Morgunblaðið - 26.07.1980, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakiö.
Alþýðusambandið
í herkví
Tilmæli Alþýðusambands íslands til Vinnuveitendasam-
bandsins, um að hafnar verði að nýju kjaraviðræður
þessara aðila, sýna, að innan Alþýðusambandsins hefur komið
fram megn andstaða gegn leynibrugginu með Vinnumálasam-
bandi samvinnufélaganna. Tilmælin sýna einnig, að enn mega
þeir sín nokkurs innan Alþýðusambandsins, sem ekki lúta í einu
og öllu skipunum pólitísku ævintýramannanna í forystusveit
Alþýðubandalagsins. Engum blöðum er um það að fletta, að í
hugum pólitískra valdamanna framsóknar og komma yrði það
til að auka mjög veg þeirra og völd, ef þeir gætu komist í þá
aðstöðu að fyrirmæli þeirra til SÍS og ASÍ nægðu til að lausn
fyndist á átökum um kaupgjaldið. En raunsæi þessara
pólitíkusa er ekki mikið, enda hafa þeir á furðulega skömmum
tíma einangrast í valdastólum sínum.
Þótt Alþýðusambandið hafi reynt að komast úr herkvínni með
því að leita eftir því við Vinnuveitendasambandið, að þessir
aðilar taki að nýju upp þráðinn þar sem frá var horfið, er þó
ekki fullvíst að ekki verði áfram róið á sérmið með SÍS í leit að
góðum feng. Aður en lengra er haldið er þó rétt, að þessar tvær
fjöldahreyfingar, sem við hátíðleg tækifæri að minnsta kosti
guma mjög af nánum tengslum sínum við allan þorra
þjóðarinnar, geri mönnum grein fyrir því, hvað fyrir þeim vakir
með sérbrölti sínu. Er efnahagur Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga með þeim hætti, að það geti gengið fram fyrir
skjöldu og boðið meiri launahækkanir en fjármálaráðherra,
Ragnar Arnalds, hefur til dæmis hreyft í samtölum sínum við
BSRB? Hvað leyfir hagur iðnfyrirtækja Sambandsins á
Akureyri mikla launahækkun til iðnverkafólks? Telja þeir, sem
ábyrgð bera á rekstri Sambandsfrystihúsanna, sér fært að
hækka laun starfsmanna sinna? Hvaða tryggingu hefur ASÍ
fengið fyrir því, að samningar, sem kynnu að vera gerðir við SÍS,
hljóti viðurkenningu annarra vinnuveitenda? Hver er munurinn
á því, að ASÍ semji í heild fyrir hluta af félagsmönnum sínum
eða sérsambönd innan þess taki upp sérviðræður við atvinnu-
rekendur?
Svörin við þessum spurningum myndu gefa innsýn í það,
hvort það séu fagleg sjónarmið eða pólitísk, sem ráða hjá
forsvarsmönnum ASI og SÍS, þegar þeir ræðast við. Eins og
eðlilegt er, með hliðsjón af fyrri yfirlýsingum Vinnuveitenda-
sambandsins og ummælum ráðamanna Alþýðusambandsins,
þegar þeir neituðu frekari samtölum við VSÍ, hefur ekki skapast
neinn grundvöllur fyrir frekari viðræður Vinnuveitendasam-
bandsins og Alþýðusambandsins á þeim tíma, sem ASÍ og SÍS
hafa ræðst við. Beiðni ASÍ um, að það fái tækifæri til að ræða
við bæði samtök vinnuveitenda samtímis en þó ekki saman,
hefur verið hafnað af Vinnuveitendasambandinu og er sú
afstaða rökrétt miðað við málatilbúnaðinn allan. Alþýðusam-
bandið er því enn í herkvínni með SÍS.
Forsendurnar fyrir því, að ASÍ og SÍS settust til sérviðræðna,
voru pólitískar. Þótt enginn aðila vinnumarkaðarins fáist til að
viðurkenna það, þarf ekki mikinn pólitískan næmleika til að
átta sig á þeirri staðreynd. Með viðræðum þessara aðila voru
kjaramálin beinlínis flutt inn á borð ríkisstjórnarinnar, því að
þar sitja pólitískir fulltrúar SÍS-valdsins og sjálfskipaðir
pólitískir ráðamenn verkalýðsrekenda Alþýðubandalagsins.
