Morgunblaðið - 26.07.1980, Page 23

Morgunblaðið - 26.07.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980 23 Ragnar Arnalds, f jármálaráðherra: Olíumöl leiti nauðungar- samninga um skuldir sinar - að öðrum kosti verði óskað eftir gjaldþrotaskiptum RAGNAR Arnalds fjármálaráð- herra sagði í samtali við Mbl., að hann myndi i næstu viku skrifa stjórn Oliumalar h.f. bréf og fara fram á að hún myndi reyna til hins ýtrasta að ná fram nauðung- arsamningum um skuldir fyrir- tækisins, sem nema um þessar mundir um 2.2 milljörðum, og siðan yrði starfsemin endurskoð- uð. Að öðrum kosti sæi hann enga leið færa aðra en óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. „Ég elti ekki lengur ólar við Eiður Guðnason, formaður fjárveitinga- nefndar, um málefni Olíumalar: Málið er úr höndum f jár- veitinganefndar VEGNA þeirra ummæla, sem höfð voru eftir Ragnari Arnalds fjármálaráðherra i hádegisfrétt- um útvarps i gær varðandi mál- efni fyrirtækisins Oliumalar hf. óskar Eiður Guðnason formaður fjárveitinganefndar Alþingis eft- ir að koma eftirgreindu á fram- færi: 1. í sjöttu grein fjárlaga yfir- standandi árs er fjármálaráð- herra veitt heimild til að breyta kröfum ríkissjóðs á hendur fyrir- tækinu Olíumöl hf. í hlutafé, að fengnu samþykki fjárveitinga- nefndar Alþingis. 2. Hinn 10. apríl sl. skrifaði fjármálaráðherra fjárveitinga- nefnd bréf og óskaði samþykkis fjárveitinganefndar til þess að nota mætti þessa heimild. Hafði skv. því ákveðið að nota heimild- ina. 3. Fjárveitinganefnd hófst þá þegar handa um könnun málsins, ræddi við stjórnendur Olíumalar hf., yfirmenn Vegagerðar ríkisins og ýmsa fleiri aðila, skoðaði eignir Olíumalar h.f. og aflaði upplýs- inga um fjárhagsstöðu fyrirtækis- ins, þeirra sem tiltækar voru. Bæjarfógeti í Sigluf. Fimm sóttu um starfið FIMM umsóknir bárust um emb- ætti bæjarfógeta i Siglufirði, sem verður veitt frá 15. ágúst nk. Elías Eliasson, sem verið hefur bæjarfógeti, hefur verið skipaður bæjarfógeti á Akureyri. Umsækjendurnir fimm, að sögn Baldurs Möllers ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, eru: Barði Þórhallsson bæjarfógeti, Ólafs- firði, Erlingur Óskarsson fulltrúi á Akureyri, Finnbogi H. Alexand- ersson fulltrúi í Hafnarfirði, Hall- dór Þ. Jónsson fulltrúi á Sauð- árkróki og Volter Antonsson hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. 22 180 AK.I.VSIV. \ SIMINN EK: 4. Hinn 13. maí skýrði fjármála- ráðherra frá því í umræðum á Aiþingi að hann hefði með bréfi til Seðlabanka íslands hinn 8. maí óskað eftir því að Seðlabankinn gerði úttekt á fjármálalegum viðskiptum Olíumalar hf. við bankakerfið, og jafnframt að Seðlabankinn, „leggi fram öll þau gögn í þessu máli, sem tiltæk eru hjá þeirri stofnun". í þessum umræðum sagði fjármálaráðherra einnig að hann mundi ekki gera upp hug sinn í þessu máli fyrr en greinargerð Seðlabankans hefði borist, og dró þannig til baka fyrri ákvörðun um að nota fjárlaga- heimildina. Með þessu tók fjármálaráðherra því málið úr höndum fjárveitinga- nefndar og flutti athugun þess frá nefndinni til Seðlabankans, og sló málinu á frest meðan beðið var greinargerðar bankans. 