Morgunblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 15 Skúli Jónasson hjá ísafold: Skattpíning og vaxta- byrðir þyngsti bagginn „VIÐ bíðum eftir lausn þeirra mála, sem i brennidepli eru, eftir því hvort rekstrargrundvöliur fyrir fiskvinnsluna fæst," sagði Skúli Jónasson, framkvæmda- stjóri frystihússins ísafoldar. „Þetta hefur gengið erfiðlega hjá okkur í ísafold undanfarið, en það rak endahnútinn á að við höfum ekki losnað við fiskinn og því eru allar frystigeymslur fullar og rekstrargrundvöllur ekki leng- ur fyrir hendi. Nýlega höfum við því neyðst til að senda allt kven- fólkið heim í sumarfrí, en karl- mennirnir vinna enn við ýmsar smáframkvæmdir og endurbætur. Það voru um sextíu manns í vinnu hjá okkur og við unnum tíu tíma á dag. í sumar höfum við ekki getað tekið neitt skólafólk eins og und- anfarin ár, vegna þessa vanda. „Gengislækkun hjálpar ekkert“ Vaxtastefna ríkisstjórnarinnar er fyrir neðan allar hellur og gengislækkun hjálpar okkur ekk- ert, allar okkar skuldir eru geng- istryggðar og því hækka þær með gengisfellingu. Það væri nær að minnka skattpínsluna, það mætti til dæmis fella niður launaskatt og söluskatt af umbúðum, sem við verðum að kaupa. Ríkið tekur sitt og vel það. Það hefur sýnt sig á liðnum árum, að gengisfelling hefur aldrei bætt neitt, auk þess sem hún lækkar kaupmátt, þrátt fyrir að kaupið hækki í krónutölu. „Stoppið er óheppilegt“ Það er vandi að stoppa vegna þeirra, sem vinna hjá okkur og vegna skipanna sem við gerum út, ég veit ekki hve lengi hægt er að láta skipin sigla með aflann. Ég vona að við getum byrjað í næsta mánuði, hvernig sem það fer. Við höfum átt í miklum fjárhagsörð- ugleikum, en alltaf getað borgað út þar til á síðasta föstudag, en við vonumst til að geta kippt því í lag í þessari viku. „Allsstaöar sami vandinn“ Þetta er allsstaðar sami vand- inn og hann verður ekki leystur af einstaklingum eða einstökum fyrirtækjum. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar eru aðeins lítið skref í rétta átt. Skattpíning og vaxtabyrði eru þyngsti bagginn, þar er ekkert gefið eftir, dráttar- vextir eru lagðir á okkur strax á fyrsta degi. Ríkisstjórnin hefði átt að reyna að koma í veg fyrir kaup- og fiskverðshækkanir, fólk hefði betur fengið aðrar ívilnanir, því launahækkanir eru fljótar að hverfa. U nglingavinnan er skemmtileg „BÆJARVINNAN er skemmtileg, það er alltaf gott að vinna úti,“ sogðu þær Guðný Ólafsdóttir og Jóna Hauksdóttir, er við hittum þær á leið í mat. „Við fáum líka þokkalegt kaup, eða tæp fimmtíu þúsund fyrir vikuna. Núna vorum við að vinna við að leggja þökur við iþróttavöllinn og svo er alltaf nóg að gera við hreinsun í bænum. Sumt fólk er svo miklir sóðar, það hendir rusli út um allt. Við höfum vinnu í þrjár vikur, kannski lengur ef við erum duglegar. Það eru tæplega fimmtíu krakkar á biðlista og aðeins tíu í vinnu hverju sinni. Við hefðum helzt viljað fá vinnu lengur, helzt í tvo mánuði. Við unnum í ísafold í fyrra og þá var nóg að gera, þar var betra kaup, en við vildum heldur vinna hjá bænum. Við erum oftast duglegar, en oft erum við bæði latar og syfjaðar á morgnana, því við byrjum að vinna klukkan sjö. Það er ágætt að vera hér í Siglufirði, en mætti þó vera meira fyrir okkur unglingana að gera. Hér er bara bíó á kvöldin, engin böll, svo við þræðum aðallega göturnar," sögðu vinkonurnar svo að lok- um. Kári Eövaldsson: Nóg að gera við smíðar „ÞAÐ er nóg að gera hjá okkur, við höfum verkefni fram á næsta ár,“ sagði Kári Eðvaldsson smiður og einn af eigendum trésmíða- verkstæðisins Búfs h.f„ er við hittum hann við vinnu sina. „Aðalverkefni okkar eru inn- réttingasmíði, hurðir og fata- skápar, en við tókum einnig að okkur húsbyggingar. Nú erum við með fimmtán manns í vinnu og höfum nýlokið við byggingu láfeknabústaðar, erum að hefja innréttingasmíði og allan frá- gang á tólf leigu- og söluíbúðum á vegum bæjarins, hér á flug- vellinum erum við að byggja tækjaskemmu fyrir flugmála- stjórn. Og einnig smíðum við innihurðir í um fimmtíu hús fyrir Húseiningar á þessu ári auk annarra smá verkefna. Rennum nokkuð blint í sjóinn með framhaldið Framhaldið á næsta ári er svo nokkuð óljóst. Það veltur allt á afkomu fiskvinnslufyrirtækj- anna, sem eru undirstaða at- vinnulífsins. Þar verður ríkið að koma til skjalanna, það er ekki á meðfæri bæjarfélagsins. Ríkið á meiri hlutann í stærstu atvinnu- stöðunum hér, svo það stendur því næst.“ Ása Þórarinsdóttir: Betra að f á eitthvað en ekki neitt „ÉG HEF unnið hér í sex ár og kann ákaflega vel við mig. Þegar ég var ung, vann ég eins og flestir i síld á sumrin og er þvi farin að þekkja sildina nokkuð vel, en það var nú skemmtilegra í gamla daga. þó þetta sé einhver bezti staður. sem ég hef unnið á.“ sagði Ása Þórarinsdóttir, er við hittum hana i vinnu sinni i Lagmetisiðjunni. Hvað kaupið okkar varðar erum við alveg tilbúin til að bíða aðeins eftir því, við vonum að þetta sé aðeins tímabundið og erum viss um að þetta kemst í lag. Það er alltaf betra að fá eitthvað en ekki neitt. Mér finnst þetta góður vinnustaður og ætla að vinna hér áfram, svo lengi sem ég get.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.