Morgunblaðið - 12.07.1980, Side 28

Morgunblaðið - 12.07.1980, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ1980 Grímur S. Norðdahl: Brautryðjanda- starfið á Laxalóni „Mikið sá vann er vonarísinn braut,“ orti Bólu-Hjálmar. Regnbogasilungurinn til landsins Mikið vatn er runnið til sjávar síðan sumarið 1951. Þá vann ég við byggingu fyrsta klakhússins á Laxalóni. Um haustið voru regn- bogasilungshrogn sett í kerin og danskur maður, Jóti, Nils að nafni, tók við gæslu þeirra. Við höfðum með okkur nesti til dags- ins og í matar- og kaffitímum gafst gott tóm til að spjalla saman. Hann sagði mér frá strák, fátækum og fáráðum, að talið var. Hann var svo vitlaus að festa kaup á landskika, litlum og illræktan- legum að dómi ráðsettra og fram- sýnna manna. Þar hóf hann ræktun regnboga- silungs og vegnaði svo vel að nú er hann margfaldur milljóneri. Nils sagði mér einnig frá svað- ilförum jóskra fiskiræktarmanna, þegar þeir fylgdu fiskisendingum fluttum í vatnsfylltum járnbraut- arvögnum suður til Sviss í hildar- leik heimsstyrjaldarinnar. Glöggt er gests augað. Nils sá hér ótakmarkaða möguleika fiski- ræktar. Allt þetta ferska vatn. Allt þetta heita vatn og allt þetta víðlendi. Framhald þessara mála var allt annað og ömurlegra en vonir stóðu til á haustdögum 1951. Enn er regnbogasilungurinn einangraður vegna gruns um hættulega sjúk- dóma, grunur á grun ofan, allt frá 1951-1980. Fyrst vegna sjálfsagðra örygg- isráðstafana gagnvart innfluttri tegund. Síðan, þrátt fyrir ítarlega rannsókn, sem leiddi í ljós, að þar væri ekkert smit að finna, sbr. málskjöl í málaferlum, sem stóðu yfir frá 2/6 1967 til 22/1 1974. Aðalráðunautar landbúnaðar- Skúli á Laxalóni við eldisstöð sína ráðuneytisins munu hafa verið yfirdýralæknir og veiðimálastjóri. Ég þoli vel skammir og ætla að voga mér að beina vasaljósi að vinnubrögðum þessara herra gagnvart brautryðjandanum á Laxalóni. Það væri sprenghlægi- legt, ef málið væri ekki í eðli sínu grafalvarlegt, þegar yfirdýra- læknir íslenska ríkisins seilist austur á Skeið til að fá umsögn um regnbogasilunginn. Umsögn, sem hefir álíka vís- indalegt gildi og upplýsingarnar, sem kattarkarlinn gaf Bakka- bræðrum, er send landbúnaðar- ráðuneytinu. Það er vita vonlaust, að reyna að halda íslendingum í einhverri hindurvitnatrú á seinni- hluta 20. aldar um fiskistofn, sem ræktaður hefur verið með ágætum árangri síðan fyrir aldamót, í ekki fjarlægara landi en Danmörku, jafnvel þótt trúin sé frá embættis- mönnum ættuð. Svona vinnubrögð kallaði Speg- illinn, meðan hann var og hét, „tarfsleg, á dönsku tarvelig". Dan- mörk er ekki fjarlægt land, þaðan má fá góðar upplýsingar um þetta mál og eru þegar fyrir hendi. Ég álít það afglöp af yfirdýralækni að seilast austur á Skeið til að styrkja biologiska þekkingu sína í stað þess að leita réttra upplýs- inga hjá fiskiræktar- og vísinda- mönnum í grannlöndum okkar. Hvar stæðum við? Hvar stæðum við í skógrækt- armálum, ef ekki nyti við inn- fluttra trjátegunda af norðlægum slóðum? Hvar stæðum við í ræktunar- málum allt frá túnrækt til gróður- húsa ef ekki nyti við tegunda af erlendum uppruna? Hvar stöndum við í fiskirækt- armálum? — Langt að baki öðrum norðlægum þjóðum. Þrátt fyrir starf