Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980
HJÓNABANDIÐ — veröur aö „aölaga það breyttum viöhorfum" í nútímaþjóðfélagi —
eða er þaö sú kjölfesta sem hvert siðmenntað samfélag byggir á? Umræöur um
hjónabandið hafa kannski aldrei verið jafn áleitnar og síðustu ár. Skáldsaga Ake
Leijonhufvud „Anna & Christian" snýst um samskipti hjóna og margs konar erfiðleika sem
þau glíma við. Fyrir nokkru var ritað um þessa bók hér í blaöinu og viðtal var við
höfundinn. Þessi bók hefur hlotið forkunnarmiklar móttökur á Norðurlöndum og þykir
athyglisvert innlegg í umræður um þetta mál sem varðar flesta einstaklinga á einn eða annan
máta.
Hvenær skyldi hjónabandsheim-
urinn hafa byrjao að hrynja...?.?
^Ég neita að trúa
að sökin sé mín64
^^Fjárakornið
— þetta fer að
minna á
kellingaröfl66
^Ég treð víst
á öllum sem verða
á vegi mínumii
^Ætli ég sé ekki
lífshættulegur
umhverfi mínu44
^Það sem skelfir
mig er að ég
vildi þetta sjálf
...44
**Eg ögra
öllum — fram-
kalla
alltaf rof44
>*•
99Eg var hrædd
um við værum
að detta inn í
gamla mynstrið44
9}Ég verð kyrr
— þar til á
morgun.44
^Svo sjáum við
til.44
KRISTJAN
— Ég veit ekki, hvernær heim-
urinn, sem ég hrærist í, fór að
hrynja. Það hafa lengi verið rifur
á honum. Alveg frá deginum, sem
Sandra fæddist og ég varð þess
vísari, að ég stóð fyrir utan og
eina hlutverk mitt í lífinu var að
vinna, skaffa, sjá fyrir fjölskyld-
unni — og halda mér saman.
Ég gat það ekki. Haldið mér
saman, meina ég. Og enn get ég
það ekki.
Og reyndar er ég ekki lengur
neitt viss um það sé rétt og
forsvaranlegt og gagnlegt að
halda sér saman. Þá verða menn
eins og ég. Og mér líður ekki rétt
vel.
Hefði ég bara hugmynd um,
hvernig þetta varð svona. Ég hef
aldrei getað leitað á náðir festu og
ögunar og sjálfgæzku. Ég hef
verið viss um, að hvað mig snertir
ríður á að ganga varðaða veginn.
Viðurkenningum muni rigna yfir
mig, þegar mín stund rennur upp.
Það er bara spurning um hvenær
ég fæ æðstu yfirmannastöður. En
án þess að þess gæti — nei þvert á
móti — opnast sprunga í heims-
mynd minni með ömurlegum og
eftirtektarverðum gauragangi.
Heimsmyndin fær ekki lengur
staðist. Hún reikar eins og drukk-
inn maður, til og frá. Ég skil
ekkert. Allt í einu er fólk farið að
gjóa á mig augunum, forðast mig
eins og pestargemling, það baktal-
ar mig, því finnst ég skrítinn og
hefur ekki trú á mér og viðurkenn-
ingarnar láta ekki á sér kræla,
hjónabandið riðar til falls og
vinnan líkist æ meira huggunar-
lausum hjakki í sömu sporunum.
Ég veit ekki hvenær þetta fór að
verða svona. Ég er hættur að
hugsa um orsök og afleiðingu. Ég
pimpa á kvöldin og fæ þau til að
líða og þegar ég vakna er andlitið
stirðnað og púlsinn á æsihraða og
ég dragnast af stað í vinnuna, þar
sem allt er sama óhugnanlega
endurtekningin. Skjólstæðingar
mínir horfa á mig hissa, þegar ég
stend upp til að ná mér í vatnsglas
og yfirmenn mínir þegja. Þeir
segja ekki orð.
Eg neita að trúa að sökin sé
mín. Það er Anna sem á sökina!
Hún þvingaði mig í þetta hlutverk
mitt. Harðneskjan er mitt svið,
hennar er blíðan. Og fjandinn var
laus ef ég sté inn á yfirráðasvæði
hennar og ég varð viðkvæmur og
vissi að ég orkaði ekki að leika
hlutverkið mitt til enda. Ég átti að
standa í stykkinu.
En þegar hún fór að draga sig
frá mér, skref fyrir skref og tók
Söndru með sér, lokaði mig úti
varð heimur minn einn ruglingur.
Hvers vegna átti ég að ná frama?
Hver græddi á því? Varð ég
hamingjusamari? Sáttari við
sjálfan mig? Heilsteyptari mann-
eskja?
Og þegar ég seinna komst þang-
að sem mig langaði, hvað var þá
eftir? Ég fór að hafa efasemdir
um sjálfan mig. Og efinn gróf
undan sjálfstraustinu, svo að ég
megnaði ekki að einbeita mér né
að halda hlut mínum í þessari
eitilhörðu vinnusamkeppni. Ég
kúplaði bara frá.
