Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 8

Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 8
Frumvarp til barnalaga var lagt fyrir Alþingi vorið 1976 og síðan haustið 1976 og haustiö 1977, en hlaut ekki afgreíöslu. Skömmu fyrir þinglok voriö 1979 var frumvarpið enn lagt fram til kynningar, en kom ekki til umrœöu. Allmiklar breytingar höföu þá veriö geröar á frumvarpinu frá þeirri gerö sem lá fyrir Alþingi 1976 og 1977. Nú er skammt í þinglausnir en barnalagafrumvarpiö hefur ekki verið tekiö til umraeöu á þessu þingi, en þaö hefur legiö fyrir þinginu í vetur efnislega óbreytt frá vori 1979. Fjöldi félagasamtaka og einstaklingar hafa reynt aö koma hvatningu á framfæri við alþingismenn um aö afgreiöa þetta frumvarp allt frá framlagningu þess voriö 1976 en þaö fær afgreiöalu í fyrsta lagi á þinginu 1980—1981. Sifjalaganefnd, sem er fastanefnd um sifjamálefni á vegum dómsmálaráöuneytisins samdi frumvarpið til barnalaga, — í nefndinni eiga sæti dr. Ármann Snævarr, hæstaróttardómari, formað- ur, frú Auöur Auöuns, fyrrv. alþingismaður, Baldur Möller, ráöuneyt- isstjóri og Guörún Erlendsdóttir hæstaréttarlögmaóur. Þá hafa þrír aðilar skilaö umsögn um frumvarpió. Hvaóa róttarbætur eru fólgnar í þessu frumvarpi sem mætir svo litlum skilningi alþingismanna. Barnalagafrumvarpið — af hverju hlýtur það ekki náð á þingi? Núgildandi löggjöf um stöðu barna Núgildandi lög um börn, stööu þeirra aö lögum og tengsl þeirra viö foreldra eru frá árinu 1921, — þ.e. lög nr. 57/1921 um afstööu foreldra til skilgetinna barna og lög nr. 461/1921 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna, — frá 1921 hafa þessi lög þó verið endurskoð- uö og bætt að hluta. Þó eru mikilvægar réttarbætur í frum- varpinu sem ekki eru í lögum í dag. í barnalöggjöf hefur í Evrópu frá lokum síöari heimsstyrjaldar mest borið á eftirfarandi hugmyndum: aö tryggja jafnrétti kynjanna aö því er varðar forsjá fyrir börnum, stefnt hefur veriö aö því aö afnema alla mismunun á skilgetnum og óskilgetnum börnum, og þá er þaö viöurkennt í ríkum mæli, aö barn er ekki „eign“ foreldra heldur sjálfstæöur einstaklingur. Frumvarpið til barnalaga Hér veröur aöeins stiklaö á mikilvægustu atriöum frumvarps- ins, en ákvæöi þess eru í 58 greinum. Óskilgetin börn jafn sett skil- getnum börnum í frumvarpinu er lögð áherzla á þaö stefnumiö, aö gera óskilgetin börn jafn sett skilgetnum börnum. Því þjóöfélagslega markmiöi á sviöi einkaréttar er að verulegu leyti þegar náö hér á landi. í sumum greinum hafa óskilgetin börn þó aöra réttarstööu og lakari en skilgetin börn. í greinargerö meö frumvarpinu segir að lagt sé til aö þaö taki til lagaákvæöa um óskilgetin börn jafnt sem skilgetin og er þá til þess stofnað, aö einn lagabálkur fjalli um þessi efni samfellt, andstætt því sem nú er, þar sem tveggja stofnlaga nýtur viö svo sem fyrr er greint. í 1. gr. þess er lagt til, aö mælt sé berum oröum svo, aö réttarstaða óskil- getins barns sé sú sama og skilgetins barns, nema lög mæli á annan veg. Þetta er stefnuyfirlýs- ing og er ætlað aö hafa lagagildi og gæti m.a. haft áhrif á lögskýr- ingu í einstökum tilvikum og túlkun löggerninga. Má í þessu sambandi nefna ákvæði frumvarpsins um framfærslueyri og ákvöröun hans, ákvæði sem fela í sér, að forræöi óskilgetins barns verður oftar í höndum beggja foreldra en sam- kvæmt núgildandi lögum, og sjá síöar um umgengnisrétt fööur (móöur ef því er að skipta) viö óskilgetiö barn. Þá er hugtakiö skilgetið barn skýrt nokkuö rýmra og meö öðrum hætti en eftir gildandi lögum, því aö óvígö sam búö foreldra í ákveöinn tíma er ætlað aö hafa þau áhrif, aö barn telst skilgetiö. Forsjá barna í frumvarpinu eru ítarleg ákvæöi um forsjá barna og er hugtakiö forsjá notaö í staö foreldravalds, sem þykir um of taka miö af eldra réttarástandi. Ákvæöin um forsjá barna miöa í þá átt að gera hlut foreldra, sem búa saman ógift, sem likastan stööu giftra foreldra. Ákvæöin eru reist á því grunnsjón- armiöi, aö þaö sé barníö, sem eigi rétt á forsjá foreldra og um- gengni viö þau. Forsjánni er lýst svo, aö hún feli í sér m.a. rétt og skyidu fyrir forsjáraöila til aö ráöa persónulegum högum barnsins og gegna öðrum foreldraskyldum. Tekið er fram aö foreldrum beri að sýna börnum sínum umhyggju og nærgætni og gegna forsjár- og uppeidisskyldum sínum svo sem bezt hentar hag barna og ber þeim aö stuöla aö því, aö barn þeirra fái menntun og starfsþjálfun í sam- ræmi viö hæfileika þeirra og áhugamál. Einnig er tekiö fram aö foreldrum beri að hafa samráö viö börn sín, áöur en persónulegum málefnum þeirra er ráöið til lykta, eftir því sem gerlegt er, þ.