Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 30
78
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980
Æ'
Arás í
París
^ París, 14. mai. AP
ÁRÁS var gerð á lögreglubíl
fyrir framan sendiráð írans í
París í dag og fjórir Iögreglu-
menn særðust. Árásarmennirnir
sögðust vera þjóðernissinnar frá
Korsiku.
Handtaka í
Líbýu
Róm, 14 maí. AP.
YFIRVÖLD í Libýu hafa hand-
tekið yfirmann skrifstofu ítalska
flugfélagsins Alitalia í Tripoli og
gefið hinum að sök að hafa
stundað njósnir, að sögn flugfé-
lagsins i dag.
Fá meiri
olíu
Varsjá, 14. mai. AP
PÓLVERJAR fá á þessu ári 11,1
milljón lesta viðbótarmagn af
oliu frá Sovétrikjunum i staðinn
fyrir að leggja oliuleiðslu i
Vestur-Rússlandi að sögn frétta-
stofunnar PAP. Af þeim 16,7
milljónum lesta af olíu sem Pól-
verjar fluttu inn í fyrra komu um
13 milljónir lesta frá Sovétríkj-
unum. Innflutningurinn mun
verða 18 milljónir lesta á þessu
ári.
1974 — Indverjar sprengja fyrstu
kjarnorkusprengju sína og verða
sjötta kjarnorkuveldið.
1967 — SÞ samþykkja kröfu Egypta
um brottflutning friðargæzlusveita
frá Gaza-svæðinu.
1%2 — Leynisamtök hersins, OAS,
hóta að myrða níu herdómara sem
fjalla um mál Salan hershöfðingja í
Álsír.
1954 — Mannréttindasáttmáli SÞ
tekur gildi.
1944 — Bandamenn taka Monte
Cassino á Italíu.
1943 — Ráðstefnan í Hot Springs
hefst — stofnun UNRRA.
1941 — ítalski herinn í Eþíópíu
gefst upp.
1917 — Sósíalistar fá sæti í stjórn
Lvov fursta í Rússlandi.
1900 — Tongó verður brezkt vernd-
arríki — „Mafeking-nóttin" í Bret-
landi.
1848 — Þýzkur þjóðfundur í Frank-
furt; þýzka ríkjasambandið lagt
niður — Wrangel krefur Jóta um
stríðsskaðabætur.
1815 — Prússar, Rússar og Austur-
ríkismenn semja frið við Saxakon-
ung.
1804 — Napoleon Bonaparte verður
keisari Frakklands.
1803 — Stríð hefst að nýju milli
Breta og Frakka.
1793 — Frakkar sigraðir við Neer-
winden.
1756 — Bretar segja Frökkum stríð
á hendur.
1736 — Ensk galdralög numin úr
gildi — Rússar gera árás á Tyrki til
að ná Aazov.
1643 — Anna drottningarmóðir fær
æðstu völd í Frakklandi.
Afmæli — Wilhelm Steinitz, austur-
rískur skákmeistari (1836—1900) —
Nikulás II Rússakeisari (1868—1917)
— Bertand Russell, brezkur heim-
spekingur (1872—1970) — Margot
Fónteyn, brezk dansmær (1919—) —
Perry Como, bandarískur söngvari
(1913-).
Andlát — 1909 George Meredith,
rithöfundur — 1909 Isaac Albeniz,
tónskáld.
Innlent — 1920 Stjórnarskrá Kon-
ungsríkisins íslands staðfest — 1430
Jón prestur Pálsson á Grenjaðarstað
bannfærður — 1824 Steingrímur
Jónsson vígður biskup — 1929 Lög
um verkamannabústaði —' 1899 f.
Gunnar Gunnarsson — 1896 d.
Sæmundur Eyjólfsson — 1886 f.
Jakob Thorarensen.
Orð dagsins — Tómur magi er
slæmur stjórnmálaráðunautur —
Albert Einstein, þýzkættaður vís-
indamaður (1879—1954).
1977 — Villidýraveiðar bannaðar í
Kenya vegna ofveiði.
1974 — Valery Giscard d’Estaing
kosinn forseti Frakklands.
1973 — Vestur-Þjóðverjar og Rússar
undirrita 10 ára samstarfssamning.
1%8 — Allsherjarverkfall í Frakk-
landi.
1%7 — Sovétstjórnin staðfestir
samning um bann við kjarnorku-
vopnum í geimnum.
1945 — Rúmlega 400 „fljúgandi
virki“ ráðast á Tokyo.
1906 — Simplon-göngin opinberlega
opnuð.
1897 — Vopnahlé í stríði Grikkja og
Tyrkja undirritað.
1802 — Heiðursfylkingin stofnuð í
Frakklandi.
1798 — Leiðangursher Frakka siglir
frá Toulon til Egyptalands — Well-
esley skipaður landstjóri á Indlandi.
1792 — Rússar gera innrás í Pól-
land.
1692 — Bretar eyða frönskum flota
við Cap de la Hogue.
1649 — Konungdæmi afnumið í
Englandi.
1635 — Frakkar segja Spánverjum
stríð á hendur.
1588 — „Flotinn ósigrandi" siglir frá
Lissabon til Englands.
1585 — Ensk skip gerð upptæk í
höfnum á Spáni sem þar með segir
Englandi stríð á hendur.
1554 — Hinrik II af Frakklandi
ræðst inn í Niðurlönd.
1536 — Anna Boleyn, önnur drottn-
ing Hinriks VIII, hálshöggvin.
Afmæli. Johann Gottlieb Fichte,
þýzkur heimspekingur (1762—1814)
— Nellie Melba, áströlsk óperusöng-
kona (1861-1931).
Andlát. 1795 James Boswell, rithöf-
undur — 1864 Nathaniel Hawthorne,
rithöfundur — 1898 William E.
Gladstone, stjórnmálaleiðtogi —
1935 T.E. Lawrence, landkönnuður.
Innlent. 1341 Heklugos hefst — 1831
f. Steingrímur Thorsteinsson — 1917
„Lagarfoss" kemur — 1933 Æstur
mannfjöldi sækir fanga inn í hegn-
ingarhús í Vestmannaeyjum — 1950
„Gullfoss" kemur — 1965 Danska
þingið samþykkir handritalögin —
1969 Lífeyrissjóður fyrir verkafólk
— 1973 „Bernhöftstorfan“ máluð —
1973 Brezkar freigátur sigla inn
fyrir 50 mílna mörkin.
Orð dagsins. Það skaðar engan að
borða lítið og tala lítið — Sir John
Lubbock, enskur stjörnufræðingur
(1803-1865).
• •
Onnur ferð
í loftbelg?
Bedford Massachusetts,
14. maí. AP.
MAXIE Anderson, sem nýlega
flaug þvert yfir Norður-Ameríku
í Ioftbelg á f jórum dögum, sagði í
dag að hann hefði áhuga að fara i
loftbelg þvert yfir Sovétríkin. En
vegna vaxandi spennu milli
Sovétrikjanna og Bandarikjanna
er hann ekki viss um hvort það
verður leyft.
Þetta geröist
19. mai
Þetta gerðist
18. maí