Morgunblaðið - 14.03.1980, Side 13

Morgunblaðið - 14.03.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 13 tæknilegra öryggi og fjármagni en hin fyrri. Litlir krakkar, sem höfðu sloppið af hæli fyrir and- lega vanheil börn, koma að stóru afskekktu húsi í eigu læknis nokkurs. Þar voru fyrir þrenn læknishjón og einn líttgefinn þjónustumaður. Börnin taka nú til við að kála þessu fólki skipulega. Það er barið í hel með hömrum, fiskar éta eina stúlku í baðkeri, lítill drengur rekur eig- anda hússins í gegn, ráðsmaður- inn er hengdur í vír svo blóðið spýtist úr hálsæðunum. Þarna er atburðarásin mjög skýr. Hvert smáatriði í morðum barnanna rakið. Myndavélin fær góðan tíma til að fylgjast með blóðtapi fórnardýranna. í þetta skipti þagnar ekki poppkliðurinn, hann er jafn og stöðugur, því ekkert er klippt burt. Allt er samfellu- laust. Grandvara fólkið í kvik- myndaeftirlitinu er reiddi skær- in til klippingar þá fólkið í „geysidjörfu" myndinni tók að láta vel hvort að öðru virðist hafa gleymt þeim í skúffunni er „hryllings" atriði seinni mynd- arinnar ber fyrir augu. Það þykir greinilega ósiðsamlegra að sýna fólki hvernig eðli náttúr- unnar nær fram að ganga en sýna eggjárn í höndum barna tæta sundur vefi svo að blóðið spýtist um öll gólf. í sveitinni í gamia daga horfðu unglingarnir á dýrin í vorleik, hvar eiga þeir nú, sem ekki komast í sveit, að læra á lífið. Annars er ekki við kvikmyndaeftirlitið að sakast í þéssu máli. Löggjafinn sem því stjórnar hefur gleymt ofbeldinu. Hitt er svo annað mál, að „klám“ á ekki að þekkjast. Klám er þegar bældar hvatir fá útrás í brengluðu formi. Slíku sem lesa má í söluturnabókmenntum og bókum þeirra velferðarskálda sem hafa gefist upp við að vera skáld. Eðlilegur ástarleikur á ekki að vera feimnisatriði. Hann er aðeins hæsta stig atlota og vináttu. Sé hann læstur niðri eða gerður að einhverju öðru en hann í rauninni er, þá verður hann „klámi". Jafnvel skæri kvikmyndaeftirlitsins geta gert hann að „klámi". Því það sem er bannað verður ímyndunaraflinu að leik. Og því meiri hömlur sem settar eru á hið eðlilega því umsnúnara verður það í hinum undarlegu vistarverum ímynd- unaraflsins. í Indlandi hinu forna var ástarleikurinn ein teg- und tilbeiðslu. Musteri til dýrðar honum reist og var trú manna að í fegursta formi væri hann sameining við guðdóminn. Fleiri menningar-heildir hafa dýrkað fegurð þessa leiks. Hver myndi- voga sér að segja að myndir Hokusai sem sýna slíkan leik japanska karla og kvenna séu „klám“. Ekki vinur vor Erró, sem hefur slíka hluti upp í æðra veldi í sumum mynda sinna — en Erró býr ekki á íslandi heldur París. til kynna að menntun þeirra hafi verið áfátt, öðru nær. Talið er að íslenskur stúdent hafi, fyrstur Skandínava, numið við Sorbonne í París. Þeir, sem í fyrstunni bjuggu íslenskunni ritmál, hlutu að vera vel heima í einhverri málfræði, og þá auðvitað latneskri, annað kom ekki til greina. Þó mörgum spurningum verði ávallt ósvarað hlýtur því niður- staðan að verða sú að íslendingar hafi nánast frá upphafi verið öðru vísi en frændurnir á Norðurlönd- um, þjóðlíf og menning hafi strax orðið hér með öðrum hætti, hvern- ig sem á því gat staðið. Og þá er auðvitað komið að spurningunni um uppruna íslendinga sem hefur verið dægradvöl hugkvæmra fræðimanna jafnt sem óbreyttra áhugamanna um sögu. En það er önnur saga sem snertir ekki beint það viðfangsefni sem hér um ræðir. Bjarni Guðnason lætur ímynd- unaraflið ekki hlaupa með sig í peinar gönur en heldur sig ræki- lega við verkefni sitt. Fornt orðtak segir að lærða menn greini á. Því er naumast að vænta að Bjarni boði hér endanlegan sannleika sem allir muni fortakalaust fall- ast á héðan í frá. En mikið hefur hann til málanna að leggja, það hygg ég sé að minnsta kosti óhætt að segja. Flóamarkaður í Garðabæ KVENFÉLAG Garðabæjar held- ur flóamarkað í nýja gagnfræða- skólanum við Vifilsstaðaveg laugardaginn 15. mars og sunnu- daginn 16. mars kl. 14—18. Allur ágóði rennur til samkomuhúss bæjarins, Garðaholts, en þar hafa staðið yfir miklar breytingar og endurbætur á húsinu og er stefnt að því að það verði tekið í notkun í vor. Spurningakeppni kvenna í Suður- Þingeyjarsýslu Húsavík. 12. marz. KVENFÉLAGASAMBAND S-Þingeyjarsýslu hefur tvær síðustu vikur haldið tvær sam- komur, þar sem farið hefur fram m.a. spurningakeppni milli kven- félaga í sýslunni. Hafa samkom- urnar verið sérlega vel sóttar og þótt hin bezta skemmtan. Á morg- un, laugardag, verður þriðja sam- koman af þessu tagi í Hafralækj- arskóla og hin síðasta á Húsavík 21. marz, en þar fara fram úrslit spurningakeppninnar. -Fréttaritari. AUGLYSINGASIMINN KR: 22480 2H«r0unbInbib ÚTSÖLUSTADIR: Karnabær Laugavegi 66-Karnabær Glæsibæ — Eyjabær Vestmannaeyjum-Hornabær Hornafirði-Eplið Akranesi-Epliö ísafirði- Cesar Akureyri. Sá sem veit hvað hann vill, velur PIOIMEEIT HLJÓMDEILD System X-W U • • • R tækin eru odyr? - ndu þá í verslun okkar Veist hvaó PION ef ekki - y og beröu s Sjstem X-55

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.