Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980 19 Rússar una illa fréttaflutnmgi af Moskvuleikum Moskva. 25. júll. AP. SOVÉZK yfirvöld hafa látið í ljós vaxandi gremju vcgna fréttaflutn- ings vestrænna ríkja af ólympiuleikunum í Moskvu, sem embættis- menn austantjalds höfðu vonazt til að yrði árangursríkt áróðurstæki fyrir hinn sósialiska heim. FORSÆTISRÁÐHERRANN VIÐ STÝRIÐ — Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, tekur í stýrið á nýjum björgunarbát á ferð sinni um Wales nýlega. Kom hún m.a. til Holyhead. þar sem myndin var tekin, og sætti þar aðkasti óánægðra hafnarverkamanna. Þykir þeim, sem og mörgum brezkum sjómönnum, að frúnni hafi tekizt óbjörguiega til við stýrið á brezku þjóðarskútunni. Innbyrðis átök í her jum Af gana Vestrænir fréttamenn hafa ver- ið opinberlega ásakaðir fyrir að reyna að „sveipa leikana þykku skýi villandi upplýsinga" og að freista þess að blása upp sérhvern hnökra. Hafa Sovétmenn gefið í skyn í nokkrum athugasemdum sínum, að gagnrýni á Moskvu- leikana jafngilti árás á slökun- arstefnuna sjálfa. Aðrir sovézkir embættismenn hafa eigi að síður látið í veðri vaka, að frásagnir af leikunum hafi verið hagstæðari en þeir áttu í upphafi von á. Vænta þeir þess, að fréttamenn beini í ríkari mæli athyglinni að íþróttunum sjálfum eftir því sem samkeppnin harðnar. Sovétmenn tóku yfirvegaða áhættu er þeir ákváðu að standa fyrir ólympíuleikum í Moskvu og gerðu sér grein fyrir, að teflt væri í hættu ásjónu Sovétríkjanna á erlendum vettvangi. í krafti bjartsýni á, að framkvæmd leik- anna myndi mælast vel fyrir, ákváðu Sovétmenn að opna landa- mæri sín sex þúsund erlendum blaðamönnum og vona hið bezta. „Það var stórt áfall fyrir okkur í byrjun" sagði einn embættis- mannanna, „að Bandaríkjamenn drógu úr sjónvarpsfréttaflutningi frá leikunum. En það varð til þess, Stórtap General Motors Detrolt. 25. júli. AP. RISAFYRIRTÆKIÐ General Motors hefur skýrt frá mesta ársfjórðungstapi á verkfalls- lausu timabili í sögu þess frá þvi i heimskreppunni. General Mot- ors, sem setið hefur uppi með stórar bifreiðir á timum oliuverð- hækkana, segir fjögur hundruð og tólf milljón dollara halla hafa orðið á rekstrinum (meira en tvö hundruð milljarðar islenzkra króna). Talsmenn fyrirtækisins segja að engar skammtímahorfur séu á að þetta þriðja stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna skili hagnaði. Skella þeir skuldinni á afturkipp í hagvexti, áhyggjur neytenda út af hækkandi oliuverði og samkeppni frá sparneytnari bifreiðum, sem fluttar eru inn. General Motors framleiðir um helming allra bifreiða, sem seldar eru í Bandaríkjunum. að miklu færri var gefinn kostur á að sjá hátíðina berum augum og hafa frásagnir að mestu verið í umsjá blaðafréttaritara.