Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 20

Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 VERÍjLD Húsnæöismál Drottinn blessi fangelsið Um daginn fór Kjell Forslund úr fangelsi. Það er að segja, hann átti að fara. Hann vildi bara ekki fara. I raun og veru er ekki unnt að áfellast hann. Hann hafði lagleg- an klefa í fangelsinu Södertálje í Hága, og þar eru nýtízkuleg hús- gögn og gluggatjöld en engir rimlagluggar. í Svíþjóð er húsnæðisskortur. Kjeli hefur verið 29 ár ævi sinnar í fangelsi og hann fékk hvergi inni. „Þar að auki finnst mér ég ekki reiðubúinn til að halda út í þjóðfélagið á nýjan leik,“ segir hann. „Mér finnst ég ekki getað ferðast með lestum, verzlað í stórmörkuðum og borðað á veit- ingastöðum." Það náðist samkomulag. Kjell fer út að vinna á hverjum degi og kemur aftur í fangelsið á hverju kvöldi. — Mér finnst ég vera öruggur hérna, segir hann. Mál þetta varpar ljósi á þau vandamál sem geta verið samfara frjálslegri refsilöggjöf. Föngunum finnst þeir oft miklu öruggari innan múranna en utan þeirra. Karl Dagkshö fangavörður neit- ar því að eitthvað sé athugavert við fangelsin. „Það er alltaf erfitt að endurhæfa eða aðlaga fólk, sem dvalizt hefur langdvölum í fang- elsum. Við höfum engin heimili, sem við getum boðið fyrrverandi föngum. Ég held að mál Kjell Forslund sé angi af þjóðfélags- vandamáli fremur en sérstöku vandamáli varðandi fangelsi." Sannleikurinn er hins vegar sá, að fangahjálpin útvegar húsnæði fyrir fyrrverandi fanga, sem eiga erfitt með að fá inni, en Kjell Forslund hafnaði slíkri þjónustu. „Ef ég væri á eigin vegum, myndi ég hafna fljótlega aftur í fang- Hin frjálslega refsilöggjöf Svíans dregur dilk á eftir sér. elsi,“ sagði hann, og átti þá vitanlega við, að þá yrði hann í fangelsi allan sólarhringinn. „Þetta er auðvitað alveg furðu- legt, en eins og sakir standa, er ég ekki undir frelsið búinn," sagði hann. - CHRIS MOSEY REYKINGAR Röðin komin að kven- fólkinu Julius B. Richmond, landlæknir í Bandaríkjunum hefur lýst yfir því, að sígar- ettureykingar kvenna, sem sumir hafa taliö tákn um aukið sjálfstæöi þeirra, feli í sér stórfellda hættu fyrir heilsufar þeirra. Þá eigi reykingakonur á hættu fremur en aðrar konur að ala lasburða börn. Richmond hefur nýlega lagt fram 420 blaðsíðna skýrslu, sem nefnist Heilsu- farslegar afleiðingar af reykingum kvenna. Þar segir, að fyrstu almennu merkin um reykingasjúk- dóma meöal kvenna séu nú að koma fram. Konur hneigðust almennt síðar til þess að reykja heldur en karlmenn eða allt að því 25 árum síðar. Nú eru að koma fram afleið- ingar tóbaksreykinga á meðal kvenna, sem byrjuðu að reykja í síðari heims- styrjöldinni, þ.e. dauðsföll og ýmiss konar veikindi, Dýrkeypt „sjálfstæöi“ sem rekja má beint til reykinganna. Opinberar upplýsingar, sem safnað hefur veriö saman um reykingar og heilsufar sýna aö „fimmt- ung krabbameinstilfella og fjórðung dauðsfalla af völd- um krabbameins á meðal kvenna er ekki unnt að tengja nokkrum öörum or- sökum en tóbaksreyking- um.“ Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir því að tíðni dauðsfalla af völdum lungnakrabba verði meiri en tíðni dauðsfalla af völd- um brjóstakrabba. „Ýmsir aðrir sjúkdómar, sem rekja má til reykinga, verða nú æ algengari meöal kvenna, svo sem lungnaþemba, bronkítis og fleira“ segir Richmond. Patricia Harris ritari Heil- brigðis, fræðslu og velferö- armáladeildarinnar segir í bréfi til Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að skýrsla þessi sé ein hin uggvæn- legasta, sem unnin hafi verið. „Hún leiðir berlega í Ijós, að reykingakonur eiga yfir höfði sér sömu hættur og karlmenn sem reykja, þ.e. lungnakrabba, hjartasjúk- dóma, lungnasjúkdóma og fleira. Þaö skelfilegasta er, aö reykingar kvenna geta skaöað fóstur í móðurlífi. ANDOFSMENN Ein refsingin varpaóí einangrun- arklefa og „gleymt" Tekst þeim að murka lífið úr „rokk-fanganum?