Morgunblaðið - 26.07.1980, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JULI1980
39
Frá sjöunda riðli i 100 metra hlaupi á ólympíuleikunum i Moskvu. Alan Wells. annar frá vinstri, sigrar oj?
nær besta timanum i undanrásunum. Wells sigraAi svo i gærkvöldi i úrslitahlaupinu i 100 m. Don Quarrie
frá Jamaica, lengst til vinstri, varð annar. Lengst til hægri sést Oddur Sigurðsson, sem varð siðastur i
riðiinum, hljóp á 10,94 sek. AP-símamynd frá Moskvu.
Ólympíufréttir
Wells sigraði í 100 m hlaupinu
ÞAÐ VAR hamingjusamur Alan
Wells sem hljóp sigurhringinn á
Leninleikvanginum i gærkvöldi
er hann hafði sigrað í 100 m
hlaupinu á ólympiuleikunum.
Wells var sjónarmun á undan
Silvio Leonard frá Kúbu. Báðir
hlutu sama tima 10,25 sek.
Úrslit í 100 m hlaupi karla:
Sek.
Alan Wells Bretlandi 10,25
Silvio Leonard Kúbu 10,25
Petar Petrov Búlgaríu 10,39
Aleksandr Aksinsin Sovétr. 10,42
Osvaldo Lara Kúbu 10,43
Muravyov Sovetríkjunum 10,44
M. Woronin Póllandi 10,46
Hermann Panzo Frakklandi 10,49
Eftir mjög harða og tvísýna
keppni í þrístökki á Ol-leikunum
tókst Sovétmanninum UUdmae að
sigra, hann stökk lengst 17,35
metra. Annar varð landi hans
Saneyev sem hefur sigrað í þessari
grein á síðustu þremur Ol-leikum,
en varð nú að gera sér silfurverð-
laun að góðu.
Úrslit í þrístökki karla:
Metrar
Jaak UUdmae, Sovétr. 17,35
Viktor Saneyev, Sovétr. 17,24
Joao Olivera, Brasilíu 17,22
Keith Connor, Bretlandi 16,87
Ian Campell, Ástralíu 16,72
Atanass Tcotchev, Búlgaríu 16,56
Tugþrautarkeppnin:
Það var Bretinn Daley Thomp-
son sem hafði örugga forystu eftir
fjórar greinar í tugþrautinni í
gær. Fimmtu greininni 400 metra
hlaupi var ekki lokið er blaðið fór
í prentun. Thompson hafði hlotið
4542 stig eftir fjórar greinar.
Árangur hans var sem hér segir.
100 m 10,62 sek., langstökk 8,00
metrar, kúluvarp 15,18 m og í
hástökki stökk hann 2,08 m. í öðru
sæti var rússinn Kutsenko með
4278 stig og í þriðja sæti Kach-
anov frá Rússlandi með 4265 stig.
Tugþrautarkeppninni lýkur í dag.
800 metra hlaupið i dag:
Sú keppni sem flestir bíða með
hvað mestri eftirvæntingu á 01-
leikunum er keppnin í 800 og 1500
metra hlaupunum. Þar mætast
landarnir Coe og Ovett, mestu
hlauparar heimsins í dag. Þeir
hafa ekki keppt saman á hlaupa-
brautinni síðan á Evrópumeist-
aramótinu í Prag árið 1978. Báðir
hafa verið iðnir við að setja
heimsmet síðan þá. Síðast þegar
kapparnir mættust hafði Ovett
betur og margir hallast að sigri
hans í dag. Spurningin er líka
hvort heimsmetið í greininni
stenst átökin.
í kúluvarpi kvenna sigraði Ilona
Slupianek frá A-Þýzkalandi, setti
nýtt heimsmet, kastaði 22,41
metra. Þá var sett nýtt olympíu-
met í spjótkasti kvenna. Richter
frá A-Þýzkalandi kastaði 66,66
metra. Gamla metið var 65,94
metrar. Finnski stórhlauparinn
Lasse Viren lenti í vandræðum í
10.000 metra hlaupinu í undanrás-
unum og rétt tókst að komast í
úrslitin, varð fjórði í sínum riðli,
hljóp á 28,45,8 mín. Mikill hiti var
meðan á hlaupinu stóð og gáfust 6
keppendur upp vegna hans.
Morgunblaðið
til sölu í
Moskvu
VÍÐA kemur Morgunblaðið við.
Það vakti mikla undrun islensku
keppendanna á ólympiuleikun-
um i Moskvu. að hægt er að
kaupa Morgunblaðið á blaðsölu-
stöðum í ólympiuþorpinu. Þann-
ig geta keppendur fylgst með því
sem gerist heima á Fróni.
Dagblöð viða úr heiminum eru
til sölu i þorpinu og þar á meðal
Morgunblaðið, að sögn Sveins
Björnssonar fararstjóra íslenska
hópsins.
Afgreiðsla Morgunblaðsins
mun hafa fengið beiðni um að
senda 10 blöð til Moskvu á meðan
á leikunum stendur.
Hópferð
Framara
STUÐNINGSMENN Fram munu
efna til hópferðar á leik Fram og
ÍBV sem fram fer i Vestmanna-
eyjum i dag og hefst kl. 14.00.
