Morgunblaðið - 11.03.1980, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
Þorvaldur Ari Arason lögír:
Kaup á landareign Fífu-
hvamms í Kópavogi
Sem svör við eðlilegum fyrir-
spurnum vegna auglýsingar eftir
fleiri áhugaaðilum á hugsanlegri
stofnun Fjárfestingarfélags til
kaupa og nýtingar á landareign
Fífuhvamms í Kópavogi, sem ný-
lega hefir verið auglýst til sölu, þá
er þetta að segja í stuttu máli.
Landareignin, sem er í eig'n
fjögurra systkina, er nú í einka-
sölu hjá hr. Ragnari Ólafssyni hrl.
Eftir samningaumleitanir við
Kópavogsbæ, sem staðið hafa um
árabil, hafa samningar ekki náðst.
Mjög margir hafa áhuga á að
eignast landsvæðið og það af
ýmsum ástæðum. Hér er um það
stóra fjárfestingu að ræða, að
sterka og samstæða samstöðu þarf
' til. Sameina þarf ýmsa hagsmuna-
aðila til að bezta nýting landsins
náist og sem mest arðsemi og
þjóðþrif fylgi. Nokkrir ábyrgir
aðilar innan öflugra hagsmuna-
samtaka, verktakar og efnaðir
einstaklingar, hafa komið sér
saman um athugun á hvort grund-
völlur væri á stofnun Fjárfest-
ingarfélags í áðursögðum tilgangi.
Það er staðreynd, að á Stór-
Reykjavíkursvæðinu skortir nú
íbúðarlóðir. Það er einnig stað-
reynd, að fyrir nútíma iðnrekstur
hafa ekki fengizt nægilega stór,
hagkvæm og vel fyrirfram skipu-
lögð iðnhverfi. Bæði aðilar hags-
munasamtakanna og verktakarnir
hafa áhuga á hagkvæmu land-
svæði fyrir starfsemi sína, auk
þess, sem þeir, eins og einstakl-
ingarnir, telja og hafa trú á, að
með félagsstoínun þessari verði
einhver bezta fjárfesting í óstöðv-
uðu verðbólguástandi þjóðarbús-
ins.
Því hafa þegar borizt loforð um
veruleg framlög, en nokkuð vantar
enn til að ná kaupverði. Því þarf
að vekja athygli á þessu hugsan-
lega Fjárfestingarfélagi og reyna
að sameina áhugaaðila til sam-
stöðu og þjóðhollra framkvæmda.
I upphafi ber þess að geta, að
ýmsir stórir og miklir fyrirvarar
eru á því, hvort af því getur orðið,
að stofnað verði Fjárfestingarfé-
lag til kaupa og nýtingar á
landareign Fífuhvamms í Kópa-
vogi.
Kópavogsbær hefir ekki hafnað
forkaupsrétti og fyllilega kemur
til mála, að hann eigi eftir að
neyta hans og gangi að hugsan-
legu kauptilboði hugsanlegs Fjár-
festingarfélags.
Þá er óvíst, hvort nægilegt
fjármagn fáist til kaupanna og til
nauðsynlegra framkvæmda eftir
kaupin, ef af yrði. Einnig er óvíst
hvort nægileg samstaða og sam-
komulag verður fyrir stofnun
Fjárfestingarfélagsins meðal
stofnaðila um nýtingu landsins og
skiptingu þess milli íbúðarhverfa
og iðnhverfa. Félagsform, sem
stofnfundur ákvæði, skiptir mjög
miklu máli, bæði hvað varðar
forkaupsrétt aðila félagsins að
landsvæðum og með endurgreiðsl-
ur stofnframlaga eftir endursölu
og þá skiptingu hagnaðar, þegar
félagið hefir lokið starfsvettvangi
sínum.
