Morgunblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 Útvarp kl. 11.20: Barnatími — „Eg elska hesta44 Sigríður Eyþórsdóttir stjórnar barnatímanum sem er á dagskrá kl. 11.20 í dag. Umfjöllunarefnið er hestar og heiti þáttarins, „Ég elska hesta", er haft eftir lítilli stúlku í reiðskólanum í Saltvík, en þangað verður m.a. farið í heimsókn og krakkarnir spurðir hvað það sé sem gerir hesta- mennskuna svona heillandi, að sögn stjórnandans. Þá verður spjallað við Ástríði Sigurmund- ardóttur sem segir frá kynnum sínum af hestum og Sigríður les hluta úr formála bókarinnar „Hesturinn minn“, um hlutverk íslenzka hestsins í fortíð og nútíð. Tónlistin sem leikin verður í þættinum verður að sjálfsögðu í tengslum við efnið; M.a. syngur Björgvin Halldórsson „Gott er að ríða sandana mjúka" af vísnaplötunni, karlakór syngur dýravísur eftir Jón Leifs og Sigurður Ólafsson „Ástarvísur hestamannsins". „Hver á börnin?“ í þættinum „Vissirðu það?“ í umsjón þeirra Guðbjargar Þór- isdóttur og Árna Blandon kennir margra grasa að vanda. Að því er Guðbjörg tjáði Mbl. munu þau aðllega hafa tvær bækur til hliðsjónar; Spámanninn eftir Kahil Gibran og Bókina um veginn eftir kínverska heim- spekinginn Lao Tse þegar fjallað verður um hinar ýmsu spurn- ingar, s.s. „hver á börnin?" en við því kunni Kahil Gibran svar í Spámanninum. Rætt verður um „hina þrjá kostgripi" Lao Tse, „einkenni einfeldni" og sagt frá því „hvernig kötturinn fór að því að losa sig við flærnar". Þá verður tekið fyrir hvers vegna kettir voru heilagir í Egypta- landi og þeir sem ekki vita, munu verða einhvers vísari um leyndardóma Tai Majhal. Guð- björg sagði að þau Árni styddust við hin margvíslegustu rit við gerð þáttanna, m.a. barnaútgáfu alfræðiorðaljókarinnar „Brit- annica“. Fróðleiksfús börn, á öllum aldri. ættu því að leggja við hlustirnar kl. lfi.20. en þá er þátturinn á dagskrá. Gömlu revíurnar Mishermt er í hljóðvarps- dagskrá að þáttur þeirra Rand- vers Þorlákssonar og Sigurðar Skúlasonar um gömlu revíurnar, sem er á dagskránni í kvöld kl. 20.30, sé annar í röðinni og heiti „Lausar skrúfur". Þar urðu breytingar á, þannig að þáttur- inn í kvöld er sá fyrsti og ber heitið „Einhver hlær og einhver reiðist". Að sögn Sigurðar Skúla- sonar verður fyrst fjallað um upphaf revíunnar á Islandi, en heimildir eru til um revíuflutn- ing hér á landi allt frá árinu 1880, en þá sýndu Isfirðingar revíuna „Getjón" og í Reykjavík fluttu skólapiltar í M.R. „Brand- majórinn" eftir Einar Hjörleifs- son. Þá verður farið nokkrum orðum um þróun revíuformsins í heiminum yfirleitt. En aðaluppi- staða þáttarins verður þó frá- sögn af þeirri revíu sem hvað mestu fjaðrafoki hefur valdið hér á landi fyrr og síðar, „Allt í grænum sjó“, sem sýnd var í Reykjavík árið 1913. Voru þar tekin fyrir ýmis þau mál, er mörgum var hvað ósárast um á þeim tíma, s.s. spíritisminn og skopast var að bræðings- mönnum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, bærinn stóð á öðrum endanum og sýningar urðu aldrei fleiri en ein. Frá þessu munu þeir félagar segja í þætt- inum, auk þess sem þeir munu leika nokkur atriði úr „Allt í grænum sjó“ og njóta við það liðsinnis Helgu Þ. Stephensen, leikkonu. Ein helsta heimild þeirra Rand- vers og Sigurðar við gerð þess- ara þátta hefur verið ritgerð samin af þeim Páli Baldvinssyni og Sigurjóni Sighvatssyni sem prófverkefni í bókmenntafræði við H.í. en hún fjallar einmitt um sögu revíunnar. Við gatnagerðarframkvæmdir á Egilsstöðum varð það óhapp nýlega að ein grafan valt á hliðina. Engin slys urðu á mönnum en garður kaupfélagsstjórans skemmdist nokkuð. Ljósm. j.d.j. Báðum Sandeyjunum lagt vegna samdráttar í sölu á sjávarefnum í steypu Magnús Guðbrandssun hofundur Gamanyrða VERULEGA hefur dregið úr sölu á sjávarmöl og sjávarsandi i steinsteypu á þessu ári. Hefur fyrirtækið Björgun h/f i Reykja- vik. sem gerir út sanddælu- og dýpkunarskip þegar lagt einu af þremur skipum sínum og fyrir- hugað er að leggja öðru í haust. Að öllu óbreyttu verður því aðeins eitt skip gert út á vegum fyrirtæk- isins í vetur en það er Perlan. Gamanyrði — frásagn- ir af mönnum og mál- efnum í bundnu máli KOMIN er út bókin Gamanyrði, frásagnir af mönnum og málefn- um i bundnu máli, eftir Magnús Guðbrandsson. Skopteikningar í bókinni eru eftir Halldór Pét- ursson. Bókin Gamanyrði inniheldur vísur um ýmis menn og málefni og er efninu skipt í flokka: I léttum dúr, söngbræður, samstarfsfólk, ættar- og fjölskyldutengsl, bland- að