Morgunblaðið - 16.03.1980, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.03.1980, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 Sjötugur á morgun: Gísli Guðmundsson forstjóri i Kletti Jæja, Gísli minn góður, svona gengur þetta, engum gefur tíminn grið. Þú ert allt í einu orðinn sjötugur áður en maður áttar sig á hlutunum. Að vísu gat ég búist við að þetta skylli yfir mann, svo lengi er ég búinn að vita til þín, alveg frá því að ég man fyrst eftir mér, — þótt ég láti síðustu tuttugu og fimm vináttuárin liggja milli hluta svona í byrjun. Allir sannir gaflarar vita að Hróættin er alveg sér á parti hér í Hafnarfirði, merkilegt kjarnafólk sem sett hefur svip á bæjarlífið allar götur frá því að þú fæddist. í raun er hún eins og stofnun. Faðir þinn Guðmundur Hróbjartsson járnsmiður var á bernskudögum mínum einn kunnasti borgari bæj- arins og smiðja hans grundvall- arstofnun og þjónustumiðstöð sem margir þurftu til að sækja. Þang- að leituðu útgerðarmenn með við- gerðir á skipum, vindum og veið- arfærum, þangað komu menn með púlshestana til járningar, og þangað trítluðu konurnar þegar gat kom á potta þeirra eða pönn- ur. Öllu sinnti Guðmundur og allt kunni Guðmundur að lagfæra og bæta. Og hann var ekki aðeins listasmiður; hann átti það líka til að finna upp ýmsa hluti ef því var að skipta. Honum féll heldur aldrei verk úr hendi. Þar með er ekki sagt að öll hans störf gæfu mikið í aðra hönd. Greiðviknin var einstök og viljinn til verka. Og fjörið og glaðværðin sindruðu af honum eins og neistarnir af aflin- um. Aldrei man ég eftir Guðmundi uppábúnum nema einu sinni eða tvisvar á gamlárskvöld; þá átti hann það til að gera sér glaðan dag. Móðir þín var heldur engin meðalmanneskja. Það sagði móðir mín mér ungum að Ágústa Jóns- dóttir væri ein mesta sæmdar- og merkiskona sem hún hefði kynnst við á lífsleiðinni. En því er ég að rausa þetta um foreldra þína, Gísli minn góður, að eplin hafa sannarlega ekki fallið langt frá eikinni. Þið systkinin mörgu, — voruð þið ekki þrettán og ein tíu sem upp komust? — hafið erft hagleikinn, dugnaðinn og atorkuna í ríkum mæli. Og ekki þarf að fara í grafgötur um vammleysið; hrekklausara og heiðarlegra fólk er ekki á hverju strái. Hagleikurinn og smiðsgáfan er ykkur svo í blóð borin að ef maður heyrir minnst á Hróætt- ingja kemur manni óðar smiður í hug. Eða veistu til að í nokkurri ætt séu jafnmargir eða fleiri járnsmiðir og vélstjórar en í Hróættinni? Og nú er ég kominn að þér. Fyrir tveimur eða þremur áratug- um könnuðust flestir Hafnfirð- ingar við Gísla Hró. (Ég veit ekki hvernig þetta var í Innri-Njarðvík þau ár sem þú varst þúsundþjala- smiður hjá Jóni vini okkar Jóns- syni sem allt vildi hafa hundrað prósent). En sem sagt, eftir að þú komst aftur í Fjörðinn varstu Gísli Hró. En núna kannast fáir við Gísla Hró en allir kannast við Gísla í Kletti. Svo samgróinn ertu orðinn Vélsmiðjunni Kletti á þeim aldarfjórðungi eða svo sem liðinn er síðan þú varst meðeigandi í fyrirtækinu ásamt félögum þínum tveimur. Gísli í Kletti, það er bjargfast. Þið bræðurnir teljið Vélsmiðj- una Klett arftaka járnsmiðju Guðmundar Hróbjartssonar og vafalaust er það satt og rétt. Mikill er þó munurinn á þeirri smiðju Guðmundar sem ég man fyrst eftir og þeirri glæsilegu höll sem þið félagar hafið nýlega reist yfir fyrirtækið við brautina breiðu suður á Nesin. En vafalítið mundi gamli maðurinn gleðjast yfir framtaki ykkar ef hann mætti skyggnast upp úr gröf sinni. Og þótt segja megi með