Morgunblaðið - 12.07.1980, Síða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980
Hitaveitan ekki
of góð til að sjá
okkur fyrir vatni
— segir Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson með dóttur sinni. Ljósm. Mbi. Emilia.
Enginn ánœgður
með vatnssveltið
— segir Ólafur Ólafsson
„Það er auðvitað enginn
ánægður með þessa yfirlýs-
ingu um vatnssveltið,"
sagði Ólafur Ólafsson, einn
húsbyggjenda í Seljahverf-
inu í Breiðholti, í samtali
við Morgunblaðið, en hann
er einn þeirra sem ekki
mun fá hitaveitu.
„Við lítum á þetta sem
tímabundið ástand, en ekki
sem verðandi ástand í þess-
um málum. Sumir eru jafn-
vel það bjartsýnir að þeir
telja að þetta mál muni
leysast áður en að byggingu
kemur, en það verður varla
fyrr en eftir rúm tvö ár,“
sagði Ólafur.
„í dag eru engin sérstök
áform um mótmælaaðgerð-
ir í sambandi við þetta, en
ef við munum ekki fá neina
hitaveitu, þegar þar að
kemur, þá reikna ég með að
við munum frekar nota
rafmagn til upphitunar en
olíu. Eg held að mönnum
finnist það viðráðanlegra
en olían, hér á þessu skeri,
þar sem alltaf er verið að
státa af öllum þessum raf-
magnsmöguleikum.
Við höfum ekki velt fyrir
okkur kostnaðinum, enda
erum við ekki í eldlínunni
enn, það er ekki stærsti
þátturinn. Það er margt
fleira sem er að brjótast
um í fólki um þessar mund-
„HLJÓÐIÐ í mönnum er mjög
slæmt vegna þessa máls,“ sagði
Sigurður Jónsson í samtali við
Mbl., en Sigurður er að byggja í
Hvammahverfinu í Hafnarfirði.
„Við erum þrír eða fjórir sem
flytjum innan 2ja mánaða og hjá
okkur virðist ekki um neitt annað
að ræða en setja upp tæki til
olíukyndingar," sagði Sigurður.
„Það var lokið við að leggja
fyrir hitaveitunni hér í húsið fyrir
um hálfum mánuði og kostaði það
um 5 milljónir. Ég held að olíu-
kyndingartækin komi ekki til með
að kosta mikið, það er hægt að fá
þau notuð. Aðalkostnaðurinn er
fólginn í aukatengingarkostnaði
og auðvitað olíukostnaðinum
sjálfum.
ir,“ sagði Ólafur.
„Mér finnst það sér-
kennilegt með þetta vísi-
tölukerfi, að verðinu á
heitu vatni er haldið niðri
hér í Reykjavík til þess að
einhverjir fái ekki kaup-
hækkun. Ég held að þetta
séu þrýstiaðgerðir hjá
Hitaveitunni til að vekja
athygli á fjárhagsstöðu
fyrirtækisins, enda finnst
manni kannski ekki óeðli-
legt að það fái hækkun í
samræmi við verðbólgu-
stigið. Og ég held að við
viljum gjarnan greiða ögn
meira fyrir vatnið heldur
en að fá það ekki,“ sagði
Ólafur Ólafsson.
Kostnaðurinn við að koma hita-
veitu í þetta hverfi er ekki mikill
og mér finnst skömm að því að við
skulum ekki fá heitt vatn. Við
höfum hér nokkrir verið að velta
því fyrir okkur að efna til hverfa-
fundar um þetta mál og ræða þar
ástandið hér. Einnig erum við að
gæla við það að grípa til einhverra
aðgerða í mótmælaskyni. Mér
finnst Hitaveitan ekki of góð til að
sjá okkur hér fyrir vatni og finnst
hún eigi að borga þetta sjálf. Hún
á vel fyrir þessu, samkvæmt
könnun sem fór fram á stöðu
fyrirtækisins fyrir nokkru. Auk
þess er hún búin að fá 56%
hækkun á heimtaugargjöldum,"
sagði Sigurður Jónsson.
Ólafur ólafsson Ljósm. Mbi. rax
Vísitölukerfið lýsir
ágœtlega vitleysunni
i þessum niálum
— segir Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon Ljósm. Mbl. RAX.
„STAÐAN hjá okkur er þann-
ig að lóðunum var úthlutað í
vor og því er ekki farið að gera
eitt eða neitt á þessum stað,“
sagði Gylfi Magnússon í
spjalli við Mbl., en hann er
einn þeirra sem hafa fengið
lóð í Seljahverfi, en kemur
ekki til með að fá hitaveitu, ef
að líkum lætur.
