Morgunblaðið - 26.07.1980, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980
Séð heim að Ilólum í Hjaltadal. Haraldur Árnason skólastjóri Bændaskólans á Hólum.
Haraldur Árnason skólastjóri:
Kennsla í fiskeldisfræðum
gæti farið fram í Hólaskóla
Þess má geta, að hitaveitan og
fiskeldisstöðin eru mjög heppileg í
sambýli, ef ekki óaðskiijanleg, þar
sem hagkvæmni veitunnar er kom-
in undir notkun fiskeldisstöðvar-
innar sem ekki getur án heita
vatnsins verið.
Þriðja meiriháttar framkvæmd-
in hér á Hólum er bygging hest-
húss, sem lengi hefur staðið til, þar
sem hrossakynbótabúið hér hefur
um árabil verið á hrakhólum með
húsnæði og nú þótti mál til komið
að sinna því verkefni.
Á sogustaðnum fræga Hólum í IIjaltadal gengur mikið á
þessa dagana, þar sem verið er að byggja hitaveitu í
nágrenninu. hafin er bygging fiskeldisstöðvar auk hesthúss,
sem hýsa á 100 hesta. Á sama tima liggur starfsemi
Bændaskólans á Hólum niðri, sem óneitanlega virkar
mótsagnakennt við hina miklu uppbyggingu. Blaðamaður
Morgunblaðsins heimsótti Hóla og ræddi þar við Harald
Árnason skólastjóra Bændaskólans um framtið skólans og
framkvæmdir á Hólum.
Öllum kennurunum
hefur verið sagt upp
Hvað olli því að starfsemi Hóla-
skóla lagðist niður?
Við þessari spurningu eru mörg
svör og ég kann ekki öll svörin, en
ein ástæða er vafalítið sú, að
landbúnaðurinn er í lægð, sem
hefur áhrif á aðsóknina. Önnur
skýring er sú, að nú er fjölbreytnin
orðin mun meiri í skólakerfinu en
áður var, t.d. bjóða fjölbrautaskól-
ar uppá búfræðibraut sem dregur
fólk til sín.
Kr búið að leggja skólann sjálfan
niður?
Nei það hefur ekki verið gert, og
ég hef ekki heyrt nein áform um
það, en starfsemin hefur verið lögð
niður um óákveðin tíma og öllum
kennurum skólans verið sagt upp.
Skólabúið er t.d. rekið hér áfram
þannig að hugmyndin hlýtur að
vera sú að byggja skólann upp
aftur.
Gátuð þið elíki brugðist á ein-
hvern hátt við minnkandi aðsókn
að skólanum?
Það má kannski segja að það sé
rétt, en hafa verður þó í huga að
fyrir nokkrum árum skipaði þáver-
andi landbúnaðarráðherra nefnd,
Hólanefnd, sem átti að móta tillög-
ur um framtíð skólans. Nefndin
skilaði áliti í ársbyrjun 1980 og
lagði þá fram margar tillögur, en
aðsóknin í vetur var orðin svo léleg
að ekki þótti fært að halda skólan-
um lengur opnum.
Hvað var það helsta sem Hóla-
nefnd lagði til?
Nefndin sem skipuð er 7
mönnum gerði margar tillögur,
sem allar miðuðu markvisst að því,
að efla Hólaskóla á öllum sviðum.
Meðal helstu tillagna nefndarinnar
voru hitaveituframkvæmdir, fisk-
eldisstöð og hesthús, en fram-
kvæmdir á þessu öllu eru hafnar.
Hitaveita, Fiskeldis-
stöð og hesthús
Ef þú segir mér nánar frá
þessum framkvæmdum?
Fyrstar ber að telja hitaveitu-
framkvæmdirnar, sem standa yfir
við Reyki í Hjaltadal, sem eru í 9
km fjarlægð frá Hólum. Nú þegar
hefur verið boruð ein hola á
Reykjum, sem gefur 25 sekúndu-
lítra af 57 gráðu heitu vatni, og
næsta skrefið er að leggja aðveitu-
æð frá Reykjum í fiskeldisstöðina
og auk þess stendur til að leggja
æðina að bæjum sem eru á leiðinni
frá Reykjum og til Hóla.
