Morgunblaðið - 26.07.1980, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980
Magnús Jóhann-
esson — Minning
Fæddur 27. marz 1957
Dáinn 18. júli 1980.
Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir, sögðu Rómverjar til forna.
Rins má segja um Magga vin
okkar, hann var elskaður og virtur
af þeim, sem kynntust honum.
Hann var elskulegur og prúður í
framkomu, upplitsdjarfur og ein-
arður, vinfastur og vandlátur og
eftirsóttur vinnukraftur, enda
heiðarlegur og samviskusamur.
Ungur byrjaði hann vð vinna
fyrir sér. Þegar hann var í Reykja-
skóla hringdi kaupfélagsstjórinn á
Hvammstanga í skólastjórann og
t
Bróðir okkar
STEINGRÍMUR WELDING
Mfvélavirki,
veröur jarösunginn fró Fossvogskirkju mánudaginn 28. júl( kl.
13.30.
Þeir sem vildu minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess.
Elfn Snorradóttir,
Þorvaldur Snorrason,
Snorri S. Welding,
Ágúst Snorraaon,
Friörik S. Welding.
Bróöir minn,
GEORG SCHRADER
dó þann 14. júlí 1980 af hjartabilum, 61 árs, f Hamborg.
F.h. vandamanna og vina
Haraldur Ómar Vilhelmsson
Malmö 3055
t
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jarðarför,
KATRÍNAR ÞORBJÖRNSDÓTTUR,
Frakkastfg 5.
Jóhann Guölaugsson,
Ágústa Jóhannsdóttir,
Ema Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Ármannsson,
Guölaug Jóhannsdóttir, Sverrir Gunnarsson,
Þórir Jóhannsson, Áslaug Guðnadóttir.
t
Innlþegar þakklr og kveöjur til allra þelrra er sýndu okkur samúö
og hlýhug vegna andláts og jaröarfarar eiginmanns mfns, fööur
okkar, tengdafööur, afa og langafa.
GUÐJÓNSJÓNSSONAR
trá Höfn í Grindavfk.
Fyrir mfna hönd, barna okkar, tengdadætra, barnabarna,
barnabarnabarna og annarra ættingja.
Guöbjörg Pétursdóttir.
t
Fósturfaöir minn,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON
foratjóri,
Hnífsdalsvegi 27,
Ísafiröi,
veröur jarösunginn frá ísafjaröarkirkju laugardaginn 26. júlf kl. 2
e.h.
Fyrir mfna hönd, barna minna, systra hins látna og sambýliskonu
hans,
Gestur Halldórsson.
t
Innilega þökkum viö öllum þeim mörgu er sýndu okkur samúö og
hlýhug viö fráfall og jaröarför
ÞORSTEINS JÓNSSONAR
fré Hraungeröi Hellissandi,
Yrsufelli 9.
Álaug Einardóttir,
Jónfna Þorsteinsdóttir,
Ása Þorsteinsdóttir,
Sigurlaug Þorsteinsdóttir,
og barnabörn.
Einar Þorsteinsson,
Baldur Magnússon,
Guömundur Bjarnleifsson,
Siguröur Kristjénsson,
t
Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö fráfall,
GUDMUNDAR H. JÓHANNESSONAR.
Fyrir hönd aöstandenda,
Ingigeröur Sigfinnsdóttir.
bað hann um að benda sér á
efnilegan pilt í verslunina, og þá
mælti hann með Magga. Það er
mikil upphefð fyrir ungling úr
stórum skóla að verða fyrir valinu
enda reyndist hann vel, þarna
vann hann í nokkur ár, en langaði
svo að breyta til og fór til
Reykjavíkur og vann hjá Vöru-
flutningamiðstöðinni. Þannig
kynntumst við hjónin honum, því
hann kom með yngsta syni okkar
að norðan, og vantaði samastað.
Svo var hann hjá okkur til húsa á
meðan hann var í Reykjavík.
Þeir voru miklir vinir, Kjartan
sonur okkar og Maggi, og fóru
nokkrum sinnum milli Reykjavík-
ur og Hvammstanga á bíl sem
Maggi átti, og sagði Kjartan hann
öruggan og góðan bílstjóra. Þeir
voru miklir vinir og voru vart
aðskiljanlegir bæði fyrir norðan
og eins hér í bænum meðan þeir
höfðu tök á. Maggi fór aftur til
Hvammstanga og til kaupfélags-
ins, síðan vann hann við bensín-
afgreiðslu. Síðast vann hann hjá
Blossa í Reykjavík.
Hann hóf að byggja á móti
móður sinni og því lauk hann eftir
því sem tök voru til. Hann var
mjög góður móður sinni og vildi
allt fyrir hana gera sem hann gat.
