Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980
53
þurfti á mér að halda. Ég hélt að
við skildum hvort annað. Ég trúði
honum fyrir öllu. Ég sagði honum
frá Raymond og þeirri frelsistil-
finningu sem-ég hafði í mér og að
enginn gæti átt mig eða ráðskast
með mig lengur. Ég gekk svo langt
að segja að enginn skyldi hindra
mig í því að taka upp nýtt
samband. Ég meinti það ekki. Ég
vildi fara aftur til Kristjáns. En
ég var hrædd við það. Og þess
vegna sagði ég þetta. Ég vissi að
hann gæti ekki afborið það. Ég
veit ekki hvað ég á að gera, þegar
ég hugsa um að ég hef eyðilagt
hvert tækifærið á eftir öðru til að
búa með honum. Ég óska ekki að
þetta verði. gott. Ég hugsaði um
þetta um daginn. Frá því ég var
lítil stúlka hef ég innst inni gert
mér í hugarlund að ég væri ekki
elskuð, engum þætti til um mig.
Ég hef verið einn ruglingur frá
byrjun. Og þess vegna hef ég í
frammi eyðileggingariðju í öllum
samböndum sem ég er í. Mér
finnst ekki ég sé verðug kærleik-
ans. Ég brýzt út áður en því er í
reynd lokið. Það er alltaf ég sem
stíg fyrsta skrefið. Ég ögra öllum.
Ég framkalla rof. Því að ég veit að
það muni hvort eð er mistakast og
það meiði örlítið minna í mér
sálina ef ég hef sjálf frumkvæðið
og dreg mig til baka í tæka tíð.
Það hefur gerzt á ný. Ég flýði.
Ég afbar ekki bræðiskast Krist-
jáns. En eiginlega beið ég bara
eftir átyllu til að komast í burtu.
Og bræðiskastið var fyrirtaks
fyrirsláttur. Hann sló mig. Ef ég á
að vera ærleg skil ég vel hvers
vegna hann gerði það. Ég ögraði
honum. Ég var hrædd um að við
værum að detta aftur inn í sama
gamla mystrið og þess vegna gekk
ég of langt og hann brást við
snarlega og þá fékk ég ástæðu til
að hverfa. Ég sagði að ég hefði
komizt að þessu um daginn. Ef ég
á að segja satt komst ég að þessu
fyrir þó nokkru. Ég keyrði nefni-
lega til Málmeyjar og reikaði um í
hverfi bernsku minnar og allt í
einu gerði ég mér grein fyrir því
hversu mikið af mér liggur grafið
hér og berst eins og órótt hjarta
undir gömlum rústum ...
Ég rís á fætur og fer. Ég þarf að
sækja Söndru. Og ég þarf að tala
við Kristján. Þau hljóta að vera
komin heim núna ...
Og svo eru þau bara ekki komin.
Ég verð að sitja á tröppunum
óralengi.
Þau feðginin koma heim. Telp-
an Sandra er í sjöunda himni.
Þau virðast loksins ætla að kynn-
ast. Afbrýðisemi gerir vart við
sig hjá Onnu. Kannski barnið
verði nú afhuga henni, kannski
barnið komist að þvi hversu
meingölluð hún er og fari að líta
föðurinn í einhverjum ljóma.
Það upphefst milli þeirra sama
argaþrasið.
— Þú verður að ákveða þig.
— Þú líka.
— Það hef ég gert. Ég vil að þú
og Sandra komið aftur.
— Maður getur ekki lifað bara
fyrir aðra manneskju.
— Við eigum svo skamman tíma
og það eru svo margir möguleikar
en maður verður að velja einn og
reyna að lifa samkvæmt honum og
taka afleiðingunum, þó að erfitt
sé.
— Það er hræðilega erfitt.
— Finnst þér það?
— Ef þú drekkur og lemur mig
og kemur fram við mig eins og ég
sé ekkert.
— Þú verður að skilja hvers
vegna ég gerði það.
— Hvers vegna gerðir þú það?
— Vegna þess ég næ aldrei til
þín, þú lokar þig inni í sjálfri þér
þegar ég reyni að finna þig og
nálgast þig ...
— Vegna þess þú hótaðir mér og
kramdir það litla frelsi sem ég
hafði!
Og annan tímann langar mig að
segja að ég sé komin yfir þetta og
það skipti engu máli lengur, ég
geti bæði haldið honum og misst,
sleppt honum og þess vegna vilji
ég halda honum, af því að hann er
Kristján, af því að hann er faðir
Söndru og við eigum saman.
— Nei.
