Morgunblaðið - 18.05.1980, Side 21

Morgunblaðið - 18.05.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 69 Það virðist sem yfirvöidin hafi átt erfitt með ■■ að fyrirgefa Cibulka... fyrir að sýna ekki ' ~ iðrun við réttarhöldin (Sjá: Andófsmenn) GUATEMALA „Hér um slóöir þætti jafnvel Attila róttækur“ „Jimmy Carter forseti er vegvilltur, reikull, óákveðinn, hræddur, lélegur mann- þekkjari og hefur ekki hunds- vit á raunverulegri pólitík." Hverjir skyldu nú vera þess- arar skoðunar? Jú, fjármála- mennirnir í Guatemala, því ríki Mið-Ameríku sem í eina tíð var hvað auðsveipast Bandaríkjunum en gengur nú ötullegast fram í því að troða á mannréttindum. Fyrir nokkru birtu Samtök kaffiræktenda heilsíðuauglýs- ingu í dagblöðum í Guatemala þar sem ráðist er heiftarlega á Carter og ráðherra hans, sem kaffiræktendurnir segja að séu kommúnistar allir saman. Þeir segja, að bandarísk stjórnvöld hafi valdið „ókyrrð í Mið-Ameríku, skipt sér af innanríkismálum okkar, graf- ið undan hernum og ríkis- stjórninni, ýtt undir einræði og gefið marxistum undir fót- inn“. Þetta er aðeins lítið eitt af því sem kaffiræktendur í Guatemala, sem skipta á milli sín stórum hluta þjóðarauðs- ins, höfðu undan Carter að kvarta í greininni fyrrnefndu sem hafði fyrirsögnina „Það sem Kastró gat ekki gert á 20 árum gerði Carter á þrernur". Það var því ekki að undra að verið væri að auka öryggis- gæsluna við ameríska sendi- ráðið þegar ég kom þar fyrir skömmu. „Þeir sem eiga svona vini þurfa ekki á óvinum að halda,“ sagði einn starfsmann- anna við mig. Fyrir 25 árum átti banda- ríska leyniþjónustan þátt í að steypa af stóli lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn og hefur síðan hjálpað til að koma á fót ýmsum herstjórnum með fjár- stuðningi og vopnasendingum. Þetta breyttist allt með Cart- er. Nú fær Guatemala aðeins 8,8 milljónir dollara, sem veittar eru til sérstakra verk- efna, og ekki annan herbúnað en þann sem á að heita „hættulaus" og er það sam- kvæmt stefnu Carters forseta í mannréttindamálum. Ekkert ríki í Mið-Ameríku á sér ljótari kúgunarsögu en Guate- mala og því skýtur það nokkuð skökku við, að stefna Carters hefur haft þau áhrif ein að auka á ofbeldið og kúgunina. Luis Garcia og generálarnir hans hafa brugðist við eins og þeirra var von og vísa. Allir sem hafa einhverjar vinstri Dómkirkjan gnæfir yffir aðaltorgið í Guatemala borg sinnaðar tilhneigingar geta átt von á dauða sínum. „Hér um slóðir þætti jafnvel Atli Húnakonungur róttækur“ er haft eftir einum Guate- malabúa. Jafnaðarmenn yoru myrtir hvar sem til þeirra náðist og síðan kom röðin að frjálslynd- um lögfræðingum. Nú eru það háskólaprófessorar, kennarar og verkalýðsleiðtogar sem falla í valinn fyrir morðsveit- um hægrimanna. Ríkisstjórn- in heldur því fram, að morðin fremji öfgafullir hægrimenn, sem séu í engum tengslum við stjórnvöld, en ýmislegt bendir þó til, að innan hersins sé drápssveit — aðeins kunn sem G2 — sem eigi innangengt á æðri stöðum. Á síðasta ári féllu 3000 manns fyrir hendi glæpamanna úr ýmsum hryðjuverkasamtökum og svo að stuðst sé við upplýsingar sjálfrar lögreglunnar var að- eins 81 maður úr þeim hópi fórnarlamb vinstrimanna. Morðingjar og mannræn- ingjar