Hann hlýddi líka á ráð föður síns
sem vildi honum allt hið besta.
En svo kom stóra stundin í lífi
hans, hann kynntist unnustu
sinni, og hann hlýddi boðorðinu að
yfirgefa föður sinn og móður og
stofnaði sitt eigið heimili að
Maríubakka 20 og tók að sér
ungan son hennar, sem hann
reyndist sem besti faðir.
Síðast þegar við sáum Magga
var í vor þegar hann kom í
heimsókn til okkar með litla
drenginn, sem kallaði hann pabba
og vildi ekki frá honum víkja
meðan hann stóð við. Það er erfitt
að enda þessar línur, það er svo
sárt að horfa á eftir ungum
mönnum, þegar allt lífið virðist
blasa við, bjart og fagurt. En það
er erfiðara fyrir unnustuna og
litla drenginn, mömmu , pabba og
bræðurna að sjá á eftir þeim
yngsta. Guð styrki ykkur og huggi
í þeirri von að allir hittist aftur
þegar dauðinn verður ekki lengur
til.
Með samúðarkveðjum frá okkur
öllum.
Lydia Guðjónsdóttir.
Það skiptast á skin og skúrir í
lífi hvers manns. Þótt tíminn sé
okkur náðugur, þegar við rifjum
upp atburði liðinnar tíðar og
varðveiti fremur bjartari hliðar
endurminninganna, verða ógnar-
legir atburðir á vegi okkar, sem
seint fyrnast. Hver man ekki
sólskinsdaginn síðastliðið sumar
og allar björtu stundirnar á þessu
vori? í miðri gæsku þessa árferðis
eru ungir elskendur að ráðgera
framtíð sína. Áhyggjulaus aka
þau eftir steyptum þjóðveginum í
átt til bæjarins. Þau hyggjast
festa sér íbúð, því nú er lífið að
byrja fyrir alvöru. En skjótt
skipast veður í lofti. Áður en þau
ná áfangastað, skýst steinn gegn-
um framrúðu bílsins og lendir á
höfði Magnúsar, hann missir með-
vitund og nokkrum dögum síðar er
hann látinn. Barátta lækna megn-
ar ekki að afstýra hinum voveif-
legu örlögum.
Við svo þungan dóm, yfir æfi
ungs manns, hvarfla hugir vina og
vinnufélaga á vit endurminn-
inganna. Magnús var hvers manns
hugljúfi, hlýja hans og einlægni
snart hvern þann sem honum
kynntist. Starfsfólkið í Blossa s/f
minnist léttrar lundar, hressandi
hláturs, glettna og gamanyrða,
sem ávallt styttu okkur stundirn-
ar í dagsins önn. Snjöll og skörp
tilsvör hans verða okkur einnig
lengi minnisstæð. Hvernig getur
eitt augnablik svipt menn allri
þeirri ánægju? Slíks spyrjum við,
sem daglega umgengumst Magn-
ús. Hans er því mjög saknað af
samstarfsfólki.
Innilegar samúðarkveðjur til
allra sem eiga um sárt að binda
við fráfall okkar kæra vinar
Magnúsar.
Samstarfsfólkið Blossa s/f.
Benedikt Grímsson frá
Kirkjubóli — Minning
Fæddur 17. apríl 1898
Dáinn 21. júlí 1980
Benedikt frændi okkar er dáinn.
Það kom okkur þó ekki á óvart, því
hann hafði átt við vanheilsu að
stríða undanfarin ár og dvaldi nú
síðast ásamt eiginkonu sinni í
sjúkraskýlinu á Hólmavík og þar
lést hann í svefni 21. júlí sl.
Benedikt var eitt af 12 börnum
sæmdarhjónanna Gríms Bene-
diktssonar og Sigríðar Guðmunds-
dóttur sem bjuggu allan sinn
búskap að Kirkjubóli við Stein-
grímsfjörð. Aðeins tvö þessara
systkina eru nú eftir á lífi; Þor-
björg, gift Árna E. Blandon og búa
þau í hárri elli í Kópavogi og
Guðjón, bóndi að Miðdalsgröf,
kvæntur Jónnýju Guðmundsdótt-
Benedikt var búfræðingur að
mennt og bjó alla tíð á ættarsetri
sínu, Kirkjubóli, við mikinn og
góðan orðstír. Hann var forystu-
maður í sveit sinni, mikilsvirtur
höfðingi, mikill mannvinur og
vinur og vinsæll af öllum er
honum kynntust. Enda sýna störf-
in sem á hann hlóðust með
búskapnum hve mikils menn mátu
verðleika hans. Hann var hrepp-
stjóri árin 1932—76, sparisjóðs-
stjóri Kirkjubóls- og Fellshreppa
árin 1946—76. Einn af stofnendum
Búnaðarsambands Strandamanna
og formaður þess frá upphafi
1944—73. Formaður ungmennafé-
lagsins var hann um 20 ára skeið,
auk þess sem hann annaðist póst-
þjónustu fyrir sveit sína.