“ Petr Cibulka átti aö sleppa úr fangelsi nýlega, en í staöinn veröur hann aö eyöa ööru ári til viöbótar þar — ári, sem kann aö kosta hann lífiö. Upphaflegt afbrot Cibulka var aö „efna til æsinga", sem er brot á tékknesku hegningarlögunum, meö því aö dreifa ritum um mannréttindi og segulbandsspólum meö hljómlist rokk-hljómsveitar sem bönnuö er í Tékkóslóvakíu. Fyrir þetta hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Næsti „glæpur“ hans var andstaöa viö fangelsiskerfi Tékkóslóvakíu. Þaö virðist sem yfirvöldin hafi átt erfitt meö aö fyrirgefa Cibulka, sem er 29 ára, fyrir aö sýna ekki iörun viö réttarhöldin. Af sönnunargögnum sem fyrir liggja má ráða, aö ákveöiö hafi veriö frá upphafi aö veita honum sérstaka ráöningu í fangelsinu. Skömmu eftir aö hann byrjaði aö afplána dóm sinn í Bory fangelsinu varð hann fyrir sífelldum árásum nokkurra samfanga sinna. Þegar hann mótmælti þessu viö fangelsisyfirvöldin var honum tvívegis kastaö í einangrunarklefa í kjallara fangelsisins. Þar varö hann aö sofa á steingólfi og matarskammturinn var minnkaöur verulega, venjulega hálfan mánuö í senn. Þessi meöferð dró mjög úr honum mátt og var honum þá úthlutaö nýju starfi í verksmiðju fangelsisins, starfi sem var mjög krefjandi og hann fékk ónógan tíma til þjálfunar. Af þessum tveimur ástæöum gat hann ekki fyllt erfiöan vinnukvóta sinn og af þeim sökum átti hann á hættu enn frekari árásir sumra fanganna. Samkvæmt upplýsingum meöfanga Cibulka þarf 5 vikna þjálfun við þaö starf sem honum var úthlutað. Máttvana og böröum var Cibulka ætluö ein vika til þjálfunar. Þessi sömu vitni segja, aö hin hroöalega meöferö sem hann varö aö sæta hafi verið ákveöin af fangelsisyfirvöldunum. Arásirnar voru geröar fyrst og fremst af fjórum föngum, sem nutu sérstakrar náöar fangelsisyfirvalda, en foringi þeirra var nauögari og morðingi sem treyst var sem umsjónarmanni 150 samfanga. En samkvæmt umsögnum fangelsisyfirvalda var þaö Cibulka sem stööugt gaf átyllu til þessara árása, ef þær þá höföu nokkru sinni átt sér staö. Fangelsisstjórinn sagöi í svari sínu viö tilmælum móöur Cibulka um vægð: — Ég verö aö benda á, að sonur yöar heldur stööugt áfram aö brjóta viðteknar venjur og reglur fangelsisins og yöur ber, jafnt í bréfum og heimsóknum yöar, aö reyna aö hafa jákvæö áhrif á hegöun hans. í ööru bréfi, manuöi síöar, sagöi fangelsisstjórinn: — Ég hef ekki fundið neitt dæmi þess, aö hann hafi oröiö fyrir líkamsárás. Þaö er aöeins bábilja hans sjálfs, sem á sér enga stoö í veruleikanum. Þann 18. maí á síöasta ári fór Cibulka í hungurverkfall til aö leggja áherzlu á kröfu sína um aö vera fluttur til á annan vinnustaö í fangelsinu. í refsingarskyni fyrir þetta var honum á ný kastaö í einangrunarklefa neöanjarðar og „gleymt". Nokkrir samfangar hans fóru þá einnig í hungurverkfall og kröföust þess, aö Ciþulka fengi nauösynlega læknismeöferö. Hann var loks fluttur til Pankrac fangasjúkrahússins eftir 38 daga. Þegar hann kom til Bory aftur þrem vikum síöar mæltu læknarnir meö því aö hann yröi fluttur á annan vinnustaö af heilsufarsástæö- um. En fangelsisyfirvöldin fóru ekki að þeim ráöum. Cibulka var á ný refsað fyrir hungurverkfalliö strax og hann kom meö 30 daga dvöl í einangrunarklefanum í nístandi kulda. Líkamsárásum var einnig haldið áfram. Cibulka svaraöi meö nýju hungurverkfalli og heilsa hans fór enn versnandi. Þann 30. janúar sl. var hann dreginn fyrir rétt á ný og dæmdur í 6 mánaöa fangelsi til viöbótar, í stranga meðferö, fyrir tilraun til aö hindra fullnægingu á fyrri dómi. Þessum dómi var áfrýjaö af saksóknaranum og leiddi þaö til þess aö 12. marz sl. var viöbótarfangelsisdómurinn lengdur í eitt ár. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Tékkóslóvakíu eru þeir á ný teknir upp viö fyrri iöju aö misþyrma Cibulka og er hann í bráöri lífshættu. — IVAN HARTEL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.