Morgunblaðið - 26.07.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980
3
Karmaáhrif
starfsemi
Kreditkorta
RAGNAR Arnalds, íjármála-
ráðherra. hefur farið þess á
leit við Seðlabanka íslands.
að hann geri úttekt á starf-
semi fyrirtækisins Kredit-
kort h.f. og meti þau áhrif,
sem starfsemi þess hefur á
íslenzkt efnahagslíf.
„Það gilda engin lög um starf-
sen:i fyrirtækja eins og Kredit-
kort h.f. Því er það nauðsynlegt að
opinberir aðilar átti sig á því
hvernig þessi starfsemi kemur inn
í íslenzkt efnahagslíf og hvaða
afleiðingar hún getur haft,“ sagði
Ragnar Arnalds m.a. í samtali við
Mbl. er hann var inntur eftir því
hvers vegna hann hefði óskað eftir
þessari úttekt.
„í fljótu bragði lítur þetta
þannig út, að ef starfsemin naer
verulegri útbreiðslu, þá virka
þessi kort eins og útgáfa á seðlum
og eykur þannig verulega pen-
ingamagn í umferð. Ég vil því
gjarnan vita hverjar eru skoðanir
Seðlabankans á þessu máli,“ sagði
Ragnar ennfremur.
INNLENT
Samgönguráðuneytið:
Bréfum Neytendasam-
takanna var svarað
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hef-
ur sent frá sér fréttatilkynningu
þar sem svarað er fullyrðingum
Neytendasamtakanna, um meint-
ar ólögmætar innheimtuaðgerðir
Skemmdarverk, á
sumarhúsum LÍÚ
STÖPLAR, sem steyptir höfðu
verið undir væntanleg sumarhús
LÍÚ á jörð samtakanna, Skjald-
artröð við Hellna, voru brotnir
niður og eyðilagðir i fyrrinótt og
hefur ekki tekist að hafa hendur i
hári skemmdarvarga.
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LIÚ, sagði í samtali
við Mbl., að LÍÚ hefði þegar kært
atburðinn og óskað eftir lögreglu-
rannsókn. Jafnframt mun LÍÚ
leggja fram skaðabótakröfu, þegar
ákæra hefur verið gefin út á
hendur þeim seku.
opinberra stofnana, aðallega
Póst- og simamáiastofnunarinn-
ar. Segir að i viðtali við frétta-
mann útvarps hafi Gisli Jónsson
stjórnarmaður i Neytendasam-
tökunum tint margt til ávirð-
ingar stofnuninni og samgöngu-
ráðuneytinu.
Segir að bréfum Neytendasam-
takanna frá 14. ágúst 1979 um
meinta ólöglega innheimtu Póst-
og símamálastofnunarinnar á
gjaldi fyrir langa snúru og frá 18.
apríl 1979 um meinta óheimila
innheimtu á rekstrargjöldum af
aukabúnaði og bakkröfur vegna
gjaldskrárhækkana hafi báðum
verið svarað. Fyrra bréfinu 12.
des. 1979 með umsögn frá Pósti og
síma og því síðara 10. júní 1979
með umsögn lögfræðings stofnun-
arinnar. Segir að fullyrðingar um
að bréfum samtakanna hafi ekki
verið svarað, séu úr lausu lofti
gripnar.
GEFH) BÖRNUNUM
-oífe-LIFRAKÆFU
Blódaukandi — stvrkjandi — nærandi. Sparíð viðbit.
SILD & FISKUR
Heildsala — Smásala
Mjög góð sala
hjá Oddgeiri
ODDGEIR frá Grenivík fékk af-
bragðsgott verð fyrir afla sinn í
Grimsby í gærmorgun. Báturinn
seldi 52,3 tonn og fékk fyrir aflann
39,5 milljónir króna, meðalverð
752 krónur fyrir hvert kíló. Maí
frá Hafnarfirði seldi 122,9 tonn í
Hull og fékk fyrir aflann 78
milljónir króna, meðalverð 634
krónur. Loks seldi Gandi VE 51
tonn í Fleetwodd fyrir 21,6 millj-
ónir króna, meðalverð 425 krónur.