Frændi okkar var ekki einn á
ferð í öilum þessum umsvifum
sínum. Hans hægri hönd var
eiginkona hans Ragnheiður Lýðs-
dóttir frá Skriðunesenni í Bitru-
firði, sem hann kvæntist 2. ágúst
1925. Ragnheiður er annáluð fyrir
gestrisni, dugnað og gegndi hús-
freyjustarfi þessa gestkvæma
heimilis með miklum sóma. Bene-
dikt og Ragnheiður eignuðust 3
syni og eina kjördóttur og eru þau:
Grímur, bóndi og hreppstjóri á
Kirkjubóli, kvæntur Kristjönu
Ingólfsdóttur, Sigurður, bóndi og
smiður á Kirkjubóli, kvæntur Sig-
rúnu Valdimarsdóttur, Lýður,
fulltrúi hjá S.Í.S. í Reykjavík,
kvæntur Helgu Valdimarsdóttur
og Rósa Jónída sem býr í Reykja-
vík. ÖIl eru þessi börn þeirra
hjóna mikið mannkostafólk, sem
gefa foreldrum sínum og heimili
fagran vitnisburð með framkomu
sinni allri og dugnaði.
Manninum sjálfum, Bensa
frænda, kynntumst við systurnar
best er hann dvaldi á heimili
foreldra okkar þegar hann sat
Búnaðarþing í Reykjavík. Hann
var svo einstaklega þægilegur í
umgengni, svo dagfarsprúður og
rólyndur, kíminn og hæglátlega
gamansamur, að öllum leið vel í
návist hans. Þau voru lík í mörgu
systkinin Ingunn móðir okkar og
hann. Bæði áttu létta lund, mikla
rósemi og jákvæða kímnigáfu í
ríkum mæli.
Faðir okkar mat Benedikt mik-
ils og taldi hann til sinna bestu
vina. Eftir lát móður okkar lagði
hann oft leið sina að Kirkjubóli til
að heimsækja Benedikt og fjöl-
skyldu hans og einnig Guðjón
móðurbróður okkar sem býr þar á
næstu grösum. Kom hann jafnan
heim endurnærður eftir þessar
heimsóknir.
Þær eru orðnar margar ferðirn-
ar sem við systurnar höfum farið
að Kirkjubóli, fyrst í fylgd for-
eldra okkar og síðar með mökum
okkar og börnum. Alltaf hafa
móttökurnar verið á sömu lund,
höfðinglegar, en umfram allt hlýj-
ar og breyttist það ekki þó
bústjórnin færðist yfir á þá bræð-
ur Grím og Sigurð og þeirra
konur. Það hefur alla tíð verið gott
að koma heim að Kirkjubóli.
Með þessum fáu linum viljum
við systurnar kveðja kæran
frænda og þakka honum allt sem
hann var okkur og fjölskyldu
okkar.
Hvíli hann í friði.
Sigga, Palla, Bára
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Vinsamlegast segið mér, hvort kvikmyndir séu frá Guði
eða djóflinum.
Hvers vegna spyrjið þér ekki hvort bækur séu frá
Guði eða djöflinum?
Til eru góðar bækur og slæmar bækur, góðar
kvikmyndir og slæmar kvikmyndir. Því miður eru í
mörgum kvikmyndum dregnar upp heillandi myndir
af synd og ofbeldi. Þá eru þær slæmar, enda hafa þær
gífurleg áhrif á fólk.
Dásamlegar kvikmyndir hafa verið búnar til, með
sögulegum frcðleik, einnig hollar myndir sem hafa
orðið fólki til uppörvunar og mikillar hvatningar.
Samt eru slíkar myndir færri en hinar.
Mjög líkt er háttað um bækur. Margar dásamlegar
og gagnlegar bækur eru til, en líka margar slæmar
bækur. Nú á dögum virðast bókagrindurnar vera
þaktar bókum, sem geta aðeins haft skaðleg áhrif á
lesendur.
Þar sem syndin er gerð góð og aðlaðandi, hvort sem
er í kvikmyndum, bókum, útvarpi eða sjónvarpi þar er
illskan á ferðinni og fyllir hugi manna, svo að Guði er
bægt í burtu.
Eg veit, að sumum finnst að kvikmyndir séu af hinu
illa. Ef menn líta svo á, skyldu þeir forðast að horfa á
kvikmyndir og breyta þannig á móti samvizku sinni.
En út frá sama sjónarmiði ættum við aldrei að lesa
bók, af því að margar bækur eru slæmar.