Morgunblaðið - 26.07.1980, Page 1
40 SÍÐUR
166. tbl. 67. árg.
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Engin
lausn í
augsýn
St. Johns. Nýfundna-
landl, 25. júlf. AP.
ENGIN lausn virðist i sjónmáli i
fiskverðsdeiiu, er lamað hefur
smábátaútfíerð á Nýfundnalandi,
þrátt fyrir að Brian Peckford
fylkisstjóri hvetti i dag öðru
sinni til þess. að snúið yrði aftur
til vinnu og að deiluaðilar gæfu
sér 30 daga frest til að reyna að
ná samkomulagi.
Deilan hófst á mánudag, er um
1000 sjómenn í norðurhluta Ný-
fundnalands hættu að leggja upp
fisk hjá tveimur fiskiðjuverum í
St. Anthony og Port Au Choix til
að leggja áherzlu á kröfur sínar
um hærra fiskverð, en samninga-
viðræður um nýtt fiskverð fyrir
1980 hafa tvívegis runnið út í
sandinn á árinu. Til að mótmæla
aðgerðum sjómannanna, lokuðu
samtök fiskiðnaðarins 75 öðrum
fiskiðjuverum í fylkinu. Við það
urðu sjómenn, er ekki tóku þátt í
aðgerðum norðanmanna, að hætta
róðrum og um 20.000 starfsmenn
fiskiðjuveranna urðu heima að
sitja. Á flestum grunnmiðum
leggjast þorskveiðar niður innan
skamms tíma, þar sem fiskurinn
gengur brátt dýpra.
Sumarið
að koma
í Evrópu
London, 25. júlí. AP.
SUMARIÐ er loks komið til
Evrópu og úrhellið sem, hrjáð
hefur ibúa Evrópulanda, hætt i
bili, en ekki er þó útlit fyrir að
uppstyttan verði iöng, í Bret-
landi a.m.k.
Sólskinsglennann hefur orðið til
þess að íbúar í Bretlandi og á
Norðurlöndum streyma til
strandbæjanna í fyrsta skipti í
sumar. Hitastigið komst upp í 28
gráður á Celcius í London, en þar
er spáð skúrum á sunnudag. í
Sviss komst hitinn í dag upp í 35
gráður. Þar í landi hefur sumar-
úrkoman ekki verið jafn mikil og
hitastig jafn lágt í hartnær heila
öld.
„Verður sumarið aðeins þriggja
daga?“ hljóðaði fyrirsögn í vest-
ur-þýzku blaði i dag, en þar í landi
tekur fólk hlýindunum með tak-
markaðri trú á að blíðan haldist
lengi. Þjóðverjar hafa þurft að
draga fram auka ábreiður til að
ofkælast ekki á nóttunni og þar í
landi hafa regnhlífar og aðrar
vatnsverjur ekki áður selzt i jafn
miklum mæli yfir sumarmánuð-
ina. Svona til að Þjóðverjar
gleymdu því ekki hvernig gott
sumar væri dró sjónvarpsstöð þar
i landi fram sólarlagskvikmynd úr
safni sínu i siðustu viku og sýndi
nokkra daga í röð.
^endiherra Egypta í
Israel kallaður heim?
Tel Aviv, 25. júll. AP.
SÁ ORÐRÓMUR var á kreiki í dag, að Anwar Sadat,
Egyptalandsforseti, hygðist kalla heim sendiherra Egypta í ísrael
ef Menachem Begin forsætisráðherra flytur skrifstofu sína yfir í
þann hluta Jerúsalemborgar sem Arabar byggja. Er haft eftir
vestrænum heimildum, að sendiherrann verði kallaður heim þann
dag, sem Begin opni skrifstofu sina í austurhluta Jerúsalem, en
embættismenn hafa skýrt frá því, að forsætisráðherrann flytji i
nýjar stjórnarráðsbyggingar i austurhlutanum innan fárra
vikna.
Sendiherra Egypta, Saad
Murtada, er tók við starfi í
febrúar síðastliðnum er löndin
tvö skiptust á sendiherrum í
samræmi við friðarsamkomu-
lag, sem gert var á fundum á
sveitasetri Bandaríkjaforseta í
Camp David, sagðist í dag ekki
hafa fengið neinar upplýsingar
um, að Sadat hafi í hyggju að
kalla hann heim.
Staða Jerúsalem með tilliti til
samkomulags um frið í Miðaust-
urlöndum, er eitt helzta ásteit-
ingarefni ísraela og Egypta.