Þeir sem hafa áhuga snúi sér til
Arnarflugs.
Skipting verðlauna
a 01-leikunum
I GÆRKVÖLDI höfðu þessar þjóðir hlotið flest verðlaun á
ólympiuleikunum i Moskvu: Gull Silfur Brons Samanlagt
Rússland 34 27 13 74
A-Þýskaland 11 19 17 47
Búlgaria 4 2 8 14
Ungverjaland 4 5 3 12
Rúmenia 4 4 3 11
Pólland 0 4 3 7
Svíþjóð 2 0 4 6
Ástralia 1 0 4 5
Bretland 2 2 1 5
Frakkland 1 2 0 3
ítalia 2 0 1 3
Kúba 2 1 0 3
N-Kórea 0 1 1 2
Tékkóslóvakía 0 0 2 2
Brasilia 0 0 2 2
Grikkland 1 0 0 1
Jamaica 0 0 1 1
Spánn 0 0 1 1
Mexico 0 1 0 1
Finnland 0 0 1 1
Sviss 1 0 0 1
Danmörk 0 0 1 1
Libanon 0 0 1 1
Austurriki 0 0 1 1
Fram leikur
gegn FH-ingum
DREGIÐ hefur verið i undanúrslitum i Bikarkeppni
KSÍ. FH-ingar leika gegn Fram og eiga heimaleik og
UBK á heimaleik gegn íslandsmeisturum ÍBV. Leikir
þessir eiga að fara fram 13. ágúst kl. 20.00. þr.
Jón og Oddur nokkuö
frá sínu besta
KEPPNI i frjálsum íþróttum
hófst á ólympíuleikunum i
Moskvu á fimmtudag. Þá keppti
Oddur Sigurðsson i 100 m hlaupi
og Jón Diðriksson i 800 metra
hlaupi. Oddur hljóp i 7 riðli og
hafnaði i 7 sæti af sjö keppend-
um, hlaut timann 10,94 sek.
Sigurvegari i riðlinum varð All-
an Wells frá Bretlandi hljóp á
10,11 sek. Jón Diðriksson var
nokkuð frá sinum besta árangri i
800 metra hlaupi, varð siðastur i
sinum riðli, hljóp á 1,51.1 sek.
Voru þetta aukagreinar bæði hjá
Jóni og Oddi.
Þrír fyrstu í hverjum riðli
komust áfram í milliriðla. Wells
náði bestum tíma í 100 m í
riðlakeppninni 10,11 sek. og And-
reas Busse frá A-Þýzkalandi í 800
metrunum 1,47,4 mín. Menn fóru
sér hægt og flestir bestu hlaupar-
arnir tryggðu sér aðeins sæti í
milliriðlunum átakalaust.
Oddur Sigurðsson og Jón keppa
aftur á sunnudag. Og þá mun
Óskar Jakobsson keppa í kringlu-
kasti. Hreinn og Óskar keppa svo í
undankeppninni í kúluvarpi á
mánudag.
-þr.
• Getur þú ekki talað hærra, gæti Iuliyaka Semenova verið að segja
við þjálfara sinn. Semenova er 2,15 metrar á hæð, leikur aðalhlut-
verkið i geysistérku, sovésku körfuknattleiksliði kvenna, sem er
öruggt með sigur á ólympiuleikunum i Moskvu. í gærdag vann liðið
Ítalíu með 119 stigum gegn 53, en i flestum leikjunum til þessa hefur
iiðið sigrað með um 35 stiga mun. Þess má geta, að sovésku stúlkurnar
hafa ekki tapað landsleik i 20 ár.
Hefur hlotið 8 verðlaun
SOVÉTMAÐURINN Aleksander
Ditytin hefur unnið átta verðlaun
i fimleikakeppninni á ólympiu-
leikunum og þar með sett nýtt
met hvað varðar flest verðlaun á
einum leikum. Dityatin hefur
hlotið fern gullverðlaun. þrenn
silfurverðlaun og ein bronsverð-
laun. Bandarikjamaðurinn Spitz
átti fyrra metið, en hann vann sjö
gullverðlaun á ól-leikunum i
. Munchen.
Mjög óvænt úrslit urðu í
spjótkasti kvenna í gær. Sigur-
vegarinn, sem var frá Kúbu.
Maria Colon, setti nýtt ól-met,
kastaði 68,40 metra, önnur varð
rússneska stúlkan Gunba með
67,76 metra.
Úrslit i handknattleikskeppni
leikanna í gær urðu þessi: Júgó-
slavía sigraði Rúmeniu 23—21,
Pólverjar sigruðu Dani 26-12,
Rússar sigruðu Alsír 33—10,
Sviss vann Kuwait 32—14 og
Ungverjar sigruðu Spánverja
20—17. Þá sigruðu A-Þjóðverjar
Kúbu 27- 20.
Héraösmót
UMSB
HÉRAÐSMÓT Ungmennasam-
bands Borgarfjarðar verður háð í
dag og á morgun á iþrótta-
vellinum í Borgarnesi. Mótið
hefst kl. 13 háða dagana. Allt
bezta íþróttafólk UMSB verður
meðal þátttakenda á mótinu. að
undanskildum Jóni Diðrikssyni,
sem nú þreytir keppni á ólympiu-
leikunum i Moskvu.