Morgunblaðið - 16.03.1980, Page 1

Morgunblaðið - 16.03.1980, Page 1
64 SÍÐUR 64. tbl. 67 árg. SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Báknið burt í Brasilíu!! Carter boðaði millj- arða dala niðurskurð að draga úr ríkisbákninu, sem löngum heíur þótt þunglama- legt og svifaseint. Árangurinn er þegar að koma í ljós. og hefur almenningur tekið vel ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið. Feimnir fá frekar kvefen ófeimnir VÍSINDAMAÐUR við Oxford- háskóla í Englandi hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu, að sálrænar ástæður valdi því fyrst og fremst að fólk fái kvef. Hann sagði að einnig réðist það að einhverju leyti af persónuleika viðkomandi hvort þeir fengju kvef eða ekki, þcir sem væru einrænir og ómannblendnir fengju miklu frekar slæmt kvef held- ur en þeir sem væru hneigðir til að blanda geði við fólk. Vísindamaðurinn fékk 52 sjálfboðaliða til að taka þátt í athugun sinni. I upphafi geng- ust sjálfboðaliðarnir undir um- fangsmikla rannsókn þar sem mótefni í blóði þeirra var mælt og einnig vógu sálfræðingar og mátu sálrænt ásigkomulag þeirra. Að svo búnu voru sjálf- boðaliðarnir sýktir, hver með tveimur kvefveirum. Niður- stöðurnar voru þær að það væri ekkert samband milli alvarleika kvefsins og magns mótefnis í blóði viðkomandi, en það . hafði lengi verið trú manna að afgangsmótefni frá síðustu sýkingu mundi gera það að verkum að næsta sýking yrði ekki eins alvarleg. Beint samband væri hins vegar miili veikindanna og þess sálræna ásigkomulags sem viðkomandi var í við sýkingu. Vísindamaðurinn klykkti svo út með því að segja að þetta ætti ekki aðeins við um kvef, heldur ýmsa aðra veirusjúk- dóma. Stofnað var sérstakt ráðuneyti til að athuga hvar draga mætti úr umsvifum. Hefur það breytt starfstilhögun í ráðuneytum og opinberum stofnunum með þeim árangri að dregið hefur verulega úr alls konar skriffinnsku. Helzta breytingin er sú að ákvörðunarvald í ýmsum málum var fært „niður á við“ og með því hefur mátt fækka alls konar skýrslugerð og útfyllingum umsóknareyðublaða o.s.frv. Ráðherrann sem hefur það verkefni að draga úr bákninu segir að brátt muni koma að því að ráðuneyti hans verði leyst upp, og óttast hann að við svo búið muni skriffinnskan og báknið aukast á ný. Bob Dole er hættur Lawernce, 15. marz. AP. BOB DOLE öldungadeildarþingmað- ur tilk.vnnti formlegá í dag, að hann væri hættur keppni repúblikana um að hljóta útnefningu flokksins við forsetakosningarnar í landinu í haust. Dole er fimmti þátttakandinn sem hættir keppninni. Washinnton. 15. marz. Frá íréttaritara Mbl. önnu Bjarnadóttur. JIMMY CARTER Bandaríkjafor- seti skýrði frá nýrri stcfnu Banda- ríkjamanna gcgn vcrðbólgu á föstudagskvöld. Hún er i fimm atriðum. en forsetinn lagði megin- áherzlu á að láta fjárlög fyrir árið 1981 verða hallalaus. Tii að ná því marki þarf að skera niður ríkis- útgjöld um 13—15 milljarða doll- ara. Carter tiltók ekki hvaða fjárveitingar hann mundi skera niður en að þær yrðu teknar út, sem væru nýjar í fjárlögum. bað eru til dæmis áform Carters um nýjan stuðning við stórborgir, og opinber störf fyrir atvinnulausa. svo að eitthvað sé nefnt. Fjár- veitingar til varnarmála verða ekki snertar. Þingið þarf að samþykkja niður- skurð á ríkisfjármálum, en Carter hefur unnið með þingmönnum beggja flokka að undirbúningi til- lögu sinnar og vonast til að hún verði samþykkt. Þingmenn repúblikana sögðu að demókratar í þinginu yrðu að hafa forystu um það en yfirleitt voru þeir ánægðir með tillögur forsetans, en þótti hann ekki ganga nógu langt. Carter sagðist beita neitunarvaldi gegn sérhverri samþykkt þingsins sem fæli í sér kostnaðarauka fyrir ríkið. Önnur atriði í stefnu Carters eru ráðstafanir til að draga úr lánsfé tii almennings, án þess þó að það komi niður á framleiðslunni, innflutningsgjald á olíu, sem nem- ur um 10 sentum á gallon af bensíni og Carter getur sett á án samþykkis þingsins. Hann mun síðar leggja til að þetta verði að 10 senta bensínskatti til að draga úr eftirspurn. Hann lagði til við verkalýðsfélög og vinnuveitendur að þeir takmörkuðu launahækkanir sínar við 8,5% á ári og að lokum ætlar Carter að gera breytingar, sem munu hafa áhrif á efnahagslíf Bandaríkjanna í framtíðinni og tryggja aukna framleiðslu heima fyrir og stöðugleika. Þetta var fjórða ræða Carters á þremur árum um verðbólgu- vandann. Hingað til hefur honum orðið lítið ágengt. Verðbólgan er nú 18% á ári. Flestum kemur saman um að hallalaus fjárlög hafi lítil áhrif á verðbólguna í sjálfu sér, en þau hafi sálræn áhrif á almenning. Carter sagði að ástand þjóðarinnar væri mjög slæmt og hún yrði að hætta að lifa um efni fram. England: Lítil systkini brunnu inni Sundcrland. EnRlandi. 