Morgunblaðið - 26.07.1980, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980
Hraðfrystihús Grundarfjarðar keypti nýlega frá Danmörku beinamjölsverksmiðju, sem ætlað er að vinna karfabein.
Bæring Cesilsson, fréttaritari Mbl. tók þessa mynd þegar verið var að skipa hlutum verksmiðjunnar upp á Grundarfirði.
Samhliða viðræður við
YSÍ og VMS óraunhæfar
- segir Þorsteinn Pálsson
FULLTRÚAR Vinnuveitend
asambandsins lýstu þvi yfir í
morgun á fundi. sem sáttanefnd
hélt með fulltrúum alþýðusam-
bandsins og VSÍ, að þeir væru
ekki reiðubúnir til að taka þátt i
þeim samningaviðræðum, sem nú
ættu sér stað. Ennfremur lýstu
þeir þvi yfir að þeir hæfu ekki
samningaviðræður við ASÍ með-
an að viðræður ASÍ og VMS
stæðu yfir. Sáttanefnd kallaði
siðan fulltrúa VSÍ til fundar, þar
sem rædd var sú hugmynd að
koma á viðræðufundi milli VSÍ
og VMS en því var hafnað af
hálfu VSÍ.
Morgunblaðið sneri sér til
Þorsteins Pálssonar, fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitendasam-
bandsins og spurði hann um af-
stöðu VSÍ til þessa máls. Þor-
steinn sagði; „Við álítum óraun-
hæft að samhliða fari fram við-
ræður við VSÍ og VMS á tvenns
konar grundvelli. Beiðni ASÍ snýst
um það, að við hefjum viðræður
við þá á nýjan leik um kjarna;
samninginn á sama tíma og ASÍ
ræðir við VMS um frestun kjarna-
samnings. Slíkt er tæknilega séð
ekki hægt. Aðrar hvorar viðræð-
urnar verða að hafa forgang og
það var ákvörðun ASÍ að láta
viðræðurnar við VMS hafa for-
gang.
Það á ekki við nein rök að
styðjast að við höfum slitið sam-
starfi við VMS. í fyrra tilkynnti
nýkjörinn formaður VMS, Hall-
grímur Sigurðsson, að þess væri
ekki að vænta að VMS hefði eins
náið samstarf og verið hefði. Þeir
hefðu áhuga á að fara eigin leiðir.
Eftir að samningarnir fóru fyrir
sáttanefnd í vor hefur fulltrúi
VMS allan tímann starfað með
okkur og setið í sama herbergi,
þar til VMS tilkynnti að sérvið-
ræður þeirra og ASÍ væru að
hefjast. VSÍ á ekki í neinum
deilum við VMS, — við eigum í
kjaradeilu við ASÍ — og því er
ekki nein þörf á sáttafundi með
okkur," sagði Þorsteinn að lokum.
Morgunblaðið leitaði einnig til
þeirra Snorra Jónssonar, forseta
ASÍ og Hallgríms Sigurðssonar,
formanns VMS, en þeir kváðu lítið
að frétta af gangi viðræðnanna.
Tíminn hefði farið í að ræða stöðu
mála og formsatriði og væri
ákveðið að halda næsta samninga-
fund þessara aðila á mánudaginn
kemur kl. 16:00.
Vatnsgeymir
á Grafarholti
HITAVEITA Reykjavíkur mun á
næstunni hefja framkvæmdir við
byggingu vatnsmiðlunargeyma á
Grafarholti, en nú eiga sér stað
viðræður milli borgaryfirvalda og
verktaka þess, sem átti lægsta
tilboð í framkvæmdina. í sumar er
ráðgert að einn geymir verði
byggður, en upphaflega var áætl-
að, að tveir geymar yrðu byggðir á
þessu ári. Hinn geymirinn verður
byggður á vori komanda.
Samkvæmt upplýsingum
Jóhannesar Zoega, hitaveitu-
stjóra, mun tilboð verktakanna
hljóða upp á því sem næst 220
milljónir, en efnið leggur Hita-
veitan sjálf til.
15 menn til
gróðurrann-
sókna
á Grænlandi
FIMMTÁN starfsmenn Rann-
sóknastofnunar landbúnaðar-
ins halda á mánudag til Suð-
vestur Grænlands til að vinna
að gróðurrannsóknum undir
stjórn Ingva Þorsteinssonar.
Stendur ferðin yfir i hálfan
mánuð og verður unnið að
rannsóknum á gróðri og rækt-
unarskilyrðum á Grænlandi.
Að sögn Ingva Þorsteinsson-
ar er þessi ferð liður í fimm
ára verkefni, sem Rannsókna-
stofnunin tók að sér að vinna
með það markmið í huga, að
kanna möguleika á aukinni
sauðfjárrækt á Grænlandi.
