Morgunblaðið - 18.05.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980
65
GEORGE BROCK / OBSERVER
Svartstakkamir stóðu
fyrir sínu — að vanda
Hetjurnar frá umsátrinu um
íranska sendiráðið í London-20 for-
ingjar og óbreyttir úr sérþjálfaðri
víkingasveit flughersins eða SAS-
sveitinni (Special Air Service) —
munu verða ónafngreindir hér eftir
sem hingað til. Og þannig vilja þeir
reyndar hafa það.
Allar orður, sérhver virðingar-
vottur og heillaóskir til einstakra
hermanna, svo sem til sveitarfor-
ingjans, sem stjórnaði árásar-
flokknum, munu afhentar í kyrrþey
— en þannig fór skyndiheimsókn
Margrétar Thatcher forsætisráð-
herra einmitt fram, aðeins örfáum
klukkutímum eftir að „Pagóðu"-
flokkurinn var kominn aftui til
bækistöðva sinna í London frá
hinni afdrifaríku hernaðargerð í
sendiráðshverfinu í London. Þeir
eru huldumenn hersins.
Einn hinna frelsuðu gísla, Sim
Harris sjónvarpstæknimaður við
BBC, lýsti frelsurum sínum þannig,
að þeir litu út „eins og froskmenn".
Hermennirnir klæddust svörtu frá
hvirfli til ilja, með hettuhjálma á
höfði og svertu í andliti.
Eini ljósmyndarinn, sem nokkru
sinni hefur náð nærmyndum af
SAS-flokki, varð að láta filmurnar
af hendi til að hægt væri að afmá
andlitin. Útvarpsfréttamaður
spurði fyrrverandi SAS-mann,
hvaða leyndarmál lægi á bak við
hinar velheppnuðu aðgerðir þeirra,
eins og björgunina í sendiráðinu.
„Að segja ekki fólki eins og þér frá
því,“ var svarið.
Fjórir „Pagóðu“-flokkar — sem
voru vandlega þjálfaðir einmitt
fyrir svona neyðartilfelli — voru
settir í viðbragðsstöðu nokkrum
klukkutímum eftir að umsátrið
hófst. Ákvörðun um, að þeir skyldu
breyta á þennan veg: „Sá sigrar sem
áræðir að nota þá,“ því að SAS er á
hraðri leið að verða fremsta
víkingasveit gegn hryðjuverka-
mönnum um allan heim, og þeir
standa ríkisstjórnum Vesturlanda
til boða sem ráðgjafar. Hugsanlega
eru ísraelskir starfsbræður þeirra
hinir einu, er standa þeim á sporði.
Hersveitin var stofnuð í Norður-
Afríku í heimsstyrjöldinni síðari af
ungum foringja í hernum, David
Stirling, en hann stjórnaði litlum
hópi skemmdarverkamanna, er
störfuðu mörg hundruð kílómetra
handan bardagalínu Rommels.
Eyðimerkursveitin varð ekki
langlíf, eftir að stríðinu lauk, en á
sjötta áratugnum var hugmyndin
um hljóðláta herflokka, er lytu
sjálfum sér og réðust langt inn í
raðir óvinanna, vakin upp að nýju
til að mæta skæruliðum kommún-
ista með þeirra eigin brögðum. 22.
hersveit SAS, sem nú telur um 1500
hermenn, hefur verið að kljást við
hryðjuverkamenn um allan heim æ
síðan.
Mennirnir eru allir sjálfboðaliðar
og aðeins einn af hverjum 20 kemst
í gegnum samkeppnisnámskeiðið,
þar sem andlegt og líkamlegt at-
gervi er prófað til hins ítrasta. Þeir
verða að standast langar yfir-
heyrslur, sem eru til þess gerðar að
meta viðbrögð þeirra við þungu
sálrænu álagi, og 65 kílómetra
hlaupaþraut einir síns liðs um
næðingssamar hæðir Brecon Bea-
cons. Er SAS-hermaður fannst lát-
inn þar í hálendinu í marsmánuði,
var það í þriðja skipti á 13 mánuð-
um.
Þeir geta valið úr bestu vopnum
heimsins. í írska sendiráðinu not-
beita drápskúnstum sínum, var
ekki tekin fyrr en hryðjuverka-
mennirnir byrjuðu að fella gísla.