En fá aðrir bæir í Hjaltadal og
víðar að njóta hitaveitunnar?
Élg get ekki svaraö því, en
sérfræðingar segja, að nóg sé til af
vatninu á Reykjum. Gallinn er
hins vegar sá, að þetta er lághita-
svæði, sem leiðir það af sér, að
erfitt er að halda vatninu heitu um
langa vegalengd. Vonandi kemur
þó að því, að aðrir bæir njóti heita
vatnsins.
Það má bæta því við að eigandi
hitaveitunnar er Hitaveita Hjalta-
dals, en aðilar að henni eru
Hólalax hf., rikissjóður, og Hóla-
hreppur.
í öðru lagi vil ég nefna fiskeld-
isstöðina sem hér mun rísa, en hún
er í eigu Hólalax hf. Eigendur
Hólalax eru öll veiðifélög á Norð-
urlandi vestra, ríkissjóður, ein-
staklingar og nokkrir veiðiréttar-
eigendur á þessu svæði.
Reiknað er með, að stöðin taki til
starfa á þessu ári og að hún geli
framleitt 200.000 gönguseiði árlega
auk minni seiða.
Forsaga þess að stöðin verður
staðsett hér er sú, að í nokkur ár
hafa áhugamenn um fiskeldi, á
Norðurlandi vestra verið að leita
að hentugum stað fyrir stöð og
ekki fundið annan sem uppfyllir
þau skilyrði sem nauðsynleg eru.
Þessi skilyrði eru nægjanlegt
magn af heitu og köldu hreinu
vatni.
Hesthúsið verður sérlega glæsi-
legt, það tekur 100 hesta auk
æfingavalla og girðinga. Húsin
sjálf verða 1400 fermetrar og er
það byggingarfyrirtækið Hamar
og Sög á Hofsósi sem sér um
framkvæmdir.
Hólaskóli verði með
fiskeldi sem sérgrein
Hvar kemur Hólaskóli sjálfur
inn í þessar framkvæmdir?
Rökin fyrir þátttöku skólans eru
þau, að allar þessar framkvæmdir
varði framtíð skólans miklu.
Með byggingu fiskeldisstöðvar-
innar er hugmyndin að skapa
aðstöðu til kennslu í fiskeldisfræð-
um, sem hingað til hefur orðið að
sækja til útlanda. Ef það yrði, gæti
sú grein ef til vill orðið sérgrein
Hólaskóla og þannig lagt fleiri
undirstöður undir starfsemina.
Bygging hesthússins skiptir
skólann einnig miklu máli, þar sem
þá yrði hægt að efla tamninga-
kennslu og einnig er það hugmynd-
in að reka þar reiðskóla ríkisins ef
hann verður stofnaður.
Að lokum Haraldur, á Bænda-
skólinn á Hólum framtíð fyrir sér?
Ef maður hugsar sér að land-
búnaður eigi yfir höfuð einhverja
framtíð, sem ég efa ekki, þá sé ég
enga ástæðu til að ætla annað en
að Hólaskóli hefji fljótlega aftur
starfrækslu. Hann tekur varla til
starfa næsta haust, en efkir það er
ég bjartsýnn.
Ég álít, að eftir að búfræöinámið
var lengt, með lögum árið 1978,
eigi skólinn enn meira erindi en
áður, en hugmyndin með lögunum
er sú, að lengingin komi að veru-
legu leyti fram í verknámi. Þá
verður samið við bændur um allt
land að taka nemendur í verknám
3—4 mánuði á ári ondir eftirliti
verknámskennara.
Það er mín skoðun að bænda-
skóli verði aldrei að fullu rekinn í
fjölbrautaskóla, ef til vill bóklega
námið, en það verklega verður að
koma annars staðar frá. Ég held,
að menn séu almennt sammála um,
að aldrei verði útskrifaðir búfræð-
ingar nema þeir hafi meiri eða
minni reynslu úr bændaskóla.
Þessi lrlði hópur er frá Byggin/afélaginu Stiganda á Blönduósi og sér um byggingaframkvæmdir við
fiskeldistöð Hólalax hf., sem áætlað er að taka i notkun i haust.