— í viðskiptalífinu gilda lögmál
sem segja að það sem maður taki
ekki sjálfur, hrifsi aðrir. Ég held
það eigi við í þínu starfi.
— Eg veit ekki ... ég get þetta
ekki lengur...
— Þetta segirðu alltaf ... hvers
vegna í fjáranum tekurðu ekki
sjálfan þig taki?
— Ég orka það ekki.
— Gallinn við þig er sá að þú
ert svo vænn. Hvers vegna held-
urðu að Anna hafi stungið af frá
þef nema af því að þú þorðir aldrei
að segja neitt við hana? Og svo
heldurðu að hún komi aftur?
Hvernig í fjáranum geturðu verið
svona vitlaus? Hún hefur skömm
á þér ... og því vænni sem þú ert
því meiri skömm fær hún á þér.
— Ég hef lamið hana.
— Einmitt, í staðinn fyrir að
lemja í borðið, lemurðu hana.
— Ég afber þetta ekki, Henrik.
— Og hugsaðu þér nú ef þú
vildir vera ofurlítið almennilegri
við mömmu, hún er frávita vegna
þín.
— Ég er búinn að vera.
— Hertu þig upp, segi ég!
Svo segir hann allt í einu bless
og leggur á. Ég stend þarna og
held á tólinu og einhver orð
glymja inni í höfðinu á mér ... ég
veit ekki hvaðan þau koma mér.
Ég legg tólið á og geng annars
hugar um herbergin. Hversu oft
hef ég ekki eigrað um eins og nú,
herbergi úr herbergi, en í annarri
íbúð og kíkt á muni Önnu, þegar
hún var ekki heima og fundið
nærveru hennar nánast eins og
áþreifanlegan líkamlegan sárs-
auka?
Ég er alltaf að gægjast ...
snuðra ... ég kemst aldrei inn í
þann heim, sem manneskjur
hrærast í ... það er þessi mann-
fyrirlitning ... arfleifðin, úrkynj-
unin, rotnunin ... ég finn það á
Glefsur úr
bók Ake
Leijonhufvud
„Anna &
Christian“
hörundi mínu ... það leggur af
mér lyktina ...
Svo hringir síminn.
Ég svara ekki. Mér dettur ekki í
hug að svara. Þetta er hvort eð er
til Önnu.
Ég tek samt upp símann.
Kannski er það hún. Hún er eina
manneskjan sem getur bjargað
mér nú.
— Halló er sagt í símann — er
Anna heima?
Karlmannsrödd. Ég þekki hana.
— Nei... og hún kemur ekki
heim.
Ég heyri að hann grípur andann
á lofti.
— Halló, við hvern tala ég.
— Anna von Francke býr ekki
hér lengur. Hún er dáin.
Það verður grafarþögn, ég heyri
ekki ekki svo mikið sem andar-
drátt. Ég skelf eins og hrísla frá
hvirfli til ilja.
— Halló!... er þetta satt...
hvað hefur komið fyrir?
Þá legg ég tólið á.
Ég er skelfingu lostinn yfir
gjörð minni. Hvað er það eiginlega
sem ég hef gert? Er illyrmislegt
„spaug" það eina sem ég hef fram
að færa? Hvað er ég að reyna að
sannfæra mig um nú? Svo geri ég
mér far um að hugsa skýrt. Á
þessari stundu get ég valið um
tvær leiðir. Önnur er uppgjöfin.
Ég verð að hafa þetta af. Hitt er
að binda endi á allt. Einn hressi-
legur skurður og þá er það yfir-
staðið. Það er hvort sem er enginn
sem mun gráta mig. Ég veit ekki
hvað stjórnar mér. Ég fer fram á
baðherbergi og opna skápinn og
finn vélina sem Anna notar til að
raka sig undir höndunum. Með
titrandi fingrum skrúfa ég hana
sundur, tek rakblaðið út, það er
ryðgað og þykk fituskán með
egginni.
Eg skrapa hana burt og þreifa
blaðið, það er nægilega hvasst.
Því næst geng ég inn í svefnher-
bergið, ég held á rakblaðinu milli
þumalfingurs og baugfingurs. Ég
leggst á rúmið hennar. Ég veit
ekki hvernig maður fer að. Ég er
skjálfhentur, þegar ég risti djúpan
skurð innan á vinstra úlnlið, þar
sem ég held að slagæðin sé, svo
skipti ég um hönd og geri slíkt hið
sama á hinni hægri. Ég finn
næstum ekki neitt...
Lífi Kristjáns er með naumind-
um bjargað. Þau hef ja samskipti
á nýjan leik, það tekur sinn tima,
en þau reyna að kynnast öðru-
vísi, tala öðruvísi saman. Verða
hrifin á annan hátt. Og á endan-
um er flutt saman og það er
haldið partí til að fagna endur-
fundunum rétt eina ferðina enn.