Afstaða Vinnuveitendasambandsins sýnir, að í þessari stöðu
munu kjaramálin verða þar til niðurstaða fæst eða upp úr
slitnar. Hvernig ríkisstjórnin hyggst síðan fara með málið er
enn óljóst, en skrif Þjóðviljans síðustu daga benda eindregið til
þess, að fyrir henni vaki, að nota lagasetningarvald sitt til að
hlutast til um skipan kjaramálanna.
Aðeins fimmti hluti félagsmanna Alþýðusambands Islands er
í starfsmannahópi Sambands íslenskra samvinnufélaga. Með
samningum fyrir þennan tiltölulega fámenna hóp ætlar ASÍ að
setja fordæmi um niðurstöðu í kjaramálum allra annarra
félagsmanna sinna. Greinilegt er, að Vinnuveitendasambandið
er alls ekki til þess búið að láta segja sér fyrir verkum með
þessum hætti, þannig að ASÍ hefur ekki minnstu tryggingu fyrir
því, að samkomulagið við SÍS nái fram að ganga fyrir
yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna sinna. Hugsanlegir samn-
ingar ASI og SÍS yrðu þess vegna gerðir með því hugarfari, að
ríkisstjórnin lögfesti þá fyrir alla heildina. Það er engin furða
þótt forráðamenn bæði SÍS og ASÍ telji nauðsynlegt að nota hin
hátíðlegustu tækifæri til að játa lýðræðinu ást sína.
Módelmynd frá árum Þorvaldar í Listaháskólanum í Ósló.
Málverk Þorvaldar af Ilalldóri Laxnes
Listasafn
Háskóla
Islands
Frumgjöf
Ingibjargar Guðmundsdóttur
og Sverris Sigurðssonar
— Litlar spurnir hafa farið af
Listasafni Háskóla íslands og hygg
ég, að fæsta hafi grunað, ao slík
stofnun væri til. Sjálfur vissi ég það
trauðla, en hafði þó haft spurnir af
því, að háskólinn festi sér stundum
mynd og mynd á listsýningum, en
slíkt fór dult. Eðlilega veit ég því
næsta fátt um listaverkaeign skólans,
en slíkar stofnanir eiga iðulega all-
nokkuð af myndlist, enda berast þeim
reglulega veglegar gjafir frá velunn-
urum sínum lífs og liðnum, og þar á
meðal eru myndverk.
Svo rétt sé frá hermt, þá hefur
fram til þessa árs ekkert verið til,
sem ber nafnið Listasafn Háskóla
Islands, en hins vegar hefur hug-
myndin að því verið í burðarliðnum í
nokkur ár. Höfundur hugmyndarinn-
ar var Björn Th. Björnsson, listsagn-
fræðingur, sem hefur haldið fyrir-
lestra innan stofnunarinnar í nokkur
ár og gat hér vísað til hliðstæðra
stofnana erlendis. Meðal þeirra, er
sóttu fyrirlestra Björns veturinn 1977
var Sverrir Sigurðsson, einn af stofn-
endum Sjóklæðagerðar íslands og
einn af mestu áhugamönnum lands-
ins um viðgang myndlistar. Hann
hefur um árabil safnað myndum og
þá einkum lagt áherzlu á að ná
saman góðu heildarsafni verka eftir
Þorvald Skúlason, sem hann hefur
haft óbilandi trú á og stutt við bakið
á um áratugaskeið.
Það er ekki að orðlengja þetta
frekar, en ofangreind þróun og
áframhaldandi viðræður þeirra
Sverris og Björns Th. leiddu til
þeirrar ákvörðunar Sverris Sigurðs-
sonar og konu hans, Ingibjargar
Guðmundsdóttur, að gefa háskólan-
um stofngjöf að slíku safni. Á fundi
með þáverandi háskólarektor, Guð-
laugi Þorvaldssyni, og fleiri full-
trúum háskólans var við hátíðlega
athöfn tilkynnt um gjöfina á heimili
gefanda að Sævargörðum 1 hinn 21.
maí 1979.
Sverri Sigurðssyni farast annars
svo orð í veglengri sýningarskrá, er
gefin hefur verið út í tilefni sýningar
þeirrar á frumgjöfinni í Háskóla
'íslands er nú stendur yfir: „í samráði
við dætur okkar, Björgu og Áslaugu,
sem sérstaklega hvöttu okkur, ákváð-
um við að ráðstafa sem mestu af
málverkasafni okkar fyrr en síðar.
Þessa ákvörðun lagði ég fyrir Björn
Th. Björnsson þennan vetur, sem ég
sótti tíma hans, og bað hann að vera
okkur ráðhollan í þessu máli. Hann
kaðst skyldu hugleiða það.
Konumynd eftir Jón Stcfánsso