Morgunblaðið - 16.03.1980, Síða 26

Morgunblaðið - 16.03.1980, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 Alfreð Elíasson, f orst jóri, sextugur Góðvinur minn, Alfreð Elíasson forstjóri, er sextugúr í dag. Hann er þjóðkunnur maður, enda saga hans samofin sögu Loftleiða h/f frá upphafi og sæti á hann í stjórn Flugleiða h/f og gegnir þar vara- formannsstarfi. Alreð er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, sonur Elíasar Dag- finnssonar bryta og konu hans, Aslaugar Kristinsdóttur, sem um iangt skeið .rak Hárgreiðslustof- una Perlu, en þau hjón voru hvort um sig sómi sinnar stéttar, vinsæl og vel látin. Barn að aldri stundaði Alfreð nám í Landakotsskóla en upp úr fermingu innritaðist hann í Verslunarskóla íslands og lauk þar námi árið 1938. Hóf hann síðan störf hjá Kassagerð Reykja- víkur, en annaðist jafnframt rekstur bifreiða til fólksflutninga. Seldi hann bifreiðar sínar og hvarf að flugnámi í Kanada, sem þá tók tvö ár, en því námi lauk hann árið 1942. Þar stunduðu einnig nám E. Kristinn Olsen og Sigurður Ólafsson. Að námi loknu önnuðust þeir um hríð kennslu- störf hjá kanadíska flughernum, en hurfu þá aftur til Islands í von um að fá hér atvinnu við þeirra hæfi. Sú von brást, en sjálfir höfðu þeir fest kaup vestanhafs á lítilli Stinson-vél og flutt heim með sér. Var þá horfið að því ráði að vinna að stofnun nýs flugfélags og með aðstoð vina og vanda- manna, auk nokkurra áhuga- manna, tókst þetta og var Loft- leiðir h/f stofnað 10. mars 1944. Fyrstu árin önnuðust þeir flug- reksturinn einir, flugu til skiptis og jafnframt var verkaskipting höfð á öðrum sviðum. Bráðlega sótti þó í það horf að Alfreð annaðist bókhald og fjárreiður, en Kristinn Olsen sá um viðhald og verklegar framkvæmdir. Því næst hófst farþegaflug aðallega til Vestfjarða og sjúkraflug, eftir því sem verkefni gáfust. Fljótlega náðust samningar um að félagið annaðist síldarleit, sem gaf góða raun og með auknum flugvélakosti var hafið áætlunarflug á ýmsa staði innanlands, sumpart í sam- keppni við Flugfélag Islands h/f. Leiddi þetta til að flugleiðum var skipt með opinberum aðgerðum, en stjórn Loftleiða h/f taldi að þar væri hlutur þess félags mjög fyrir borð borinn. Þróun innan félagsins hafði orðið sú að Kristinn og Alfreð höfðu vikið úr stjón þess, en sterkari fjármálamenn tekið við, sem að lokum töldu flúgrekstur- inn ekki ábatavænlegan og vildu hverfa að öðrum verkefnum. Um þetta leyti höfðú þeir Alfreð og Kristinn, ásamt sveit manna, tek- ist að bjarga flugvél, sem lent hafði og lukst inni á Vatnajökli og flogið henni til Reykjavíkur svo til óskemmdri. Var sú vél seld til Spánar. Var þetta frábært björg- unarafrek, sem athygli hefur vak- ið víða um heim. Þetta gerðist á árinu 1951 eða einmitt um það leyti er ráðagerðir voru uppi um að leggja flugreksturinn niður. Þessu vildu þeir félagar ekki una og hófust þá átök innan félagsins, sem lyktaði með því að ný stjorn var kjörin í félaginu árið 1953. Áttu þeir Alfreð og Kristinn þar báðir sæti og var svo alla tíð meðan félagið starfaði, en er Flugleiðir h/f