Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980
15
þessu tilliti. Helstu afsakanir og
árviss viðburður eru, að fjárhagur
ríkissjóðs sé óvenju slæmur — að
mörg mál bíði afgreiðslu, — að
læknar séu ósammála um forgang
framkvæmda og myndi þrýsti-
hópa. Þessar afsakanir eru ekki
haldbærar! Læknar í hverri sér-
grein fyrir sig reyna að sjálfsögðu
að vinna sinni sérgrein framgang,
þar sem engin afgerandi heildar-
stefna er fyrir hendi eða sam-
þykktir um forgangsröðun.
Ógeðfelldasta fyrirbrigðið, og
það sem nú virðist tízkufyrirbrigði
hjá forstöðumönnum heilbrigðis-
þjónustu, er þó svokölluð „cost
benefit" analysa. Ef svona orða-
lag, sem tekið er beint upp frá
verzlun og iðnaði, ætti við í
heilbrigðisþjónustu, þýddi það í
raun og veru, að einungis einstak-
í stað myndatöku með margs
konar aukaráðstöfunum til
óþæginda fyrir sjúklinginn í
marga klukkutima og langrar
skoðunar er unnt á nokkrum
mínútum án alira óþæginda að
fá margfalt öruggari niðurstöður
og í mörgum tilvikum árangur i
stað árangursleysis með hinu
nýja og fullkomna sneiðmynda-
tökutæki sem er til á öllum
vestrænum löndum nema ís-
landi. Þessi mynd sýnir æxli i
heila, þ.e. hviti depillinn við
miðbik myndarinnar. Niður und-
ir höfuðkúpubotninum þar sem
æxlið situr og veldur stiflun á
frárennsli á mænuvökva frá
heilahólfunum sem sjást útvíkk-
uð á hinni sneiðmyndinni. en
stíflan verður vegna aukins
þrýstings er æxlið veldur. Þessi
myndataka tekur um 15 minútur
í nýja tækinu. 8—10 sneiðmynd-
ir, i stað IV2 tíma myndatöku
með gömlu aðferðinni sem nær
mun minni árangri.
Útvikkuð heilahólf vegna
stíflu af völdum æxlisins.
Stjórnleysi í
ákvörðunum sem
varða líf eða dauða
Greinarhöfundur, sem að af-
loknu 8 ára sérfræðinámi í geisla-
greiningu erlendis og 10 ára starfi,
sem sérfræðingur við Röntgen-
deild Landspítalans, hefur á und-
anförnum árum reynt að vinna
skilning hjá forstöðumönnum Rík-
isspítalanna og heilbrigðisyfir-
völdum varðandi þessar augljósu
staðreyndir. Árlega hafa verið
sendar inn ítarlegar greinargerðir
með útskýringu. Gengið hefur
verið á fund forráðamanna í
heilbrigðismálum og jafnvel ráð-
herra en oft hefur árangur ekki
orðið sem erfiði og talað fyrir
daufum eyrum. Kemur þar senni-
lega margt ti|. Óvenjutíð skipti
hafa orðið á heilbrigðismálaráð-
herrum síðustu árin og hafa þeir
ekki setið nógu lengi, til að taka
afstöðu og marka skýra stefnu í
Jón L. Sigurðsson
í þessum stól fer loftskoðun á
heila fram samkvæmt gömlu
aðferðinni sem tiðkast hér á
landi ennþá. en stóllinn er
langt frá því að vera það
þægilegasta sem um getur fyrir
sjúklinginn. þvi hann er reyrður
niður og getur sig hvergi hreyft
hvernig sem honum líður.
ir sjúkdómar væru þess eðlis, að
það borgaði sig að rannsaka þá
eða reyna lækningu. — Auk þess
ætti að beita þessari „cost benefit"
aðferð á furmstigi heilbrigðis-
þjónustunnar og myndi þá
kannski koma í ljós, að árangur
heilbrigðisþjónustu stendur ekki í
réttu hlutfalli við glæsi- og minn-
isvarðabyggingar í heilsugæslu
víðs vegar um landið. Þar mun
hrein hreppapólitík ráða málum.
