Morgunblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ1980 UPPAKOMURl Og allt í einu er allt fullt af vændiskonum! Vesturlandabúum sem leggja leið sína á Ólympíuleikana í Moskvu stendur til boða óvænt skemmtun, sem hvergi er minnst á í ferðabæklingum hins opinbera, en það er götuvændi og fjörugir samkvæmisförunautar af veikara kyninu. Yfirvöld í Sovétríkjunum halda því blákalt fram að byltingin árið 1917 hafi upprætt allt það félags- !ega óréttlæti sem getur af sér vændi. Sé einhvers staðar að finna leyfar þess, muni þar um að ræða algerlega „staðbundið fyrirbæri," samkvæmt opinberum gögnum. Hvað sem því líður, hafa útlend- ingar fengið opinská tilboð rúss- neskra kvenna upp á síðkastið í neðanjarðarbrautarstöðvum í miðborg Moskvu og venjulega hefst þetta þannig að þær stinga upp á smágleðskap heima hjá sér „aðeins tíu mínútna akstur héðan : leigubíl" Vestrænir fréttaskýrendur telja að þetta vændi svona rétt fyrir Ólympíuleikana eigi sér ekkert fordæmi í höfuðborginni frá því í byltingunni. Ungar konur, oft tvær og tvær saman, eru á sveimi umhverfis ferðamannahótelin í ljósgrænum leigubílum og kalla til útlend- inganna á frönsku, þýsku eða ensku. Fréttaritari nokkur, sem er orð- inn gamall í hettunni í Moskvu, var sem steini lostinn þegar hann sá tvær hörkuskvísur á rauðum Zhiguli-fólksbíl reyna að næla sér í tvo karlmenn sem voru á gangi í námunda við Kreml. „Ég hef aldrei fyrr séð neitt þessu líkt í Moskvu. Konur aka yfirleitt ekki einu sinni bílum hér,“ sagði hann. „Þetta er rétt eins og í Róm eða Frankfurt." Aðrar rússneskar konur leggja gildrur sínar í veitingasölum og börum bestu ferðamannahótel- anna í Moskvu. Þar sötra þær dýrindis kampavín um leið og þær VERwLD „Rétt eins og í Róm ...“ reyna að vekja á sér athygli útlendinga í viðskiptaerindum. Sumar eru ekkert að tvínóna við þetta, fá sér sæti við borðið hjá þeim og hefja samræður, sem venjulega enda aðeins á einn veg, að þær falbjóða blíðu sína. Fyrsta tilboð hljóðar oft upp á 25 eða 50 þúsund krónur hjá „fínu“ vændiskonunum, í beinhörðum gjaldeyri að sjálfsögðu. Samkvæmt sóvéskum lögum eru viðurlög allt að fimm ára fangelsi fyrir að hvetja stúlkur undir lögaldri til vændis. En það eru ekki til nein opinber ákvæði eða refsingar við vændi sem slíku, eða því að notfæra sér þjónustuna. Ekki fyrirfinnast neinar opin- berar tölur um fjölda rússneskra kvenna, sem leggja stund á vændi, en óbreyttir sovéskir borgarar viðurkenna þó að það dafni bæri- lega hvar sem ferðamenn eru saman komnir. Enda þótt starfið sé að nafninu til bannað, láta hótelstjórar og lögregla gleðikonurnar víðast af- skiptalausar, enda getur komið sér vel að geta spurt þær út úr um athafnir viðskiptavina sinna. Einnig eru til þær gleðikonur sem beinlínis starfa fyrir örygg- islögregluna, KGB. Þær eru sagð- ar leiða útlendinga í gildrur „við- kvæmra kringumstæðna" þar sem teknar eru af þeim myndir, sem síðan eru notaðar til að kúga af þeim fé eða annað, sem að gagni má koma fyrir yfirvöld. David Minthorn VISINDll Tekur það engu tali, að apar tali? Kunna apar að tala? Þessi spurning hefur valdið stór- skemmtilegu rifrildi milli vísind- amanna í Bandaríkjunum. Öðru megin standa þeir sem segjast hafa kennt öpum að tala, eða