Þar endar allt með ósköpum og
Anna fer i burtu.
ANNA
Ég er hrædd. Ég vissi að það
myndi fara svona. Ég hef vitað
það allan tímann. En það er ekki
það sem skelfir mig. Það sem
skelfir mig er að ég vildi þetta
sjálf. Ég hef verið ljúf við Krist-
ján. Ekki aðeins vegna þess að
hann var veikur og leið nauð og
— Verður það alltaf svona? segi
ég-
— Það hlýtur að vera fólk sem
leysir þetta á auðveldari máta en
við, hreinlega með því að klippa á
þráðinn, en það á ekki við um
okkur.
— Mundu að þú talar aðeins
fyrir þig.
- Og fyrir þig.
— Þú talar fyrir þig og ekki
fyrir mig.
— Alténd veit ég að það er
óbærilegt ef þú ferð frá mér.
— Og óbærilegt ef við höldum
áfram saman.
— Ætli það versta sé ekki að
baki.
— Það er dálítið sem ég hef -
hugsað um, segi ég, — þú manst
hérna fyrir hálfu ári, þegar þú
hvarfst gg fórst til Kaupmanna-
hafnar og varst burtu í sólarhring
án þess að við vissum neitt,
Sandra og ég ... ég hef brotið
héilann svo að ég verð örvita ...
hvað gerðist... þú hefur bara sagt
að þú hafir hitt stúlku sem fór
með þig heim og þú hafir sparkað
í hana og að þú hafir ekki vitað
hvort hún lifði af ... En hvernig í
ósköpunum gaztu ... veiztu mér
verður illt við tilhugsunina ...
Hann verður náfölur í andliti,
það er eins og hann sé að líða út
af. Ég stekk upp og tek undir hönd
hans og leiði hann inn á sófann.
Ég sezt hjá honum og strýk
honum yfir hárið. Hann stynur
hljóðlega.
— Ég hafði gleymt því ... ég
hélt að ég hefði gleymt því... Það
var svo hræðilegt ... ég vil ekki
hugsa um það.
— Þú verður, segi ég.
— Ég veit ekki hvað gekk að
mér, það var eins og eitthvað
spryngi innan í mér. Ég sparkaði
og sló ... og á eftir var ég svoleiðis
... ég eyðilagði allt ... ég var svo
hræddur, svo ógurlega hræddur
... og allan tímann hélt ég ...
— Hvað hélztu?
— Ég hélt ég væri að verða
vitskertur ... einn og vitskertur
... ég get ekki gleymt því ... það
plagar mig um nætur ... um
miðjar nætur vakna ég upp blaut-
ur af köldum svita.
— Nú er þetta liðið hjá.
— Þú heldur að ég geti breytt
mér...
— Allir geta breytt sér ofurlítið.
— Bara ofurlítið. Eða meira
seinna. En þú verður að lofa mér
dálitlu, þú verður að hafa upp á
þessari stúlku, ef hún hefur lifað
og skýra út af hverju þú gerðir
þetta, ekki biðja afsökunar, því að
það er engin meining í því, en
útskýra...
— Það er ekkert að útskýra.
— Víst er það. Annars getum
við fullt eins vel gefið þetta upp á
bátinn.
— Það eru bara konur, sem enn
trúa á breytingar, aðrir gefa það
frá sér.
— Eins og þú?
— Já, eins og ég.
— Veslings Kristján.
— Þú skalt ekki vorkenna mér.
— Jú, því að þú ert blindur og
sérð ekki allt sem er umhverfis
þig, manneskjur, störf, börn.
— Þú átt við Söndru.
— Já ég á við Söndru.
— Svo að þú hugsar þér að
flytja aftur til mín.
— Þetta hefur verið of við-
bjóðslegt og ég ætti ekki að gera
það, en stundum langar mit til að
vita hvað gerist — einnig Söndru
vegna.
— Nú þegar ég er byrjaður að
efast.
— Þú ert veikgeðja og ég er
sterk.
— Já, á þessari stundu.
— Á morgun er það kannski á
hinn veginn, hver veit.
— Ég er þreyttur, ég vil fara að
sofa.
— Komdu.
— Ég skil ekkert.
— Þú þarft ekki að skilja allt.
— Og samt er erfiðasti hjallinn
eftir. Ef þú verður kyrr.
— Ég verð kyrr. Þar til á
morgun. Svo sjáum við til.
(Þýð. Jóhanna
Kristjónsdóttir).