Morgunblaðið - 16.03.1980, Side 7

Morgunblaðið - 16.03.1980, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 7 Umsjón: Gísli Jónsson í síðasta þætti laumuðust inn nokkrar villur, flestar smávægilegar. Verst var að orðið aukin sniglaðist inn í máisgrein sem átti að vera svo: Aðaláhersla skal vera á fyrsta atkvæði og auka- áhersla á þriðja. í 22. passíusálmi Hallgríms Péturssonar segir: Yfirmönnum er því vant, undirsátarnir hnýsa grannt eftir því, sem fyrir augun ber, auðnæmast þó hið vonda er. Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það. Þetta vers kom í huga minn, þegar ég hafði lesið plagg nokkurt sem Arni Árnason í Reykjavík sendi mér ljósrit af. Þetta er bréf eða tilskipun fjármálaráðu- neytisins „til allra ráðuneyta er málið varða“ (leturbreyt- ing sendanda). Oft hefur stofnanaíslenska eða ný- kansellístíll sætt harðri gagnrýni í þessum þáttum og sýnist ekki vanþörf á. Skal því birta hér efni þessa hræmulega bréfs ráðuneytis- ins. Sendandi hefur undir- strikað þá málsgrein, þar sem amböguhátturinn er sýnstur: „Með vísan til aðalkjara- samnings BSRB og fjármála- ráðuneytisins síðla árs 1977 svo og sérkjarasamnings BHM var viðurkennd sú staðreynd að ríkisstarfs- mönnum hafði um árabil verið mismunað í mötuneyt- isaðstöðu og dýrleik mat- fanga. Misneyti aðstöðu var gert skil í framangreindum samningum að vissu marki en dýrleikar matfanga er enn ágreiningsefni. Laun- þegar líta oft til þess, hvort nágranninn búi við betri kjör og aðstöðu, en þeir sjálfir. Niðurstaða launþegarann- sókna er sú að ríkissjóður beri mjög misjafnan kostnað af rekstri mötuneyta nú í dag, sérstaklega þeirra mötuneyta sem framreiða aðfluttan og/eða eldaðan mat. Því hefur fjármálaráðu- neytið að höfðu samráði við fjárlaga- og hagsýslustofnun og ríkisendurskoðun ákveðið eftirfarandi reglur um þátt- töku ríkissjóðs í rekstrar- kostnaði þeirra mötuneyta ríkisins sem bjóða upp á heitan mat sem að mestu leyti er matreiddur utan mötuneyta ríkisins sbr. gr. 3.4. í kjarasamningi BSRB við fjármálaráðherra. 1. Ríkissjóður greiðir upp- hæð sem svarar 25% af matarpeningum ríkis- starfsmanna á hverjum tíma með hverri máltíð sem elduð er utan mötu- neyta ríkisins. 2. Hér er um að ræða fryst- an tilbúinn mat sem ein- ungis þarfnast upphitunar á staðnum svo og heitan aðkeyptan mat. 3 Ríkissjóður leggur til að- stöðu til upphitunar og/ eða skömmtunar á matn- um svo og aðstöðu til neyslu matarins og greiðir kostnað sem af því leiðir. 4. Ríkissjóður greiðir vinnu- laun vegna upphitunar og skömmtunar á matnum og frágangs í mötuneytinu sbr. lið 4. 5 Uppgjör fari fram með þeim hætti að greidd verði upphæð skv. lið 1 pr. keyptan matarskammt samkvæmt framlögðum reikningum þess sölufyr- irtækis sem skipt er við. 42. þáttur 6. Reglur þessar taki gildi 1. mars 1980. Ríkisfyrirtæki og/eða mötuneytisfélög launþega, sem telja þessar reglur óhagstæðar því fyrirkomulagi sem nú er tíðkað hafa þó frest til breytinga á núgildandi fyrirkomulagi og aðstöðu til 1. júní 1980.“ Undir þessi ósköp ritar ráðuneytisstjórinn við annan mann, og verður sannast sagna að ætla að hann hafi ekki sjálfur samið, hvar sem sá taðjarpur hefur fundist á æðstu stöðum sem ekki kann skilsmun persónulegra og ópersónulegra sagna, mynd- ar þolmynd skakkt og er haldinn fleirtöluáráttu, en kann þó ekki að hafa tölu sagnar í samræmi við það. Eru þá aðeins augljósustu gallarnir nefndir. Þar að auki er margt minna sem allt stuðlar að því að gefa bréfinu þann ámátlega heildarsvip sem raun ber vitni. Gott ef efnið skilst fullkomlega. Úr því að þetta bréf fjár- málaráðuneytisins er til „allra ráðuneyta er málið varða“, er þess að vænta að ráðuneyti menningarmála taki sig til og komi því til skila við „rentukammerið" að nýkansellístíll, af þessu tagi sé því ekki þóknanlegur. Hér kastar tólfunum, og fyrr má rota en dauðrota. En svona rétt til að létta skap lesenda er hér ein orðaleiksvísa í lokin. Henni var skotið inn á skrifborðið til mín, og ekki veit ég hvaðan hún kom: Víða ísa- var á -fold, vífin mörg þess gjalda. Orðið hefur orðið hold oft hjá séra Valda. Kassettur beztu kaup landsins 1 spóla 5 spólur Heildsölu birgðir 60 mínútur kr. 800.- kr. 3.800.- 90 mínútur kr. 1.000.- kr. 4.800.- Verslióísérverslunmeó ^ i _ / nr.or.n LITASJÓNVÖRPog HLJÓMTÆKI 29800 VBÚÐIN Skipholti19 JÓRNUNARFRÆÐSLAN SKATTSKIL einstaklinga með atvinnurekstur Stjórnunarfélag íslands heldur námskeiö um Skattskil einstaklinga með atvinnurekstur í fyrir- lestrarsal félagsins að Síðumúla 23 dagana 20.—21. mars kl. 20—22 og 22. mars kl. 13—18. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu ákvæöi skattlaga og lögö sérstök áhersla á breytt ákvæði í nýju skattalögunum. Útskýrðar verða reglugerðir skattalegs eðlis. Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem leggja stund á sjálfstæðan atvinnurekstur og hafa einhverja innsýn í bókhald. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar hjá Stjórnunarfélagi íslands, sími 82930. Árni Bjðrn Birgiuon við- ■kiplalraðingur og Iðg- giltur ondurvkoðandi. Verksmiðjusala Buxur á alla aldurshópa úr denim, flaueli, kakí og flannel. Góö efni, fjölbreytt sniö, fallegir litir, gott verö. Úlpurogjakkar Margar stæröir og geröir. Gott verö. Gerið góð kaup í úrvalsvöru. Nýjar buxur í dömu og herrastærðum teknar upp á morgun. Opið virka daga kl. 9— Laugardaga kl. 9—12. 18. Föstudaga kl. 9—22. Skipholti 7. Sími 28720.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.