Morgunblaðið - 26.07.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980
5
bað var hörku keppni i
kassabilaþeysunni og öku-
mennirnir létu gamminn
geisa. Það var hörku
keppni i kassabilaþeys-
unni og ökumennirnir létu
gamminn geisa.
ÞAÐ var mikið um að vera á
Strandgötunni i Hafnarfirði er
blaðamann og ljósmyndara
Morgunblaðsins bar þar að um
tvöleytið í gær. Þar stóð yfir
kassabilaþeysa og hafði
Strandgötunni verið iokað frá
pósthúsinu að Reykjavikurvegi.
Keppendur voru fjöimargir og
farartækin allsundurleit enda
hver farkostur sérhannaður.
Að kassabilaþeysunni lokinni
var hjólreiðakeppni en siðan
keppt i pokahlaupi og sigling-
um.
Uppákomur þessar voru gerð-
ar í tilefni þess að í gær var
vinnuskóla Hafnarfjarðar slitið.
Að sögn Ingvars Viktorssonar,
skólastjóra Vinnuskólans, voru
1700 unglingar í skólanum í
sumar, þar af 340 á launaskrá.
Auk unglingavinnunnar er
Vinnuskólinn með íþróttanám-
Kassabílaþeysa í Hafnarfirði
skeið, skólagarða og starfsvelli á
sínum vegum.
Meðal þátttakenda í kassa-
bilaþeysunni voru þeysukapp-
arnir Ómar Ragnarsson, Haf-
steinn Aðalsteinsson og Haf-
steinn Hauksson. Kepptu þeir í
sér riðli og sigraði Ómar eftir
geysiharða og spennandi keppni.
Blaðamaður Morgunblaðsins
átti stutt spjall við Ómar og var
hann fyrst spurður hvað hann
vildi segja um sigur sinn í
þessari keppni: „Ég sigraði fyrst
og fremst vegna þess hve bíllinn
var vel smurður", sagði Ómar,
„það var reyndar engu líkara en
smurolíunni hafi verið hellt yfir
hann. Eins var þessi bíll alveg
sérstaklega vel búinn, — það var
í honum varadekk, gír og meira
að segja svisslykill, sem getur
komið sér mjög vel að hafa.“
Þá var Ómar spurður hvort
hann væri genginn í barndóm
eða hvort hann hyggðist leggja
þessa íþrótt fyrir sig.
Það var Baldvin Kr. Baldvinsson sem varð sigurvegari i kassabilaþeysunni. Hann sést þarna halda
verðlaununum á lofti en að baki honum stendur ómar Ragnarsson sem sigraði í flokki stóru
strákanna.
„Við sem stundum bílþeysur
erum allir fyrir löngu gengnir í
barndóm og ég skammast mín
ekkert fyrir að keyra kassabíl",
svaraði hann, „munurinn á stóru
strakunum og þeim litlu er ekki
annar en sá að stóru strákarnir
eru á dýrari leikföngum. — Ég
hef ekki í hyggju að fara út í
atvinnumennsku á þessu sviði
enda ekki fengið tilboð um það.
En ég á áreiðanlega eftir að
keppa aftur á kassabíl — þetta
er stórsniðug íþrótt", sagði
Ómar að lokum.
I yngri flokknum var keppni
geysihörð og lengi tvísýnt um
hver myndi hreppa efsta sætið.
‘Úrslitin urðu þannig í fyrsta
sæti, Baldvin Kr. Baldvinsson á
bíl nr. 22, vél: Þorvaldur Stef-
ánsson. í öðru sæti Björn Þorf-
innsson, á bíl nr 16, vélartegund
Halli, í þriðja sæti Jóhann Har-
aldsson á bíl nr. 12, vél: Margeir
Sveinsson.
- bó
„Hef teiknað og málað síðan á unga aldri66
GUNNAR Halldór Sigurjónsson
er með málverkasyningu i Eden,
Hveragerði, þessa dagana. Þetta
er önnur sýning hans þarna en
áður hefur hann haldið átta
einkasýningar og tekið þátt i
fjöimörgum samsýningum. Á
sýningunni eru 29 aktýl- og
oliumyndir. Þær eru málaðar á
siðustu tveim árum og eru allar
til sölu. Sýningunni lýkur 31.
þ.m.
Morgunblaðið átti stutt spjall
við Gunnar og sagði hann þá m.a.:
„Ég er búinn að teikna og mála
síðan ég var á unglingsaldri og
hef ajltaf haft ákaflega gaman af
því. Ég uni mér t.d. aldrei betur
en þá góðviðrisdaga sem ég get
farið eitthvað, helst langt frá
Gunnar Halldór Sigurjónsson við eitt verkanna á sýningunni.
mannabyggðum, og verið aleinn
við að mála. Ég hef haldið nokkuð
margar sýningar og alltaf selt vel
enda hef ég reynt að vera sann-
gjarn í verðlagningu á myndunum
mínum og reyndar fengið ákúrur
fyrir það hjá sumum. — Ég hef
unnið rúma þrjá áratugi á Gufu-
nesradíói og vann oft mikla yfir-
vinnu, sérstaklega á sumrin. Það
hafa því orðið heldur fáar frí-
stundir hjá mér í gegn um árin og
ég hef því ekki geta sinnt þessu
hugðarefni mínu sem skyldi.
Það lítur dálítið undarlega út,
að þegar ég hætti í Gufunesi þá
dreif ég mig á sjóinn. Ég var
mestallan fjórða áratuginn
loftskeytamaður á togaranum
Garðari frá Hafnarfirði með Sig-
urjóni Einarssyni, þeim fræga
aflamanni, og langaði alltaf á
sjóinn aftur. Ég stóðst því ekki
freistinguna þegar ég átti kost á
skipsrúmi á Bakkafossi í vetur.
Þar hef ég verið síðan, en tók mér
frí til að reka smiðshöggið á
sýninguna sem nú stendur yfir í
Hveragerði. Ég var víðs fjarri
þegar hún var sett upp, um fimm
sólarhringa siglingu frá íslandi,
það voru strákarnir mínir sem
sáu um þetta fyrir mig.
Ég mun hér eftir, sem hingað
til, nota allar mínar frístundir til
að mála og hver veit nema komi
stund og stund á sjónum til að
grípa í það. Frí fær maður sér
öðru hvoru og reynir að nota þau
vel.“