Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 6

Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1980 „Grái fiðringurinn Hvað þarf til að snúa við blaðinu? I þessari síöustu grein í flokki um breytingaskeiö karl- manna veitir Ed- mond C. Hallberg sálfræöingur leiö- beiningar um hvernig menn geta öölazt nýja trú á sjálfa sig og snúiö viö dapur- legri þróun. Þaö er engin þörf á því aö láta hugfallast og lifa andlegu sultarlífi þaö sem eftir er þótt menn séu komnir af léttasta skeiöi. Fæstir miðaldra menn hafa yfirsýn yfir það hvernig ævin skiptist í skeiö, sem hvert um sig hefur sín einkenni, þarfir og skyldur. Menn á þessum aldri verja miklu af tíma sínum til að lesa viöskiptasíöur blaöa og tímarita í þeim tiigangi aö gera sér grein fyrir þróun peninga- mála á næstu misserum, en sjaldnast hvarflar aö þeim aö setjast niöur og velta því fyrir sér hvaöa stefnu einkalíf þeirra muni taka á þeim árum sem fara f hönd. Á sama hátt er sjaldgæft aö þeir geri sér grein fyrir því hvaöa hlutverk þeir leika á líöandi stund. Þar tii menn eru búnir aö ná þrítugsaldri eru þeir meö hugann bundinn viö þaö hlut- verk, sem ætlast er til aö þeir gegni — þaö hlutverk, sem þeir hafa sjálfir hug á aö taka aö sér og þaö hlutverk, sem umhverfiö vill koma þeim í. Svo taka efasemdirnar við. Hjónabandið, sem í upphafi gaf fyrirheit um gull og græna skóga, er oröiö aö hagsmunasambandi, sem þegar bezt lætur er þolan- legt, en samt sem áöur gjör- sneytt rómantík og gagnkvæm- um áhuga og skilningi, starfsfer- illinn, sem eitt sinn þlasti viö bjartur og breiöur, er oröinn tilbreytingalaust hjakk. Lífiö streymir áfram eins og fljót, þar sem einstaklingurinn berst meö straumnum, án þess aö hafa mlnnstu áhrif á þaö hvert hann fer. En viltu í raun og veru berast stjórnlaust meö straumnum? Ætlaröu aö láta þér lynda aö vera eins og tannhjól í vél. Maðurinn er aö því leyti frábrugöinn öörum skepnum jaröar, aö hann hugsar og hefur eigin vilja. Veiklundaöir einstakl- Ingar hafa margir hverjir hvorki þrek né áhuga á aö stýra sjálfir Iffi sfnu. Þeim finnst einfaldast og þægllegast aö berast meö straumnum og eru sjaldnast f vandræðum með aö kenna öör- um en sjálfum sér um ófarir sínar. Algengur sökudólgur er einhver nákominn, t.d. eigin- kona, foreldrar eöa vinnuveit- andi. Sumir fara þá leið aö drekkja sorgum sínum í áfengi, taka aö stunda æöisgengiö skemmtanalíf eöa taka upp aöra lifnaöarhætti, sem engan veginn leysa vanda þeirra, heldur gera málið enn flóknara og erfiðara viöfangs. Vandkvæði miöaldra karl- manna má aö miklu leyti rekja til eölislægra þátta, sem tengjast kynferði þeirra. Karlmennskan hefur verið kjarninn, sem líf þeirra hefur snúizt um, ekki aöeins aö því er viökemur kynlífi, heldur einnig og ekki sföur í einkalífi og starfi. Þegar miö- aldraleiöinn og vanmáttur fara aö gera vart viö sig finnst mönnum þeir oft vera fórnarlömb ómögulegra kringumstæöna, og þverrandi karlmennska gerir þeim ókleift aö