Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980
VÍGVÖLLURINN
TORVELDUÐU BJÖRGUNARAÐGERÐIR
Furöuleg hegöun íranskra námsmanna í London og leiötoga þeirra vakti bæöi gremju og ugg bresks almennings. Aö auki torvelduöu þeir
björgunaraögeröir meö hamagangi sem um margt minnti á fjöldafundi landa þeirra í Teheran. Hér hvetur klerkur hinn íranska múg til
dáöa og Kohmeini-spjöldin makalausu eru allt í einu komin á loft í bresku höfuöborginni. Á hinni myndinni hvetja vígmóöar stúlkur
gíslana í sendiráöinu til aö gefa sig hvergi, en á serki sína hafa þær skrifaö aö sjálfar séu þær reiöubúnar aö fórna lífi sínu fyrir ættjöröina.
Blóðugir
atburðir
í beinni útsendingu
Skothríð, eldtungur, kveinstafir
móðursjúkra kvenna og taktfastur
kliður frá vitstola múgnum var
baksvið hins leiftursnögga endis á
umsátrinu um íranska sendiráðið í
síðustu viku. Hin viðurstyggilega
sýn, þegar lík voru borin út úr
byggingunni fyrir framan sjón-
varpsmyndavélar, varð þess vald-
andi, að milljónir áhorfenda
hrukku illilega við, er þeir gerðu
sér ljóst, að hryðjuverkamenn
Arabaþjóða eru um þessar mundir
að berjast til þrautar í innan-
landsillindum sínum á strætum
Lundúnaborgar.
Umkvörtunarefni írönsku Arab-
anna, sem til þessa hafa horfið í
skuggann í stjórnmálaöngþveitinu
í landinu, vöktu skyndilega at-
hygli umheimsins miðvikudaginn
30. apríl, er sex hryðjuverkamenn
réðust inn um aðaldyrnar á sendi-
ráðinu í London með Trevor Lock
lögregluþjón fyrir múrbrjót í
manns líki og tóku starfsliðið í
gíslingu.
Skömmu síðar birtist fyrsta
krafan: „Látið lausan 91 fanga,
sem er í haldi hjá Khomeini
ayatollah í Suður-íran, ellegar
gíslarnir verða teknir af lífi á
hádegi á morgun og sendiráðið
sprengt í loft upp.“
Meðan myndatökuflokkar frá
sjónvarpsstöðvunum komu sér á
vettvang ásamt lögreglumönnum í
skotheldum vestum, settu upp
vinnupalla og tóku á leigu körfu-
bíla til að mynda ofan frá, áttaði
umheimurinn sig á að þessi nýi
þáttur um íran og írak kynni að
hafa áhrif á alþjóðavettvangi.
Hinar spennuþrungnu og mik-
ilvægu byrjunarumleitanir, bar
sem þurfti að leitast við að byggja
upp traust samhliða vissri einurð
voru í hættu vegna ofstækisfulls
framferðis mótmælenda, sem voru
á bandi ayatollans.
Urslitafresturinn rann út hvað
eftir annað, nýjar kröfur voru
gerðar, sjúkir gíslar voru látnir
lausir og yfirheyrðir af bardaga-
sveit gegn hryðjuverkamönnum,
sem reyndi að hafa upp á minnstu
upplýsingum, er gætu hjálpað
þeim í leit að agni til að veiða
hryðjuverkamennina í netin án
blóðsúthellinga. Æðstu menn lög-
reglunnar og sendiráðsmenn úr
hópi Araba tóku þátt í samninga-
umleitunum.
Að því kemur í umsátri, að bæði
hryðjuverkamenn og gíslar fara
að brotna líkamlega sem andlega.
Venjulega tekur það um það bil
fimm daga og þegar það skeður,
gefast hryðjuverkamenn upp eða
byrja að drepa gíslana. í Prince’s
Gate hófu þeir drápin á sjötta
degi.
Og þá réðust SAS-menn inn.