nást sjaldan. Kvöldið fyrir 1. maí ruddist hópur vopnaðra manna inn í höfuð- stöðvar hófsams verkalýðsfé- lags, beindi byssum að 18 mönnum sem þar voru staddir og hvarf með þá út í nóttina. Bandaríkjamenn eiga ekki hægt um vik. Þeir geta aðeins bundið vonir við hið ómögu- lega, að ró og friður verði komin á þegar kosningar verða haldnar í landinu árið 1982. - PETER DEELEY MEKTARMENN — Nýju fötin keisarans Þjónarnir átta, sem annast Hiro- hito Japanskeisara hafa nú svipt á brott hulunni, sem lengi hefur umlukið keisarahöllina og dregið fram mynd af manninum, sem verið hefur þjóðarleiðtogi Japana í 55 ár, reyndar meira í orði en á borði frá því í stríðslok. Þeir hafa sett saman Dagbók keisaraþjóna, þar sem úir og grúir af alls kyns smælki, er hefur þeim tilgangi að þjóna að gera keisarann sem elskulegastan í augum þjóðar sinnar. Bókin kom út á 79. afmælis- degi keisarans fyrr í þessum mán- uði, og virðist tilkoma hennar vera liður í baráttu keisarafjölskyld- unnar fyrir auknum vinsældum. Á meðal þeirra atriða bókarinn- ar, sem stuðla eiga að „mannlegri ásýnd“ japanskeisara eru athuga- semdir eins og þær að hann hafi illan bifur á þrumum og eldingum, borði venjulegan mat, horfi á alls konar sjónvarpsútsendingar og eyði miklum tíma í að yrkja „tanka" en það er sérstök japönsk ljóðagerð. „Líf keisarans er ekkert frá- brugðið lífi venjulegra manna“ segir í bókinni, og myndin sem hún dregur upp er greinilega sú, sem skrifstofa starfsmannahalds keis- arans vill að 116 milljónir Japana hafi af þeim manni, er ríkt hefur lengur en nokkur fyrirrennara hans í 2.600 ára sögu þjóðarinnar. Keisarinn sagði ekki neitt þegar hann las handritið. „Hann brosti bara. Hefði hann sagt eitthvað, hefðu Japanir talið það mjög mikilvægt" sagði tals- maður útgáfunnar. Hann viður- kenndi að enginn útgefandi myndi þora að gefa út neikvæða bók um keisarann, enda þótt hann sæti stöðugt gagnrýni fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að herská stjórn landsins undir forustu Tojo forsæt- isráðherra, steypti þjóðinni út í síðari heimsstyrjöldina. Á þeim tíma hafði keisarinn raunveruleg völd en samkvæmt stjórnar- skránni, er samin var eftir stríðið hefur hann aðeins verið eins konar sameiningartákn Japana eða and- legur leiðtogi. Japanir tala sjaldan um keisar- ann og sýna honum og fjölskyldu hans skeytingarleysi. Nagako eig- inkona hans og Akihito krónprins, sem er 46 ára gamall eru heldur ekki í dálæti á meðal þjóðar sinnar. Eigi að síður eru útgefendur sann- færðir um, að Japanir séu mjög forvitnir um daglegt líf keisarans. „Þeir virðast líta á hann sem kvikmyndastjörnu eða eitthvað þvíumlíkt." „Þetta er sálfræðilegt atriði. Venjulega gefum við keisaranum engan gaum, en ef hann kemur einhvers staðar fer fólk á stúfana og horfir á hann, enda þótt það geri sér ekki grein fyrir því, hvers vegna.