Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980
7
Hefst þá tínsla „gullkorna"
úr bréfi Páls (til mín), sbr.
síðasta þátt, en Páll Helgason
á Akureyri tekur fram að hann
lesi ekki blöðin hólmalaust.
Kemur þetta orð þarna til mín
sem gamall kunningi. Við slóg-
um stundum, og stundum ekki,
hólmalaust í sveitinni fyrr
meir. Rúmsins vegna sleppi ég
heitum blaða og tímarita, svo
og dagsetningum, því að korn-
in eru mörg. Síðan geri ég
mínar athugasemdir, ef mér
þykir ástæða til.
Fyrsta • korn: „Sala þessa
útboðs spariskírteina hefur
ekki selst eins ört og oft áður.“
Já, ójá. Hér er nú fyrst gert
ráð fyrir sölu útboðsins, en
ekki skírteinanna, og ekki er
hin villan betri, að salan hafi
ekki selst. Þarfnast það von-
andi ekki skýringa.
Annað korn: „Hvergi nýtur
hann sér eins vel og þegar
hann fer á vit náttúrunnar ...“
Ég er vanur því, eins og Páll,
að tala um að njóta sín, ekki
sér. En úr því að þarna er
talað um að ganga á vit
einhvers, langar mig til að
skjóta inn ofurlítilli sögu.
Orðasambandið að ganga á
vit einhvers merkir að vitja
einhvers, fara til einhvers. í
Hávamálum er talað um að
ganga á vit verka síns, þar
sem karlkynsorðið verki hefur
sömu merkingu og starfi,
starf. Orðfær blaðamaður fékk
fyrir mörgum árum viðtal við
Halldór Laxness, sem þá var
enn kallaður Kiljan, og fyrir-
sögnin var siðan hjá blaða-
manninum: Gengið á vit Kilj-
ans. Þetta misskildu sumir og
ráku upp roðaugu. Var maður-
inn virkilega farinn að halda
því fram, að tekið væri að
ganga á vit stórskáldsins?
Þriðja korn: „Stundum sést
spilurum ekki fyrir, þegar þeir
eru að leita að besta ...“ Ekki
er með öllu ljóst í hverju
ruglingurinn er fólginn hér.
Mönnum sést stundum yfir
besta kostinn, og trúlega er
hér um samruna að ræða.
Einhverjum sést yfir eitthvað,
og einhver sést ekki fyrir í
einhverju. í Gylfaginningu
segir að sá er týhraustur, er
um fram er aðra menn og ekki
sést fyrir. Orðasambandið að
sjást fyrir merkir að vera
gætinn eða fyrirhyggjusamur.
Þriðja korn væri þá líklega
rétt þannig, að stundum sjáist
spilara ekki fyrir o.s.frv. þ.e.
þeir séu ekki nógu gætnir. Hitt
má þó vera, að höfundur hafi
ætlað að segja að spilurum
sjáist oft yfir (hið besta eða
nærtækasta) í leit sinni að
góðu útspili.
Fjórða korn: ... „þá verður
það ekki gert fyrr en í lengstu
lög.“ Hér er máltilfinning mín
sú, að segja beri siðustu lög,
vegna neitunaratviksorðsins
ekki, sem á undan er komið.
Fimmta korn (ansi mikið
kornótt): „Varla hafa neinir
óperusöngvarar látið meira til
sína kveða en ...“ Hér er þá
fyrst, að í staðinn fyrir neinir
á áð standa nokkrir. Enn
i verra er framhaldið, þegar
saman renna orðasamböndin
að láta að sér kveða og láta til
sín taka.
Sjötta korn: „Þá benda bak-
arar á, að með þessari ákvörð-
un verði hækkunarþörfin fyrir
hækkun á brauðum ...“ Hér
sér væntanlega hver maður
hvað að er, en þörfin fyrir
hækkun hefur greinilega verið
mikil.
Sjöunda korn: ... „en hann
hefur getið sér góðs orðstírs í
Svíþjóð og Bandaríkjunum."
Miklu algengara er að sögnin
að geta í merkingunni að fá
stýri þolfalli. Hitt er þó ekki
dæmalaust, að hún stýri eign-
arfalli í þeirri merkingu. í
Hávamálum er t.d. talað um að
geta sér orðs og endurþögu.
Ég tel því að í þessu dæmi sé
ekki rangt mál, en sjaldgæft
og fornlegt. Rétt þykir mér að
skjóta því hér inn, að orðið
orðstír er hér bæði rétt beygt
og rétt stafsett, en á því vill oft
verða mikill brestur fyrir áhrif
frá mannanöfnunum sem enda
á -týr. En orðstír beygist svo
að réttu lagi, að r er í öllum
föllum: Orðstír, um orðstír, frá
orðstír, til orðstírs. Til er
ósamsetta myndir tír, í
merkingunni heiður, æra sómi,
fremd, en þá er eignarfallið
jafnan haft tírar.
Áttunda korn (nú ískyggi-
lega algengt og mjög leiði-
gjarnt): „Flugmenn sameinast
um að skaða Flugleiði." Þetta
er enduretkið, svo að ekki er
um tilviljun eða prentvillu að
ræða. Hvað er að gerast
þarna? Menn eru hættir að
hafa tilfinningu fyrir því, að
flugleið er kvenkynsorð og
beygist eins og ást eða sorg.
Menn taka að beygja orðið
Flugleiðir eins og karlkynsorð
sem endar á -ir í fleirtölu, svo
sem gestur, lækur eða vinur.
Ef hart er brugðist við, ætti að
mega kveða þessa villu niður,
eða vilja menn kannski fara að
yrkja um ásti og sorgirí stað-
inn fyrir ástir og sorgir?
Nú þarf enginn að fara
í hurðalaust...
Inni- og útihurðir i
úrva/i, frá
kr. 64.900.-
fullbúnar dyr með
karma/istum
og handföngum
Vönduð vara við
vægu verði.
H BÚSTOFN
Aðalstræti 9
(Miðbæjarmarkaði)
Simar 29977 og 29979
anœstunni
Úrvalsferðir 1980
15. ágúst Ibiza ein vika kr. 265.000.-
22. ágúst Mallorca/ Ibiza 3 vikur, 4 sæti laus.
5. september Ibiza 3. vikur, laus sæti.
12. september Mallorca/ Ibiza 2 og 3 vikur, nokkur
sæti laus.
London alla laugardaga
FERÐASKR/FSTOFAN
URVAL
VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900
hefst á þriðjudag
Býður
nokkur betur?
_Ji" Málning — Hraunmálning — Þakmálning —
' Fúavarnarefni — allar málningavörur.
—Afsláttur
Kaupir þú fyrir 30—50 þúsund veitum viö 10% afslátt
Kaupir þú umfram 50 þúsund veitum við 15% afslátt
Veggfóður — veggdúkar 51 cm breiður ,
—Afsláttur--------------------
Kaupir þú 3—5 rúllur veitum viö 10% afsiátt
Kaupir þú umfram 5 rúllur veitum viö 15% afslátt
|■•■’ 'Sannkallaö Litaverskjörverö
Ertu aö byggja, viltu breyta, þarftu aó bæta
Líttu við í Litaver, því það hefur ávallt borgað sig
\ .
Grensasvegi. Hreyfilshusmu Simi 82444