leggja til atlögu viö vandamálin. f þessari síöustu grein er ástæöa til aö gera úttekt á þvf sem áöur hefur verlö fjallaö um. Eöa öllu heldur, þaö er kominn tfmi til, aö þú, lesandi góöur, takir mái þfn til endurskoöunar f Ijósi þess, sem hér er bent á. Er þaö virkilega svo aö þú hefir veriö króaöur af? Er víst aö þú sért leiksoppur örlaganna? Getur ekki verið, aö í staö þess aö vera fórnarlamb erfiðra kring- umstæöna, eigir þú sjálfur mikla sök á því hvernig komiö er? Er ekki hugsanlegt aö þú hafir setiö aögeröarlaus og horft á hvert vandamáiiö leiöa af ööru, og f staö þess aö leita lausna jafnóö- um hafir þú vænzt þess aö eitthvert allsherjar kraftaverk gerðist? Þaö er afar sjaldgæft aö kraftaverk veröi í lífi manns. Ein helzta forsenda þess aö menn komist yfir breytingaskeiöið áfallalftiö er sú, aö menn geri sér grein fyrir því hvaö um er aö ræöa og jafnframt aö þeir líti ekki á þaö sem persónulegan harmleik heldur þátt í eölilegum þroskaferli. Sumum æviskeiöum fylgja meiri átök en öörum, og eitt slíkt skeiö er breytingaskeiö karlmanna. Kraftaverk fyrir til- stilli æöri máttarvalda eöa ann- ars fólks eru ekki lausnin á þeim vandamálum sem óhjákvæmi- iega veröur viö aö etja á þessu þroskaskeiöi. Markmiöiö hlýtur því aö vera þaö aö gera sér grein fyrir því hverju maöur vill áorka — hvernig maöur ætlar að verja þeim þriöjungi ævi sinnar, sem aö öllum líkindum er eftir, og snúa sér svo aö því aö búa f haginn fyrir sig í samræmi viö þaö. Sem sagt — aö taka í sínar hendur sín eigin mál, f staö þess aö láta reka á reiöanum. Nauö- synlegt er aö byggja upp nýjan, innri styrk til að ná þessum markmiöum, og þaö má m.a. gera meö þessum hætti: 1. Viöurkenndu aö þú þekkir ekki sjálfan þig. Þaö er erfitt aö byggja upp innra þrek, en liöur f þvf er aö þora aö horfast f augu viö sjálfan sig — líta á sjálfan sig f réttu Ijósi. 2. Geröu þér grein fyrir því aö þú átt kosta völ — enginn einstaklingur er svo illa settur aö hann hafl ekkert svigrúm, en ein algengasta afsökun miöaldra karla fyrir því aö byrja ekki nýtt líf er sú, aö þeir fái sig hvergi hrært. Sú kenning er bábilja. 3. Taktu þér ákveöinn tíma, а. m.k. hálftíma einu sinni í viku, þegar þú ert einn meö sjálfum þér, til aö vinna ótruflaöur aö því aö endurskipuleggja líf þitt. 4. Gættu þín á því aö gleypa ekki hrátt allt þaö sem sagt er um breytingaskeið karlmanna. Þaö er engin „patentlausn“ tii á þessu máli. Þótt unnt sé aö gefa ráöleggingar er engin sérstök aöferö til aö leysa þaö í eitt skipti fyrir öll. Þaö kostar tíma og vinnu. 5. Þetta starf hlýtur aö hefjast á því aö veröa heiöarlegur viö sjálfan sig. í umræöuhópum er algengt aö menn séu feimnir viö aö tala um sjálfa sig viö aðra, og greinilega eru þeir ekki síður feimnir aö tala viö sjálfa sig um sjálfa sig. í sambandi viö þetta var eitt sinn spurt í umræöuhópi: „Hvaö í ósköpunum á maöur aö gera? Setjast niöri í fjöru og tala viö sjálfan sig, eöa hvaö?