Morgunblaðið - 26.07.1980, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.07.1980, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1980 t>rir ættliðir og allir starfa þeir við kjotvinnsluna. Þorvaldur lengst til vinstri, þá sonarsonur hans og nafni Þorvaldur Skúlason og Skúii lenust til hæ>{ri. Ljósm. Mbl. RAX. „t>á segi ég bara: Maður, líttu þér nær“ Sérstakur kæliklefi er i Dalshrauninu þar sem svínaskrokkarnir eru geymdir þar til þeir eru teknir i vinnsluna. Þorvaldur haKræðir hér myndarlegu svínalæri. Unnið við pokkun á álexKÍ. Þorvaldur saKði miklar framfarir hafa orðið á þessu sviði Hann heitir Númi ok er að ganKa frá pylsum i ok hefðu lofttæmdu umbúðirnar markað þáttaskil. suðu. Rætt við Þorvald í Síld og fisk um fóður- bætisskatt og fleira „Þetta sýnir aðeins, að foryst- an er mjóhuKa. Forysta þarf á hverjum tíma að vera víðsýn,“ saKði Þorvaldur Guðmundsson forstjóri, oftast kenndur við Sild ok fisk, en hann hefur rekið það fyrirtæki af stórhuK i 36 ár. SumardaKÍnn fyrsta sl. flutti hann kjótvinnslu fyrir- tækisins i nýtt ok stærra hús- næði að Dalshrauni 9, Ilafnar- firði ok rekur þar nú kjöt- vinnslu ok framleiðslu af ýms- um toKa undir hinu þekkta vöruheiti Ali. Upphafsorð Þor- valdar hér að framan voru svar hans við spurninKU blaðamanns um álit hans á fóðurbætisskatt- inum, sem laKður var m.a . á svinaræktarbændur, en Þor- valdur rekur einnÍK svinabú ok framleiðir þar sjálfur sitt hrá- efni. Þá sagði Þorvaldur: „Auðvitað kemur þetta niður á framleiðsl- unni, en það er með þetta eins og annað. Einkaframtakið á ekki neina forsvarsmenn, hvorki á þingi né annars staðar. Ég hef rekið svínabú í 26 ár og þeir mánuðir eru teljandi á fingrum annarrar handar, sem verið hef- ur offramleiðsla á svínakjöti. Þessu höfum við framleiðend- urnir stýrt sjálfir með því að spenna bogann aldrei of hátt. Ef þessir menn, sem stjórnað hafa íslenzkum landbúnaði og átt í erfiðleikum með að stýra honum og stjórna, ætla að taka sér það vald að fara að stjórna okkar framleiðslu, þá segi ég bara: Maður, líttu þér nær. Þá má geta þess, að 75% af svínakjötsframleiðslu okkar er notuð í skinku og beikon, hin 25 fara til pylsugerðar. Til pylsu- gerðar fer síðan tvisvar sinnum meira hráefni af kýrkjöti. Vanti svínakjöt og flesk á markaðinn er erfiðleikum bundið að afsetja kýr- og ærkjöt. Forsendur brostnar Hvað fóðurbætisskattinn við- kemur þá stórlækkuðu niður- greiðslur Efnahagsbandalagsins 1. júlí og horfur eru á að þær falli alveg niður á næstunni vegna uppskerubrests. Þar með verða forsendur fyrir skattlagningunni brostnar, a.m.k. hvað varðar svínarækt.“ Þorvaldur rak kjötvinnslu sína að Bergstaðastræti frá upp- hafi, þar til hann flutti að Dalshrauni, eða í 36 ár. Við spurðum hann hvaða möguleika þessi nýja aðstaða í Hafnarfirði gæfi. „Þetta er 685 fermetra húsnæði og skapar í fyrsta lagi betri aðstæður og auðvitað meiri möguleika í framhaldi af því. Ég hef t.d. endurnýjað tækjabúnað og með nýjum kaldreykingar- ofni, sem hér er, opnast mögu- leikar til að kaldreykja fleira en lax. Ég er með hugmyndir um að hefja kaldreykingu á grálúðu- flökum. Islendingar veiða mikið af grálúðu og við seljum hana lítt unna til útlendinga og þeir gera síðan dýrmæta vöru úr henni með slíkri reykingu. Ann- ars byrjuðum við strax fyrir 36 árum með fjölbreytta fram- leiðslu, en í dag hefur auðvitað margt bætzt við. Þessar vinnslu- vörur hafa verið tiltölulega ódýrar og neyzla þeirra fer vaxandi. Það sem ég vildi helzt benda á og leggja áherzlu á af framleiðslunni er lifrarkæfan. Hún er ódýr og mjög holl og járninnihald hennar er mikið. Islendingar mættu gera meira af því að gefa börnum sínum lifr- arkæfu á brauð, — hollara álegg fyrirfinnst ekki að mínu mati. Fyllilega sambærilegt Nú ert þú þekktastur fyrir svínakjötsframleiðslu þína. Danskt beikon og skinka var talið það bezta fyrir nokkrum árum. Hefur þetta breytzt? Jú, heldur betur. Það er rétt, að dönsk framleiðsla var talin sú bezta, en það var fyrir nokkrum árum. Síðan hefur okkur farið stórlega fram. íslendingar senda nú vinum og ættingjum í Dan- mörku íslenzkt beikon, ham- borgarhrygg og skinku i jóla- matinn, enda verð fyllilega sam- bærilegt og gæðin þó sérstak- lega.“ Þorvaldur sagði, að á þessum tæplega fjórum áratugum, sem hann hefði staðið í kjötvinnslu, hefðu mestar breytingar orðið hvað tæknihliðina varðar. Hann kemur sjálfur hvern morgun klukkan átta í Dalshraunið og gengur til vinnu með starfsfólki sínu og enga hurð var að finna á staðnum með skrautletruðu skilti, sem tilkynnir að þar fyrir innan sé að finna forstjóra fyrirtækisins. Slíkar skrifstofur eru oft búnar voldugum hús- gögnum og skreyttar dýrum málverkum. Mörg falleg málverk prýða þó veggi að Dalshrauni 9, en þau eru staðsett í viðkunnan- legri mat- og hvíldarstofu starfsfólksins og sagði Þorvald- ur, að hann hefði ætíð verið stálheppinn með starfsfólk og sér fyndist að því bæri að geta notið frístunda sinna í fallegu og hlýlegu umhverfi. „Vinnan er mín tómstundaiðja“ Við spurðum hann í lokin, hvort ekki gætti neinnar þreytu hjá honum og hvort hann hygði ekki á léttari daga til að njóta afraksturs ævistarfs síns. „Vinn- an er mín tómstundaiðja og mér er einhvern veginn líka eðlislæg- ara að tala minna en fram- kvæma meira," var svar at- hafnamannsins og er við kvödd- um hélt hann áfram þar sem frá var horfið við að skera og vigta Ali-álegg. F.P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.