Morgunblaðið - 12.07.1980, Side 33

Morgunblaðið - 12.07.1980, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980 33 félk í fréttum • .„Fæ ég boltann í hnakkann" virð- ist Jimmy Cart- er vera að hugsa um leið og hann kemst í „borg“ í kylfu- knattleiks- keppni, sem hann tók þátt í og fram fór í Georgíu, heimafylki hans. Það er Buddy Carter, forsetafrændi, sem býr sig undir að hjálpa for- setanum. Ringó Starr í það heilaga • RINGO Starr og vinkona hans Barbara Bach komu til London fyrir skömmu til að heimsækja börn Ringo og til að fylgjast með endan- legum úrslitum hinnar óopinberu heimsmeistarakeppni, Wimbledon. Þau tilkynntu blaðamönnum að fyrripart næsta árs myndu þau ganga í það heilaga og er blaða- maður spurði hvar athöfnin færi fram svaraði Ringo „á Fjallstoppi Sinai“. t>au munu eyða nokkrum dögum í London, en síðan fara þau til Róm til að heimsækja Barböru börn. STUNGIÐ SAMAN NEFJUM • Hér stinga þau saman nefjum, gór- illumóðirin og umsjón- armaður hennar, enda miklir mátar. Eins og sjá má er górillan með barn á brjósti og gengur því um topplaus, sem þykir raunar ekki til- tökumál lengur hjá frænkum hennar, kvenfólkinu. Koparreymr (Sorbus koehneana) í þáttum þessum hefur áður verið fjallað ítarlega um reyni, bæði íslenskan reynivið og nokkrar er- lendar harðgerðar teg- undir. En þetta er stór ættkvísl eða einar 80—100 tegundir. Þeirra á meðal eru margir ljómandi fal- legir runnar. KOPARREYNIR (Sor- bus koehneana) hefur vaxið í Lystigarði Akur- garði Akureyrar byrjaði að blómgast ofurlítið sumarið 1976, þá örfáir blómsveipir. Næsta ár gekk þetta heldur betur og þá voru tekin fræ um haustið og sáð, og spíruðu þau vel næsta vor. Haust- ið 1978 var hann aftur alsettur berjaklösum og líka síðastliðið haust, en þá náðu þau ekki fullum þroska. Hvítir berja- klasar eru aðal- skraut kopar- reynis eyrar í mörg ár og unað svo vel hag sínum að allar líkur virðast vera til, að hann geti þrifist miklu víðar á landinu. Hann er ættaður alla leið frá Mið-Kína og verð- ur tveggja til þriggja metra hár runni, með nokkra beinvaxna stofna og skástæðar eða sveigðar hliðargreinar. Blöðin eru samsett eins og á íslenska reyniviðnum en miklu fín- gerðari, með 17—25 smá- blöð. Þau eru lítið eitt brúnleit fyrst eftir laufg- un, en síðan dökkgræn. Þau geta svo fengið fal- lega rauða eða rauðbrúna haustliti. Blómin eru lítil, hvít, í stórum sveiplaga skipunum, en það eru ber- in sem eru aðalskrautið og gera koparreyni verðmæt- an skrautrunna. Þau verða snjóhvít þegar líður að hausti og hanga á rauðum stilkum í stórum klösum. Og þau fá að vera óáreitt á runnanum allan veturinn. Skógarþrestirn- ir láta sér ekki til hugar koma að líta á svona lit ber. Koparreynirinn í Lysti- Koparreynirinn hættir snemma að vaxa og til- búinn með harðar greinar og góð vetrarbrum í fyrstu haustfrostum hér fyrir norðan. Hann er nú orðinn 1,70 m á hæð. Þetta gefur vonir um að ýmsir fleiri frændur hans í Kína og Japan geti orðið góðir íslenskir borgarar. Mig langar að minnast á einn sem hér er í uppeldi og kominn á þriðja ár. Það er Sorbus reducta frá Vestur-Kína og Norður-Burma. Hann vex ósköp hægt og enn ekki nema 10—12 sm og verður aldrei nema 30—60 sm dvergrunni sem er notað- ur í steinhæðir. Blöðin eru samsett, ósköp lítil og fallega dökkgræn og gljá- andi með 9—15 smáblöð. Berin eiga að vera hvít eða með rósrauðum blæ. Plönturnar hér eru mjög státnar og frísklegar og fáeinar sem úti voru í vetur lifa einnig. En flest- ar hafa verið í reit undir gleri, svo enn er of snemmt að hæla honum mikið. H.S.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.