Réttur einstakl-
ingsins að njóta
mesta öryggisins
I þessu sambandi er óhjákvæmi-
legt að minnast einnig nokkuð á
rekstrarfyrirkomulag hinna
stærri rannsóknarsjúkrahúsa,
sem ekki virðast byggja á neinni
„cost benefit" analysu. Landspít-
ali, sem er ríkisspítali, fær fasta
fjárveitingu í ársbyrjun og skiptir
engu máli, þótt dýrtíð rýri þessa
fjárveitingu um 50% eða meira á
því sama ári. Borgarspítali er
rekinn sem héraðssjúkrahús eftir
daggjaldakerfi, en getur auk þess
sent inn bakreikninga til Ríkis-
sjóðs um allt að 85% af öllum
nýbyggingarkostnaði. Hér kemur
fram sjálfvirkni í fjárlagagerð
ríkisins, sem oft er torskilin.
Hvort kerfið, sem notað er, bygg-
ist að engu á „cost benefit"
hugfræði. Það skiptir engu máli í
þessu sambandi hvort einn sjúkl-
ingur liggur í sjúkrarúmi í 365
daga á ári eða hvort 365 sjúkl-
ingar nýta eitt og sama rúmið
árlega. Með öðrum orðum, enginn
hvetjandi þáttur er fyrir betri
nýtingu rúma á hinum dýru rann-
sóknarsjúkrahúsum.
Það verður ekki nógu vel undir-
strikað, að það er réttur hvers
einasta þegns þessa lands, að séð
sé fyrir bestu fáanlegu þjónustu,
þegar sjúkdóm ber að höndum og
að sjúkdómsgreining sé gerð á
sem tryggastan og skjótastan
hátt, þannig, að meðferð geti
hafist. Ef ríkið ekki vill standa við
þessar skyldur verður að finna
annað fyrirkomulag.
í lögum um heilbrigðisþjónustu
nr. 57 frá 20. maí 1978 stendur:
1. gr.
1.1. Allir landsmenn skulu eiga
kost á fullkomnustu heil-
brigðisþjónustu, sem á hverj-
um tíma eru tök á að veita til
verndar andlegri, líkamlegri
og félagslegri heilbrigði.
1.2. Heilbrigðisþjónusta tekur til
hvers kyns heilsugæslu, heil-
brigðiseftirlits, lækninga-
rannsókna, lækninga í sjúkra-
húsum og endurhæfingar-
starfs.
1.3. Ráðherra heilbrigðis- og
tryggingamála sér um að heil-
brigðisþjónusta sé eins góð og
þekking og reynsla leyfir og i
samræmi við lög og reglu-
gerðir.
Eitt gleggsta dæmið um algeran
skort á skilningi og virðingu
yfirvalda fyrir sjúku fólki kom
fram á síðasta ári, er ríkisstjórnin
fyrirskipaði sparnað á sjúkrahús-
um heilbrigðisþjónustunnar að
vera nokkuð takmörkuð ennþá.