Er þetta fjórða ár rannsókn-
anna og í sumar er áætlað að
ljúka útivinnu við kortagerð,
gróðurmælingar, tilraunir o.fl.
Grænlendingar munu síðan
væntanlega sjálfir taka við og
halda áfram ýmsum þáttum
rannsóknanna. Aðaltengiliður
og samstarfsmaður íslendinga
á Grænlandi hefur verið Kaj
Egede ráðunautur.
Rannsóknirnar hafa þegar
veitt margvíslegar upplýsingar
um þær spurningar, sem þeim
var ætlað að svara, m.a. að á
Suðvestur Grænlandi er frá-
bært gróðurlendi til sauðfjár-
ræktar og ræktunarmöguleik-
ar meiri en hingað til hefur
verið talið.
Vilja lögleiðingu bílbelta
Ummæli utanrikisráðherra:
Enginn misskilningur
hjá Morgunblaðinu
Á FUNDI umferðarnefndar
Reykjavíkur 22. júlí var gerð
svohljóðandi samþykkt:
„Umferðarnefnd Reykjavíkur
lýsir áhyggjum sinum vegna
hinna tiðu og alvarlegu umferð-
arslysa. sem orðið hafa undanfar-
ið, og beinir þvi til almennings að
virða lög og reglur i umferðinni.
Ljóst er, að fræðsla um umferð-
armál, ein út af fyrir sig, nægir
ekki til að stemma stigu við
umferðarslysum. Fleira verður að
koma til, t.a.m. aukin löggæzla.
Beinir umferðarnefnd þeim ein-
dregnu tilmælum til lögreglu-
yfirvalda í Reykjavík, að þau auki
enn hraðamælingar frá því sem nú
er, í því skyni að veita öku-
mönnum aðhald.
Þá beinir umferðarnefnd
Reykjavíkur því til dómsmálaráð-
herra, að í þeirri endurskoðun
umferðarlaga, sem fyrirhuguð er,
verði gerð tillaga um, að notkun
bílbelta verði lögleidd."
í ÞJÓÐVIUANUM í gær er
haft eftir ólafi Jóhannessyni,
utanrikisráðherra i viðtali um
fyrirhugaða olíugeyma í Helgu-
vik að „það er misskilningur
blaðamanns Morgunblaðsins að
láta að þvi liggja i fyrirsögn, að
ég hafi heimilað undirbúning
framkvæmda. Ekkert slikt sam-
þykki liggur fyrir.“
Fyrirsögn á frétt Morgun-
blaðsins var svohljóðandi:
Bygging 45 milljarða króna
eldsneytisgeyma fyrir varnar-
liðið: Ráðherra samþykkir að
hefja undirbúning. Min ákvörð-
un en ekki rikisstjórnarinnar,
segir ólafur Jóhannesson.“
I upphafi fréttar Morgun-
blaðsins segir svo: „Ólafur Jó-
hannesson, utanríkisráðherra
hefur gefið grænt ljós á, að
undirbúningur hefjist að bygg-
ingu 12 neðanjarðareldsneytis-
geyma fyrir Keflavíkurflugvöll.
Að sögn Helga Ágústssonar í
varnarmáladeild utanríkisráðu-
neytisins var fyrsta skrefið að
leita til Atlantshafsbandalags-
ins með fjármögnun þessara
miklu framkvæmda, sem talið er
að muni kosta allt að 45 millj-
arða íslenzkra króna. Ólafur
Jóhannesson sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að mál
þetta hefði ekki verið rætt í
ríkisstjórninni enda þurfi það
ekki að hljóta samþykki hennar.
Sagði ráðherrann, að hann tæki
sjálfur ákvarðanir í þessu máli.
Af Morgunblaðsins hálfu er
ekki um neinn misskilning að
ræða. Blaðið skýrði frá því, að
utanríkisráðherra hefði sam-
þykkt að hefja undirbúning
málsins. Deildarstjóri varnar-
máladeildar staðfesti það í sam-
tali við blaðið eins og fram
kemur hér að framan.
Utanríkisráðherra ítrekar í
samtali sínu við Þjóðviljann að
hér sé um mál að ræða er heyri
undir hann einan en ekki ríkis-
stjórnina. Hann segir í Þjóðvilj-
anum: „Ég lít svo á að fram-
kvæmdir á vegum hersins séu
ekki ríkisstjórnarmál því svo
hefur ekki verið. Þær hafa ekki
verið brotnar upp í ríkisstjórn-
inni. Flugstöðin er að vísu und-
antekning enda um hana sér-
ákvæði í stjórnarsáttmála."