Morgunblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JULI1980
MORöJlv- ,
KAFf/NO \\ j
arZQ
... að leiðast hrifin
hönd í hönd.
TM Reg U S Pat Oft -all rights
• 1978 Los Angatas Times Syndlcate
Ég geng i svefni...
Hafið þér verið lengi hér á
þcssari sólbaðsströnd?
„Að verða
lappaskortur"
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Áberandi er, hve lega spilanna
er alltaf verri hjá ákveðnum hópi
spilara en hjá öðrum. Að minnsta
kosti þykir þeim það sjálfum. Og
sá, sem stýrði úrspilinu í spilinu,
sem lýst er að neðan, var úr
þessum hópi. Enda kvartaði hann
sáran.
Norður gaf, allir útan hættu.
COSPER
Norður
S. KD74
H. 4
T. KG3
L. KDG96
Vestur
S. Á1098
H. D9862
T. 754
L. 2
Austur
S. 52
H. G753
T. 862
L. Á1087
Blessaður hættu þessu.
frímiða!
— Við fáum þá ekki aftur
Suður
S. G63
H. ÁK10
T. ÁD109
L. 543
Sagnirnar urðu fáar. Norður
opnaði á einu laufi, austur pass og
suður stökk í þrjú grönd. Eftir
pössin þrjú spilaði vestur út
hjartasexi og sagnhafi tók gosann
með ás. Hann fór umsvifalaust í
laufin, spilaði lágu á kónginn en
austur tók á ásinn og spilaði aftur
hjarta. Þetta reyndist óhagstætt
upphaf. Úr því, að austur hafði
enn vald á laufinu gat sagnhafi
ómögulega fengið nema átta slagi.
Einn niður.
En með vandvirkni mátti sjá, að
engin ákveðin lega gat banað
spilinu. Hefur þú komið auga á
örugga leið í níu slagi?
Eftir fyrsta slaginn er þá -tígli
spilað á gosann. Og þá kemur það
skemmtilega við spilið. Lítill spaði
frá blindum að gosanum. Taki
vestur á ásinn getur hann ekki
spilað aftur hjarta án þess, að þar
fáist þrír slagir, sem ásamt tveim
á spaða og fjórum á tígul nægir í
níu slagi. Vestur spilar því spaða
og þá má búa til tvo slagi á laufin.
Og ef austur hefði átt spaðaás-
inn yrði þessi leið enn jafn
pottþétt. Taki hann á ásinn þegar
lága spaðanum er spilað frá blind-
um, verða spaðaslagirnir þrír, sem
aftur nægir. Og ef hann bíður með
ásinn fæst á gosann og tími verður
til að ná tveim slögum á lauf.
Kæri Velvakandi,
Ekki alls fyrir löngu fullyrti
flytjandi útvarpsþáttarins um
mælt mál, að orðin ær og kýr
mættu heita horfin úr málinu en
rolla og belja komin í staðinn. Á
mánudaginn var kom svo önnur
dánartilkynning. Nú voru það fót-
ur og fingur sem löpp og putti
áttu að hafa gengið af dauðum.
Mér blöskrar að heyra slíkar
fullyrðingar hverja á lappir arin-
arri, því að ég veit upp á mína tíu
putta, að fyrir þeim er engin löpp.
Þegar þeim sem hafa það að
atvinnu að fetta putta út í málfar
naungans verður þannig lappa-
skortur á staðreyndunum, er eng-
in ástæða til að sjá í gegnum putta
við þá. Að vísu er ástæðulaust að
hlaupa upp til handa og lappa yfir
hverri smáskyssu sem slíkum
mönnum verður á, og þaðan af
síður er ástæða til að leika við
hvern sinn putta af fögnuði yfir að
þeim skuli líka geta skjátlast.
Ekkert er mér heldur skapi fjær
en bregða fyrir þá löpp í starfi
sem um margt er til góðs. En
þegar þeir löppumtroða sannleik-
ann í nafni málvöndunar, er eng-
um láandi sem óttast að ríkjandi
málræktarstefna með þessari þjóð
sé komin á fallanda löpp.
Jóhann S. Hannessun.
• Þættir um
skólamál
í vetur voru í útvarpinu þætt-
ir um skólamál. Þar voru kynntar
ýmsar námsbrautir sem boðið er
uppá við Háskóla íslands. Ekki
man ég nú hver það var sem sá um
gerð þessara þátta, en þeir voru
um margt fróðlegir og mættu
ríkisfjölmiðlarnir yfirleitt gera
meira af því að kynna almenningi
hvað fram fer innan veggja æðstu
menntstofnana landsins. Þá er
þessi kynning líka hagkvæm fyrir
ungt fólk sem hyggur á langskóla-
nám. En ég held að ég fari með
Rakarastofan Cleó
opnar í Mosfellssveit
Rakarastofan Cleó heitir ný hársnyrtistofa sem nýlega hefur tekið
til starfa í Verslunarmiðstöðinni, Mosfellssveit. Öll almenn snyrti-
þjónusta er á staðnum fyrir dömur, herra og börn. Opið er alla virka
daga frá kl. 9 til kl. 18 en föstudaga frá kl. 9 til kl. 19.
Ásbjörn Kristófersson fyrir framan hina nýstofnuðu verslun sína.
Ný ísbúð aó Síðumúla 35
NÝ ísbúð var nýlega opnuð að Síðumúla 35 (þar sem Fíatumboðið var
áður). Eigandi verslunarinnar er Ásbjörn Kristófersson. í ísbúðinni
er íssala með venjulegu sniði en auk þess er á boðstólum pakkaís og
ístertur. Einnig fást þar heitir borgarar og samlokur, bæði heitar og
kaldar. Verslunin er opin frá kl. 10 til kl. 23.30 alla daga.
Á rakarastofu Cleó sem nýlega hefur tekið til starfa í Mosfellssveit.