efni og gamanvísur. í formála höfundar kemur fram að árið 1965 birtist eftir hann kvæði í Lesbók Mbl. með skopteikningu eftir Halldór Pétursson. Síðar teiknaði hann fleiri myndir við kvæði Magnúsar. „Mér er það ljóst að kvæði mín og vísur eru að mestu tækifærisbundin og því eitthvað frábrugðin annarri ljóðagerð, enda aðallega gerð til ánægjulest- urs þeim sem hlut eiga að máli“, segir Magnús Guðbrandsson. Magnús Guðbrandsson er fædd- ur í Reykjavík 1896 og hefur lengst af unnið ýmis skrifstofu- störf, síðast hjá Olíuverslun ís- lands. Bókin er unnin hjá Odda, Sveinabókbandi og Korpusi, en höfundur gefur hana út. Hér fer á eftir fyrsta vísan í kvæðinu Heimkoma fóstbróður á kvennaárinu 1975: Þú komst með þotu frá Kanaríeyjum. Þú komst með frúnni aftur heim. Þú fékkst þér sólböð hjá svörtum meyjum og sérð nú dálítið eftir þeim. Ástæðan fyrir þessum samdrætti eru takmarkanir á notkun á sjávarefnum í steinsteypu í Reykjavík vegna alkalivirkni. Hreinn Hreinsson, útgerðar- stjóri hjá Björgun h/f sagði, að þeir hefðu lagt dýpkunarskipinu Sandey II fyrir síðustu áramót og væru nú búnir að segja upp öllu starfsfólki á sanddæluskipinu Sandey, sem oft væri nefnd gamla Sandey. Byrjað hefði verið á að segja upp annarri áhöfn Sandeyj- arinnar, en nú væri skipið aðeins starfrækt á daginn og væru 12 menn í áhöfninni. Þessum 12 hefði nú verið sagt upp og kæmi sú uppsögn til framkvæmda 1. októ- ber n.k. og yrði Sandey þá lagt um tíma. „Við höfum orðið að grípa til þessara aðgerða vegna verkefna- skorts og vonum að þetta verði aðeins tímabundið, sagði Hreinn. Sandey er nú að dæla upp skeljasandi fyrir Sementsverk- smiðjuna á Akranesi en Perlan er að dæla upp steypuefni úr sjó í nágrenni Reykjavíkur en fer síðan til ísafjarðar til að dæla upp efni fyrir steypustöðina þar. Síðar í sumar fer Sandey í að dæla upp steypuefni við Reykjavík en Perlan fer í að dæla upp fyllingarefni á nýju athafnasvæði Björgunar í Örfisey. Hreinn sagði, að fyrirtæk- ið væri nú flutt með alla starfsemi sína úr Sundahöfn inn á Ártúns- höfða. Kostnaðarsamt væri hins vegar að aka fyllingarefni í gegn- um borgina og því hefði fyrirtækið fengið lóð undir söluaðstöðu á möl og sandi skammt frá baðhúsinu í örfisey. Útvarp Reykjavík L4UG4RD4GUR 12. júlí MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þul- ur : kynnir. 8.00 Frettir. Tónieikar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. daghl. (útdr.) Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjuklinga. kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. (10.00 Fr r !0.10 Veður- fregnir.) 11.20 Barnatími.. Sigríður Eyþórsdóttir stjórnar. Fjallað um hesta. m.a. segir Ástríður Sigur- mundardóttir frá kynnum sinum aí hestum. Fluttar verða hestavísur og söngvar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. SÍDDEGIÐ 14.00 í vikulokin. Umsjónarmenn: Guðmundur Árni Stefánsson, Guðjón Friðriksson, óskar Magn- ússon og Þórunn Gestsdóttir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vissirðu það? Þáttur í léttum dúr fyrir börn á öllum aldri. Fjallað um staðreyndir og leitað svara við mörgum skritnum spurningum. Stjórnandi: Guðbjörg Þóris dóttir. Lesari: Árni Blandon. 16.50 Siðdegistónleikar Boston Pops-hljómsveitin leikur „Fransmann í New York“ eftir Darius Milhaud; Arthur Fielder stj. / Sylvia Sass syngur ariur úr óperum eftir Verdi og Puccini með Sinfóniuhljómsveit Lund- úna; Lamberto Gardelli stj. 17.50 Endurtekið efni: t minn- ingu rithöfundar. Dagskrá um Jack London frá Menningar- og fræðslu- stofnun Sameinuðu þjóð- anna. Þýðandi: Guðmundur Arnfinnsson. Umsjón: Sverr- ir Hólmarsson. Lesarar með honum: Steinunn Sigurðar- dóttir, Heimir Pálsson og Þorleifur Hauksson. (Áður útv. 6. þ.m.) 18.20 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. KVÖLDIÐ 19.35 „Babbitt“, saga eftir Sin- clair Lewis. Sigurður Einarsson íslenzk- aði. Gisli Rúnar Jónsson leikari les (32). 20.00 Harmonikuþáttur. Sigurður Alfonsson kynnir. 20.30 „Lausar skrúfur“ Einhver hlær einhver reiðist. Annar þáttur um elztu reví- urnar í samantekt Randvers Þorlákssonar og Sigurðar Skúlasonar. 21.15 Hlöðuball. Jónatan Garðarsson kynnir ameriska kúreka- og sveita- söngva. 22.00 t kýrhausnum. Sigurður Einarsson sér um þáttinn. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.35 Kvöldlestur: „Auðnu- stundir“ eftir Birgi Kjaran. Höskuldur Skagfjörð les (8). 23.00 Danslög. (23.45 Fréttir.) 01.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.