“ Sovézkir embættismenn hafa reiðzt út af frásögum þess efnis, að félagar úr afgönsku ólympíu- sveitinni hafi viljað leita sér hælis á Vesturlöndum — og hafa sov- ézkir blaðamenn kallað þá sögu „ódýra æsifrétt". Þá hafa sögur af mótmælum kynvillinga á Rauða torgi á mánu- dag stungið í augu sovézkra emb- ættismanna, en það var ítalskur ríkisborgari er stóð fyrir mótmæl- unum. Þreif sovézka lögreglan myndavélar af nokkrum vestræn- um fréttamönnum, er hugðust mynda atburðina. „Þetta var fyrirlitlegt athæfi og rógsbragð, sem sært hefur virðingu og til- finningar þjóðar okkar", segir talsmaður ólympíunefndarinnar í Moskvu, Vladimir I. Popov. Þrátt fyrir, að sögur af öryggis- viðbúnaði hafi verið ýktar, segjast Sovétmenn hafa átt von á þeim. Vonast þeir nú til að fréttamenn snúi sér að menningaratburðum, verksmiðjum og landbúnaðarbýl- um, sem þeir hafa verið hvattir til að heimsækja. Einnig gera þeir sér dælt við þá hugmynd, að skortur á myndefni frá Moskvu nú verði til þess að auka eftirspurn- ina á næstu mánuðum og megi þá lappa upp á þá ófullnægjandi mynd, sem Vesturlöndum er gefin af leikunum. Nýju Delhi, 25. júli. AP. HEIFTARLEG átök milli Khalq og Parcham-arma afgönsku stjórnarinnar hafa breiðzt út og hrundið af stað innbyrðis skær- um í her landsins. Segir i fréttum frá Kabúl í dag, að tuttugu og þrir að minnsta kosti hafi týnt lífi í tveimur bardögum innan hersins nýlega og hafi háttsettur embættismaður afganska menntamálaráðuneytisins verið þeirra á meðal. Samkvæmt heimildum AP í Kabúl, sem fréttastofan bendir á að hafi reynzt áreiðanlegar til þessa, tókust hermenn, er fylgja Parcham-flokksbroti Karmals forsætisráðherra að málum, á við keppinauta úr Khalq-flokksbrot- inu í Gargha-herstöðinni í Kabúl þann 16. júlí. Sovézkar hersveitir munu hafa gengið á milli, en tapað tveimur mönnum fyrir vikið. Þann 22. júlí, brutust síðan aftur út bardagar milli sömu afla í Pol-I-Charki-herstöðinni fyrir utan Kabúl. Sovétmenn skárust aftur í leikinn. Karmal forsætisráðherra er sagður halda áfram tilraunum til Moskvu. 25. júli. AP. WALTER Polovchak, Úkraínu- drengurinn tólf ára, sem boðizt hefur pólitískt hæli í Bandaríkj- unum, var tældur með reiðhjóli og loforði um bíl, að sögn sovézku fréttastofunnar Tass. Bandarisk innflytjendayfirvöld hafa á hinn bóginn neitað að aftaka með öllu, að svo kunni að fara, að drengur- inn verði sendur aftur til Sovét- rikjanna nauðugur. að hreinsa stjórn sína af starfs- mönnum úr röðum Khalq-armsins og reynir hvor flokksarmurinn um sig að ófrægja hinn sem bezt hann getur í augum Sovétmanna. Bandarísk stjórnvöld ákváðu að veita Polovchak pólitískt hæli á miðvikudag. Að sögn talsmanns bandaríska innflytjendaeftirlits- ins, Verne Jervis, mun stofnunin beita sér fyrir því, að drengurinn verði ekki sendur aftur nauðugur um sinn, en aðeins „um sinn“. „Ég get aðeins talað um núverandi fyrirheit", sagði Jervis, „en ekki um það sem kann að verða“. Samkvæmt reglum um pólitíska flóttamenn á drengurinn rétt á þvi að dveljast í Bandaríkjunum í eitt ár áður en hann sækir um varan- legt innflytjendaleyfi. Jervis neit- aði að segja nokkuð um hvort innflytjendastofnunin myndi skerast í leikinn ef foreldrar drengsins fengju löglegan yfir- ráðarétt yfir honum og hygðust flytja hann aftur heim til Ukra- ínu. Rithöfundurinn 0. Manning látinn Ryde, Isle ol Wlght. 