Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980
vísur núna, nema flóknari. Þessi
kveðskapur er stundum kallaður
„l’arts des scalds", og varð þarflaus
þegar skriftin kom; enda aldrei
skrifaður upp hjá skandínövum;
hvarf. Því verður ósvarað hér hvers-
vegna íslendíngar héldu þessu til
haga; en svör um það eru laung.
Sp. 6)
Önnur lönd norræn hafa yfirleitt
ekki sögur í sérmerkíngunni „sag-
as“. Hvernig skýrið þér að þessi
tegund bókmenta skuli hafa komið í
hlut íslendínga? Auk þess mætti
spyrja: hvern þátt teljið þér keltn-
esk áhrif hafi átt í þeirri þjóð-
menníngu sem á íslandi varð til
fljótlega uppúr landnámi?
Svar):
I íslenskum bókrrientum má finna
mótíf sem kend eru við kelta; en þau
eru ekki ráðandi afl í okkar bókum.
Islendíngasögur, og reyndar aðrar
bækur okkar, virðast benda til þess
að við höfum haft auðveldari aðgáng
að evrópskum fyrirmyndum yfir
hafið helduren þeir á Skandí-
navíuskaganum.
Sp. 7)
Snorri Sturluson er vafalaust einn
mestur ritsnillíngur vesturevr-
ópskra miðalda, þó nafn hans sé
ókunnugt utan Skandínavíu. Hvern-
ig skilgreinið þér verk hans og
snildargáfu?
Svar):
Hann hefur verið kallaður souver-
ain. Aðeins hefur fræðimönnum
láðst að rannsaka mörkin milli
skáldskapar og sagnfræði hjá hon-
um. Menn vita aldrei gjörla á hverju
hann tekur mark í sagnfræði.
Sp. 8)
Meðal skandínavískra fræði-
manna verður vart við ákveðna
tilhneigíngu í þá átt að láta sér sjást
yfir ýmsar höfuðgreinir í íslenskum
bókmentum, til dæmis dýrlíngaævir,
biblíuskýríngar, skólastik og annan
miðaldalærdóm.
Svar):
Það helgast ma af því að klassísk-
ar bókmentir okkar eru frá róm-
versk-kaþólskum tíma, en hafa
næstum ekki verið rannsakaðar af
öðrum en norrænum og þýskum
prótestöntum, oft lærðum prótest-
antískum obskúröntum. Mikið af
þessum lærdómi hefur verið mál-
fræðiþvarg milli prófessora.
Hinu má ekki gleyma, að í hverri
kynslóð hafa í þessum víngarði
starfað verkamenn áþekkir að
manngildi Árna Magnússyni, þeim
manni sem á mestu hörmúngatíð
íslands bjargaði skinnbókunum
fornu til Kaupmannahafnar; en þar
lagði hann grundvöll að vísinda-
stofnun þeirri sem síðan er við hann
kend, til að geyma þessara dýrgripa
og rannsaka þá. (Sú rannsóknarstöð
hefur nú, ásamt bókunum, verið
flutt til Reykjavíkur.)
Íslendíngasögur hafa helsti oft
teymt menn á furðulegar villigötur.
Það er af því margir hafa lesið þær
sem sagnfræði. Furðu margir fræði-
menn hafa þar til fyrir fáum árum
trúað á þessar bókmentir í þeim
skilníngi sem börn trúa barnasög-
um.
Sp. 9)
Einlægt þegar reynt er að skil-
greina „L’áme nordique“ þá er gripið
til heimilda úr íslenskum forntext-
um. Þeir einir sýna greinilega undir-
stöðu í upprunalegri siðaspeki og
Weltanschauung á Norðurlöndum,
til að mynda hugmyndin um helgi
fjölskyldunnar, hugtakið „bóndi“
(óþekt í Evrópu í íslenskri merk-
íngu. Þýð.); sömuleiðis „þíng“; einnig
mjög sérstök og dæmigerð hugmynd
um „örlög".
a) viljið þér segja afstöðu yðar til
þessara hugmynda?
b) haldið þér þær hafi gildi núna?
Svar):
Ég er ekki viss um að Íslendínga-
sögur séu heppilegur prófsteinn á
L’áme nordique. Þær eru að vísu
eftirlátnir munir anda sem bjó hér;
en samt nær því að vera samdar
undir áhrifum af frönskum sagna-
skáldskap þeirra tíma, auk teingsla
sem þær hafa við evrópskan húman-
isma, að vísu fátækan einsog hann
var um þær mundir í evrópskum
mentastofnunum. Til Skandínavíu
var í þá daga fátt að sækja í
bókmentum, enda komust skandí-
navar ekki til bókmentalegra
virðínga fyren á 19du öld.
Sp. 10)
Framleiðsla í list og bókmentum á
íslandi hefur aldrei hætt síðan á
miðöldum, ekki einusinni á myrkum
öldum „danska valdsins": hafið þér
skýríngu á reiðum höndum, hvað
valdi þessu stöðuga áframhaldi.
Svar):
Einhlít skýríng liggur ekki í
augum uppi á bókmentaönnum sem
þessi þjóð hefur verið ofurseld síðan
uppúr árinu 1000; og er enn.
heldur píanótónleika í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 24.
maí kl. 3.
Á efnisskrá tónleikanna:
J. Sebastian Bach: ítalski konsertinn.
Max Reger: Tilbrigði og fúga um stef eftir J. Seb. Bach,
op. 81.
Hlé.
Beethoven: Sónata í C-dúr op. 53 (tileinkuð Waldstein).
Miðasala hefst þriðjudaginn 20. maí kl.
1:15 í Þjóðleikhúsinu.
KAMMER-
TONLEIKAR
í HÁSKÓLABÍÓI þríöjudaginn 27. maí kl. 9.
Rudolf Serkin ásamt listafólki frá Bandaríkjunum:
1. fiðla Mitchell Stern viola: Sarah Clarke
2. fiðla Irene Serkin selló: Judith Serkin
óbó: Rudolph Vrbsky píanó: Rudolf Serkin
Efnisskrá:
Kvartett eftir Joseph Hayden í h-moll op. 33
Kvartett eftir W.A. Mozart í F-dúr.
Píanókvintett eftir Schumann op. 44.
Miðasala hefst þriðjudaginn 20. maí kl. 4 í Háskólabíói.
Píanósnillingurinn
Rudolf
Serkin
TÓNLEIKAR
ÁRSINS
Tónlistarfélagið