Morgunblaðið - 11.03.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
15
Nýjasta skáldsaga
Graham Greene er
komin út hjá AB
BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka-
félagsins hefur sent frá sér nýj-
ustu skáldsögu Grahams Green-
es. Hún hefur hlotið á íslenzku
titilinn HINN MANNLEGI
ÞÁTTURV og þýðandi hennar er
Haukur Ágústsson sóknarprest-
ur að Hofi í Vopnafirði.
Skáldsaga þessi hefur farið sig-
urför um heimínn síðastliðið ár,
en hún kom fyrst út 1978 og var þá
af mörgum talin bezta bók ársins í
Bretlandi.
Þessi saga Greenes er skrifuð
með hliðsjón af njósnamálunum í
Bretlandi fyrir nokkrum árum,
þegar háttsettir menn í leyniþjón-
ustunni urðu uppvísir að njósnum
en sluppu til landsins sem þeir
njósnuðu fyrir áður en reynt var
að hafa hendur í hári þeirra.
Greene er þó engan veginn að
skrifa um þetta mál og tekur skýrt
fram aftan á titilsíðu bókarinnar
að sagan sé einbert hugarfóstur
höfundar — en bætir við: Skáld-
sögur mótast af raunveruleikan-
um.
Þessi njósnasaga verður í hönd-
um Greenes mikið drama um
einmanaleik, ótta og leit eftir
öryggi annars vegar, — hins vegar
um tryggð, þakklæti og hollustu
— þó ekki drottinshollustu.
Hinn mannlegi þáttur er 297
bls. að stærð og unnin í Prentstofu
G. Benediktssonar.
Leikarar og leikstjóri í „Allir eru þeir eins“.
Sigurður Þórisson í hlutverki bóndans og Hólmfríður Hermannsdóttir
í hlutverki vinkonu sonarins.
siðan félagið var formlega stofn-
að.
Um hvað fjallar verkið?
Leikurinn fjallar eiginlega um
iðnrekanda sem er í sumarbústað
við Þingvallavatn. Ástamál,
hjónaband, kynslóðabil og þess
háttar. Annars getur það sem
gerist í leiknum allt eins verið að
gerast í þjóðfélaginu í dag.
Hver er leikstjóri?
Auður Jónsdóttir leikstýrir
verkinu og er þetta í annað sinn
sem hún leikstýrir verki fyrir
okkur.
Hvað hafa æfingar
staðið lengi yfir?
Við höfum æft á hverju kvöldi
og um allar helgar í fimm vikur
samfleytt. Fólkið hefur verið mjög
duglegt að mæta á æfingar.
Sumar konurnar vinna úti allan
daginn, hugsa um bú og börn og
mæta svo á æfingar í frítímum.
Grenivík I. mars 1980.
LEIKFÉLAGIÐ Vaka í Grýtu-
bakkahreppi hefur að undanförnu
sýnt gamanleikinn „Allir eru þeir
eins“ eftir Jocye Raybum á Greni-
vík og víðar við mjög góðar
undirtektir.
Fréttaritari Mbl. á Grenivík leit
inn fyrir skömmu hjá Sigurði
Þórissyni bónda að Hléskógum í
Grýtubakkahreppi til að inna
hann frétta af starfsemi leikfé-
lagsins, en Sigurður er formaður
Vöku.
Hvenær var Leik-
félagið Vaka stofnað?
Leikfélagið Vaka var stofnað
árið 1976 og eru félagar rösklega
60 talsins. Annars má segja að hér
hafi verið leikfélag frá aldamótum
því menn æfðu hér leikrit í Gamla
salthúsinu á Kljáströnd í gamla
daga og svo seinna settu Kvenfé-
lagið og íþróttafélagið Magni upp
leiksýningar. Annars er þetta 5.
verkefnið sem Vaka setur upp
Karlmennirnir hafa sett af sér
vinnu til þess að mæta á æfingar
enda var ekkert skrítið þegar einn
leikari átti að mæta á æfingu en
hann er líka í kirkjukórnum að
hann ruglaðist í ríminu og fór upp
í kirkju til þess að æfa sig að
syngja og söng þar hástöfum
þegar að var gáð.
Hverjir leika
í leikritinu?
Eins og ég gat um eru leikarar 5
talsins, Oddný Guðmundsdóttir
leikur frúna, Sigurður Þórisson
fer með hlutverk bóndans, Ómar
Steindórsson leikur heimilisvin,
Þorvaldur Kristjánsson leikur
soninn og Hólmfríður Hermanns-
dóttir fer með hlutverk vinkonu
sonarins. Og eins og áður sagði er
Auður Jónsdóttir leikstjóri og hún
ásamt Sveini Sigurbjörnssyni
hönnuðu leikmynd.
Hvað hafið
þið sýnt oft?
Við höfum sýnt leikinn 9 sinn-
um og farið með sýninguna út um
sveitir, t.d. til Blönduóss, Hofsóss,
Þorvaldur Kristjánsson, Hólmfriður Hermannsdóttir og Sigurður
Þórisson i hlutverkum sinum.
í Ljósvetningabúð og að Stóru-
tjarnarskóla. Og alls hafa 750
manns séð sýningarnar.
Við höfum tekið fyrir 2 einþátt-
unga, 1976 Happið og háaséið,
1977 tókum við fyrir Kona í
morgunslopp, síðan ’78 settum við
upp Selurinn hefur mannsaugu,
Ég vil fá minn mann ’79 og svo
núna Allir eru þeir eins.
Hvað er svo fram-
undan hjá ykkur?
Við höldum eitthvað áfram með
sýningar á þessu verki. Þetta er
geysileg vinna sem liggur að baki.
Leikaðstaða hér í skólahúsinu er
frekar slæm, en við lítum björtum
augum á framtiðina. Leikfélagið
hefur undanfarin ár haldið sinar
árshátíðir, en í fyrra féll hún
niður vegna mikillar vinnu hjá
fólkinu. Stundum er ég ákveðinn
að taka ekki þátt í fleiri sýningum,
en þetta er líkt og með ávanalyf,
maður á bágt með að hætta, sagði
Sigurður Þórisson bóndi og leikari
að Hléskógum, hinu myndarlega
býli, að lokum. Vigdís.
Sjödagaskotió
í sjö daga frá þriðjudeginum
11. marztil þriðjudagsins
18. bjóðum við í
Sýningahöllinni aldeilis
makalaus kjor
Þ-is. ut
úr 54 mismun \ °g 80 þus.
andi tegundum \ á mánuði
,. / \ ihvaða
af hjonarumum. \ rúmasett
sem er
Komdu í Sýningahöllina
6
o
o
Bíldshöföa 20 -
Sýningarhöllín
S. 81410 — 81199
- Ártúnshöföa
„Allir eru þeir
eins“ á Grenivík