Meðal reglulegra þjálfunaræf-
inga SAS er að brjótast inn í
herbergi, þar sem eru „hryðju-
verkamenn" og „gíslar" og skjóta
einungis hálmbrúðurnar, sem eiga
að tákna mannræningjana. Hægt er
að færa til veggi til að breyta lögun
herbergja og fylgst er með her-
mönnunum á æfingum úr eftirlits-
herbergi með skotheldu gleri.
Lagt var á ráðin um örþrifaárás-
ina á sendiráðið — undir dulnefn-
inu Nimrod-aðgerðin — í herbúðum
norðurhluta London með aðstoð
líkans af Prince’s Gate 16 svo og
upplýsingar, er fengust með hlust-
unartækjum og sjónvarpsmyndum
innanhúss.
Einkunnarorð SAS eru „Áræðið
sigrar," en því mætti hæglega
Logarnir teygja sig út
um glugga sendiráðsins
örfáum mínútum eftir
áhlaup hinna sérþjálf-
uðu bresku her-
manna. Á litlu myndinni
er einn hryðjuverkamann-
anna með byssu í hönd.
uðu þeir léttar Heckler og Koch
vélbyssur, framleiddar í Vestur-
Þýskalandi og hinar hljóðlátu og
handhægu sjálfvirku Ingram Mio
skammbyssur frá Bandaríkjunum.
Þeir, sem vinna til hinnar eftirsóttu
sandlituðu derhúfu hersveitarinn-
ar, eru sérhæfðir í kunnáttu, sem
nær allt frá því að sigla eintrján-
ingum til þess að drepa andstæð-
inginn með eldspýtnaöskju.
I október 1977 fóru tveir SAS-
menn til Mogadishu til að hjálpa
vestur-þýsku GSG-9 árásarsveitun-
um að gera áhlaup á flugvél á valdi
flugræningja, en þar voru notaðar
„vönkunar“-handsprengjur, sem
breskir vísindamenn í varnarvopn-
abúnaði hafa þróað. Handsprengj-
urnar springa með hvelli og leiftra,
en valda sáralitlum meiðslum;
sprengjur, er valda augnabliks
blindu og öngþveiti voru líka notað-
ar í sendiráðinu í London.
Þjálfun SAS-sveitanna fer fram í
nánum tengslum við systursveit
þeirra hjá flotanum, SBS (Special
Boat Section), en hún er að mestu
skipuð mönnum úr landgöngulið-
inu. Árið 1972 lenti SBS-flokkur í
fallhlífum í sjónum rétt hjá Queen
Elizabeth 2., þegar skipingu hafði
TVEIR hinna þraut-
þjálfuðu svartklæddu
ofurhuga komnir á svalir
sendiráðsíns. Þeir bera
gasgrímur, og bún-
ingur þeírra minnti
sjónarvott á froskmenn
þar sem þeir munduðu
vélbyssurnar og
ruddust inn í reykjarkóf-
ið þar sem hryðjuverka-
mennirnir biðu þeirra.
En aöeins einn
mannræningjanna
slapp lifandi-
verið ógnað með sprengju — en
þessi frægðarför varð síðar efni
kvikmyndarinnar „Juggernaut."
SAS og SBS hafa með sér reglu-
legt samstarf til að kanna viðbrögð
við ímyndaðri töku ræningja á
olíuborpalli á Norðursjó í þjálfun-
aráætlun, sem ber dulnefnið
„purpuraostran."
Meðlimir SAS halda sér ónafn-
greindum með því að vera stöðugt
að ganga í hersveitina og úr, án
þess að yfirgefa nokkru sinni sinn
upphaflega herflokk. Nöfn SAS-
manna eru yfirleitt ekki látin uppi
fyrr en þeir farast í átökum. Þá eru
nöfn þeirra letruð á vegg klukku-
turnsins í aðalstöðvum þeirra í
Hereford, rétt hjá hinum fjöllóttu
velsku landamærum.
Þeir, sem snúa aftur heilu og
höldnu, hafa á máli SAS-manna
„slegið klukkunni við.“ Á turninum
eru þessi munnmæli skráð: „Við
erum pílagrímarnir, herra; við
munum ætíð stíga feti framar."