5. Er þessi ummæli ráðherrans lágu fyrir ræddi fjárveitinganefnd mál Olíumalar hf. að nýju í ljósi þeirra, og ritaði Ragnari Arnalds fjármálaráðherra bréf hinn 20. mái, sem lýkur með þessum orð- um: „Fjárveitinganefnd gerir ráð fyrir að fá í hendur þau gögn, sem leiða af athugun Seðlabanka ís- lands í máli þessu. Ef yður að lokinni athugun Seðlabankans á málefnum Olíumalar hf. þykir enn rétt að óska samþykkis fjárveit- inganefndar til að nota áður nefnda heimild í fjárlögum, mun nefndin taka það mál til athugun- ar að nýju.“ 6. Hinn 20. júní sl. barst fjár- veitinganefnd greinargerð Seðla- banka íslands um málefni Olíu- malar, sem fjármalaráðherra hafði beðið um. Skýrslunni fylgdi svohljóðandi bréf: „Hér með sendist yður skýrsla sú, sem Seðlabanki íslands tók saman sbr. beiðni ráðuneytisins um fjárhagsstöðu Olíumalar hf. Skýrslan þarfnast ekki skýringa. Fyrir hönd ráðherra Þröstur Ólafsson (sign)“ 7. Fjárveitinganefnd hefur því engin ósk borist frá ráðherra um að taka þetta mál fyrir að nýju. Ákvæði fjárlaga eru ótvíræð og tvímælalaus. Það er fjármálaráð- herra að óska eftir því að umrædd heimild verði notuð. Sú ósk hefur ekki borist eftir að ráðherra íok málið úr höndum nefndarinnar í maí. Þær ákvarðanir, sem fjárlög fela fjármálaráðherra, getur hann ekki ætlast til að aðrir taki fyrir hann, þótt óþægilegar kunni að vera. Fréttatími ríkisútvarpsins er ekki réttur vettvangur til að svara dylgjum ráðherra í garð fjárveit- inganefndar. Til þess munu hins vegar gefast næg tækifæri, þótt síðar verði. Eiður Guðnason, form. fjárvcitingan. fjárveitinganefnd vegna þessa máls. Ég tel að reynslan hafi sýnt, að fjárveitinganefnd sé ekki í stakk búin til að fjalla um þetta mál. Ráðuneytið sendi málið til fjárveitinganefndar á sínum tíma og óskaði eftir því að hún tæki málið fyrir á grundvelli ákvarð- ana í fjárlögum. Hún vann vel að málinu um skeið og ég hélt að frá henni kæmi álitsgerð og stefnu- mótun í málinu. Málið fór hins vegar allt upp í loft hjá nefndinni og þegar ég svo óskaði eftir því við Seðlabankann, að hann gæfi ýms- ar upplýsingar í málinu, þá notaði fjárveitinganefnd það tækifæri til þess að vísa málinu frá sér,“ sagði Ragnar ennfremur. „Ég hef hins vegar ekki ennþá skilið hvaða rök lágu þar að baki. Ég bað Seðlabankann einfaldlega um gögn í málinu og sendi fjár- veitinganefnd. Síðan skeður það, að m.a. formaður nefndarinnár segir það í fjölmiðlum, að nefndin hafi málið ekki lengur itl meðferð- ar. Ég get ekki túlkað það á annan veg en að fjárveitinganefnd sé einfaldlega ekki í stakk búin til að marka stefnuna i þessu máli vegna einhverrra innri vanda- mála,“ sagði Ragnar. CATERPILLAR 3408 Vela- og þjónustukynning Útgerðarmenn og vélstjórar um land allt Leyfum okkur aö heimsækja ykkur á næstu 2—3 vikum til skrafs og ráöagerða. Augnayndiö í feröinni veröur ein af hinum frábæru CATERPILLAR VÉLUM, CAT. 3408 365 hö. viö 1800 sn/mín. Veröum á eftirtöldum stöðum: Stokkseyri og Eyrarbakka Vestmannaeyjum Þorlákshöfn Grindavík Keflavík Sandííerði 28: júlí kl. 8.30 — 10.30 28. júlí kl. 17.00 — 23.00 29. júlí kl. 11.00 — 12.00 29. júlí kl. 15.00 — 16.00 29. júlí kl. 17.00—18.00 29. júlí kl. 18.30 — 19.30. Œ HEKLA hf. CATERPILLAR SALA S. ÞJONUSTA Caterp*Har, Cot. og CB eru skrósett vorumerki Laugavegi 170-172, — Simi 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.