Ef Kópavogsbær neytir ekki
forkaupsréttar eru allar líkur á,
að bezta samvinna náist milli
hans og Fjárfestingarfélagsins,
enda væri slíkt nauðsynlegt fyrir
Fjárfestingarfélagið, þar sem allt
skipulag og nýting landsins er háð
amþykki ráðamanna Kópavogs-
æjar eftir ákvæðum skipulags-
ga, þó með nokkrum takmörkun-
Mjög líklegt og afar æskilegt
, að Kópavogsbær verði stór
.0111 eða félagi í Fjárfestingarfé-
laginu, þegar og ef af stofnun þess
yrði. Myndi þá Kópavogsbær hafa
betri aðstöðu til hagsmunagæzlu
sinnar, gæti náð sama árangri og
hann keypti landsvæðið án þess að
fjárfesta nema lítinn hluta þess,
sem annars þyrfti við heildar-
kaupin. Þá myndi aðild Kópavogs-
bæjar að Fjárfestingarfélaginu
örugglega hraða öllum fram-
kvæmdum og gera þær tryggari.
Landsvæði Fífuhvamms er um
nær 300 hektarar á miðsvæði
Stór-Reykjavíkur innan sunnan-
verðra bæjarmarka Kópavogs.
Fjarlægð miðsvæðis þess er 7—8
km frá Lækjartorgi í Reykjavík.
Þriðjungur landsvæðisins færi í
opin svæði, götur og bílastæði.
Hreinar byggingarlóðir verða um
200 hektarar. Byggingaryfirvöld
Kópavogs munu hafa gert sér
lauslegar hugmyndir um skipulag
svæðisins, en endanlegt skipulag
er ógert og ósamþykkt.
Fjölmargir munu spyrja, af
hverju Kópavogsbær kaupi ekki
landið og jafnvel átelja ráðamenn
að hafa ekki gert það fyrir löngu.
Því er auðsvarað. Með kaupum
landsins væri um mjög mikla
fjárfestingu að ræða fyrir ört
vaxandi bæjarfélag, sem þegar á
fullt í fangi með að sinna miklum
fjárhagsskyldum og stórum fram-
kvæmdum við núverandi íbúa sína
í þegar byggðum og dreifðum
íbúahverfum bæjarfélagsins,
ásamt nýlega uppkomnum at-
hafnasvæðum, sem enn er mikið
ógert fyrir af Kópavogsbæ og
kostar mikið fjármagn.
Ef ráðamenn Kópavogsbæjar
tækju nú 2 milljarða skyndilega
og það utan fjárhagsáætlunar til
kaupa og skipulagningar Fífu-
hvammslands fyrir nýja innflytj-
endur í bæjarfélagið, og það inn-
flytjendur að langmestu leyti frá
öðrum bæjarfélögum, fyrst og
fremst Reykjavík, þá kæmi slíkt
tilfinnanlega niður á framkvæmd-
um núverandi íbúa og atvinnurek-
enda bæjarfélagsins. Mætti þá
ætla, að mikil óánægja kæmi upp
með óhjákvæmilegri frestun á
ýmsum aðkallandi og þegar höfn-
um framkvæmdum bæjarfélags-
ins, enda slíkt í alla staði fjár-
hagslega óhagkvæmt.
Það verður að teljast hyggilegt
fyrir Kópavogsbæ, að láta hina
nýju innflytjendur sjálfa fjárfesta
tímabundin útgjöld við að gera
landsvæði þetta byggingarhæft og
efla með því í heild framtíðar
fjárhagsstöðu bæjarfélagsins.
Af þessum sökum er ekkert
óeðlilegt við stofnun Fjárfest-
ingarfélagsins í áðursögðum til-
gangi, en æskilegt væri að Kópa-
vogsbær væri félagi í því, að svo
stórum hluta, sem fjárhagur hans
leyfði og án röskunar á öðrum
framkvæmdum bæjarfélagsins.
