Morgunblaðið - 14.03.1980, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.03.1980, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1980 41 fclk í fréttum + Um daginn birtum við mynd frá athöfninni er Grænlandsbiskup var vígður. — Þessi mynd er af biskupnum, Jens-Chr. Chemnitz og f jölskyldu hans. — Biskupinn er skrýddur biskupskápu, en kona hans og börn í grænlenskum samkvæmisklæðnaði. Myndin er tekin að lokinni vígsluathöfninni. „Tarzan“ stjórnar + Ameríski leikarinn Ron Elý, sem fyrstur leikara hefur leikið Tarzan í sjónvarpsmynd, hefur verið ráðinn til þess að vera framkvæmdastjóri þess mikla apparats sem fegurðarsam- keppni Bandaríkjanna er. Ron þessi er 42ja ára gamall. — Hann er 14. leikarinn, sem fer með hlutverk apabróðurins, í gegnum tíðina. Sem fyrr segir, sá fyrsti sem leikur hann í sjónvarpsmynd. Myndin var sýnd á árunum 1966—69. — Hin frægu Tarzan-öskur gat hann ekki ráðið við, en þá var það leyst á þann hátt að sækja þau í gamlar kvikmyndir þar sem Johnny Weissmuller lék Tarzan. Það vakti allmikil blaðaskrif vestra er fyrirrennara Ron Elý var fyrirvaralaust vikið úr stöðu fegurðarsamkeppnis- stjórans. Sá maður heitir Bert Park. Á það var minnst hér í dálkum á sínum tíma. Konunglegi dansflokkurinn frá Laos KONUNGLEGI bailettinn í Laos, í borginni Luang Prabang var hér á árunum fyrr talinn meðal fremstu balettflokka heimsbyggðarinnar. Munu fáir hafa átt að baki sér lengri eða merkilegri sögu. — Hún spannar 600 ár! — Þegar kommunistar brutust til valda í landinu, var settur punktur aftan við sögu þessa dansflokks, sem þá taidi alls 74 dansara. — Nú herma fregnir frá Bankok að 55 dansarar úr flokknum sem komnir eru þangað, hafi fengið ieyfi bandarískra yfirvalda til að flytjast til Bandaríkjanna. Ætl- ar dansfiokkurinn að setjast að í borginni Nashville í Tenne- seefylki. Það fylgir fréttinni að fleiri muni koma síðar. — En dansfiokknum fylgja alls um 200 manns — fjölskyldulið dansarar. — Það er kaþólska kirkjan Í Bandaríkjunum, sem hér hefur veitt aila hjálp. — Talsmaður hins konungiega dansflokks Houmpheng Phengs- omphone þrítugur, sagði blaða- mönnum í Bankok, að dönsurun- um væri ljóst að kálið væri ekki sopið þó í ausuna væri komið. — Miklir erfiðleikar væru fram- undan, m.a. vegna þess að mjög fáir kunna orð í ensku. Allir eru læsir og skrifandi á frönsku. Mörgum í dansflokknum tókst að komast til Thailands með því að synda yfir Mekongfljótið — sumir með ungabörn sín með sér. En aðrir voru drepnir á flóttanum eða reknir til baka, til Laos. Fyrir þvottahús fjölbýlishúsa VANDLÁTIR VEUA WESTINGHOUSE Westinghouse þvottavélin og þurrkar- inn eru byggð til að standa hlið við hlið, undir borðplötu eða hvorl ofan á öðru við enda borðs í eldhúsi eða þvottahúsi, þarsem gott skipulag nýtir rýmið til hins ýtrasta. Traustbyggðar vélar með 30 ára reynslu hér á landi. Þið getiö veriö örugg sé vélin Westinghouse KOMIÐ — HRINGIÐ — SKRIFIÐ! við veitum allar nánari upplýsingar. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 SLOTTSUSTEN Látið okkur þétta fyrir yður opnanlega glugga og hurðir með SLOTTSLISTEN-innfræstum þéttilistum og lækkið með þvi hitakostnað. Aflið yðurupplýsinga strax í dag. Varist eftirlíkingar. Olafur Kr. Sigurðsson & Co. Tranavogi 1, sími 83484-83499

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.