Fjárakornið, það gerði ég ekki!
En þetta fer nú að minna á
kellingaröfl. Ég hef aldrei verið
jafn ánægður með mig og nú,
aldrei jafn áfjáður í að ráðast
fram.
Ég hef hugsað og hugsað um
þetta síðustu daga. Auðvitað er
það ekki sök Önnu, að hjónaband
okkar er í rúst og vinnan er að
renna úr greipum mér. En ég fæ
ekki afborið vissuna um ósigurinn.
Það er liður í uppeldi mínu að
skjóta sökinni yfir á aðra.
Hvernig hafa forfeður mínir
getað orðið skrifstofustjórar,
verksmiðjueigendur og varasjó-
liðsforingjar, ef þeir hafa ekki
troðið á öðrum? Getur einhver
sagt mér það?
Eg er búinn að læra þetta. Ég
treð á Önnu. Ég treð á öllum þeim
mannverum sem verða á vegi
mínum.
Maí er langt kominn. Þessi
bévaða birta truflar mig. Stúlk-
urnar hafa lagt yfirhafnirnar til
hliðar og ganga um með slegið
hár, barma sem bungast og þær
eru með fallega brúna fætur. Ég
verð vitlaus. Ég vil fá þær allar.
En ef ég rekst á kunnuga á
götunni missi ég málið, ég stama,
ég svitna. Önnu sé ég ekki. Hún
hefur víst hitt aftur þennan hór-
karl og liggur með honum allan
liðlangan daginn. Hvað er ég að
segja? Anna sem ég elska og dái
og virði. Geri ég það?
Kristján missir vinnuna. Hann
hefur ekki staðið sig sem skyldi. í
rauninni er það undirrótin að
flestu, hann stendur sig hvergi.
Honum mistekst að ná mann-
eskjulegum samskiptum al-
mennt, hjónabandið er í rúst. Þau
Anna búa sundur sem fyrr. Hon-
um eru færð þau tíðindi að hann
sé rekinn úr vinnunni.
Ég vil ekkert heyra.
Ég rís upp. Mig svimar. Ég gríp
í skrifborðið mér til stuðnings.
— Hvernig er það ... ég held ég
verði að hringja á bíl.
— Láttu mig vera ... ég sé um
mig.
— Nú hringi ég.
Mér líður eins og ég sé með hita,
mig langar ósegjanlega mikið í
eitthvað sterkt að drekka, kvala-
stillandi pillu, viskí, eitthvað sem
sefar.
— Áttu nokkuð handa mér að
drekka, tauta ég — viskí eða bara
eitthvað.
— Bíddu.
Hann leggur tólið á aftur og
gengur að peningaskápnum, þar á
hann viskíflösku og glös, hann
skenkir í handa okkur báðum.
— Gerðu svo vel ... drekktu
þetta.
Við drekkum, ég fyllist sér-
stæðri tilfinningu í hans garð,
næstum hlýju, því næst gengur
hann aftur að símanum og hringir
ábíl.
— Hann kemur eftir augnablik.
Hann hjálpar mér fram og í
frakkann og framhjá riturunum,
sem horfa forviða og nánast agn-
dofa á eftir okkur, fylgir mér
niður og stendur hjá mér þar til
bíllinn kemur.
— Farðu nú beint heim og í
rúmið, segir hann, þegar ég er
setztur inn.
Ég veit ekki hverju ég á að
svara, ég er ruglaður og ringlaður
og helzt vil ég sofa.
Ég halla mér aftur á bak og
hika í fimm sekúndur áður en ég
segi heimilisfang Önnu, ég gef
mér ekki tíma til að hugsa um það
fyrr en það hefur skroppið fram
yfir varirnar á mér ...
— Nokkuð á móti smámúsík,
segir bílstjórinn og setur kasettu á
og hljómar frá hundrað balalæk-
um þrýstast inn í eyrun á mér,
áður en ég hef komið upp orði. Ég
loka augunum og sem bíllinn
brunar eftir veginum hugsa ég af
yfirvegaðri rósemd og án hugar-
æsings um það hversu margt í lífi
mínu hafi mistekizt — farið fyrir
bí. Ég hef ekkert skilið. Fæst
kemur heim og saman. Bernska
mín var hreint ekki eins óttaleg og
ég vil vera láta. Þvert á móti var
hún björt og friðsæl og gleðirík.