15. marz. AP. ÞRJU ung börn brunnu inni aðfararnótt laugardags þegar eldur kom upp á heimili þeirra. að foreldrunum fjarverandi. Tvö systkini önnur. þau elztu. komust út og gátu kvatt slökkvilið á vettvang. en ekki tókst að komast inn í húsið að bjarga hinum þremur. Þau voru fjögurra. sex og átta ára. Eldsvoði varð á svipuðum siö^ ð fyrir nokkrum vikum og fórust þá fimm systkini. Ekki er vitað hvort einhver tengsl eru þarna á milli, að sögn lögreglu. 50%blý- magnsins úr niður- suðudósum Pasadona. 15. marz. — AP. BLYMENGUN í matvælum er miklu meiri en áður var haldiö og helmingur hennar á rætur að rekja til niðursuðudósanna sem matvælin eru gevmd í. samkvæmt niðurstöðum at- hugana vísindamanna við vísindastofnun Kaliforníu (CIT). Segja vísindamennirnir að 500 sinnum meira magn af blýi sé i líkama nútíma- mannsins en forsögulegum miinnum. 1 niðurstöðunum segir að 1.000 sinnum meira ntagn af blý sé í túnfiski upp úr niðursuðu- dós sem lokað sé með brasmálmi (dós lokað með sérstakri „kveikingaraðferð") en ný- veiddum fiski úr menguðu hafi. Hins vegar sé 20 sinnum meira blýmagn í fiski sem soöinn sé niður í dós sem ekki sé lokað með blýþræði. Stofnunin hefur í 10 ár unnið að rannsóknum á blýi í matvæl- um, og segir í niðurstöðunum að blýmengun sé miklu umfangs- meiri og víðfeðmari en hægt sé í fljótu bragði að gera sér grein fyrir Mikil kosningaþátttaka að sögn útvarpsins í Teheran Tehcran. 15. raarz. — AP. TEIIERAN útvarpið skýrði frá því í morgun. að mjög mikii þátttaka hefði vcrið í fyrri umferð þing- kosninganna í íran í gær en þess var þó ekki getið hversu mörg prósent hefðu grcitt atkva'ði. Khomcini erkiklerkur lét ekki opinberlega í ljós afstöðu í kosningunum. en hins vegar munu þingmennirnir, 270 talsins, ganga á hans fund hinn 18. apríl þegar ljóst er hver úrslit hafa orðið og síðan kemur þing saman viku síðar. Ekki er búizt við að þingið muni hefja umræður um málefni gíslanna í handaríska sendiráðinu fyrr en um miðjan maí. Carter Bandaríkjaforseti ásakaði írönsk stjórnvöld í gær fyrir að svíkja gefin loforð um gíslana og sagði að hugsanlegt væri að engin lausn fyndist á málinu þó svo að þing væri kjörið. Hann kvaðst vona að nýja þingið myndi styrkja stöðu Bani Sadr forseta og annarrahóf- samari afla, sem hafa látið þá skoðun í ljós að „námsmennirnir“ í sendiráðinu fari ekki að lögum. Carter sagði að það hefðu verið sér vonbrigði fram að þessu að sjá að Bani Sadr og fyigismenn hans hefðu reynzt gersamlega vanmáttugir í að stjórna og fengju bersýnilega engu ráðið. „Heimsækið Sovét- ríkin — áður en þau heimsækja ykkur 99 Bclxrad. 15. marz. AP. „HAFIÐ þið séð nýjustu ferða- auglýsingarnar? spyrja Júgó- slavar nú hvern annan: „Heim- 'sækið Sovétríkin — áður en þau heimsækja ykkur...“ AP fréttastofan segir að þetta sé meðal nokkuð kaldranalegra kerskniyrða sem gangi manna á milli í Júgóslavíu síðan Sov- étríkin gerðu innrásina í Af- ganistan. „Vitiði hvað sov- ésku hermönnunum var sagt kvöldið fyrir innrásina í Af- ganistan? — Standið ykkur með sóma og þá fáið þið að fara í leyfi á Adriahafs- ströndina.“ hljóðar önnur kersknisaga. Sagt er að Jú- góslavar beiti óspart kímni og háði til að reyna að létta af sér spennu og kvíða sem hafi ágerzt eftir Afganistaninnrás- ina þar sem margir óttist nú meira en nokkru sinni fyrr að Sovétríkin láti til skárar skríða í Júgóslavíu að Tító látnum. „Við erum að bíða eftir að Brezhnev hrökkvi upp af — þá ætlum að ráðast inn í Sov- étríkin...“ segir AP-frétta stofan að sé meðal þess sem ýmsir hreyti út úr sér þeg- ar þessi mál beri á góma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.