Morgunblaðið - 18.05.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.05.1980, Qupperneq 1
Sunnudagur 18. maí 1980 Bls. 49-80 FRANSK-ISLENZKAR ORÐRÆÐUR Halldór Laxness svarar spurningum um íslenzkar bókmenntir Fyrir skemstu var hér á ferð sendinefnd frá útvarpinu í París að leita fróðleiks um íslenskar bókmentir í tilefni þess að íslandsklukkan og Gerpla eru nýkomnar út á frönsku; og til stendur að 25 lestrar úr hinni fyrnefndu fari fram í franska útvarpinu á næstunni. Foríngi leiðángursins var einn af útvarpsstjórum parísarútvarpsins M. Yves Jaigu. En Régis Boyer prófessor var máltalari þeirra við íslendinga. Prófessor Boyer hafði sent á undan sér 12 skriflegar spurníngar að leggja fyrir Halldór Laxness um íslenskar bókmentir. Laxness veitti þar istutt svör skrifleg við hverri spurníngu. nema tveim hinum siðustu sem fjölluðu um hann sjálfan og „gerðu ráð fyrir meiri djúpsálarfræði í svörum af hendi höfundarins en hann var tilbúinn að veita. og dró þar við sig svör,“ að sjálfs hans sögn. Þessi fundur fór fram fyrir fullum sal boðsgesta í Ríkisútvarpinu 28unda nóvember og gerðu frakkar upptöku af fundinum að hafa heim með sér. Með leyfi Régis Boyers og Halldórs Laxness birtir Morgunblaðið hér höfuðatriði úr samtölum um íslenskar bókmentir sem íram fóru á þessum fundi. Sp. 1) ft er ísland skilgreint sem „geymslupláss" norrænna forn- menta. Hvað er hæft í því? Og hvað skal segja um land- nám íslands? Svar): Ég hygg íslendíngar hafi fremur verið skáld Norðurlanda en varð- gæslumenn bókmenta sem til hafi verið á Norðurlöndum á undan okkur. Afturámóti er Saxi hinn danski, latínuhöfundur, nær því að vera sagnfræðíngur Norðurlanda en við. Frásagnir af landnámi íslands hafa sætt gagnrýni á seinni árum og nútímalegri rannsóknir á Land- námu hafa leitt að ýmsum niður- stöðum ólíkum þeim sem menn aðhyltust lángt frammá þessa öld. Sp. 2—3) Hver er skýríng yðar á því að íslendíngar, og raunar þeir einir, hafa á miðöldum gerst upphafs- menn bókmenta er varða Norður- lönd í heild, og má þar til nefna Eddurnar, Skáldakvæðin, Sögurnar? Og í framhaldi af því: teljið þér efnisleg rök hafi verið að verki í íslenskri bókagerð (td gnægð skinna)? Ellegar arfgeingi á menta- setrum, einsog í Odda; eða liggur orsökin í grundvallareinkennum ís- lensks skapferlis, og sé svo, hver eru þau? Svar): Það hefur aldrei verið staðfest að öllu leyti hvaða fólk hafi sest hér að eða hvaðan komið. Norska þáttakan er ótvíræð og hefur verið sterk í þjóðfélagslegum skilníngi; og nor- ræna, fornt mál skandínava, varð hér þjóðtúnga. Það má sjálfsagt finna hér norræn skapferliseinkenni ef viðhlítandi skilgreiníng á þeim er þá til; skapgerð norðurlandamanna fer semsé mjög eftir þjóðum. Líklegt er að héðan hafi verið samband við danska nýlendu sem hafði blómgast á austurströnd Einglands, á land- námstíð íslands, East Anglia, og rekur Ari upphaf hennar, 870, sam- an við „landnámsár íslands". Þetta var myndarfólk í handverki, búskap og skipulagi, þaraðauki að einhverju leyti læst og skrifandi með því það var kristið. Norrænt fólk sem úr Austur-Anglíu kom til íslands, mundi hafa flutt með sér mentun híngað sem að minstakosti gat ekki komið beint úr Skandínavíu. Þetta fólk nefndum við vestmenn til forna, til aðgreiníngar frá austmönnum þeas norðmönnum. Einhver sagn- fræðiruglíngur, eða blátt áfram merkíngarvilla orðs, hlýtur að valda því að þessir fornu „vestmenn" úr East Anglia skuli vera kallaðir „vikings", norrænu orði sem þýðir einfaldlega sjóræníngjar. Vest- manneyar okkar hljóta að heita eftir þessu fólki hvernig sem á því "***nnzm HALLDÓR LAXNESS stendur. Um mannflutnínga híngað af Irlandi er hinsvegar alt þjóð- sagnakent og á huldu. Nútímafræði- menn teija annars líklegt að fornar ættartölur höfðíngja og landnáms- manna hér séu „tómur skáldskap- ur“, og vitna ég þá til orða eins af helstu sérfræðíngum okkar í Land- námu, dr. Jakobs Benediktssonar. Sp. 4) Hvern hlut teljið þér að kirkjan hafi átt í uppruna einstæðra bókmenta sem risu á íslandi á miðöldum? Svar): Kirkjan flutti híngað ekki aðeins kristna trú, heldur skóla ásamt bókum, ritlist og hámentun tímans einsog þá gerðist svo á Bretlands- eyum sem meginlandinu. ísland var ríkt land á fyrstum öldum sínum, og réði yfir skipakosti og íslendíngar voru ötulir farmenn. Þeir kyntust öllum menningarsvæðum Vestur- Evrópu á öldunum báðumegin við árið 1000. Sp. 5) Öll kunnustu skáld í norrænu voru á þessum tíma íslendíngar. Hverju sætir það? Hver er skýríng yðar á því að forni hirðskáldskapurinn skandínavíski varðveittist á íslandi? Svar): Skandínavar tíðkuðu í heiðni hirðskáldskap sem samanstóð af lofi um konúnga, hetjur þeirra og bar- daga. Þessi skáldskapur var ekki miðaður við skrift heldur var hann mnemoteknískur, ortur til að festast í minni, að sínu leyti einsog barna- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.