Sem fyrr segir yrði.það tilgang-
ur Fjárfestingarfélagsins að
kaupa í fyrstu landareignina af
núverandi eigendum, láta skipu-
leggja það í samráði við bygg-
ingaryfirvöld Kópavogs, gera
landið síðan byggingarhæft og
endurselja það síðan til hagkvæm-
ustu nýtingar, fyrir kaupendur,
Kópavogsbæ og endanlega íbúa og
atvinnurekendur.
Eftir að ákvörðun væri tekin um
skiptingu landsvæðisins milli iðn-
hverfa og íbúahverfa í stórum
dráttum og fyrirfram væri vitað
og ákveðið um allan atvinnurekst-
ur og þjónustustöðvar, sem yrðu á
svæðinu, þá hæfist ofurnákvæm
skipulagsvinna, sem Fjárfest-
ingarfélagið kostaði.
Hér yrði í fyrsta sinn á íslandi
skipulagi stórs landsvæðis þannig
háttað, að íbúum yrði tryggð
fyllsta þjónusta nútíma samfé-
lags, atvinnurekendum bezta
fáanleg starfsaðstaða og bæjarfé-
lagi ítrasta hagkvæmni.
I hverju iðnhverfi yrðu samstæð
og samstarfshæf iðnfyrirtæki.
Gert ráð fyrir öllu, sem þau gætu
og þyrftu að hafa sameiginlegt til
fyllsta rekstrarsparnaðar. Sam-
eiginleg bygging fyrir skrifstofu-
hald, tölvur, bókhald, rekstrar-
áætlanir, verðlagningu, banka- og
tollafgreiðslur o.fl. Sameiginleg
framleiðslukynnig og söluaðstaða
með sameiginlegri dreifingu. Sam-
eiginlegar birgðageymslur fyrir
hráefni og fullunnar vörur.
I íbúðarhverfunum yrði þjón-
ustuaðilum, sem uppfylltu settar
strangar kröfur, tryggð bezta
starfsaðstaða og arðbær viðskipti
með nægilega stórum einingum,
verzlunum, bankaútibúum,
benzínstöðvum, sjoppum o.fl. þ.h.
yrði ekki dreift um allt landsvæð-
ið. Skipulagsatriðin og hin fyrir-
fram gerða nauðsynlega ákvörð-
unartaka er of margslungin til
upptalningar, en að mörgu stóru
og smáu verður í tíma að hyggja.
Auk hinnar ítarlegu skipulags-
vinnu og áætlanagerða kæmi
vafalaust í hlut Fjárfestingarfé-
lagsins að framkvæma og kosta
heildarskolplögn um svæðið. Að
vísu yrði Kópavogsbær sennilega
aðili að því, vegna nauðsynjar
bæjarfélagsins að tengja skolp-
lagnir úr „Hvömmunum" í aðal-
lögnina úr Fífuhvammslandinu,
ásamt lögnum úr því óbyggða
svæði austan „Hvammanna", sem
þegar mun vera í eigu Kópavogs-
bæjar.
Sennilega þyrfti Fjárfestingar-
félagið einnig að kosta og inna af
hendi einhverja jarðvinnu til jöfn-
unar landsins, áður en Kópavogs-
bær byrjaði á gatnagerð, hita-
veitu- og vatnslögnum, sem yrði
allt á hans kostnað, ásamt öðru
því er varðaði bæjarfélagsþjón-
ustu við íbúa, eins og skólaþygg-
ingar o.fl. þ.h.
Fjárfestingarfélaginu verður
ekki ætlaður lengri starfstími en 3
til 5 ár. Að skipulagningu og
áætlanagerð lokinni, eftir að lagn-
ingu skolpiagna og einhverri jarð-
vinnu er lokið, hæfist Fjárfest-
ingarfélagið handa við að endur-
selja allt landsvæðið og það í sem
stærstum einingum. Fyrir og við
skipulagningu þyrfti Fjárfest-
ingarfélagið að hafa áreiðanlega
kaupendur að iðnaðarhverfunum,
ásamt lóðum fyrir atvinnurekstur
og þjónustumiðstöðvum. Eftir-
stöðvar landsvæðisins, sem þá
væri skipulagt fyrir íbúðarhús,
yrði þá selt eftir skipulagsákvæð-
um byggingarverktökum í heilum
götum. Fengju þá byggingarverk-
takar langþráð verkefni til bygg-
inga samstæðra húsa og íbúða í
stórum stíl og það samfelld lang-
tíma verkefni. Við byggingu í svo
stórum stíl ætti íþúðarverð að
verða einstaklega hagkvæmt.
