Morgunblaðið - 26.07.1980, Side 13

Morgunblaðið - 26.07.1980, Side 13
1 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980 Gafl-inn við Reykjanesbraut: Létt vín með hlað- borðs-réttum VEITINGAHÚSIÐ Gafl-inn við Reykjanesbraut i Hafnarfirði hefur nýlega fengið vínveit- ingaleyfi og hefur því tekið upp fjölbreyttari þjónustu við gesti sina en áður. Meðal nýjunga má nefna hlaðborð á sunnudögum með köldum og heitum réttum. svo og fullkomnari þjónustu við litla og stóra hópa. Fyrirtækið hóf rekstur á grill- stað og kaffiteríu í ágúst 1976 við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og í desember 1978 við Reykja- nesbraut. Báðir veitingastaðirn- ir bera nafnið Gafl-inn. Um 40 Jón sker væna sneið af svínasteik handa einum gesta sinna. Jón Pálsson og Einar Sigurðsson við kalda borðið. manns vinna hjá fyrirtækinu, en því veita forstöðu Jón Pálsson og Einar Sigurðsson, en eiginkonur þeirra, Pálmey og Fanney Ottós- dætur, reka fyrirtækið með þeim. Gaflinn við Reykjavíkurveg er opinn frá kl. 8 að morgni til kl. 21 að kvöldi og er þar boðið upp á fjölbreytta grill-rétti, svo og smurt brauð og kökur. Fljótlega hóf fyrirtækið að selja tilbúinn veizlumat út í bæ, köld borð og smurt brauð. Síaukin starfsemi leiddi svo til þess að fyrirtækið færði út kvíarnar með opnun grillstaðar og kaffiteríu í nýju húsi við Reykjanesbraut (Keflavíkurveg). Að auki eru í húsinu veizlu- og fundarsalir, sem rúma allt að 150 manns. Reksturinn færðist þar með inn á nýtt svið, þ.e. móttöku lítilla og stórra hópa til hvers konar veizluhalda og fund- arstarfsemi. Gafl-inn við Reykj- anesbraut er opinn frá 8 að morgni til kl. 23.30 að kvöldi. Þeir Jón Pálsson og Einar Sigurðsson tjáðu Morgunblaðinu að þeir hefðu sótt um vínveit- ingaleyfi eftir tilkomu veizlusal- anna og hefði leyfið fengizt fyrir skömmu. Nær það bæði til léttra og sterkra drykkja. Þeir félagar sögðu, að þar með væri þeim kleyft að stórauka þjónustuna við matargesti í veizlusölunum, svo og við litla og stóra hópa, allt frá 6 manna til 50 manna. Áfengir drykkir eru einungis seldir matargestum (þó ekki á grillstöðunum). Á næstunni mun Gafl-inn við Reykjanesbraut bjóða gestum upp á hlaðborð með heitum og köldum réttum á sunnudögum frá kl. 17 til kl. 21. í hádeginu á sunnudögum verður einnig tekin upp sú nýjung að bjóða upp á fjölskyldumatseðil með ljúffeng- um réttum á hagkvæmu verði. 13 Annað óhappið á tveimur dögum: Mótor brann yfir í Arnar- flugsvél ÞAÐ óhapp varð, þegar verið var að keyra upp mótora á Twin Ottervél Arnarflugs í gærmorgun, að olíuþéttir í öðrum mótornum gaf sig og mótorinn brann yfir. Þetta er önnur vél Arnarflugs, sem lendir í svona óhappi á tveim- ur dögum. Halldór Sigurðsson hjá Arnarflugi sagði, að skipt yrði um mótor í vélinni, þannig að hún ætti að geta farið í loftið að nýju á morgun. Arnarflug í samvinnu við Flugfélag Norð- urlands hefur alla jafna einn slíkan mótor ef óhöpp verða. Mótor sem þessi kostar nýr á bilinu 20—30 milljónir króna, en Halldór sagði, að mótorinn sem brann yfir í gærmorgun væri ekki ónýtur, heldur yrði hann gerður upp. Halldór sagði það mjög bagalegt fyrir Arnarflug, að missa tvær vélar út á sama tímanum, en mjög mikið væri um að vera bæði í áætlunar- flugi og leiguflugi. Við hönnun PIONER plastbátsins, var aðal áherslan lögð á eitt atriði — ÖRYGGl. — PIONER bátnum hvolfir ekki, (nema þá að öll áhöfnin leggist á eitt) — og að sökkva honum er útilokað. Hann er tvöfaldur, með holrúmum á milli, þannig að fullur af vatni ber hann hámarks áhöfn. PIONER báturinn er ótrúlega léttur. en um leið geysi sterkbyggður. Þó ógætilega sé með hann fariö brotnar hann ekki. Auk 5 stærða af árabátum, framleiðir PIONER kajaka. kanóa og seglbáta. SKRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF Hólmsgata 4 Boi 906 121 R«yk|<vik I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.