Það gerði árásina enn tilþrifa-
meiri, að þetta var í fyrsta skipti,
sem hin laumulega SAS-sveit
hafði staðið í leyniaðgerðum fyrir
framan kvikmyndatökuvélar. Þeir
höfðu með sér úrval vopna, sem
voru sérlega hönnuð fyrir þá;
meðal þeirra eru sérstakar vönk-
unar-handsprengjur, sem eru til
þess hugsaðar að gera hryðju-
verkamennina óvirka í allt að sex
sekúndur og eyðileggingarmáttur
þeirra kom skýrt í ljós í sjónvarpi
margra milljóna áhorfenda. Þeir
gættu þess einnig að hylja andlit-
ín með hettuhjálmunum til að
tryggja, að aðrir hryðjuverka-
menn við sjónvarpstækin gætu
ekki þekkt þá aftur.
Einn hópurinn kom yfir svalirn-
ar framan á húsinu og notaðist við
færanlega stiga, en annar fikraði
sig á reipum niður bakhlið húss-
ins, braut gluggana og stökk inn
til að leita hryðjuverkamannanna.
Þeir vörpuðu vönkunarsprengjun-
um og það var ein slík, sem kveikti
í sendiráðinu.
Áhlaupið kom algerlega á óvart
fyrir tilstilli vandlegrar margra
daga skipulagningar umhverfis
líkan af húsinu, sem var smíðað af
kostgæfni eftir ljósmyndum lög-
reglunnar og upplýsingum, er
næm hlustunartæki höfðu aflað.
í fjóra daga fyrir árásina höfðu
flugumferðarstjórar að ósk lög-
reglunnar stýrt flugvélum inn á
flugleið beint yfir Albert Hall til
þess að mynda holskeflu hávaða,
sem falið gæti borhljóðin og ann-
an hávaða við undirbúning SAS-
sveitarinnar.
Aldrei áður höfðu Lundúnabúar
orðið vitni að jafn umfangsmikl-
um og áhrifaríkum aðgerðum. Um
allan heim var fréttunum um, að
SAS-mönnunum hefði tekist að
frelsa gíslana í Prince’s Gate,
ákaft fagnað.
Bani-Sadr forseti sendi frú
Thatcher svohljóðandi skeyti:
„Mér er ánægja að tjá þakklæti
mitt fyrir þolgæði hins breska
lögregluliðs yðar, meðan stóð á
hinni ranglátu töku íranska sendi-
ráðsins."
Enda þótt orðið „ranglátur" hafi
greinilega átt að gefa til kynna að
Frú Thatcher: Þakkarskeyti frá Bani-Sadr.
taka bandaríska sendiráðsins í
Teheran hafi verið réttlát, kom
ánægja hans með atburðina í
London greinilega fram.
Þetta var sigur gegn hryðju-
verkamönnum, sem jafnast á við
aðgerðirnar á Entebbe og í Moga-
dishu.
Skrílshegðun íranskra „náms-
manna“ í Kensington meðan á
umsátrinu stóð hefur valdið ugg
meðal þingmanna og óbreyttir
liðsmenn íhaldsflokksins á þingi
krefjast þess nú, að útlendingum,
sem ólöglega eru í Bretlandi, verði
vísað úr landi.
Umsátrið um sendiráðið hefur
leitt í ljós sívaxandi reiði bresku
þjóðarinnar yfir því, hvernig Ar-
abar og íranir hafa lagt götur
Lundúnaborgar undir sig til að
heyja sín eigin stríð. Það voru
mótmælaaðgerðir ungra íranskra
ofstækismanna, sem kölluðu á
hefndir. Hefndarráðstafanirnar
komu frá óaldarlýð, sem langaði í
slag, en ofbeldi hans endurspegl-
aði þann óhug, sem fólk finnur til
um allt land.
Þessi tilfinning speglast í orðum
SAS-hermannsins, er sagði, þegar
umsátrið var um garð gengið:
„Kannski þetta kenni þeim, að ef
hryðjuverkamenn ætla að fara að
stunda iðju sína í London, verða
þeir drepnir."