Frumvarp, er gerir ráð fyrir
Jerúsalem sem eilífðar höfuð-
borg ísraels, liggur fyrir þing-
inu og er búist við afgreiðslu
þess fljótlega. Andstæðingar
frumvarpsins á þingi segja, að
frumvarpið sé ónauðsynlegt og
geri lítt annað en að hleypa illu
blóði í andstæðinga ísraela og
valda frekari vandræðum í við-
ræðum um sjálfsforræði Palest-
ínumanna, þar sem Jerúsalem
sé þegar höfuðborg ríkisins.
Samuel Lewis, sendiherra
Bandaríkjanna í ísrael, hélt í
gær á fund Begins, sem óðum er
að hressast eftir lítilvægt
hjartaáfall, og brýndi mjög fyrir
honum að láta af áætlunum
sínum um að flytja skrifstofur
sínar í austurhluta Jerúsalem,
að sögn bandarískra embættis-
manna, sem vörðust allra nán-
ari fregna af fundi Begins og
Lewis.
Þoturæningjar
gáfust loks upp
Kuwait. 25. júll. AP.
JÓRDANIRNIR tveir, sem
rændu í gær Boeing 737 þotu
flugfélags Kuwait, gáfust upp í
Fórst andófskonan,
eða var hún myrt?
Mofikvu, ParÍK, 25. júli. AP.
ANDÓFSKONAN Irina Kaplum fórst fyrr í vikunni í bilslysi i
Lettlandi. að þvi er kunningjar hennar skýrðu frá í dag i Moskvu. en
ekkill hennar, andófsmaðurinn Vladimir Borisov, sem nýlega var
fluttur nauðugur frá Sovétrikjunum. staðhæfði á fréttamannafundi i
París, að sovézka leyniþjónustan hefði myrt konu sina en Iátið svo lita
út sem um slys hefði verið að ræða.
Borisov sagði að kona hans hefði
verið myrt á sérstökum vegi sem
liggur að keppnisstað siglinga-
manna á Ólympíuleikunum við
Tallin í Eistlandi. Morðið hefði
verið framið í hefndarskyni, þar
sem kona hans hefði verið stuðn-
ingsmaður þess að vestrænar
þjóðir tækju ekki þátt í Ólympíu-
leikunum. Hún hefði verið virkur
andófsmaður frá því á unglingsár-
um sinum.
Kunningjar Irinu sögðu í dag að
þeir hefðu fengið skeyti frá yfir-
völdum í Lettlandi um lát hennar,
og að ættingjar hennar í Moskvu
væru komnir til borgarinnar Pan-
evezys í Lettlandi til að bera
kennsl á lík hennar. Þeir sögðu að
ásamt Irinu hefðu þrír ættingjar
hennar farizt í bílslysinu, sem
varð með þeim hætti, að tvær
bifreiðir skullu saman á talsverðri
ferð. Atvikið hefði átt sér stað
annaðhvort 21. eða 22. júlí síðast-
liðinn.
Borisov sagði í dag, að kona
hans hefði verið undir stöðugu
eftirliti KGB frá því í júníbyrjun,
en frá því að honum hefði verið
vikið úr landi hefði hún beðið eftir
því að sovézk yfirvöld gerðu sér
boð um að halda úr landi. Hún
hefði álitið sig betur setta i Tallin
en í Mosvku, en fyrir slysni ekið
inn á ólympíuveginn. Þess vegar
væri vel gætt í öryggisskyni og
þeir sem þar væru í erindisleysu
væru tafarlaust skotnir.
kvöld, sólarhring eftir að hafa
rænt vélinni. Skömmu fyrir
uppgjöfina tókst flugstjóra og
flugmanni þotunnar að sleppa
ómeiddum frá borði þrátt fyrir
skothrið flugræningjanna.
Strax eftir að flugmönnunum
tókst að komast frá borði, um-
kringdu öryggissveitir flugvélina
og skömmu seinna gáfust
ræningjarnir upp. Um borð í
vélinni voru 41, en nokkrum
hleyptu þeir frá borði í gærkvöldi
og blaðakona, sem var í þeim
hópi, sagði, að ræningjarnir, sem
væru bræður, hefðu sagst vera
Palestínuarabar. Þeir hefðu
strax skýrt áhöfn og farþegum
frá því, að engum yrði mein gert
ef orðið yrði við kröfum þeirra,
en ella myndu þeir sprengja
flugvélina í loft upp. Kröfðust
ræningjarnir 750.000 Banda-
ríkjadala í lausnargjald fyrir
flugvélina.
Flugvélinni var rænt, er hún
var í flugi frá Beirút í Líbanon til
Kuwait. Áður en ræningjarnir
gáfust loks upp, höfðu þeir látið
þotuna fljúga milli landa við
Persaflóa, m.a. hafði hún þríveg-
is viðkomu í Kuwait.