Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 23

Morgunblaðið - 18.05.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980 71 fclk í fréttum Þcssi föngulegi hópur ungra stúlkna keppti um titilinn Ungfrú Útsýn, en lokakeppnin fór fram á Hótel Sögu, Súlnasal. Stúlkurnar eru, fremri röð frá vinstri: Birgitta Baldursdóttir, Kristín Ingvadóttir, Svava Þ. Johansen, Margrét Alice Birgisdóttir, sem varð hlutskörpust í keppninni, Linda H. Haraldsdóttir og Hildur Hiimarsdóttir. í aftari röð eru, talið frá vinstri: Ingibjörg Sandholt, Kristín Sandholt, Halldóra D. Kristjánsdóttir, Unnur Pétursdóttir, Kristín Berg Pétursdóttir og Ástríður Ástráðsdóttir. Spegill, spegill, herm þú mér Tólf stúlkur kepptu til úr- slita um titilinn Ungfrú Útsýn MARGRÉT Alice Birgisdóttir var nýlega kjörin Ungfrú Út- sýn á Utsýnarkvöldi á Hótel Sögu. Alls kepptu tólf stúlkur til úrslita í keppninni að þessu sinni, og fengu þær allar ferða- vinning fyrir þátttökuna, auk fleiri gjafa. Útsýnarkvöld eru fyrir löngu orðinn fastur liður í skemmtana- lífi landsmanna, einkum á höf- uðborgarsvæðinu, en einnig víðar um land þar sem skemmt- anirnar hafa verið haldnar. Þá eru fegurðarsamkeppnirnar einnig orðinn árviss atburður, sem vekur mikla athygli hverju sinni. Óðal feðranna frum- sýnd í næsta mánuði VINNU við kvikmyndina Óðal feðranna, sem gerð er af Hrafni Gunnlaugssyni og fleirum, er nú alveg að ljúka, og verður myndin væntanlega frumsýnd í lok júnimánaðar. Ekki er enn alveg frágengið hvaða kvik- myndahús verða fyrir valinu. en rætt hefur verið um Háskóla- bíó og Laugarásbió. Með aðalhlutverkin í mynd- inni fara þau Jakob Þór Einars- son og Hólmfríður Þórhallsdótt- ir, en alls koma þrjátíu og sjö leikarar við sögu í myndinni. Tónlist við myndina gerðu þeir Gunnar Þórðarson og Magnús Eiríksson. Myndin er nú í lokavinnslu í Svíþjóð, þar sem aðstandendur hennar voru fyrir skömmu, með- al annars við frágang á hljóði. Öll hljóðsetning hefur að sögn gengið mjög vel, og heyrst hefur að þetta muni verða fyrsta íslenska kvikmyndin með óað- finnanlegu hljóði, en nokkuð hefur þótt skorta þar á hingað til. Sem fyrr segir mun myndin verða frumsýnd í lok næsta mánaðar, en hún er af venjulegri lengd, rétt tæpar 100 mínútur í sýningu. Þessi mynd var tekin í sumar, þegar unnið var að upptöku á síðustu atriðunum á kvikmyndinni Oðal feðranna, en hún verður frumsýnd í næsta mánuði. Á myndinni eru, Jóhann Sigurðsson leikari, Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri og Jón Þór Hannesson hljóðupptökustjóri. Ljósm: Ragnhcidur Harvey. Skólastjóri verður ritstjóri Afráðið er að Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri í ólafs- firði taki við ritstjórn blaðsins íslendings á Akureyri nú í sumarbyrjun. Ritnefnd nokk- urra manna hefur séð um út- gáfu fslendings að undanförnu ásamt Gunnari Berg frétta- stjóra, eða frá því að Gísli Sigurgeirsson ritstjóri lét af störfum við blaðið. Gísli starfar nú sem blaðamaður við Vísi, en hefur aðsetur á Akureyri. Kristinn G. Jóhannsson er kunnur um allt Norðurland, og raunar víðar. Hann hefur getið sér gott orð sem skólastjóri á Kristinn G. Jóhannsson skóla- stjóri. Ólafsfirði, auk þess sem hann hefur verið ein helsta driffjöður- in í leiklistarstarfsemi kaup- staðarins. Þá hefur Kristinn látið til sín taka á fleiri sviðum lista, er til dæmis rómaður listmálari. Þá er hann einnig kunnur fyrir skemmtilega út- varpsþætti er hann annaðist fyrir fáum árum. Munu aðstandendur íslend- ings hugsa gott til glóðarinnar, að fá nú þennan hæfileikamann til starfa, en jafnframt mun hans verða saknað úti í Ólafs- firði. Ivan Rebroff, mikilúðlegur á að sjá, klæddur loðpelsi á sviði Háskólabíós. Myndina tók Kristján Einarsson. Rebroff og íslenska mjólkin Drekkur venjulega tvo lítra mjólkur daglega, en jók neysluna hér á landi upp í sex lítra! Þýsk-rússneski stórsöngvar- inn Ivan Rebroff er landsmönn- um enn í fersku minni, eftir að hann hélt tónleika við góðar undirtektir víða um land. Hann fór létt með að fylla Háskólabió, og fólk beið í ofvæni eftir að sjá hann og heyra í Sjallanum á Akureyri. Þá kom hann til Grímseyjar, söng þar og skemmti sér með eyjarskeggj- um. og svo mætti lengi telja. Þá kom það þægilega við þjóðarstolt landans, að hinn heimsfrægi söngvari lét falleg orð falla um íslenskt kvenfólk og um hreina loftið hér, auk þess sem hann rómaði kaffið og að ekki sé minnst á hákarlinn og brennivínið! En það var fleira, sem hetju- söngvarinn kunni að meta hér á landi; nefnilega íslenska mjólkin. Agnar Guðnason sagði Morgunblaðinu eftirfarandi sögu: „Hinn mikli gleðimaður og söngmaður, Ivan Rebroff, heldur heilsu sinni og söngkröftum þrátt fyrir mikið álag. Er hann dvaldi hér á landi fyrir skömmu fór hann meðal annars austur fyrir Fjall. Þar kom hann á heimili dýra- læknisins í Laugarási, en hann er kvæntur þýskri konu. Söngv- aranum var boðið upp á kaffi, en hann bað þá heldur um mjólk. Sagði hann húsráðendum, að hann drykki að jafnaði tvo lítra mjólkur daglega. En síðan hann hefði komið til íslands drykki hann sex lítra á dag! Hér á landi væri nefnilega að fá bestu mjólk sem hann hefði bragðað! — Það er því ef til vill athug- andi fyrir fólk með takmarkað raddsvið að drekka meiri mjólk, og ná betri árangri,“ sagði Agn- ar að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.