„Lóðirnar verða ekki bygg-
ingarhæfar fyrr en næsta
sumar og síðan tekur bygging-
in einhvern tíma. Ég hef þvi
ekki stórar áhyggjur af þessu
enn og held að þegar að því
kemur að ég þarf á hitaveitu
að halda, þá verði þetta í lagi,“
sagði Gylfi. „Ef þessi mál
leysast ekki þegar að byggingu
kemur, þá kemur maður til
með að velta því alvarlega
fyrir sér hvort maður leggur
yfirleitt út í þetta. Það er allt
eins líklegt að maður hætti
við. Eftir því sem ég hef lesið í
blöðum þá er olían margfalt
dýrari en hitaveitan og ég held
að ég myndi ekki vilja kaupa
það, að komast í einbýlishús,
svo dýru verði. Mér finnst það
heldur dýru verði keypt að
borga tífaldan kostnað við að
komast í einbýlishús.
Ég er alveg sammála þeirri
gagnrýni sem komið hefur
fram í þessu málj, að með
þessu móti sé ekki verið að
nýta innlenda orkugjafa og
þetta því óhagkvæmt fyrir
þjóðarbúið. Ég las um daginn
ágæta grein eftir Guðmund G.
Þórarinsson og ég get tekið
undir hvert orð sem í henni
stendur. Ég held að vísitölu-
kerfið lýsi ágætlega þeirri
vitleysu sem er í þessum
málum hjá okkur, að verðinu
sé haldið niðri hjá Hitaveit-
unni vegna einhverra annar-
legra sjónarmiða.
Maður verður að vona að
þetta vandamál verði leyst
fljótlega, a.m.k. áður en við
förum að byggja," sagði Gylfi
Magnússon.
Stöðumæl-
ar áfram
í borginni
ÞEGAR ákveðið var að hækka
stöðumælagjald í borginni á
lundi borgarráðs á dögunum.
eins og frá var skýrt i Morgun-
blaðinu. lagði Albert Guðmunds-
son borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins fram svohljóðandi til-
lögu:
„Vegna framkominnar tillögu
um ný gjöld í stöðumæla, verulega
hærri en nú eru í gildi, leyfi ég
mér að gera það að tillögu minni
að kannað verði, hvort ekki sé
tímabært að leggja niður stöðu-
mæla innan borgarmarka Reykja-'
vikur."
Tillaga Alberts hlaut aðeins tvö
atkvæði og því ekki stuðning og er
því ljóst að stöðumælar verða enn
um sinn í Reykjavík.
V er kak vennaf élagið
Framsókn:
Mótmælir
seinagangi
í samninga-
málum
AÐALFUNDUR Verkakvennafé-
lagsins Framsóknar var haldinn
26. júní 1980. Lýst var kjöri
stjórnar, þar sem enginn listi var
lagður fram á móti. Formaður er
Þórunn Valdimarsdóttir, ritari
Guðbjörg Þorsteinsdóttir, gjald-
keri Helga Guðmundsdóttir, með-
stjórnandi Kristín Símonardóttir,
varaformaður Ragna Bergmann,
varamenn Halldóra Magnúsdóttir
og Stella Stefánsdóttir. Sam-
þykktar voru lagabreytingar og
breytingar á reglugerð sjúkra-
sjóðs. Eftirfarandi tillögur voru
samþykktar:
Fundur hjá Verkakvennafélag-
inu Framsókn, lýsir megnri
óánægju með það, að lögin um
fæðingarorlof í samræmi við til-
lögur samninganefndar A.S.I.,
skyldu ekki vera samþykkt sem
lög frá Alþingi, áður en það lauk
störfum. Skorar fundurinn á ríkis-
stjórnina að taka frumvarpið til
afgreiðslu á Alþingi næsta haust,
þannig að lög um þriggja mánaða
fæðingarorlof, á fullum launum,
sem greiðast af Almannatrygging-
um, taki gildi, ekki síðar en um
næstu áramót.
Á fundi í Verkakvennafélaginu
Framsókn, er mótmælt harðlega
seinagangi í samningamálum.
Fundurinn skorar á samninga-
nefnd A.S.Í. að standa fast á þeirri
körfu um að hækkun á lægstu
laun hafi algjöran forgang. Enn-
fremur að sú hækkun sem fæst
verði ekki sett út í verðlagið.
Niðjamót
í Fljótum
Ba\ Hófðastrónd. 9. júli.
NIÐJAMÓT var haldið að Ketilási í
Fljótum 5. júlí þar sem saman
komu 130 afkomendur Sigríðar
Jónsdóttur og Jóhanns Benedikts-
sonar frá Miðmói í Fljótum. Af-
komendur þeirra eru nú alls um
170. Mót þetta tókst i alla staði
mjög vel. Samstilltur hópur ætt-
menna lagði sig fram um að gera
daginn eftirminnilegan. Veðurguðir
voru hliðhollir eins og bezt varð á
kosið. Stofnaður var myndarlegur
minningarsjóður um hjónin.
— Björn í Bæ.