nokkrum sanni að hér hafi þróunin verið að verki, breyttir tímar, aukin verk- menning og meiri kröfur til tækni og tækja verður því ekki neitað að nýbyggingin glæsilega ber stórhug ykkar og myndarskap vitni. Það hlýtur að vera stolt þitt og ánægjuefni á þessum merku tímamótum í lífi þínu að geta litið yfir farinn veg og staðnæmst við vinnubrögð og aðbúnað í nýju salarkynnunum. Það vita líka allir að svona húsakynni og tækjakost- ur eru ekki hrist fram úr erminni. En nóg um það, Vélsmiðjan Klett- ur er landsþekkt fyrirtæki svo ég þarf ekki að fjölyrða um það. Þá er það vinahópurinn sem við köllum klúbbinn. Mér finnst það með ólíkindum að á þessu ári sé liðinn aldarfjórðungur síðan við fórum að hittast mánaðarlega og blanda saman geði. Þegar ég lít til baka finnst mér margt sem skeð hefur á þessum tiltölulega langa fyrirtektaferli klúbbsins alveg eins hafa getað gerst í gær eins og fyrir mörgum árum, hvort sem það var á ferðalagi, á skemmti- stöðum eða á heimilum okkar á víxl. Auðvitað hefur þú verið einn aðaldrifkrafturinn eins og vera ber þegar um formanninn er að ræða. Það hefur heldur ekki verið ónýtt að hafa þig með í leik, svo ótrauður og ósérhlífinn sem þú ert að taka til hendi ef einhvers þarf við. Og ekki er að spyrja að handtökunum ef eitthvað fer af- laga á ferðum okkar, hvort sem við erum stödd í Landmannalaug- um, á Suðurnesjum, á Sprengi- sandi eða í ánægjulegri dvöl í Borgarfirðinum. Stundum beið þín lika handavinna þegar við komum saman á heimilum okkar hinna. Aldrei man ég til að þú skiptir verulega skapi en oft hefur græskulaus gáskinn verið með í för, óvæntar uppáfinningar og ólíklegustu vendingar. Þá er það frúin. Það er ekki hægt að kasta á þig kveðju við þessi tímamót án þess að heilsa Guðlaugu um leið. Svo löng og góð hefur ykkar samleið verið, hátt í hálfa öld, er það ekki? Við vinir ykkar hugsum alltaf um ykkur í sömu andrá. Auðvitað verða þessi tímamót í lífi þínu merkisdagur fyrir alla fjölskylduna. Við sem höfum reynst svona í slakara lagi að uppfylla jörðina eigum alltaf hálfbágt með að fylgjast með hvað afkomendur ykkar Guðlaugar eru orðnir margir. En eru þeir ekki svona gróflega talið meira en helmingi fleiri en fingur beggja handa? Við vinir þínir sendum ykkur öllum okkar bestu ham- ingjuóskir; þetta er hátíð allrar fjölskyldunnar. Að lokum vildi ég segja þér það í trúnaði að það gleður alltaf mitt hjarta þegar ég mæti þér prúð- búnum á rauða bensinum með stóra vindilinn í munninum; mér finnst það svo skemmtilega for- stjóralegt. Þessi gleði mín er ekki síst sprottin af því að þótt þetta sé fremdarlegt og fyrirmannlegt veit ég að forstjórinn getur þegar minnst varir snakað sér í vinnu- gallann og farið að hamast niðri í skipi eða í einhverju frystihúsinu sem þarf að lagfæra. Og það skaltu vita, Gísli minn góður, að þegar maður óskar góðum mönnum til hamingju við merk tímamót í lífi þeirra og árnar þeim gæfu og gengis og langra lífdaga þá er alltaf töluverð eig- ingirni fólgin í þeim óskum. Við viljum fá að njóta þín sem lengst, hlýju þinnar og handtaka. Sem sagt, við hjónin — og klúbburinn allur — sendum þér og þínu húsi bestu kveðjur, þakkir og óskir. Stefán Júliusson þakjárn • þaksaumur plastbáruplötur • þakpappi Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 sími 10 600 Það getur verið álitamál, hvort einhver sé talinn fremstur í röð hagyrðinga eða þá í skálda- hópi, — nema hvort tveggja sé. Einn þvílíkra manna var Jón S. Bergmann, en hann lézt saddur lífdaga 