Morgunblaðið - 26.07.1980, Síða 33

Morgunblaðið - 26.07.1980, Síða 33
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1980 33 „Eg hef mikið til að lifa fyrir“ í iöandi mannlífinu í Ox- ford Stræti í London finnast margir götuspilarar. Einn þeirra er John Solomon sem spilar á munnhörpu. John er mikiö fatlaöur, hann vantar báöa fótleggi og annan handlegginn. Þrátt fyrir þaö bjargar John sér sjálfur. Eina hjálpin sem hann fær frá hinu opinbera er hjálp til aö kaupa nýjan hjólastól þegar sá gamli er orðinn ónýtur og eins fékk hann hjálp til aö kaupa sér bíl. Hann á rétt á nokkrum öryrkjabótum en þá má hann ekkert vinna sér inn sjálfur. John á sitt stolt og vill hann því heldur sjá fyrir sér sjálfur. Auk þess eru þessar bætur svo litlar aö næstum ómögulegt væri fyrir hann aö lifa af þeim. Meö því aö spila á götunni sjö daga vikunnar þénar hann nóg til aö komast af. John hefur kynnst mörgum viö vinnu sína, margir senda honum kort þegar þeir fara í frí og hann fær margar jólagjafir. En þaö er ekki eingöngu skemmtilegt fólk sem John kynnist á götunni. Margir hafa gert tilraun til aö ræna veskinu hans en þaö hefur aðeins einu sinni tekist og var þá aleigunni stolið frá honum. John er fæddur í Rhodes- íu og hann þakkar þaö móöur sinni hve vel honum gengur aö bjarga sér. Strax frá því hann var lítill lét hún hann sjálfan hjálpa sér og bannaði öörum aö aöstoöa hann. Þegar John var átta John gefur dúfunum i Hyde Park ára fluttist fjölskylda hans til Englands, til þess aö John kæmist í sérskóla fyrir fötl- uö börn. John syndir miklö í tómstundum sínum auk þess sem hann kennir fötl- uöum börnum aö synda. Þrátt fyrir allt er John lífs- glaöur maöur og segist hafa mikiö til aö lifa fyrir. Þennan bikar vann John í sundi. John ásamt nemendum sínum. Lauf af vetrareik. Eik Quercus Fagurt tré að fornu og nýju, verður elst Evróputrjáa. Orðið EIK var stundum notað sem kenning eða samnefni vænna trjáa, og er jafnvel enn í skáldskap. I Evrópu vaxa víða tvær svipaðar eikartegundir: vetrareik og sumareik — og margar í Ameríku. Eikin er stórvaxið tré, tiltölulega fallegt með afar mikla limkrónu. Bolur- inn verður oft mjög digur. Hæð jafnan 20—30 m, en til eru á meginlandi Evrópu 40—50 m há tré. Ummál bols gamalla eik- artrjáa er oft 5—6 m, en getur orðið miklu meira, 8—12 m, eða jafnvel enn meira. Talið er, að til séu í Evrópu, t.d. skammt utan við Kaupmannahöfn, allt að þús- und ára gömul eikartré og eru sum þeirra fræg og bera sérstök nöfn: Konungseikin, Storkeikin, Snúna eikin o.s.frv. Eikarbolir fúna smám saman innan og trén verða jafnvel hol þótt þau lifi og standi hin sterklegustu. Getur orðið mjpg erfitt að telja ár- hringana, svo aldur mjög gam- alla eika er oftast all óviss. En nú er farið að mæla aldurinn með nýjum aðferðum er hafa a.m.k. staðfest mjög háan aldur eika. „Ég vatt mér út í veiðigarð, voldug eik þar fyrir mér varð. Sú hefur lengi viðrað sín völd, vaxin úr grasi á Sturlungaöld". Við gamlan skemmtistað, góðan spöl utan við Kaupmannahöfn í „Dýramörkinni", stendur æva- gömul hol eik, sem prestur einn fyrr á tíð notaði sem bænaher- bergi. í flipóttum eikarblöðunum er talsvert af sútunarsýru. Stofn ungra eika er sléttur og gráleit- ur, en börkurinn verður þykkur, grófur og langrákóttur með aldr- inum. Fyrrum voru miklir eik- arskógar í Danmörku og á Bret- landseyjum svo dæmi séu nefnd. Hrói höttur bjó undir eik og oft voru haldnir fundir undir um- fangsmiklum limkrónum eika. En eikarskógar hafa víðast verið mjög eyddir svo lítið er eftir af j>eim. Viðurinn er þungur, harð- ur og sterkur og hefur jafnan verið eftisóttur til smíða, eftir að menn fengu sæmileg verk- færi. T.d. fóru fyrr á öldum geysimikið af eikarskógum til herskipasmíða, ótrúlega mikið, svo sem á Bretlandseyjum. Og þegar mikið var höggvið af eik sótti beykið fram í staðinn. Enn er eik notuð til margskonar smíða sem og alkunnugt er. Viðurinn er dökkbrúnn hið innra í trjánum en gulleitur utantil. Aldinið er hneta sem kallast akarn. „Hvárt féll akarn nokkv- at í höfuð mér,“ sagði Skrýmir jötunn við Þór úti í skóginum (sbr. Snorra-Eddu). í Reykjavík og Hellisgerði t.d. vaxa nokkrar eikarhríslur 2—3 m háar, en kræklóttar, og verða varla annað en stakir runnar því nægan sumarhita vantar. I.D. Þess skal getið að siðasta grein, um Gullregn, er einnig eftir Ingólf Davíðsson, grasa- fræðing, en fangamark hans undir greininni féll niður í prentun. Þá misprentaðist og latneska heiti trésins sem er Laburnum alpinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.