á m. meö tilliti til þroska barnsins. Samkvæmt frumvarpinu er for- sjá barns í höndum beggja for- eldra sem búa samvistum. Ef hjón skilja eöa foreldrar í óvígöri sam- búö slíta samvistir, ber aö taka ákvöröun um forræöi barna. Skal fara eftir samkomulagi foreldra, nema þaö komi í bága viö þarfir barnsins, en ef svo er eöa ef foreldrar eru ekki sammála, þá úrskuröar dómsmálaráöuneytiö í málinu aö fenginni umsögn barna- verndarnefndar. (Samkvæmt nú giidandi lögum hefur móöir for- ræöi yfir barni sem ekki er fætt í hjónabandi foreldra.) Faöir óskil- getins barns getur aö ákveönum skilyröum fullnægöum óskað þess aö dómsmálaráðuneytiö kveöi svo á, aö honum sé falin forsjá barns síns. Umgengnisréttur í 40. gr. frumvarpsins er lagt til aö lögfestur veröi umgengnisréttur fööur óskilgetins barns viö barnið (og móöur ef því er aö skipta) — „enda er foreldri skylt aö rækja umgengni og samneyti viö barn og hlíta nánari skilmálum, er aö því lúta“ — nema slík tilhögun sé andstæö hag barnsins og þörfum aö mati dómsmálaráðuneytis. Slíkt ákvæöi um umgengnisrétt er ekki í gildandi lögum, en í lögum um stofnun og slit hjúskapar eru hins vegar hliöstæö ákvæöi, aö því er varöar þaö foreldri sem ekki fær forræöi barns, viö skilnaö foreldra. Nýlega féll dómur í Hæstarétti þar sem fööur var neitaö um slíkan umgengnisrétt viö óskilgetiö barn sitt þar sem lagaheimild skorti fyrir þeim rétti honum til handa. Fleiri nýmæli eru í frumvarpinu, svo sem um barnsfaöernis- og vefengingarmál. M.a. reglur sem ætlaö er aö rýmka lögsögu íslenzkra dómstóla í faðernismál- um, þar sem í hlut eiga f jarstadd- ir varnaraðilar. Um nýmæli er varöa framfærslu barna má nefna að foreldrum er gert skylt aö einkarétti aö fram- færa börn sín lengur en nú er, þ.e. aldur er hækkaöur úr 17 árum í 18 ár og getur framfærsluskylda staö- iö til 24 ára aldurs, ef þörf krefur vegna menntunar barna. Þá eru nýmæli um framfærsluskyldan aö- ila, sem ekki hefur barn sitt hjá sér, aö heimilt er aö úrskuröa hann til þess aö inna af hendi sérstök framlög vegna útgjalda við skírn barns, fermingu, eða vegna sjúk- dóms eöa ööru sérstöku tilefni. í frumvarpinu er því ákvæði sem tryggja betur réttarstöðu barna gagnvart foreldrum sínum, því tekiö er tillit til sjálfsákvöröunar- réttar barnsins og hvatt til sam- ráöa milli foreldra og barna. Börn eru minnihlutahópur vegna smæö- ar sinnar og valdaleysis, — ef litið er til meöferöar þessa frumvarps á Alþingi er ætlandi aö þau séu minniháttar í augum löggjafans. Frumvarpið getur leitt til þess, aö viöhorf fullorðinna breytist á þann veg, aö þeir geri sér betur grein fyrir því, aö barn er einstaklingur sem á rétt á aö tillit sé til hans tekið og réttindi hans ekki fótum troðin. Barnalífeyrir Barnalífeyrir er greiddur meö börnum, yngri en 17 ára, ef annaö hvort foreldri er látiö eöa örorkulífeyrisþegi, enda eigi barniö lögheimili hér á landi og annaöhvort foreldra þess eöa barniö sjálft hafi átt hér lögheimili a.m.k. 3 síðustu árin, áöur en umsókn er lögö fram. Sömu réttarstööu hafa kjörbörn og stjúþbörn, sem ekki eiga framfærsluskyldan fööur á lífi. (í þessum tilvikum er um skyldu til greiöslu barnalífeyris aö ræða). Tryggingaráð getur ákveöiö aö greiöa barnalífeyri meö barni ellilífeyrisþega, svo og meö barni manns, sem sætir gæslu- eöa refsivist, enda hafi vistin varaö a.m.k. þrjá mánuöi. Einnig er heimilt aö greiöa barnalífeyri meö barni sem ekki reynist gerlegt aö feöra, enda fylgi umsókninni málskjöl er Tryggingaráö telur fullnægjandi. Barnalífeyrir er kr. 42.107 á mánuöi meö hverju barni. Hér er um heimild aö ræöa um greiöslu barnalífeyris). Barnalífeyrir er ekki greiddur til barna sem njóta örorkulífeyrirs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.