Einnig hjónaband mitt. Og samt
sem áður afneita ég þessu og
áfellist fólk í umhverfi mínu fyrir
að vera mér lífshættulegt. En það
er auðvitað ég sem er lífshættu-
legur. Ég vil að lífið sé öruggt og
óbreytanlegt, en lífið er ekki
öruggt og óumbreytanlegt, þvert á
móti... Ég vil ekki horfast í augu
við að lífið sé þannig. Ég er
hræddur. Ég er smátt og smátt að
kæfa mig, svo að ég losni við
breytingarnar, ég lýg og ég fyrirlít
og murka allt líf úr umhverfi
mínu með nöturköldu háði og
takmarkalausu hatri og inni-
byrgðri hræðslu, til þess eins að
sleppa við að taka afstöðu, taka
þátt í nokkru, vera með. Afleiðing-
in verður sú, að ég veit ekki lengur
hvað er virkilegt og hvað á
uppruna sinn í sjúkum, sakbitnum
og þjökuðum hugarheimi minum.
Ér allt sem ég segi heilaspuna-
rugl? Eða er ég kannski dáinn?
Tilheyri ég deyjandi samfélags-
hópi? Er ekkert rúm fyrir svona
menn eins og mig í tíðinni? Erum
við faðir minn hinir síðustu í
langri röð vera sem hefur dreymt
og puðað og gert drauma sina að
veruleika, en hafa trampað á fólki,
svikið og myrt til að ná markinu?
Og síðan dulið það með gjöfum,
velgjörðum og falsi? Hefur dóm-
urinn þegar verið kveðinn upp yfir
okkur? Held ég uppi vörnum fyrir
rotnaðan málstað? Er hjónaband-
ið líka farið að rotna? Held ég fast
við samlífsmynd, sem kæfir og
kúgar og byggir á gagnkvæmu
veiklyndi og ósjálfstæði og
hræðslu? Hentar sú mynd mér
vegna þess ég hef yndi af því að
misnota tillitslaust náunga minn?
Er hjónaband mitt sem kvikskurð-
ur? Geng ég fram af manneskj-
um? Sætti ég mig við þær bara
meðan þær gefa mér eitthvað nýtt
og spennandi og frjótt? Og þegar
þær gera það ekki lengur, er þá
bara þvingun, hversdagsleiki og
viðbjóður eftir? Er hjónabandið
þannig? Er ég þannig? Er það
hinn beizki sannleikur?
... Það er enginn heima. Ég tek
í húninn. Það er ólæst. Ég geng
inn í forstofuna. Þar er allt í röð
og reglu, allt er á sínum stað. Ég
læt fallast niður í stól í stofunni.
Ég verð að tala við einhvern.
Anna er ekki heima. Ég veit ekki
hvenær hún kemur. Mér liggur á.
Ég get ekki verið einn mínútunni
lengur. Ég verð að heyra manns-
rödd.
Ég geng að símanum, ég hringi í
númer bróður míns. Er ég vitlaus?
Hvers vegna hringi ég til hans?
Við höfum ekkert að segja hvor
öðrum.
Nokkur stund líður unz svarað
er. Svo heyri ég rödd hans langt í
burtu. Hann er upptekinn í rödd-
inni.
— Það er Kristján, segi ég lágt.
— Heyrðu, geturðu ekki hringt
seinna, ég er að gefa anganum að
borða.
— En þetta er áríðandi.
Hann andvarpar, ég heyri að
hann andvarpar.
— Segðu þá hvað það er.
— Ég er að hugsa um að
fyrirfara mér.
- Hvaðþá?
— Ég er að hugsa um að
fyrirfara mér, sagði ég.
— Ég er búinn að heyra það.
Ertu fullur?
— Já, ef maður verður fullur af
einum viskísopa.
— Þú ert sem sagt edrú?
- Já.
— Og ert að hugsa um að
fyrirfara þér?
— Henrik... þetta er ekki grín,
mér er alvara.
— Þá finnst mér þú ættir að
gera það í snatri, svo að ég geti
haldið áfram að mata barnið.
— Andskotinn Henrik, öskra
ég.
Hann þagnar. Svo heyri ég hann
biðja einhvern að loka og þegar
hánn kemur aftur er röddin
breytt.
— Segðu mér hvað er að og
hættu að röfla.
— Ég er búinn að því.
— Heyrðu mig nú, ef þú hringir
til að gera skaup ... hvern fjand-
ann ertu að gera?
— Anna er farin frá mér.
— Ég veit það. Það er ekkert
nýtt. Og mér finnst þú eigir að
gefa skít í hana.
Ég bíð augnablik áður en ég
segi:
— Svo er búið að reka mig.
- Ha?
— Mér hefur verið sagt upp.
Hann hækkar röddina, nú hef
ég hróflað við einhverju, sem hann
skilur og kemur honum í uppnám.
— En þeir geta andskotakornið
ekki gert það, þeir geta ekki bara
rekið þig si svona.
— Þeir hafa nú gert það samt.
— Og þú hefur náttúrlega ekki
sagt orð? Hvers vegna gerirðu
ekki veður út af þessu?
— Ég gerði hvað ég gat.
— Þú meinar að þér finnist þú
einskis nýtur?
— Það finnst mér ekki... mér
finnst maður ekki geta gengið á
skjön við viss áform.
— Þú átt sem sagt við að þú
sért ekki hæfur?