska______________
frá ríkisstjðrsinsi vegns ■eðgjsfar
tll USA, Svíþjóíar, Pereyja, Noregs
■et aatvelua
og Bretlanis
1»80 An: Kr. ou^
1. 2. 3. UtflutniBKsbætur 1980 sltv. lö*u« 168.000. 60.000, 136.000, 00 00 oa
UtflutniBgsbætur 1979» vidb<5t skv. ákvbrlun ríkisst j<5r»«rinn«r Otflutningsbætur 19BÖ, vfíbðt s»br. yfir- lýsingu l«nib\Jna*«rrálherra
Alls: 364.000. oo
Reikni««sucDhæ*in ekal «* fullu greiií fyrir ■<5t 1980/1981, en ríkisstjðrnin hyggst iJtvegt buníi* lrfn fyrir allt at hrflfri upphæ*inni, i greitist i næstu 5 árun sanfara grelfslu aatf kostna*ar þeirra ára. ára -
gengis- ea jafar-
k. F.h. ríkiset.1<5rnarinnar. as Xrnason
Ragnar Arnalís, Prflai Jðnasoti, Tði Sta*fest: Albert Gu*«undsson Eggert Haukíal
Hvemig fer tölvudráttur fram?
IIAPPDRÆTTI DAS, Ilapp-
drætti Háskóla íslands og Vöru-
happdrætti SÍBS hafa sent Morg-
unblaðinu fréttatilkynningu. þar
sem þau skýra út. hvernig tölvu-
dráttur fer fram. Ástæðan er
fyrirspurnir, sem fram hafa kom-
ið í lesendadálkum dagblaðanna,
sem endurspegiað hafa mikinn
áhuga fólks. Happdrættin selja
sem samsvarar 1 til 2 miðum að
jafnaði á hvert mannsbarn í
landinu.
Á árinu 1976 var tekin upp sú
nýbreytni í rekstri Happdrættis
Háskóla Islands, Happdrættis
DAS og Happdrættis SÍBS, að
útdráttur vinninga var fram-
kvæmdur með aðstoð tölvu í stað
þess að áður hafði verið dregið í
höndum.
Ástæður til þessa voru þær, að
tölvudráttur er mun fljótvirkari
og kostnaðarminni, auk þess sem
hann gefur tilefni til ýmiss konar
hagræðingar í skrifstofuhaldi og
þar með til vinnusparnaðar. Tölv-
ur eru hvarvetna notaðar í viða-
meiri happdrættisrekstri og var
raunar svo komið, að mjög torvelt
eða jafnvel ógerlegt var að afla
nauðsynlegra gagna til að draga
mætti í höndum, þar sem slíkar
aðferðir eru ekki lengur notaðar
erlendis, en gögn þessi voru inn-
flutt.
í raun er rangt að segja, að
dregið sé með tölvu. Tölvan ákveð-
Teningunum kastað i Happdrætti Iláskóla íslands. Myndin var tekin
fyrir nokkrum árum og í stokknum á borðinu eru 8 teningar og var
þeim „kastað" 6 sinnum og fengin út þessi 48 stafa tala, sem rætt er
um í fréttatilkynningu happdrættanna. Þessi tala ræður vinninga-
skránni.
Teningarnir eru svokallaðir tvítugflötungar. Á myndinni
eru frá vinstri: Jón Bcrgsteinsson skrifstofustjóri HHÍ, Jón Thors
deiidarstjóri i dómsmálaráðuneytinu, Bergþóra Guðmundsdóttir,
Anna Árnadóttir og Eirikur Pálsson. Við borðið og snýr baki i
Ijósmyndarann er Rannveig Þorsteinsdóttir, sem ritar niður númerið,
48 stafa töluna, sem upp kemur.
ur ekki, hvaða númer hljóta vinn-
inga. Hún skrifar aðeins lista yfir
vinningsnúmerin. Hvaða númer
hún skrifar ræðst hins vegar
algjörlega af 48 stafa tölu, sem
fundin er með teningakasti í
upphafi dráttar. Þegar sú tala
hefur verið fundin eru vinnings-
númerin ákveðin. Hlutverk tölv-
unnar er síðan aðeins að finna
þessi númer og skrifa þau niður
eftir ákveðnum forsendum, sem
eru alltaf eins og eru eins fyrir öll
happdrættin. Eftir að 48 stafa
lykiltalan er fundin væri hægt að
finna vinningsnúmerin án þess að
nota tölvuna. Þessi möguleiki er
að vísu aðeins fræðilegur, því það
mundi taka óratíma að reikna
þetta út án tölvuaðstoðar.
Það á að vera tilviljanakennt og
undir heppni komið, hverjir hljóta
vinninga.'Til þess að tryggja þetta
er fylgst með því hverju sinni, að
vinningar dreifist eðlilega og er til
þess notað sérstak eftirlitskerfi.
Hins vegar þótti happdrættunum
rétt að láta fara fram sérstaka
könnun á því, hvort hægt væri að
sýna fram á, að einhver munur
væri milli niðurstöðunnar eftir
því hvort tölvudráttur væri við-
hafður eða dregið með eldri að-
ferðum.
Happdrættin réðu til þessa
starfs dr. Pétur H. Blöndal, stærð-
fræðing, sem er með öllu ótengdur
happdrættunum og nýtur mikils
álits í sinni fræðigrein. Varð fyrir
valinu, að hann bar saman niður-
stöður áranna 1979—1979 hjá
Happdrætti Háskóla Islands, en
öll þau ár var dregið með tölvu, og
til samanburðar tók hann árið
1975, sem var síðasta heila árið,
sem dregið var með eldri aðferð-
um.
Beitt var ýmsum aðferðum við
samanburðinn. Beindust þær með-
al annars að því að kanna, hvort
vinningar dreifðust jafnt t.d. á
hver 100 númer, eða hvort einhver
röð númera hefði minni líkur til
að fá vinning en önnur. Einnig var
athugað, hvort eitthvert samband
væri milli samstæðra númera.
Ekki er ástæða til að greina
nánar frá aðferðum þeim, sem
beitt var og niðurstöðum hverrar
fyrir sig, þar sem ekki hafa aðrir
gagn af því en þeir, sem eru
sérfróðir á þessu sviði. Upplýs-
ingar um þetta eru hins vegar til
hjá happdrættunum. Heildarnið-
urstaðan er hins vegar sú, að ekki
kom fram marktækur munur a
dreifingu vinningsnúmera í tölvu-
happdrætti og þegar dregið var í
höndunum.
Það er því óhætt að fullyrða, að
engu síður nú en fyrr er það
tilviljun, heppni, sem ræður því,
hver hlýtur vinning. Öll númer
hafa sömu möguleika, en sumir
eru heppnari en aðrir.
Reykajvík, 5. mars 1980.
Happdrætti DAS
Happdrætti Háskóla íslands
Vöruhappdrætti SÍBS