var stofnað voru þeir kjörnir í stjórn þess félags. Eftir stjórnarskiptin hófst það, sem oft hefur verið nefnt Loft- leiðaævintýrið, en í ævintýrum lenda menn ekki nema að til slíks sé stofnað. í árslok 1953 var Alfreð ráðinn framkvæmdastjóri Loftleiða h/f. Undir farsa'li stjórn hans sótti íélagið fram ti aukinna umsvifa og var það óslitin baráttusaga en jafnframt sigur- ganga. Sú saga er öllum lands- mönnum kunn, enda hefur þjóðin notið góðs af framtaki félagsins fjárhagslega og menningarlega. Landkynningu hefir félagið uppi haldið meiri en dæmi eru hér til, enda hefur fé aldrei verið til þess sparað. Alfreð hefir aldrei verið letjandi, en ávallt hvetjandi er í framkvæmdir hefur verið ráðist, en í því efni hefir hann gætt allrar varúðar og aldrei flanað að neinu óathugað. Samstarf hans og stjórnar félagsins var eindæma gott og fullyrða má að hann naut fyllsta trausts stjórnar og alls starfsliðs vegna mannkosta hans og mannúðar, prúðmennsku og nærgætni í samskiptum við aðra. Alfreð hefur verið sæmdur stór- riddarakrossi íslensku fálkaorð- unnar og L’Ordre Merite stórher- togadæmis Luxembourg, auk ann- arra heiðursmerkja og viðurkenn- inga frá ýmsum aðilum. Besta minnismerkið eru þó stórbygg- ingar félagsins við Reykjavíkur- flugvöll, sem skreyttar hafa verið listaverkum, sem til fyrirmyndar mættu verða. Alfreð er kvæntur Kristjönu Millu Thorteinsson, bráðgáfaðri og ágætri konu, sem lauk prófi í viðskiptafræðum við Háskóla Islands á síðasta ári. Börn þeirra eru: Áslaug viðskiptafræðingur og hótelstjóri, Haukur verkfræðing- ur, Ragnheiður hjúkrunarfræð- ingur, sem öll hafa eignast eigið heimili, en heima eru Katrín, Geirþrúður og Elías Örn. Barna- lán þeirra hjóna er mikið. Heimili þeirra hjóna er að Haukanesi 28, en þar hafa þau byggt glæsilegt hús utarlega í Arnarnesi og við sjávarströndina. Eru þau hjónin heilluð af íslenskri náttúru og vilja frekar una hér heima en á erlendum stöðvum. Megi heill og hamingja fylgja þeim og megi þeim hlotnast langir lífdagar. Kristján Guðlaugsson. Á sextugsafmæli Alfreðs Elí- assonar ber fyrst og fremst að færa honum þakkir fyrir örugga forystu þeirrar sveitar er hóf nafnið Loftleiðir frá örbirgð og ókynni til þess að verða svo traust og víðkunnugt að félagsins mun ekki einungis lengi og lofsamlega minnst sem frábærs fordæmis um íslenzkt framtak heldur verður þess einnig alltaf getið með að- dáun í annálum flugferðanna yfir Norður-Atlantshafið. Undir ágætri stjórn Alfreðs var hundr- uðum milljóna varið til þess að gera nafn íslands góðkunnugt heimsbyggðinni. Mikill fjöldi íslenzkra og erlendra starfsmanna Loftleiða naut þeirrar hamingju um langt árabil að vera stoltur af félagi sínu og landi þess. Engum einum manni er hér allt að þakka en engum einum manni ber frem- ur að þakka fyrir þetta undursam- lega ævintýri en Álfreð Elíassyni. Og fyrir það er öllum skylt að þakka honum á þessum heiðurs- degi hans og einkum bæði skylt og ljúft þeim samferðarmönnum sem vegna langra góðkynna eru öðrum færari um að meta að verðleikum hið mikla og gæfuríka starf Al- freðs allt