“ - DONALD KIRK. BANDARÍKIN Öldruðum er ekkert um „eftir- launa- aldurinn“ Áhugi Bandaríkjamanna á því að setjast í helgan stein tiltölulega snemma á ævinni virðist nú mjög í rénum og gengur það þvert á þá þróun sem átt hefur sér stað allan þennan áratug, en margir höfðu sþáð því, að um aldamótin yrði eftirlaunaaldurinn aðeins 55 ár. Frá því hefur verið skýrt, að í sumum stórfyrirtækjum kjósi furðumargir að halda áfram störf- um eftir að eftirlaunaaldri er náð. „Okkur finnst sem fólk sé hrætt við að hætta, einkum ef það er við góða heilsu," segir talsmaður Bechtel- fyrirtækisins í San Francisco. Á síðustu 18 mánuðum hafa 168 af 211 manns, sem náð hafa 65 ára aldri, kosið að halda áfram störfum hjá fyrirtækinu. Forsvarsmenn bandarískra fyrir- tækja fylgjast nú grannt með þeim áhrifum sem ný lög um eftirlauna- aldur munu hafa á hag fyrirtækj- anna en á liðnu ári var aldursmark- ið hækkað um fimm ár, úr 65 í 70. Bechtel-byggingarfyrirtækið hefur 30.000 manns í þjónustu sinni um heim allan og fyrir það táknar hærri starfsaldur minni eftirlauna- greiðslur og lægri tryggingagjöld en aftur á móti meiri launakostnað. Louis Harris-stofnunin hefur komist að þeirri niðurstöðu, að þó að fjármál skipti miklu ráði hitt ekki minnu, að fólk hefur aukinn áhuga á því að vinna svo lengi sem heilsan leyfir. „Það er óumdeilanleg staðreynd, að Bandaríkjamenn á síðasta fjórðungi tuttugustu aldar vilja vinna svo lengi sem kostur er. Hinn kosturinn er að fylla raðir þeirra sem lifa í tilbreytingasnauðu og jafnvel örvæntingarfullu aðgerðaleysi og bíða þess eins að dauðinn mæli þá málum." PLÁGUR Milljón mýs, ef ekki betur í Woomelang, litlum bæ í Viktoríu-fylki í Ástralíu, eiga bæj- arbúar sér aðeins eina ósk, þá að veturinn gangi i garð með frostum og fannkomu — og drepi músa- hjarðirnar sem hafa bókstaflega kaffært bæinn. Mýsnar hafa ekki látið sér nægja að belgja sig út á fullþrosk- uðu hveitinu á ökrunum heldur hafa þær lagt garðana í bænum í auðn og sækja nú inn á heimilin þar sem þær leggjast á borð og bekki, gólfteppi, fatnað og sæng- urföt. Hafa bókstaflega kaffært mann- fólkið. Frú Juliet Bailey fluttist frá Lundúnum til Ástralíu fyrir 21 ári og settist að ásamt manni sínum, sem er bóndi, í Woomelang, sem er í miðju miklu hveitiræktarhéraði. I október sl. urðu þau hjónin fyrst vör við óeðlilegan músagang og landbúnaðarráðuneytið varaði við líklegum faraldri og skýrði frá því hvernig best væri að verjast mús- unum. Þau Bailey-hjónin fóru í sum- arfrí í febrúar sl., enda eru árstíðirnar í Ástralíu að sjálf- sögðu á öðrum tímum en hér á norðurhjaranum. Þau komu heim aftur eftir hálfan mánuð. „Húsið var hreint út sagt í rúst. Koddar, ábreiður, sængurföt og fatnaður í skúffum og skápum ar músétinn. Músaskítur og dauðar mýs voru eins og hráviði um allt húsið. Þær voru í baðkerinu, vaskinum og vatnstankinum og á sumum heim- ilum kom það fyrir, að mýsnar bitu hár af ungum börnum og notuðu það við hreiðurgerð.“ Enginn virtist vita hvaðan mýsnar komu né hvað um þær yrði. Sumir héldu því fram, að fyrstu haustrigningarnar skoluðu þeim burt eða að frostin sæju fyrir þeim en þegar loksins tók að rigna virtist það engin áhrif hafa á músaganginn. Sérfræðingar binda nú vonir sínar við að frostin geri góðan skurk í músastofninum. „Allt sem við getum gert er að bíða og vona að mýsnar leiti skjóls þegar veðrið versnar og éti síðan hver aðra. Þá ætti þeirri plágunni að linna,“ var allt sem fulltrúi stjórnvalda hafði til málanna að leggja. — RICHARD YALLOP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.