Morgunblaðið - 26.07.1980, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980
Rósir
í garðin um
Ýmsir þeir, sem við ræktun fást, hafa sínar eigin
aðferðir við að hlúa að plöntunum, aðferðir sem ef
til vill hafa ekki fengið vísindalegt samþykki.
Einn rósaræktandi lét uppi sína aðferð við að gera
vel við plöntur sínar. Hann grefur bananahýði niður
í moldina við hlið rósanna og heldur því fram, að
þeim verði gott af.
Avextir og græn-
meti á andlitið
Ávextir og grænmeti eru ekki
aðeins hollur matur, en geta líka
gert sitt gagn útvortis, eftir því
sem sérfræðingar segja okkur. í
samræmi við það hafa snyrti-
vöruframleiðendur, í auknum
mæli síðustu ár, snúið sér að
afrakstri móður jarðar við til-
búning hinna mörgu snyrti- og
fegrunarlyfja.
Fyrir nokkru kom út hjá
Pelham-útgáfufélaginu (Pelham
Books) í Bretlandi bók sem
heitir „Making Your Own Cos-
metics" (að búa sjálfur til
snyrtivörurnar), eftir James
Sholto Douglas, þar sem kennt
er að búa til allskonar snyrtivör-
ur. Þar eru leiðbeiningar um
tilbúning á kremi af öllu tagi,
maska, sólolíu, varalit, maskara,
shampoo, sápu, tannkremi og
jafnvel ilmvatni.
Það þarf sjálfsagt þolinmæði
og nákvæmni við slíka snyrti-
vörugerð í heimahúsi, en getur
vel verið þess virði að reyna slíkt
og gæti sjálfsagt reynst hag-
kvæmt.
Þess má að lokum geta, að
vitað er, að konur hérlendis hafa
eitthvað fengist við að búa til sín
eigin krem, dálkahöf. hefur vitn-
eskju um slíkt úr eigin fjöl-
skyldu, föðursystir, sem nú er
látin, fædd í Reykjavík árið 1913,
bjó til sín eigin hreinsunar- og
„cold“-krem, líklega á árunum í
kringum 1940, en samsetning
þeirra hefur því miður ekki
varðveist.
Leikir, gátur, þrautir og sögur_______________________________ Umsjón: Rúna Gfsladóttlr og Þórlr S. Guöbergsson
Mikið
að gera
á stóru
heimili
— Afi og amma koma í dag,
hrópuðu þau Bjarni og Birna
bæði í einu. Þau hentust niður
tröppurnar og höfðu nær hent
pabba sínum um koll sem stóð
við bílinn sinn og var önnum
kafinn við að þvo.
— En sá gauragangur,
sagði pabbi þeirra og rétti úr
sér.
— Var það ætlun ykkar að
henda mér á hausinn ofan í
vatnsfötuna? spurði hann og
hló.
— Getum við ekki farið í
sund í dag? spurði Bjarni
ákafur og Birna tók undir
þessa einlægu ósk. En faðir
þeirra var ekki á því.
— Við verðum að ganga frá
svo miklu áður en afi ykkar pg
amma koma, sagði hann. Ég
þarf að þvo bílinn og mamma
ykkar þarf að skreppa útí búð,
kaupa í matinn og leggja á
borð, áður en þau koma.
— Getum við ekki eitthvað
hjálpað til? spurði Birna og
horfði stórum augum á pabba
sinn, sem aftur var önnum
kafinn við að þvo bílinn sinn.
— Já, get ég ekki hjálpað
þér að þvo? spurði Bjarni og
rétti honum svampinn, sem
flaut í fötunni.
— Já, og ég get skroppið út
í búð fyrir mömmu og hjálpað
henni að leggj atborð.
Systkinin tóku til óspilltra
málanna. Foreldrarnir tóku
þeim vel. Þeir létu það af-
skiptalaust þó að eitthvað
væri öðru vísi en þeim fyndist
það ætti að vera. Þeir örvuðu
börnin sín og hvöttu, og allt
gekk vonum framar.
Þegar margar hendur vinna
saman og við lærum að hjálpa
hvert öðru — er jafn vel tími
til að fara í sundlaug áður en
afi og amma koma i heim-
sókn. Með sumarkveðju Þ.
Hafmeyjar
og sækarlar
Hafmeyjar eru þekktar í sög-
um og ævintýrum. Hver veit
nema þið hafið lesið um ein-
hverjar þeirra, sem lokkað hafa
menn til sín með galdrabrögðum
sínum. Margir þekkja að
minnsta kosti hafmeyjuna í
Kaupmannahöfn, sem fræg er
orðin á síðustu árum.
Löngu áður en tímatal okkar
hófst, þekktu menn sögur um
hafmeyjar, og vitrir menn álíta,
að tilvera þeirra hafi byrjað
þannig:
Þegar fólk sá sækýr rísa
skyndilega upp úr sjónum með
andlit, sem helst líktist feitum,
luralegum manni, andlit sem var
sumpart af manni og sumpart af
skepnu — og þar sem til voru
sækarlar, var ekkert líklegra en
að til væru líka sækvenmenn,
það er að segja hafmeyjar.
Margir kannast við þá Trölla og Gilla gíraffa. Þeir
voru á ferð og flugi hér í Reykjavík í allt fyrrasumar
og skemmtu krökkunum á leikvöllum höfuðborgar-
innar.
Okkur þætti gaman að fá bréf frá einhverjum
krökkum á leiksvæðum borgarinnar ásamt teikning-
um, þar sem þeir segja okkur, hvort þeir hafi heyrt
og séð til þeirra félaga eða vina þeirra.
Gleðilegt sumar áfram.
Hausakast
Margt er sér til gamans gert, stendur einhvers staðar.
Hér kemur leikur, sem auðvelt er að framkvæma.
Þátttakendur (tveir í einu) búa sér til hring úr þykkum
pappa, sem þeir setja siðan á höfuðið eins og myndin
sýnir, og festa hann með teygju.
Leikurinn er síðan i þvi fólginn að annar byrjar og
kastar upp peningi. en hinn hleypur undir hann og
reynir að grípa peninginn með nýja „hattinum* sinum.
Sá sem grípur oftar hefur unnið — (annars er aðal
atriðið að leika sér, æfa sig og skemmta sér, eins og þið
munið, ekki að vinna).
Góða skemmtun.