frá því er hann reisti merki Loftleiða ungur að árum og til þess er það féll inn í fylkingu Flugleiða. Æviferill Alfreðs er svo þjóð- kunnur að þarfleysa er nú að taka til við að rekja hann. Og persónu- legar minningar okkar, sem vor- um svo lánsamir að eiga með honum samstarf og fá að njóta vináttu hans, eru of margþættar til þess að fá rúm í stuttri afmælisgrein. Hin farsæla forysta Alfreðs í sigursælli baráttu fjár- vana félags fyrir hlutgengi til þátttöku í grimmilegri styrjöld stórvelda um markaði segir meira um frábæra eðliskosti og áunna verðleika hans en öll þau orð sem hugsanlega er unnt að raða saman til sæmdar í afmælisgrein. Þar lofar verkið sinn ágæta meistara. Þar hefur Alfreð sjálfur reist sér verðugan og óbrotgjarnan bauta- stein, ofar öllu fánýti orða. En í dag finnst mér að ég skuldi það minningunum um hið hlýja hjarta móður Alfreðs — og raunar einnig föður hans, sem öllum vildi gott gera — að segja hér frá því, sem ég trúi að skipti eigi síður máli við þáttaskil en miklar mannvirðingar og heiðurssæti á sögubekk, að aldrei minnist ég þess frá þeim mörgu árum er ég vann undir stjórn Alfreðs að hann neitaði mér eða nokkrum öðrum sinna samstarfsmanna um bón ef í hlut átti einhver bágstaddur, sem Alfreð gat rétt hjálparhönd. Og á öllum hinum langa og farsæla ferli Alfreðs við stjórnvöl Loft- leiða eru þeir orðnir ótrúlega margir sem standa nú í þakkar- skuld vegna þeirrar líknar, sem hann veitti þeim, oft sjúkum og allslausum, stundum til einhverra sérstakra miskunnarverka, hjálp- ar einhverju því sem Alfreð sann- færðist um að gæti orðið til góðs. Þegar farið var fram á fjárfram- lög til einhvers sem talið var að yrði síðar meir ábatasamt var Alfreð mjög harðsnúinn og glögg- skyggn kaupsýslumaður, sem eng- an eyri lét af hendi rakna án þess að þar kæmu til skotheld rök. En ef hinn aumasti ölmusumaður legði hendi að hjartastað Alfreðs þá stóðu honum allar dyr opnar til þeirrar hjálpar sem Alfreð gat veitt. Þessi fjölmenni hópur nauð- leytamanna skráir eflaust enga þá sögu sem lifa mun um aldir. En þó er það sú saga, er trúlega geymir það langlífi sem bezt er að eignast og fá að njóta þessa heims og annars. Og af öllum þeim mörgu og björtu minningum sem sækja að mér á sextugsafrnæli Alfreðs Elíassonar eru þær hjartfólgnast- ar sem freista mín nú til að færa honum þakkir frá öllum þeim mörgu sem nutu ylsins frá því hlýja hjarta sem slær í brjósti þessa sextuga heiðursmanns og mikilhæfa brautryðjanda í íslenzkri flugmála- og athafna- sögu. Sigurður Magnússon. J Bústoð 'L Vatnsendavegi 14, Keflavík, sími 92-3377. HÚSGAGNA MONICA svefnherbergissett rúm með dýnum, nátt- boröum snyrtiboröi, spegli, Ijósum, næturljósi, les- Ijósi, kassettuútvarpi. Allt settiö kr. 841.800.- OG GÓ L FTEPPASÝNING Á 1000 FM. SÝNINGASVÆÐI í DAG KL. 2—7 MIKIÐ ÚRVAL HÚSGAGNA SEM EKKI FÁST ANNARS STAÐAR Bæaaöur askur Lengd 2.55 m. Hæó 178. Verö kr. 436.600,- VERONIKA rúm meö dýnum, náttboröum og sængurfatnaöi. 140x2 m. Verö kr. 376.600.- 170x2 m. Verö kr. 397.400.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.