“ Svariö er einfaldlega: „Já“, en láttu þér fyrir alla muni ekki detta í hug aö það veröi auövelt í fyrstu. б. Haltu dagbók. Skrifaöu niður a.m.k. vikulega hvaöa til- finningar bærast í brjósti þínu, og geröu síöan úttekt á því sem þú hefur skrifað í lok mánaöar- ins. Þá koma hér nokkrar lífsregl- ur, sem snerta umhverfiö: Viöurkenndu, aö þú hefur þörf fyrir aö ræöa þetta mál viö einhvern, sem þú treystir. Vertu ekki tregur til aö veita trúnaöar- vinum innsýn í tilfinningalíf þitt. Ekki skiptir máli hvort viökom- andi er karl eöa kona, en sá sem þú kýst aö sýna þinn innri mann veröur aö vera þagmælskur, ólíklegur til aö fella dóma yfir þér eöa öörum, sem málið skiptir, auk þess sem hann veröur aö vera fús til aö hlusta á þig án þess aö fara að segja sögur af sjálfum sér. Ólíklegt er aö slíkan einstakl- ing finnir þú í innsta hring fjölskyldunnar eða á vinnustaö. Fyrir alla muni skaltu ræöa þetta mál viö maka þinn, en vænstu þess ekki aö þaö nægi. Þar sem ætla má aö hjónabandiö sé a.m.k. hluti vandamálsins er ekki hægt aö búast viö því aö maki sé fær um aö fjalla um þetta af hlutlægni. í þessu sambandi er vert aö benda á fólk, sem er þjálfaö í því aö ræöa viö fólk um einkamál og hefur atvinnu af því, — sálfræö- inga, félagsráögjafa, presta og lækna. (Greinarhöfundur bendir á svonefnda „sjálfs-hjálpar- hópa“, sem algengir eru í útlönd- um, og fjalla um hln margvísleg- ustu málefni, en slíkir hópar eru aö líkindum fátíöir á íslandi). Bylting í byggingariðnaði m: m IFramlag íslenzkra hönnuða til fram- - byggingarkerfið leiðniaukningar í byggingariðnaði. <4 T-byggingarkerfiö lækkar byggingarkostnað og styttir £? Þyngsta eining T-kerfisins vegur aðeins 14 kg og leikur 1 ■ leiöína frá fokheldu að fullbúnu húsi. w ■ kerfið því í hvers manns höndum. O Veggir úr T-byggingarkerfinu eru helmingi fljótlegri í 7 mL m uppsetningu en hefðbundnir veggir. f b Auðveldara er að hljóðeinangra T-veggi en aðra veggi. O Innihurðir eru hluti af kerfinu og við það sparast bæði Q T-veggir eru mun stífari og svigna því minna en hefðbundnir Oa ísetningarvinna og gerekti. Oa veggir. Jt Grind og veggklæöning eru reistar í sömu aögerðinni og eru ft T-veggir eru settir saman án neglingar og sparast því vinna "Tm vegggrindur því ekki til trafala við uppsetninguna. Wa viö neglingar — dúkun — spörtlun — og slípun. c A T-veggi er unnt að taka niður og endurnota að mestu Oa Raflagnir eru til muna fljótlegri í uppsetningu. I O ■ annars staðar. EININGAR MILLIVEGGIR A FJAORAWUA 2 1 MBBBI CBHBBH 1BBBBP B FJAÐRASTOÐ C FJAÐRALOK * — D FJAÐRAK*nMUR £ LEIOARI i HUÓÐEINANGRANDI VEGGIR UTVEGGIR /••• — fBl i ■ ÍÍSl wá* Éi' pIÍPÍ , vB') i J&iÍ2íeSÍ 'Æ, - BYGGINGARKERFID SIMI 99-3620 FRAMLEIÐANDI: HÖNNUN OG EINKALEYFISVERND HANNES GUNNARSSON RÁÐGJÖF OG HÖNNUN SF. SELVOGSBRAUT 4 1 1 A\ ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? K AU.I.VSIR l M U.I.T I.AND ÞEGAR | K Al GI.YSIU 1 MORGI NBI.ADIM |

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.