Svona til gamans má geta þess, að
tillögur hafa komið fram, að allar
götur á svæðinu, sem lægju frá
vestri til austurs bæru nafnið
,,-dalur“ en götur frá norðri til
suðurs ,,-heiði“.
Við söluútboð byggingalóða
gætu byggingaverktakar valið um,
hvort þeir biðu í byggingarrétt og
kaup á götunni Arnardal eða
Öxnadal, eða Lágheiði eða þá
Vaðlaheiði.
Nokkrir áhugamenn um kaup á
landareign Fífuhvamms og stofn-
un Fjárfestingarfélagsins hafa
þegar lofað verulegum fjárfram-
lögum að vísu með réttlátum
fyrirvörum.
Það er álit þessara
áhugamanna, að heildarfjármagn
Fjárfestingarfélagsins til kaup-
anna og nauðsynlegustu fram-
kvæmda verði nú í dag ekki
áætlaðar undir 2 milljörðum
króna.
Fáist greiðsluloforð fyrir millj-
arði og samstaða í stærstu atrið-
um um form og rekstrarfyrir-
komulag Fjárfestingarfélagsins,
þá verði strax boðið til formlegs
stofnfundar Fjárfestingarfélags-
ins.
Stofnfundurinn þarf til margs
að taka tillit af því, sem hér áður
hefur verið minnst á, ásamt fjöl-
mörgu öðru. Framhaldsstofnfund-
ur er óhjákvæmilegur. Undirbún-
ingsstjórn eða bráðabirgðastjórn
Fjárfestingarfélagsins þarf fyrst
að ganga úr skugga um, hvort
Kópavogsbær neytir forkaupsrétt-
ar og að hvað miklu leyti hann vill
verða félagi í Fjárfestingarfélag-
inu hafni hann forkaupsrétti. Eft-
ir það er hægt að fara að ræða
kaup og kaupverð í alvöru við
umþoðsmann seljanda.
Síðan ber undirbúningsstjórn
að gera tillögur um félagsform
Fjárfestingarfélagsins og sam-
þykktir þess, svo og starfstilhög-
un.
Ætla má að undirbúnings-
stjórnin taki afstöðu til, að hve
miklu leyti félagar í Fjárfest-
ingarfélaginu hafi forgangsrétt að
kaupum landspilda í samræmi við
framlög sín og þá á hvaða verði
endurkaup þeirra verði, þar sem
þegar er vitað, að fleiri vilja
leggja fjármagn til félagsins, en
þeir sem hafa áhuga á endurkaup-
um lands, til ávöxtunar peninga
sinna, jafnhliða þjóðhollri upp-
byggingu.
Vænta má, að tillögur komi
fram, að Fjárfestingarfélagið
greiði af framlögum hæstu inn-
lánsvexti, auk arðs í hlutfalli við
framlög, þegar félagið hefur lokið
verkefnum sínum með endursölu
alls landsvæðisins, sem ætla
mætti að gæti orðið á næstu fimm
árum.
Vafalaust væri æskilegt fyrir
Fjárfestingarfélagið, að áskilja
sér rétt til endurgreiðslu framlaga
jafnskjótt eða í árlegum áföngum,
þegar verulegur hluti landsvæðis-
ins hefir verið seldur og endur-
greiðsla innt af höndum til vaxta-
greiðslusparnaðar fyrir félagið og
til flýtis fyrir félaga þess að fá
fjármagn sitt til baka. Væri þetta
form hvatning til peningamanna
um framlög félagsins, þótt þeir
hefðu ekki þörf eða áhuga á
landakaupum. Hins vegar væri
eðlilegt að arður eða hagnaður af
hlutfallslegum framlögum yrði
ekki greiddur félögum fyrr en við
slit félagsins að loknum starfs-
tíma þess.