1927, kominn nokkuð á sextugsaldur. Fimm árum áður hafði komið út eftir hann lítið hver, Ferskeytlur, er þótti svo ágætt að gæðum, að á orði var haft, að honum hefði einum tekizt það, sem öðrum þjóðkunn- um vísnasmiðum hefði ekki lán- ast, að vaxa við nánari kynningu eða þola það, að út kæmi bók eftir sig. Farmannsljóð komu út 1925. Um Jón látinn ortu ýmsir af vinum hans og í „Ferskeytlum og farmannsljóðum", er út kom 1949, er þessi eftirmælastaka Valdimars Kamillusar í formála: Hreina kenndi lista leið, Ijóðin sendi af munni; orðin brenndu og þaó sveið undan hendingunni. Ýmsar þær stökur, sem Jón orti um sjálfan sig, báru erfiðari lífsbaráttu glöggt vitni og eru sumar á hvers manns vörum eins og þessi: Hirði ég hvorki um stund né staö, studdur fárra griöum. Svona fer ég aftan að annarra manna siðum. Eða þessi hringhenda: Klónni slaka ég aldrei á undan blaki af hrinu, þótt mig hrakið hafi frá hæsta takmarkinu. Þótt mér bregöist hyllin hlý, hæfir ekki að kvarta, meðan ég á ítök í einu kattarhjarta. Þessar stökur lýsa vel lífsvið- horfi skáldsins, — uppgerð öll og yfirklór var honum fjarri skapi, en manngildið skipti máli, hvort efniviðurinn væri ekta eða ekki: Andann lægt og manndóm myrt mauranægtir geta: Allt er rægt og einskisvirt, sem ekki er hægt aö éta. Auöur, dramb og falleg föt fyrst af öllu þérist, og menn, sem hafa mörg og kjöt meira en almennt gerist. Fyrri stakan hefur alltaf minnt mig á Refinn eftir Örn Arnarson og hin síðari á Önguls- eyri. Síðasti fyrri hluti var svona: LAIIt er valdið ofan frá og alsæll sá sem hefur þaö. F. Hraundal skrifar, að ef hann hafi skilið fyrripartinn rétt geti botninn orðið: En sálirnar sem Satan á sinna boöum neðan aö. Og að gefnu tilefni má kannski segja: Mikið er hvað ofan lekur í útsynningi í Reykjavík. Jólakvöldið 1918 hafði skáldið ekki annað gesta en kött einn: Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal. Limran Löng heföarfrú efst inni í Hátúni með húna og spennsla úr látúni gekk á bullum úr áll og bolverki úr stáli, en buxum úr heillandi kátúni. K.K. MIR minnist 30 ára afmæl- is með samkomu í dag í MARSMÁNUÐI eru liðin 30 ár frá stofnun félagsins MÍR. Menn- ingartengsla Islands og Itáð- stjórnarrikjanna. I tilefni afmælis- ins cru komnir hingað til lands tveir gestir frá Sovétríkjunum. fulltrúar Sambands sovéskra félaga vináttu og menningar- tengsla við útlönd. en samhandið er ásamt Félaginu Sovétríkin-Ísland aðalsamstarfsaðili MÍR. Gestirnir eru þeir Nikolaj P. Kúdrjavtsév, aðstoðarfiskimálaráð- herra Sovétríkjanna og formaður Félagsins Sovétríkin-Island, og Arnold K. Meri, fyrrverandi aðstoðarkennslumálaráðherra eist- neska sovétlýðveldisins og núverandi formaður Vináttufélagsins í Eist- landi. Komu þeir til landsins 13. mars og dveljast hér á landi í vikutíma, ræða við félagsstjórn MÍR um samstarfsáætlun næstu missera og sitja afmælissamkomu félagsins, auk þess sem þeir heimsækja nokkrar stofnanir og fyrirtæki í Reykjavík og víðar. Áfmælissamkoma MÍR verður haldin í Þjóðleikhúskjallaranum sunnudaginn 16. mars kl. 3 síðdegis. Þar flytja ávörp m.a. Kúdrjavtsév ráðherra og Mikhaíl Streltsov, am- bassador Sovétríkjanna á Islandi. Elín Sigurvinsdóttir óperusöngkona syngur einsöng við píanóundirleik Agnesar Löve og Geir Kristjánsson rithöfundur les upp úr ljóöaþýð- ingum sínum af rússnesku. Kaffi- veitingar verða á boðstólum og efnt verður til ókeypis happdrættis um nokkra eigulega minjagripi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.