að minnsta kosti að nota táknmál, hinu megin eru svo efasemda- mennirnir sem segja að sannan- irnar fyrir þessu séu svo rýrar að þeim sé helst að líkja við það þegar kærleiksfullar mæður þykjast sannfærðar um að fyrsta hjal ungabarna þeirra séu hinar spak- legustu viðræður. Þung orð hafa fallið — af munni vísindamannanna, ekki apanna. Þeir sem telja að sér hafi tekist að kenna öpum mannamál benda á því til sönnunar að apar geti beitt orðum á skapandi hátt, ýmist til að búa til setningar, en það er einmitt lykilatriði í því að kunna að tala, eða til að skapa nýtt og oft og tíðum skáldlegt myndmál. Górillan Koko, sem hefur verið í þjálfun hjá Francine Patterson í Stanford, hefur til dæmis fengið hrós fyrir að hafa lýst zebrahesti sem „hvítu tígrisdýri." Washoe, sem er fyrsti apinn er lærði táknmál hjá Allen og Beatrice Gardner við Háskólann í Nevada, kallaði vatnsmelónu því snjalla heiti „drykkjarávöxt" og svaninn nefndi hann „vatnsfugl". Afrek af þessu tagi urðu víðfræg og hróður þeirra — apanna og kennaranna — barst víða án þess að nokkur gagnrýni heyrðist, uns þar kom að annar apa-kennari, Herbert Terrace við Columbía- haskólann, setti smástrik í reikn- inginn. Hann hafði verið að reyna að kenna ungum sjimpansa, Nim að nafni. Lengi vel hélt Terrace að honum ætlaði að takast að kenna Nim að nota táknmálið Ameslan. „Gefa appelsina ég gefa éta . En við nánari athugun sannfærð- ist hann um að „málið" hans Nim var í meginatriðum frábrugðið tungutaki mannanna barna. Nim hafði einfaldlega þann háttinn á að endurtaka í sífellu táknin sem kennari hans gerði. Þegar hann bjó til „setningar" áttu þær til að vera samsettar úr sömu fáu orðunum sem hann endurtók hvað eftir annað, eins og til dæmis: „gefa appelsína ég gefa éta appels- ína ég éta appelsína gefa ég éta appelsína gefa ég þú.“ VIÐBJOÐURl Eins og fram hefur komið i fréttum, er það ekki aðeins viðtek- in venja að pólitiskir fangar séu pyntaðir i Uruguay, heldur er það hluti námsefnisins i skóla leyni- þjónustu hersins i Montevideo að misþyrma fólki. er haft eftir fyrrv. hermanni. sem farinn er úr landi. Hugo Walter Garcia Rivas, 23ja ára að aidri, hætti í uruguayska hernum þann 31. desember á síðasta ári. fór til Brasiliu í mai sl. og hefur nú fengið hæii sem pólitiskur flóttamaður í Noregi. í viðtali, sem haft var við hann i Sao Paulo í Brasiliu, sagði hann frá starfi sinu i gagnnjósnastofn- un uruguayska hersins, sem vana- lega er aðeins kölluð „Stofnunin“. Rivas gekk i herinn á árinu 1975 og ári siðar var hann valinn til að vinna fyrir „Stofnunina". Hann var ráðinn sem Ijósmyndari en hafði hins vegar ekki hugmynd um hvert hans raunverulega starf yrði. Á þriggja mánaða námskeiði i skóla leyniþjónustunnar komst hann að raun um, að meðal annars námsefnis voru kenndar ýmsar aðferðir við að pynta fólk. „Þeir komu með fanga, sem „Stofnunin" geymdi, vanalega ein- hverja, sem höfðu þegar játað eða höfðu alls ekkert að játa. Þeir Fræðsla í fólskuverkum höfðu engan áhuga á því hvort fanginn talaði eða ekki. aðeins að sýna hvernig ætti að bera sig til við pyntingarnar. Bæði menn og konur voru notuð í þessum til- gangi og allir nemendurnir, sem voru 11 eða 12, urðu að taka þátt i misþyrmingunum. Algengasta pyntingaraðferðin var „Aacho", vatnsgeymirinn. Fanginn er bundinn á nokkurs konar planka. sem er látinn vega salt á geymis- brúninni. Öðrum enda plankans er síðan lyft þannig að höfuð fangans fer á kaf i vatnið. Fang- anum er haldið þannig þar til hann gefur það til kynna á einhvern hátt að hann vilji tala. Stundum er fanginn nakinn, stundum ekki.