Veiðimálastofnunarinnar. Eða vegna afskipta hennar? Frá aöalfundum Landssambands veiðifélaga Á aðaifundi Landssambands veiðifélaga í Bændahöilinni 1978 flutti formaður Stéttarsambands bænda ávarp til fundarins. Meðal annars minntist hann á ýmsa erfiðleika bændastéttarinnar svo sem ýmsan áróður andstæðan hagsmunum þeirra, sölutregðu landbúnaðarafurða á erlendum mörkuðum o.fl. Hinsvegar vildi hann trúa því, að fiskirækt í ám og vötnum ætti mikla framtíðarmöguleika og lagði áherslu á að hér væri um eina grein landbúnaðarfram- leiðslu að ræða. Þessa búgrein þyrfti að stórefla og væri hér verkefni, sem Byggðasjóður ætti að liðsinna með hagstæðum lán- veitingum. Á aðalfundinum á Hvanneyri 1979 greindi Árni Jónasson frá starfi nefndar, sem hann sat í og hafði það hlutverk að kanna fram- tíðarmöguleika á eldi regnbogasil- ungs, að gefnu og vel kunnu tilefni. Niðurstaða nefndarinnar var sú, að góðir möguleikar væru á sölu regnbogasilungshrogna til út- landa. Þá var tekin til umræðu tillaga, sem Grímur s. Norðdahl flutti og hljóðaði svo: „Aðalfundur Lands- sambands veiðifélaga að Hvann- eyri 11. og 12. júní 1979 mælir með því, að regnbogasilungurinn verði varðveittur á grundvelli tillagna nefndar sem landbúnaðarráðherra skipaði 23. mars sl.“ Árni Jónas- son, Jakob Hafstein og Ingimar Jóhannsson áttu sæti í nefndinni. Álit allsherjarnefndar var svo- hljóðandi: „Nefndin telur sig ekki hafa þá þekkingu á málinu að hún geti tekið afstöðu til þess, og leggur því til að málinu sé vísað frá.“ Um tillöguna og afstöðu nefndarinnar tóku fjölmargir til máls. Stefán Skaftason lagði fram svohljóðandi tillögu: „Tillaga um að frávísandi tillögunni verði vís- að frá og tillaga Gríms Norðdahl komi til atkvæðagreiðslu óbreytt eins og hún var borin fram í upphafi." Þessi tillaga Stefáns var samþykkt með 23 atkv. gegn 5 og var tillaga Gríms því borin upp. Hún var samþykkt með 23 atkv. gegn 3. Á Egilsstaðafundinum í ár bár- um við Þorlákur Kolbeinsson fram eftirfarandi tillögu: „Aðalfundur Landssambands veiðifélaga 1980 að Egilsstöðum 12.—13. júní, bein- ir þeim tilmælum til landbúnað- arráðherra, að hann hlutist til um að ræktun regnbogasilungs geti orðið ein af aukabúgreinum bænda. Þetta mál þolir enga bið, núver- andi eigandi stofnsins er kominn vel yfir sjötugt, og þreyttur á nærri þrjátíu ára stríði." Þá fékk veiðimálastjóri orðið, og ekki var lýsingin fögur á braut- ryðjandastarfinu á Laxalóni, hvorki fiskstofni né forstjóra. Þá bar fundarstjóri fram kurt- eisleg tilmæli um, að menn gættu þess, að sveigja ekki að fjarstödd- um mönnum. Að svo mæltu bað Vigfús á Laxamýri um orðið og lagði til, að málinu yrði vísað frá, þar sem það snerist upp í árásir á fjarstaddan mann, sem enga möguleika ætti til að standa fyrir máli sínu. Tillagan var samþykkt með þorra atkvæða. Fyrir þessa afstöðu er ég honum þakklátur, því ekki veit ég hve margar ræður þessarar tegundar staðurinn þyldi, að ekki færi fyrir honum eins og kirkjunni í Hruna. Annað betra átti það elskulega fólk skilið, sem tók á móti okkur austur á Héraði en að við aðkomumenn stæðum að slíku óhappaverki. Það á ekki að skemmta skratt- anum, sagði hún Vigdís amma mín. Allir fundarmenn vita, að tillaga okkar Þorláks Kolbeins- sonar