24. júli. AP. BREZKI rithöfundurinn Olivia Manning lézt í sjúkrahúsi i dag. 65 ára að aldri. Hún varð fyrst þekkt fyrir bókina „The Great Fortune", sem kom út 1960. Seinna komu út tvær aðrar bækur um reynslu hennar í byrjun heimsstyrjaldarinnar, þeg- ar hún bjó fyrst í Rúmeníu og flýði síðan til Aþenu og þaðan til Kaíró. Hún samdi einnig leikrit og smásögur og ritaði bókmennta- gagnrýni. Þetta gerðist 26. júlí 1976 — Tanaka, fv. forsætisráð- herra Japans, handtekinn fyrir meinta þátttöku í Lockheed- mútuhneykslinu. 1974 — Karamanlis myndar borgaralega stjórn í Grikklandi eftir sjö ára herforingjastjórn. 1963 — Jarðskjálftinn í Skopje (rúmlega 1.000 farast). 1958 — Karl Bretaprins gerður að prins af Wales. 1956 — Nasser ofursti þjóðnýtir Súez-skurð og Vesturveldin hóta refsiaðgerðum. 1953 — Uppreisn Fidel Castro á Kúbu hefst með áraá á herskála í Santiago. 1952 — Farúk Egyptalandskon- ungur leggur niður völd. 1944 — Fyrstu V-2 flugsprengj- ur Þjóðverja falla á England. 1943 — Badoglio marskálki fal- in stjórnarmyndun á Ítalíu. 1941 — Bretar og Bandaríkja- menn frysta japanskar inni- stæður. 1939 — Bandaríkin segja upp viðskiptasamningi við Japan. 1909 — Allsherjarverkfall í Barcelona leiðir til óeirða i Katalóníu. („Rauða vikan"). 1891 — Frakkar innlima Tahiti. 1847 — Lýst yfir sjálfstæði Líberíu. 1821 — Tyrkir og Rússar slíta stjórnmálasambandi. 1759 — Frakkar láta Fort Ti- conderoga af hendi við Breta. 1757 — Sigur Frakka á Bretum við Hastenbach. 1663 — Frakkar iýsa yfir sam- einingu Venaissin og taka Avignon. 1605 — Franskir mótmælendur þinga í Chatelherault í óþökk Hinriks IV. Afmæli — Jean Baptiste Cam- ille Carut, franskur listmálari (1796-1875) - George Bernard Shaw, brezkur rithöfundur (1856—1950) &— Aldous Huxley, brezkur rithöfundur (1894— 1963) — André Maurois, fransk- ur rithöfundur (1885-1967). Andiát — 1867 Ottó I. Grikkja- konungur. Innlent — „1662 Hinrik Bjálki stefnir eiðamönnum til Bessa- staða — 1827 dr. Gísli Brynj- ólfsson drukknar á sundi á Reyðarfirði — 1881 Jón Ólafsson og Grímur Thomsen sættast í meiðyrðamálum — 1893 d. Þor- varður Kjerulf — 1920 Bruni við Laugaveg — 1936 Pétur Eiríks- son syndir úr Drangey til lands — 1942 Harry Hopkins í heim- sókn - 1892 d. Haraldur Guð- mundsson. Orð dagsins — Því hærra sem hann talaði um heiður sinn, því hraðar töldum við hnífapörin — Ralph Waldo Emerson, banda- rískur rithöfundur (1803—1882). Mál Polovchaks ekki leitt til lykta Drekaflugstiórinn skorar á Montreal. Kanada. 25. júli. AP. SVIFDREKA-flugmaðurinn Eagle Sarmont frá Kaliforníu skoraði i dag á fjölmiðla i Kan- ada að veita stuðning tilraunum til að fá kanadiska samgöngu- ráðuneytið til að samþykkja áætl- anir hans um að fljúga yfir Kanada i átt yfir Atlantshafið. Sarmont hefur verið kyrrsettur í Kanada síðan á mánudag, er flugumferðaryfirvöld úrskurðuðu, að svifdreki hans fullnægði ekki öryggiskröfum. Ævintýramaðurinn, sem er fjölmiðla tuttugu og átta ára gamall, lýsti því yfir, að hann hefði hug á að hitta Pierre Trudeau, forsætisráð- herra, og ræða við hann um málið. Kanadíska samgönguráðuneytið staðfesti fyrri úrskurð sinn á fimmtudag með þeim röksemdum, að kanadískir skattgreiðendur ættu ekki að þurfa að standa straum af leit og björgunarað- gerðum, lenti Sarmont í kröggum. Einnig var bent á hættu á að Sarmont kynni að rata inn á flugumferðarbrautir í loftum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.