Hann lýsti því hins vegar yfir að
hann vildi kynna sér málin eins
vel og kostur væri á, m.a. með
heimsóknum á sjúkrahúsin og
umræðum. Aðspurður um fjár-
mögnun til hinna ýmsu þátta,
svaraði hann m.a. því til, að vinna
þyrfti ákveðnum málum stuðning
og að ákvörðun yrði tekin af 220
þús, einstaklingum, þ.e.a.s. lands-
mönnum öllum. Það gefur hins
vegar auga leið að það er erfitt
fyrir hvern einstakling að taka
ákvörðún um hluti, sem hann veit
ekkert um. Einnig má benda á að
einnig geta þrýstihópar sem að-
eins hafa áhuga á einum þætti í
heilbrigðiskerfinu eða jafnvel ein-
um sjúkdóm valdið nokkurri rugl-
un á forgangsröðun verkefna. Þar
að auki heldur hinn almenni
borgari áð allt sé í lagi og að hann
eigi rétt á fullkominni heilbrigðis-
þjónustu, enda er það tekið fram í
stefnuskrá allra stjórnmálaflokka
að landsmenn allir þurfa að eiga
kost á fullkomnustu heilbrigðis-
þjónustu, sem tök eru á að veita til
verndunar líkamlegri og andlegri
heiisu. Þetta er óframkvæmanlegt
ef undirstaðan er veik og illa séð
fyrir grundvallaratriðum. Hinn
nýi heilbrigðismálaráðherra lýsti
því hins vegar yfir á fundi á
Landspítala nýlega að hann hefði
fullan hug á að endurmeta heil-
brigðisþjónustu hér á landi og
boðaði í því skyni m.a. skipan 10
manna nefndar, er gera skyldi
úttekt á heilbrigðisþjónustu og
sjúkrahúsrekstri almennt. í ís-
lenskri politík þýðir skipun nefnd-
ar um mál oft það sama og að
málin tefjist endalaust og jafnvel
lognist útaf. Auk þess hefur val
manna í nefnd þessa sætt nokk-
urri gagnrýni, þar eð í fljótu
bragði virðast viðkomandi aðilar
Eiga Islendingar kost á
sömu læknisþjónustu og
þegnar nágrannaríkja?
— Eru íslensk sjúkrahús
jafn vel útbúin og sjúkra-
hús á Norðurlöndum?
um ríkisins, m.a. með því að setja
„þak“ á yfirvinnu lækna, án þess
að nokkur rannsókn var gerð á
því, hvort þessi yfirvinna væri
óþörf eða hvort sú lágmarks
öryggisþjónusta, sem veitt er
sjúkum, skaðaðist við þetta. Ekki
var heldur athugað eða áætlað
hvort þá þyrfti að ráða fleiri
lækna til þess að sleppa yfirvinnu.
Það er hins vegar grundvallar-
krafa þess, sem lagður er inn á
sjúkrahús, að öryggisþjónusta sé í
vissu lágmarki! Inni á sjúkrahús-
inu á sjúklingur og aðstandendur
hans að geta fundið til þess
öryggis, að allt sé gert til þess að
lina þjáningar og beita þeim
rannsóknum og aðgerðum, sem
nauðsynlegar eru til skjóts bata.
Að taka sauðkindina
af stalli og dýrka
mannlíf í staðinn
Núverandi heilbrigðismálaráð-
herra hefur nýlokið „visitasiu" á
stærstu sjúkrahúsin hér í Reykja-
vík, sem er nýmæli og mjög
virðingarvert. Heilbrigðismála-
ráðherra hefur nýlega tekið við
embætti og hlýtur þekking hans á
hinum mörgu og oft flóknu þátt-
ekki hafa þá grundvallarþekkingu
og reynslu, sem nauðsynleg er, til
þess að gera slíka úttekt. Til
dæmis er enginn sjúkrahúslæknir
eða sérfræðingur sem starfar ein-
göngu á sjúkrahúsi í nefnd þess-
ari. I æðstu stjórn heilbrigðismála
sitja hins vegar velmenntaðir
læknar, sem vissulega gætu bent
ráðherra á, að slikar athuganir
hafa verið gerðar í nágrannalönd-
um okkar oft og margsinnis og
myndu viðkomandi heilbrigðisyf-
irvöld, t.d. Socialstyrelsen í Sví-
þjóð eða SPRI (Statens Planering
og Rationaliserings Institut), fús
til að veita aðstoð og aðgang að
gögnum, sem síðan mætti sníða að
íslenskum aðstæðum.
Það er von greinarhöfundar, að
nú þegar verði tekin upp mark-
vissari stefna í sjúkrahúsmálum.
Grundvöllurinn verði treystur
með eflingu rannsóknardeilda
sjúkrahúsanna, þ.e. allir sitji við
sama borð hvað sjúkdóm snertir.
Gera þarf stórátak nú þegar og
veita til þess myndarlegri fjár-
hæð, þó ekki væri ekki nema hluta
af útflutningsbótum til landbún-
aðarafurða árlega. Kominn er tími
til að sauðkindin verði tekin af
stalli og heilbrigðara mannlíf
dýrkað í staðinn.