Morgunblaðið - 18.05.1980, Side 19

Morgunblaðið - 18.05.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1980 67 Fikniefnamál í Noregi aukast Frá fréttaritara Mbl. í Ósló. NORSKA lögreglan hefur hert baráttuna gegn fíknilyfjasmygli og nokkur slik mál hafa komizt upp að undanförnu. Nýlega voru tveir útlendingar og þrír Norðmenn handteknir fyrir að smygla morfini að verð- mæti þrjár milljónir n. króna. Morfínið var falið i skóhæl. Fimm aðrir sitja í fangelsi fyrir að smygla 115 grömmum af her- óíni sem mundi seljast á 1,1 milljón n. króna á fíknilyfjamark- aðnum. Heróínið var falið í banda- rískum bifreiðum sem var ekið til Noregs. Fíknilyfjaneyzla og smygl á eiturlyfjum eykst með leiftur- hraða í Noregi. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hafa 102 verið handteknir vegna fíknilyfjamála. Sjö hafa beðið bana af ofneyzlu fíknilyfja. Þó tekst lögreglunni aðeins að leggja hald á um fimm af hundraði þeirra fíknilyfja sem er smyglað til Noregs. — Lauré Lögreglu- þjónn missti hönd í spreng- ingu London 15. mai AP. London, 15. maí. AP. UNGUR lögreglumaður missti hægri höndina og fjórir aðrir lögreglumcnn slösuðust þegar sprengja sprakk á lögreglustöð í Suðaustur-London árla miðviku- dagsmorguns. Maður nokkur kom inn á stöðina og spurði til vegar. Lögreglumaður gekk að afgreiðsluborðinu og tók fram kort af hverfinu og vísaði mann- inum til vegar. Hann hvarf síðan á braut, en skildi eftir böggul á borðinu. Lögreglumaður þreif böggulinn og ætlaði að hlaupa með hann og afhenda manninum. Kvað þá við griðarleg sprenging með fyrrgreindum afleiðingum. Rannsóknarnefnd vinnur nú að því að kanna málið. Ekki hafa nein hryðjuverkasamtök enn tekið á sig ábyrgð af þessu ódæðisverki. Ungi lögreglumaðurinn sem slas- aðist er aðeins nítján ára að aldri. Norðmenn finna mikið gasmagn Ósló, 16. maí. AP. TILRAUNIR virðast staðfesta að um 600 til 1,400 milljarðar ten- ingsmetra af jarðgasi sé að finna á olíusvæði Norðmanna vestur af Björgvin, Block 31/2, að sögn talsmanna norsku oliustofnunar- innar. I fyrrasumar var áætlað að á þessu svæði væri þrisvar til sjö sinnum meira gas en á Frigg- svæðinu sem er nokkru sunnar en á sömu slóðum í Norðursjó. Áætl- anirnar hafa ekki breytzt við síðustu tilraunaboranir. Gas- magnið á Frigg-svæðinu er áætlað um 200 milljarðar teningsmetra. Sjávardýpi á þessum slóðum er 324 metrar. í fyrstu tilraunabor- uninni var boruð 2,409 metra hola í sjávarbotninn. Rétt sunnan við 31/2 hefur Statoil / Elf fundið töluvert af jarðgasi í Block 30/6. Tvær til- raunaholur hafa verið boraðar og boranirnar gefa til kynna að dagleg framleiðsla geti orðið um 550.000 og 700.000 teningsmetrar. Bæði 31/2 og 30/6 eru milli Statfjord-olíusvæðisins og Frigg- gassvæðisins. Yfirvöld hafa sagt að mikið gas á þessu svæði auki möguleika á lagningu gasleiðslu til vestur strandar Noregs og tengingu þessara svæða við leiðsl- una sem flytur gas frá Frigg- svæðinu til St. Fergus í Skotlandi. Ég óska eftir að fá sendan Kays pöntunarlista á kr. 4000.— Vinsamlega krossiö (réttan reit. Núífyrsta sínná íslandi KAYS PÖNTUNARLISTINN Með því að versla í gegnum Kays pöntunarlistann verslið þið mun ódýrar og hafið meira vöruúrval. Þægindin eru líka mikil, þar sem þið getið valið ykkar vörur heima í stofu. Til þess að geta notfært sér þessi kostakjör og þægindi þurfið þið aðeins aó fylla út formið í vinstra horni auglýsingarinnar, senda það til okkar og þá fáið þiö sendan 548 síðna litprentaðan Kays pöntunarlista ásamt eyðublöðum sem þið fyllið út. Verslið fyrsta flokks vörur ódýrt, beint frá London í gegnum Kays, stærstu og traustustu póstþjónustu Bretlands. □ I póstkröfu □ meðfylgjandi greiðsla Nafn........................................ Heimilisfang ............................... Staður.............................. Póstnr. B. M AGNÚSSON SÆVANGI 19 • SlMI 52866 • PÓSTH. 410 - HAFNARFIROI 1 J lnHTi^ □ :,iTBTTimm svinRvsEru:®™iiBLr> MEÐ ---------- LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.