átti vísan framgang á fund- inum, ef hún hefði fengið venju- lega fundarmeðferð án íhlutunar embættismanns, sem skorti hátt- vísi til að halda sig utan við afgreiðslu mála, sem rétt kjörnir fulltrúar áttu um að fjalla. Ekki má brjóta stoðir atvinnulíísins Nú er þröngt um markað fyrir margar landbúnaðarvörur og mik- ið talað um aukabúgreinar. Árni Jónasson upplýsti mig um, að nú lægju fyrir pantanir á regnboga- silungshrognum fyrir 250 milljón- ir kr. en varan er ekki til í landinu. Veiðimálastjóri upplýsti allsherj- arnefndina á Egilsstöðum um að það væri enginn grundvöllur fyrir regnbogasilungsrækt á Islandi. Svona er hann framsýnn og alvit- ur, blessaður. Áður var það ímyndaður ótti við kýlapest, sem hafður var að yfirvarpi einangr- unarinnar. Mig minnir, að ég hafi lokið máli mínu á Égilsstaðafundinum með að segja að fullorðnir menn gætu ekki hagað sér eins og stelpan, sem stappaði fætinum fyrir framan kennara sinn og sagði: Víst er Ástralía á Balkan- skaganum. Það er ekki hægt að stappa fótum gegn þeirri staðreynd, að þrátt fyrir klakaþil grunsemda og getsaka, þá hefir aldrei nein sýking fundist í regnbogasilungn- um á Laxalóni, og hann er einn heilbrigðasti stofn sinnar tegund- ar í Evrópu. Úlfarsfelli 17. júní 1980, Bubbi Morthens — (Iðunn 010) 1980 Flytjendur: Bubhi Morthens: Söngur, gítar og munnharpa/ Sigurður Árnason: Bassagitar/ Kristján Óskarsson: Hljómborð/ Guðmundur Ingólfsson Píanó og ásláttur/ Guðmundur Steingrimsson: Trommur/ Sigurð- ur: Altó sax/ Sigurgeir: Gitar/ Beggi: Gítar/ Mikki: Gítar/ Danny: Gítar/ Gústi: Trommur/ Jónas: Trommur/ Rúnar: Bassi/ Maggi: Trommur. Upptökumaður: Sigurður Árnason Hljóðrituð i Tóntækni. — O — „Isbjarnarblúsinn" kom út fyrir um það bil mánuði með þó nokkru fjaðrafoki. Enda höfðu Bubbi Morth- ; ens og hljómsveit hans Utangarðs- menn notið ómældrar athygli fyrir P hljómleika sína um þrem mánuðum áður. Tónlistin á „ísbjarnarblús" er þó 1' engan veginn dæmigerð fyrir tónlist Utangarðsmanna, þó sum laganna |f beri þó keim af henni. Tónlistin á jt plötunni er engan veginn „ný tón- * list“, enda á fárra færi að gera slíkt. ■ Áhrifa gætir úr ýmsum áttum og ■ ■ • ..- •• ■ ■ . • ■ ■ / mörg áhrifanna eru innlend, sem verður að teljast nokkuð sérstakt. Á plötunni bregður fyrir Bob Dylan áhrifum við hliðina á Stuðmanna- áhrifum, Megasaráhrifum, og jafn- vel Mannakornsáhrifum. Bubbi mun vera úr hópi hins ört stækkandi hóps farandverkamanna, en að sögn hefur hann unnið í verstöðvum undanfarin sjö ár, eða allt frá því hann var 15 ára gamall. Það er því sjálfgefið að textar og andi sé nokkuð annar en textar manna sem hafa ýmist setið á skrifstofum eða unnið í tónlistinni undanfarin 10—20 ár. Grófur orðaforði og ákafur og sterkur söngur Bubba Morthens eru einkenni þessarar plötu. Umfjöllunarefnið er blandað, lífið í verbúðinni, og á sjónum, ruddalegt líferni, fyrirlitning á „gervilíferni" annarra, svo nokkuð sé nefnt. Hljóðfæraleikurinn er ekki sá vandaðasti sem heyrst hefur á ís- lenskri plötu, enda hefði það líka dregið úr krafti plötunnar. Flutning- urinn er þó í fullu samræmi við viðfangsefnið og útsetningar sem eru einfaldar eiga yfirleitt vel við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.