5752 bílar
f luttir inn á
fyrri helm-
ingi ársins
FYRRI helming þessa árs hafa
verið fluttir inn samtals 5.752
bilar, en á sama tima i fyrra
höfðu verið fluttir inn 3.965 bílar
eða 1.787 bilum færra. Fólksbilar
eru 5.079, voru á sama tíma i
fyrra 3.459 og er um nokkra
aukningu að ræða i öllum flokk-
um, þ.e. fólksbilum, sendibilum
og vörubilum, nýjum sem notuð-
um.
Af þessum 5.079 fólksbílum,
sem fluttir hafa verið inn til
júníloka á þessu ári, eru 2.451
japanskir eða 48%. Sovézkir bílar,
þ.e. Lada, eru 442, bandarískir 415,
211 eru frá Svíþjóð, 134 frá
Vestur—Þýzkalandi og 96 frá
Frakklandi. Þá eru 116 dísilbílar
af þessum 5.079. í flokknum ann-
ars konar bílar, þ.e. aðrir en
fólks-, sendi- eða vörubílar, hafa
verið fluttir inn 15 nýir og 25
notaðir og má þar nefna t.d.
sjúkrabíla, grjótflutningsbíla,
sorphreinsunarbíla, mjólkurtank-
bíla, íssölubíl, dráttarbíla, steypu-
bíla og grindur án yfirbyggingar.
Samningafund-
ur f armanna og
útgerðarmanna
AÐ SÖGN Ingólfs Stefánssonar
hjá Farmanna- og fiskimanna-
sambandinu hefur yfirvinnubann
yfirmanna á farskipum gengið
mjög friðsamlega fyrir sig, og
nær engar undanþágubeiðnir
borizt.
Þá sagði Ingólfur, að sáttasemj-
ari ríkisins hefði boðað deiluaðila,
þ.e. yfirmenn á farskipum og
útgerðarmenn, til fundar nk. mið-
vikudag.
Ók á ljósastaur
LjÓNin. Mbl. Júllus.
Laust eftir klukkan 15 i gær var bifreið ekið á Ijósastaur við húsið númer 65 við Hringbraut. Tvær
konur voru i bifreiðinni og sluppu þær án meiðsla. Bifreiðarstjórinn beygði sig niður og missti þá
stjórn á henni.
Dagpeningar ráðherra:
„ÞAÐ ER min skoðun, að dag-
peningar, sem ráðherrar fá, þeg-
ar þeir eru í embættiserindum
erlendis, séu mjög rýmilegir,“
sagði Svavar Gestsson félags-
málaráðherra i samtali við Morg-
unblaðið. Samkvæmt upplýsing-
um, sem Morgunblaðið hefur
aflað sér, fá ráðherrar 276 þýsk
mörk í dagpeninga, en það er
20% hærri upphæð en þeir emb-
ættismenn fá, sem hæsta fá dag-
peningana.
„Þessir dagpeningar eru ætlaðir
til þess að greiða allan annan
kostnað við ferðir ráðherra en
hótelgistingu og símtöl. Ég sé í
sjálfu sér enga ástæðu til að
dagpeningar ráðherra séu hærri
en hjá öðrum opinberum embætt-
ismönnum," sagði Svavar.
Morgunblaðið spurði ráðherr-
ann hvort menn kæmu ekki heim
með góða summu í vasanum að
utanferðum loknum. Svavar svar-
aði því til, að hann vissi ekki
hvernig þetta væri almennt, en
sagði, að hann hefði haft þann
háttinn á að taka dagpeninga frá
þeim tíma, er hann kæmi á
ákvörðunarstað og til þess tíma er
hann lyki sínum embættiserind-
um.
„Ég hef reynt að hafa þetta eins
nákvæmt eins og mögulegt er, en
það er alveg ljóst, að þetta eru
rýmilegir dagpeningar. Ég hef
aldrei skilið rökin fyrir því, að
ráðherrar skuli hafa hærri dag-
peninga en aðrir embættismenn,"
sagði Svavar Gestsson.
Tæp 86 þúsund kr. auk
hótels- og símakostnaðar