“ Aðrar pyntingaraðferðir voru raflost um allan likamann og „colgamento“. „Fanginn er hengdur upp á höndunum, með hendurnar bundnar fyrir aftan bak. Bæði Útvarpið var haft á fullu til að yfirgnæfa kvalaópin. menn og konur. Þannig eru þau látin hanga þar til þau vilja tala eða þar til foringinn hefur sann- færst um að þau hafi ekkert að segja. Ef það líður yfir þau eru þau hresst við og hengd upp aftur.“ Rivas segir, að margir erlendir „nemendur" hafi tekið þátt i þessum námskeiðum. Hann vissi um menn frá Paraguay, E1 Salva- dor og Guatemala. Að námskeiðinu loknu hóf Ri- vas störf fyrir „Stofnunina“, sem þá var til húsa á 2298 Colorado- stræti í Montevideo. Hann tók þátt i handtökum, sem fóru fram við dögun. „Yfirheyrslurnar byrja jafnóð- um og komið er með fangana. Útvarpið er haft á fullu til að yfirgnæfa kvalaópin." Þegar Rivas var spurður hvers vegna hann hafi tekið þátt i pyntingunum. svaraði hann: „Ef ég hefði neitað, hefði ég verið handtekinn. Enginn þorði að sker- ast úr leik. Allir urðu að vera með.“ Rivas fékk að lokum nóg og bað um að hann yrði leystur úr herþjónustu. „Stofnunin" féllst á það en honum var tekinn strangur vari fyrir að segja frá þvi, sem hann hafði orðið vitni að. Er þetta eiginleg setning eða bara röð orða sem tengjast laus- lega? Þetta er grundvallarspurn- ing, því að alvörumál er því aðeins til staðar að skapaðar séu nýjar setningar. Hægt er að kenna öllum dýrum orðaforða að vissu marki, en að breyta þessum orðaforða í tungumál er það skref sem máli skiptir. Ekki áttu apa-kennararnir alls kostar auðvelt með að kyngja þessum kenningum hjá Terrace. „Þetta er eitthvert aumasta rit, sem ég hef nokkru sinni augum litið á þessu sviði,“ sagði einn þeirra í tímaritinu Science. Aðrir hafa orðið til að verja Terrace og þeirra á meðal eru nokkrir sem telja að apa-kennar- arnir hafi látið blekkjast af fyrir- bæri nokkru sem er næstum eins gamalt og tilraunasálarfræðin sjálf. Þetta mætti kalla „Hans klóka-mynstrið“. Hans klóki var hestur sem „kunni að reikna". Þegar húsbóndi hans lagði fyrir hann dæmi, barði. hann með hófnum þar til hann fékk út rétta svarið og hætti þá. Hann gerði þetta með því að fylgjast með ósjálfráðum við- brögðum húsbónda síns, en þegar hann hreyfði höfuðið lítillega vissi klárinn að nú væri hann búinn að berja hæfilega oft og hætti. Þarna var hann að svara merkj- um sem húsbíndi hans vissi ekki einu sinni að hann gæfi frá sér. Tilraunir sýndu að Hans gat greint hreyfingar sem voru svo hárfínar að aðeins nam einum fimmta úr millimetra, og það er að vísu býsna vel af sér vikið en ekki það sama og að kunna að reikna. Og eru þau Washoe og Koko þá ekki annað en nútímadæmi um Hans klóka? Svo mikið er víst að aumingja skepnurnar verða að standa sig langtum betur, til að sannfæra efasemdamennina um hæfileika sína. — Nigel Hawkes.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.