Með nýtingu og framkvæmdum
á óbyggðu landsvæði Fífuhvamms
er þægt að leysa úr ófremdar-
ástandinu, sem nú er á skorti
byggingalóða á Stór-Reykja-
víkursvæðinu. Áhugamenn sam-
einist til nýtingar Fífuhvamms.
Kópavogi, 10. marz 1980
Þorv. Ari Arason, lögfr.
Sjálfvirkur sími í Skáleyjum
Stykkishólmi 6. mars 1980.
Leikfélagið Grímnir í Stykkis-
hólmi hefir sýnt sjónleikinn
„Landkrabbar" eftir Hilmar
Hauksson þrisvar sinnum hér í
Stykkishólmi við góðar undir-
tektir. Leikurinn gerist út á landi
í frystihúsi og sýnir „vinnubrögð"
og stjórn frystihúss sem rekið er
þar og ekki beint hægt að rekja
það til raunveruleikans í dag. Eru
16 leikarar sem fara með 18
hlutverk. Leikritið hefir verið æft
nú í vetur og margir lagt þar
mikla vinnu í. Leiksviðið er mjög
gott og hæfir vel. Meira að segja
bryggjan sem landað er við virð-
ist eðlileg. Þarna gengur á ýmsu
en óneitanlega finnst manni
botninn verða eftir „suður í
Borgarfirði" eins og þar stendur.
Meðferð leikenda var í heild góð
og hjá sumum ágæt. Eitt er víst
að áhorfendur skemmtu sér vel.
Signý Pálsdóttir kennari er
formaður Leikfélagsins en leik-
stjóri Þórunn Pálsdóttir. Auk
þess eru hljóðfæraleikarar sem
aðstoða við sýninguna.
Á haustin er mikið um að fé sé
sett. í eyjar, enda beit þar með
afbrigðum góð og tíðin í haust og
vetur hefir verið þannig að beitin
hefir nýst ágætlega og hafa menn
nú flestir tekið fé heim. Fénað-
arhöld eru ágæt eftir því sem
best verður vitað og hey þau sem
öfluðust í sumar kjarngóð og
óhrakin. Verður því ekki annað
sagt en vel horfi verði vorið ekki
kalt eins og undanfarin ár. Sumir
eru hræddir um að svona mildur
vetur hefni sín, en maður vonar
að slíkt verði ekki.
Bátar eru nú allir á netaveiðum
og hefir afli verið misjafn, enda
hafa gæftir verið erfiðar, en þó
hefir batnað til sjávarins sein-
ustu daga og líta menn vongóðir
fram á veg. Margir bátar landa
afla í Rifi og sérstaklega ef ekki
er mikill afli. Er hann síðan
fluttur á vörubifreiðum til Stykk-
ishólms.
Frystihús Sig. Ágústssonar h.f.
og Þórsnes h.f., fiskverkunarstöð,
vinna aflann sem hingað berst á
land.
Flóabáturinn Baldur hefir eins
og áður farið einu sinni í viku
milli Brjánslækjar og Stykkis-
hólms, með viðkomu í Flatey og
byggðum eyjum sem eru í vetur
Hvallátur og Skáleyjar. í Skál-
eyjum búa þeir bræður Eysteinn
og Jóhannes Gíslasynir og nú í
vikunni var settur þangað sjálf-
virkur sími tengdur við Stykkis-
hólm og ætlar það að gefast vel,
en áður var þar lélegt talstöðvar-
samband. Er þetta gífurlegur
munur vegna alls öryggis. Ungt
fólk býr nú í Hvallátrum og hefir
tekið jörðina á leigu af Jóni
Daníelssyni sem lengi hefir búið
þar.
Fréttaritari