Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAI1980 57 UMSJÓN: Ásdís J. Rafnar Mæðralaun — feðralaun Mæöraiaun er ein tegund bóta almannatrygginga samkvæmt al- mannatryggingalögum um lífeyr- istryggingar. Ekkjum, ógíftum mæórum og fráskildum konum, sem hafa börn sín undir 16 óra aldri á framfæri sóu og eiga lögheimili hér á landi, skal greiða mæðralaun. Tryggingaráði er heimilt að greiða einstæðum feörum sem halda heimili fyrir börn sín undir 16 ára aldri, sambærileg laun, svo og einstæðu fósturforeldri. En hver er upphæð þessara launa? Mæðralaun með einu barni eru kr. 7.218 á mánuöi, með tveimur börnum 39.184 kr. og með þremur börnum eða fleiri krónur 78.364 á mánuöi. Ef t.d. ekkja hefur 6 börn undir 16 ára aldri á framfæri sínu fær hún greidda sömu upphæð í mæöra- laun og ekkja eða ekkill með þrjú börn á eigin framfæri. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á almannatrygginga- lögum þar sem m.a. er gert ráð fyrir töluverðri hækkun mæðralauna, — sérstaklega er gert ráö fyrir hækk- un á launum meö einu barni og tveím en meö þremur börnum eöa fleiri. En þetta frumvarp er reyndar flutt í tengslum við frumvarp um breytingu á lögum um fóstureyðingar og kveður á um ýmis fleiri nýmæli um félagslegar ráöstafanir til aðstoöar m.a. við einstæð foreldri. Barnsmeölög: 42.107 kr. Meðlag er framfærslueyrir oft nefndur, þegar framfærslan er fólg- in í greiðslu tiltekinnar upphæðar, sem annaðhvort er samið um eða úrskurðað um. Meðlagsgreiösla getur m.a. byggst á samkomulagi hjóna viö skilnað af boröi og sæng eöa lögskilnaö, samningi barns og móður við föður óskilgetins barns eöa annars á meðlagsúrskurði, þegar framfærsluskyldu er ekki fullnægt. Meðlög eru greidd foreldri, sem leggur fram skilnaðarleyfisbréf eða meðlagsúrskurð. Meðlagsúrskurður er gefinn út hjá sakadómaraembætt- inu í Reykjavík, en annars staðar hjá sýslumönnum eða bæjarfógetum. Skilnaðarleyfisbréf eru gefin út í Reykjavík hjá borgardómaraembætt- inu, en annars staðar hjá sýslumönn- um og bæjarfógetum sé um skilnaö að ræöa af borði og sæng. Dóms- og kirkjumálaráðuneytiö gefur út skiln- aöarleyfisbréf varðandi lögskilnað. Meðlag með óskilgetnu barni greiðist mánaðarlega fyrirfram, en þó er Tryggingastofnun ríkisins heimilt að greiöa meðlag fyrirfram fyrir allt að 6 mánuði í senn. Trygingarstofnuninni er ekki heimilt aö greiða meðlög lengra aftur í tímann en 6 mánuði frá því að yfirvaldsúrskurður var lagður fram, — en ef um ástæður er að ræöa, sem foreldri veröur ekki talið eiga sök á getur Tryggingaráö úr- skuröaö greiöslur allt aö 18 mánuöi aftur í tímann. Ef meðlag er ekki greitt á réttum gjalddögum, er hægt að innheimta þaö með lögtaki hjá þeim sem það skuldar. Það venjulega er, að Trygg- ingastofnunin greiðir meðlagsfjár- hæðina fyrst en á síðan endurkröfu á hendur skuldaranum og beitir þá lögtaksheimildinni, ef meö þarf. Tryggingastofnunin greiöir þó aöeins upphæð sem svarar til barnalífeyris. Ef umsamiö eða úrskuröaö meðlag er hærra, verður að innheimta það hjá skuldaranum beint. Um meðlag sér Innheimtustofnun sveitarfélaga. Upphæö meðlags skv. ákvöröun Tryggingastofnunar í dag er krónur 42.107 á mánuöi með hverju barni. Þaö mun vera algengt aö þetta sé einasta framlag t.d. feðra óskilget- inna barna með börnum sínum á mánuöi svo að ef mið er tekið af þessu framlagi í veröbólguþjóðfélagi þá er næstum út í hött aö jafna framfærslu foreldra t.d. óskilgetinna barna á börnum sínum. GUÐLAUGS ÞORVALDSSONAR með Guðlaugi og Kristínu í Súlnasal Hótel Sögu, sunnudaginn 18. maí kl. 14.30—17.00. Óperusöngvararnir Sieglinde Kahmann og Sig- urður Björnsson syngja. Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður, Kristbjörg Kjeld, leikkona og Guðlaugur ávarpa gesti. Kynnir verður Jón Sigurbjörnsson, leikari. Allir velkomnir. Stuðningsmenn. Eyrir RAÐSTEFNUR, fundi, íélagasamtök Múlalundur býður nú handhægar möppur undir ýmis gögn, - tilvalin til nota á ráðstefnum og fundum. Möppurnar eru gylltar eða merktar á annan hátt í samræmi við óskir kaupenda. Fjölbreytt litaúrval. g—I Lítill nafnvasi er á loki. Einnig bjóðum við barmmerki til nota á allskonar fundum. Afgreidd með ýmsum fánalitum ef óskað er. Hafið samband við sölumann. Múlalundur Armúla34 - Símar 38400 og 38401 - 105Reykjavík LÍTAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITA Málning og málningarvörur Misiaiiur Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram 30—50 þús. 50 þús. veitum við 10% veitum við 15% afslátt. afslátt. ad byggja, breyta eða bæta. 6, sem eru Llttu ylö í Litaveri, því það hefur ávallt borgaö aig. er heiti okkar á sérstaklega matreiddum kjúklingi. Restir kannast við “Southem" eða “Kentucky fried chicken". Bragðaðu VESTRA, sem er svo safaríkur að sósa er óþörf. Bragð er boðskap ríkara. Verði þér að góðu. Kynningarverö: 1 Fjölskyldubox 10 hlutar af Vestra 8.030 Samkvæmisbox 20 hlutar af Vestra 14.250 NESSY Virkilega vinalegt veitingahús í hjarta borgarinnar Austurstræti 22. VER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.